fbpx

1111 SINGLES DAY

SAMSTARFSHOPPING

11.11 eða Singles day er að bresta á. Singles Day er einn stærsti netverslunardagur ársins þar sem margar netverslanir bjóða upp á afslátt í sólarhring og mér sýnist margar verslanir jafnvel hafa afsláttinn lengur en í 24 klst. þetta árið. Þetta er frábært tækifæri til að kaupa jólagjafirnar á betra verði en í fljótu bragði sýnist mér flestar verslanir bjóða upp á 20 % afslátt.

1111.is
1111.is opnar eins og undanfarin ár á miðnætti í kvöld en þar er hægt að sjá fyrirtæki sem taka þátt og hvaða afslátt þau bjóða, allt undir einum hatt.
Okkar kona Brynja Dan heldur utan um verkefnið eins og undanfarin ár. Hún dró okkur í AndreA á vagninn í upphafi og við höfum fylgt henni síðan. Verkefnið hefur stækkað hratt og í dag taka yfir 400 fyrirtæki þátt.

Á 1111.is má finna fjöldann allan af fjölbreyttum fyrirtækjum og þar er auðvelt að fá skemmtilegar jólagjafahugmyndir. Þetta er í raun eins og stór jólagjafahandbók sem hægt er að leita í eftir flokkum. Vöruúrvalið er fjölbreytt og er frá yfir 400 verslunum.
Í ár lenda nokkrir heppnir viðskiptavinir 1111.is í lukkupott og geta unnið vinninga, sá stærsti er 100 þúsund króna gjafabréf með Play. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á listann.


Ég veit af fenginni reynslu að þessi dagur er risa stór og það er mikið álag á netsíðum verslana.  Mig langar að benda á að við og örugglega fleiri verslanir þurfum smá tíma til að taka til og ganga frá öllum pöntunum.  Verslunarfólk stendur vaktina nánast 24/7 og afgreiða allt eins hratt og hægt er en einhverjar tafir geta verið á afhendingarhraða á svona stórum dögum.


AndreA 
Við í AndreA erum með í þessum degi eins og undanfarin ár en þetta er eini svona dagurinn sem við tökum þátt í og því síðasti séns fyrir jól að fá nýjar vörur á afslætti.

* Við bjóðum 20% afslátt af öllum vörum bæði í vefverslun og í verslun.
* Það þarf engan kóða, afslátturinn reiknast sjálfkrafa í körfunni.
* Afslátturinn hefst í kvöld föstudaginn 10.11 kl 20:00.
* Allar nánari upplýsingar má finna hér: Allt sem þú þarft að vita um 11.11

Happy shopping 
xxx
AndreA

 

 

LAGERSÖLUR HELGARINNAR

Skrifa Innlegg