fbpx

NÝTT & FALLEGT FRÁ IITTALA

HönnuniittalaSamstarf

Iittala ó elsku iittala.. það hafa nokkrar spennandi nýjungar bæst við undanfarið og þar má helst nefna Essence kokteilaglös á fæti sem væru einnig sæt sem desertglös (sjá mynd neðst í færslu) ég elska hluti sem hafa meira en aðeins einn tilgang og mæta þessi glös því sterk til leiks. Þar að auki bættist við klassísku Teema línuna stílhreinn leirpottur í þremur litum sem sérfróðir segja vera hinn fullkomna pott til að baka í súrdeigsbrauð, en einnig þykir mér hann vera spennandi til að elda grjónagraut í ofni og bera svo beint fram í þessum huggulega potti ♡

Þessar nýju myndir eru svo ekkert nema gordjöss með hátíðlegum blæ, þar sem Rami matarstellið fær að njóta sín ásamt Nappula kertastjökum. Eins og þið hafið líklega flest tekið eftir þá eru allskyns afslættir nú í boði í tengslum við Black Friday og í tilefni þess verður 20% afsláttur af öllu í iittala búðinni, 50% afsláttur af Maribowl skálum ásamt fleiri tilboðum.

Hér að neðan má svo sjá leirpottinn fallega sem kom út í tilefni 70 ára afmælis Teema línunnar. Stílhrein og látlaus hönnun einkennir Teema línuna og er þessi leirpottur góð viðbót við stellið.

Nýju kokteilaglösin í Essence línunni má svo sjá hér að neðan, þau eru í dálítið skemmtilegri stærð sem býður upp á fleiri möguleika en bara undir drykki, en það er virkilega smart að bera fram desert í svona háu glasi á fæti.

Fyrir áhugasama þá getur þú smellt hér til að skoða afsláttinn í iittala búðinni – ég mæli með!

20 HUGMYNDIR AF AÐVENTUDAGATÖLUM // TIL AÐ GERA SJÁLF!

Skrifa Innlegg