fbpx

JÓLABORÐ DEKKAÐ MEÐ SVÖNU & ANDREU Í EPAL

HEIMAJÓLROYAL COPENHAGENSAMSTARF EPAL

Draumaverkefni fyrir okkur Svönu Lovísu, blóm, postulín og leggja fallega á borð í einni fallegustu verslun landsins án þess að þurfa að elda.  Þetta er ótrúlega skemmtileg hefð hjá Epal en þau fá mismunandi hönnuði til að dekka borð í hverri viku fram að jólum.  Borðið okkar Svönu stendur til 29 nóvember en þá dekka Rebekka & Ellert frá Former næsta borð, hlakka til að sjá það.
Á instagram Epal er einnig hægt að sjá borð fyrri ára í highlights” en það er gott inspo fyrir ykkur sem hafið gaman af því að dekka borð.

Við byrjuðum daginn í Samasem blómaverslun en blóm er sameiginlegt áhugamál hjá okkur Svönu.  Eins og þið sjáið er nóg til og erfitt að velja.  Við ákváðum strax að hafa mikið af blómum og keyptum blöndu af greni, grænu og hvítum blómum.

Fullt af blómum & Royal Copenhagen er kombó sem eiginlega er ekki hægt að klúðra.

Við völdum langan disk frá Royal Copenhagen til að setja skreytinguna á, ég kalla þennan disk alltaf fisk fat, veit ekki hvort að það sé rétt nafn eða bara eitthvað sem festist við hann hjá mér.  Ég hef átt þennan disk í mörg ár en þó aldrei sett á hann fisk.  Ég nota hann mikið í veislum og þegar ég er með bröns undir allskonar ávexti og brauðmeti.  Hann er greinilega líka fullkominn undir blómaskreytingu enda langur og mjór og fer einstaklega vel á veisluborðinu.
Það er eiginlega miklu auðveldara að gera svona skreytingu en það lítur út fyrir að vera. Við einfaldlega röðuðum blautum oasis á diskinn og stungum svo blómunum í.

Við notuðum hvíta eða “hvid riffled” diska undir og “blue mega” minni diska ofan á. Skálar og allir fylgihlutir eru einnig Royal Copenhagen “blue mega.”


Glösin og hnífapörin eru frá iittala

Dúkurinn og tausérvetturnar eru frá Lovely linen.

LESTU LÍKA: LOVELY LINEN

Og þetta fallega aðventukerti og kertastjaki er frá Ferm living. Kertið fæst einnig í svörtu en ég féll fyrir og keypti mér einmitt þetta hvíta.

Takið eftir ljósunum fyrir ofan borðin. Ég féll fyrir þessu ljósi í vor eftir að hafa dvalið Vipp húsinu í Kaupmannahöfn í vor.  Ótrúlega fallegt og falleg lýsing af því.
LESTU LÍKA: DRAUMAVINKONUFRÍ TIL KÖBEN & FALLEGA VIPP CHIMNEY HOUSE

 

BEFORE & AFTER
Þetta fallega borð komið í hátiðarbúninginn.  Borðið er fallegt  sporöskjulaga frá Firm living en hér er það með tveimur stækkunarplötum.  Þegar þær eru ekki í er borðið hringlótt, hentar sennilega heima hjá mörgum.  Borðið fæst einnig í svörtu.

Hér má sjá okkur Svönu í ham ….

 

 

 

xxx
AndreA
Instagram @andreamagnus

LOVELY LINEN

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1