fbpx

SVANA GOOGLE VOL.1

HönnunRáð fyrir heimilið

Það mætti stundum halda að Google væri mitt annað nafn, en ég hef oft ekki undan að svara fyrirspurnum varðandi hönnun og heimili frá fólki í kringum mig. Það eru eflaust ekki margir vinir mínir eftir sem hafa aldrei leitað til mín með spurningar hvaðan hitt og þetta er, eftir hvern það er, og svo mætti endalaust áfram telja. Ég hef haft mjög gaman af því að aðstoða og veita fólki upplýsingar, en stundum eru spurningarnar tímafrekar og því hef ég ekki náð á síðustu mánuðum að svara öllum vegna anna, þá eru það kannski ítarlegar spurningar um hönnunarnám og annað, en oft eru þetta líka spurningar sem auðveldlega má finna svar við á Google. Ég nota mikið Google image search, en þar hleður þú inn mynd úr tölvunni og færð þá oft niðurstöður hvaðan myndin er og jafnvel hver hannaði vöruna sem finna má á myndinni. En svo eðlilega hefur sitthvað síast inn í höfuðið á mér eftir að hafa legið yfir hönnunarbókum, blöðum og vefsíðum síðustu árin, sem betur fer myndi ég nú segja. Hér að neðan er svar við nýlegri spurningu varðandi eftir hvern hönnunin er, þið hafið eflaust flest rekist á þetta ljós í tímaritum eða á bloggsíðum enda afar vinsæl hönnun um þessar mundir.

Hönnunin sem um ræðir er Koushi ljósið, sem er einfalt og handgert ljós sem ameríski ljósmyndarinn Mark Eden Schooley hannaði.

img1

En síðan er það Z1 ljósið sem Mark Eden Schooley hannaði einnig ásamt Nelson Sepulveda, það er ekki svo ólíkt Koushi ljósinu í stíl þó að þetta sé örlítið fínlegra og höfðar því til fleiri.

img2

Koushi ljósið hefur verið sérstaklega vinsælt sem heimaföndur enda sést langar leiðir að það sé handgert, hér má jafnvel sjá DIY leiðbeiningar á vefsíðu Remodelista. Bæði ljósin fást í sænsku versluninni Artelleriet sjá hér fyrir áhugasama.

Ef þú ert með spurningu sem varðar hönnun og heimili þá er Svana Google með svarið;) Þó vil ég taka fram að þó að áhugasvið mitt nái yfir flest sem tengist hönnun þá er ég ekki sérfróð þegar kemur að vintage hlutum og antíkmunum. En það sem er í gangi í dag… þar erum við að tala saman!

Ertu svo búin/n að smella á facebooksíðu Svart á hvítu… stefnan er sett á 10.000 like og þá verður skemmtilegur gjafaleikur! Og ef þú hefur einhverntíman þurft að leita til mín með spurningu um hönnun og heimili þá á ég nú inni hjá þér að þú smellir á like hnappinn við þessa færslu:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

LANGAR Í : SÓFABORÐ GAE AULENTI

Skrifa Innlegg