fbpx

LANGAR Í : SÓFABORÐ GAE AULENTI

DIYHönnunÓskalistinn

Eitt fullkomnasta sófaborðið að mínu mati er Tavolo con Ruote / Borð á hjólum, sem hin ítalska Gae Aulenti (1927 – 2012) hannaði árið 1980. Hún er heimsþekktur hönnuður og arkitekt og hannaði hún m.a. fyrir Knoll, Kartell og Artemide, hún er þó þekktust fyrir hönnun sína á Musée d’Orsay safninu í París sem áður gengdi hlutverki lestarstöðvar.

Það eru fá borð sem skora jafn hátt á óskalistanum mínum, þetta er hið fullkomna borð til að stilla upp fallegum bókum og öðru skrauti. Ég leyfi mér að efast smá um að þetta sé mjög barnvænt borð, þó svo að glerplatan sé gerð úr mjög þykku og öruggu gleri, þá sé ég fyrir mér að þurfa að pússa plötuna ansi oft!

Borðið hefur á undanförnum árum orðið æ vinsælla sem “heimaföndur”, en upprunalega borðið er hægt að kaupa á um 200.000 kr í gegnum MoMa safnið í New York þar sem það er partur af þeirra varanlega safni.

Screen Shot 2015-08-13 at 21.49.30

 

Mynd via Lotta Agaton

86368_A2_Table_with_wheels

Efsta myndin er ekki af upprunalega borðinu en þessi hér beint fyrir ofan er það. Þá er það spurningin hvort þetta sé nógu hentugt borð með einn lítinn pjakk á heimilinu, eða hvort það sé mögulega hægt að læsa dekkjunum svo það fari að minnsta kosti ekki af stað. Svo er það bara daglega rútínan að færa puntið af og aftur á borðið, breytir litlu hvort það sé glerborð eða tréborð, ég er hvort sem er að því alla daga, mikið stuð.

Ég er alveg búin að selja sjálfri mér þessa hugmynd, næst er að fá álit hjá sambýlismanninum. Ég spyr allavega svona uppá að leyfa honum að vera með, ég er samt búin að senda póst á glerfyrirtækið um að fá tilboð…:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

HOME SWEET HOME

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Telma Ýr Sigurðardóttir

    18. August 2015

    Ó boy hef reynt glerborð með litlar manneskjur á heimilinu og fingraförin voru alls ráðandi! Ef þú ert haldin tusku brjálæði þá go for it :) fallegt er það :) kv ein sem alltaf les en aldrei kvittar (fyrr en núna ;) )

  2. Helena

    18. August 2015

    Sæl.

    Ekki gætir þú bent mér á hvar er hægt að fá falleg plaköt á netinu. Sérstaklega eftirprentanir af ljósmyndum.

    Kveðja Helena