fbpx

HOME SWEET HOME

Persónulegt

M Á N U D A G U R

Þá hefst fyrsta vinnuvikan mín síðan fyrir ári síðan… barnið er komið til dagmömmu og ég með fullt af uppsöfnuðum verkefnum sem þarf að sinna. Ég náði loksins í gær að lesa nýjasta tölublaðið af Glamour sem kom út fyrir helgi og ég mæli svo sannarlega með því. Þar má m.a. finna viðtal við frænkusnillinginn minn hana Victoriu Elíasdóttur sem rekur aðal veitingarstaðinn í Berlín, þvílík kjarnakona þar á ferð og verður gaman að fylgjast með í framtíðinni! Svo eru föstu blaðsíðurnar sem ég held utan um, og sjáum hvort það kemur eitthvað meira djúsí frá mér svona þar sem ég hef örlítið meiri tíma á milli handanna. Síðustu dögum hefur verið eytt í allskyns skipulag á heimilinu, ég er að reyna að hlúa betur að þessari A týpu í mér sem hefur verið vanrækt undanfarin ár en vá hvað ég þarf að kynnast henni betur. Planið er jú að standsetja skúrinn sem við erum með fyrir utan þar sem ég ætla að bralla eitthvað sniðugt, en það gerist ekki nema ég nýti þennan tíma á morgnanna þegar Bjartur er hjá dagmömmu. En morgnarnir eru eitthvað sem ég, þessi eðal B týpa hef ekki kunnað að meta síðustu 15 árin eða svo. Síðan á ég víst líka ræktarkort sem væri gaman að nýta betur þegar ég á loksins lausa stund, það hljómar nefnilega ekki illa að eyða smá tíma í Baðstofunni í Laugum, ef það eitt og sér er ekki næg ástæða til að fara fram úr kl. 6 á morganna:)

IMG_20150816_104353

Keyrum þessa vinnuviku í gang!  Það fær svo að koma í ljós hversu miklu ég afkasta á daginn þegar ég er enn í fráhvarfi að hafa ekki litla hjá mér, horfi bara á tímann líða þar til ég fæ að sækja hann kl.2 í dag.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

VÆNTANLEGT FRÁ FERM LIVING F/W 15

Skrifa Innlegg