fbpx

HÚSIÐ: SÓFAKAUP

HeimiliHönnunÍslandNýtt

Hæhæ allir saman og góða kvöldið. Nú er það annað hvort að hætta að blogga eða hysja upp um sig buxurnar og halda áfram. Auðvelda og kannski augljósa leiðin er að hætta, en mér þykir gaman að deila fallegum myndum og hugmyndum og því langar mig ekki til þess. Vonandi finn ég neistann aftur og held áfram af krafti.

Það sem  hefur m.a átt hug minn allan síðustu mánuði er húsið okkar heima á Íslandi. Eftir margra mánaða púl og vinnu virðist sem það sé að taka á sig þá mynd að hægt sé að kalla heimili. Ég veit að margir lesendur mínir hafa gaman að heimilispælingum og því liggur beint við að deila með ykkur þeim húsgögnum sem ég er að velja þangað inn. Planið er að vera í húsinu um jólin og því keppist ég nú við að panta húsgögnin svo þau verði komin í tæka tíð.

Það fyrsta sem mig langar að skrifa um er sófinn sem ég er búinn að panta í stofuna. Þrátt fyrir miklar vangaveltur á Pinterest fór ég alveg hugmyndalaus í bæinn að leita að sófa. Ég fór á milli húsgagnaverslana og sá ekkert sem heillaði mig fyrr en ég kíkti í Módern í Kópavogi. Þar fann ég sófANN ( og margt fleira fallegt ) og get hreinlega ekki beðið eftir að fá hann afhentan – og liggja í honum með bumbuna upp í loftið yfir hátíðirnar.

 

8e303161ed98f96cf4258cbf7e5a40b1

 

Sófinn er frá merkinu Rolf Benz og heitir Areo. Formið er eins og þessi bleiki hér að ofan en efnið er úr mjög fallegu gráu flaueli sem mun passa vel við ljóst gólfið og hvítmatta eldhúsinnréttinguna. Hingað til hef ég lítið pælt í flaueli, en vá, það er fallegt! Til að gefa ykkur smá fílingin á sófanum fann ég nokkrar myndir á Pinterest en sófann ætla ég svo að para saman við staka stóla, og hef m.a pantað dökk, dökk bláan Svan frá Arne Jacobsen.

Ef þið eruð á Pinterest og viljið fylgja mér að þá finnið þið mig þar undir nafninu asaregins, eða með því að klikka hér.

MAGNEA X AURUM

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    22. October 2015

    Velkomin aftur elsku Ása:) Núna færðu reglulegt pepp talk í blogglægðum, það virkar;)

  2. .

    26. October 2015

    Vá hvað mér finnst gaman að þú sért byrjuð að blogga aftur :) Finnst ótrúlega skemmtilegt að lesa bloggið þitt og er búin að bíða lengi eftir næsta bloggi :) Velkomin til baka !!

  3. Andrea

    27. October 2015

    VEIIIIIIIiiiiii en gaman – Er búin að sakna þín svooo <3
    Þessi sófi verður eithvað ! Hlakka til að sjá

  4. Beggy

    27. October 2015

    Yesss! Tad var mikid Ása, Mikid gledur tad mig ad sjá ad tú sért farin ad blogga aftur :)

  5. Sonja Marsibil

    30. October 2015

    Jeijjjj…. !!!

  6. Dagbjört

    19. March 2016

    Já sófar eru svo sannarlega málið. og bláir sófar eru næstum good enough to eat. alltof djúsí myndir!! =)