Hæhæ allir saman og góða kvöldið. Nú er það annað hvort að hætta að blogga eða hysja upp um sig buxurnar og halda áfram. Auðvelda og kannski augljósa leiðin er að hætta, en mér þykir gaman að deila fallegum myndum og hugmyndum og því langar mig ekki til þess. Vonandi finn ég neistann aftur og held áfram af krafti.
Það sem hefur m.a átt hug minn allan síðustu mánuði er húsið okkar heima á Íslandi. Eftir margra mánaða púl og vinnu virðist sem það sé að taka á sig þá mynd að hægt sé að kalla heimili. Ég veit að margir lesendur mínir hafa gaman að heimilispælingum og því liggur beint við að deila með ykkur þeim húsgögnum sem ég er að velja þangað inn. Planið er að vera í húsinu um jólin og því keppist ég nú við að panta húsgögnin svo þau verði komin í tæka tíð.
Það fyrsta sem mig langar að skrifa um er sófinn sem ég er búinn að panta í stofuna. Þrátt fyrir miklar vangaveltur á Pinterest fór ég alveg hugmyndalaus í bæinn að leita að sófa. Ég fór á milli húsgagnaverslana og sá ekkert sem heillaði mig fyrr en ég kíkti í Módern í Kópavogi. Þar fann ég sófANN ( og margt fleira fallegt ) og get hreinlega ekki beðið eftir að fá hann afhentan – og liggja í honum með bumbuna upp í loftið yfir hátíðirnar.
Sófinn er frá merkinu Rolf Benz og heitir Areo. Formið er eins og þessi bleiki hér að ofan en efnið er úr mjög fallegu gráu flaueli sem mun passa vel við ljóst gólfið og hvítmatta eldhúsinnréttinguna. Hingað til hef ég lítið pælt í flaueli, en vá, það er fallegt! Til að gefa ykkur smá fílingin á sófanum fann ég nokkrar myndir á Pinterest en sófann ætla ég svo að para saman við staka stóla, og hef m.a pantað dökk, dökk bláan Svan frá Arne Jacobsen.
Ef þið eruð á Pinterest og viljið fylgja mér að þá finnið þið mig þar undir nafninu asaregins, eða með því að klikka hér.
Skrifa Innlegg