fbpx

NÝTT: SKUGGI ITALIAN BISTRO

ÍslandMaturNýtt

Hafa ekki allir gaman að því að heyra af nýjum, góðum og spennandi veitingastöðum ?

Skuggi Italian bistro opnar á föstudaginn á Skugga hótel á Hverfisgötunni í Reykjavík. Sá sem sér um eldhúsið/matseðilinn er hann Gunnar Már mágur minn sem þið þekkið örugglega mörg sem forsprakka LKL og HABS hér á landi. Hann er að sjálfsögðu metsölu-rithöfundur og kann sko aldeilis að gera góðan mat – eins og bækurnar hans hafa sýnt okkur í gegnum árin. Ég held því að margir hafi beðið eftir að hann myndi opna sinn eigin veitingastað og nú er það loks að verða að veruleika :-)

Frá og með föstudeginum getið þið kíkt til hans í súrdeigspizzu, fisk dagsins, salat, carbonara, já eða bara í klúbbsamloku – og drykk/apperitivo eftir vinnu.

 

12140144_1669335886646267_3125201621620283960_o12030308_1669335746646281_7368258821905204600_o12188089_1676331145946741_4554561408413990047_o12240328_1676330985946757_4673839054180257920_o 12265884_1679455242300998_7228819071431931380_o

12525415_533776773448296_2515084757953150110_o

 

 Matseðilinn samanstendur af casual ítölskum mat með bistro ívafi þannig allir ættu að geta fundið sér eitthvað mjög ljúffengt og gott.

Svo er umhverfið og stemningin líka svo smart og skemmtileg !

Sjáumst þar…

CIAO

BABY: SHOP

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Þuríður Jóhannsdóttir

    26. January 2016

    Jiminn góður hvað þetta er smart!