JÓLATRÉÐ OKKAR Í ÁR

HeimiliJólaPersónulegt

Ótrúlegt en satt þá eru núna komnar um tvær vikur síðan að jólatréð var sett upp, þónokkuð snemmt að mínu mati en þó svo ótrúlega skemmtilegt. Ég er orðin vön því að jólin mín byrji yfirleitt aðeins fyrr en hjá eðlilegu fólki, það að skrifa í tímarit síðustu árin hefur það í för með sér að jólahugleiðingar þurfa að byrja í október en ég hef þó yfirleitt geymt svona miklar jólaskreytingar þar til um miðjan desember. Mögulega breytist það þó eitthvað hér eftir því það að hafa jólatréð uppi svona lengi veitir mér mikla gleði og lengir jólahátíðina um nokkrar vikur.

Í ár erum við í fyrsta skipti ekki með ekta tré, en það var vegna þess hve snemma ég þurfti að setja það upp vegna verkefnis. Tréð er úr BYKO og er með ljósum svo ég þarf einfaldlega að stinga trénu í samband, þvílíkur lúxus. Ég vissi hreinlega ekki að slík tré væru til! En fallegt er það, ég er alveg heilluð af ljósunum sem blikka örlítið – án þess að trufla og glitrar tréð því svo fallega.

Hér má svo sjá hugmyndir að jólainnpökkun, einfaldur innpökkunarpappír, svartur borði og svo er skreytt með smá greinum, fjöðrum og að lokum eru allir pakkarnir merktir með Dymo merkivélinni minni sem ég verslaði á Amazon.

Fyrir áhugasama þá má finna jólatréð í vefverslun Byko hér, það er 210 cm og skreytt 260 ljósum. Ég er dálítið spennt að vera komin í lið þeirra sem elska gervitré, það verður að minnsta kosti ekki ryksugað jafn mikið um jólin og undanfarin ár þar sem að Betúel minn elskar jólatré.

POSTULÍNA x NORR11

Íslensk hönnunJóla

Eitt af mínu uppáhalds jólaskrauti eru hvítu postulíns jólatrén frá Postulínu sem ég byrjaði að safna í fyrra. Í ár koma trén einnig í glæsilegum svörtum lit sem verða í takmörkuðu upplagi og koma aðeins til með að fást í NORR11. Línan heitir Svartiskógur sem hæfir vel þessum dularfullu og drungalegu jólatrjám. Virkilega falleg lína sem kemur auðvitað ekki á óvart þegar kemur að þeim Postulínu stöllum Ólöfu Jakobínu og Guðbjörgu Káradóttur.

15193684_1329135303786559_7403897035518318853_n-2

Svartiskógur mætir í NORR11 þann 1.desember. Ég myndi leggja það á mig að standa í röð fyrir þessar elskur.

skrift2

PLAN DAGSINS..

BörnHeimiliÍslandPersónulegt

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum ( ekki heldur þeim sem búa á Ítalíu) að það er allt á kafi í snjó heima á klaka. Ég leyfi mér að fá smá heimþrá þegar ég sé allar snæviþöktu myndirnar og hugsa með hlýju til landsins sem er og verður alltaf besta og fallegasta land í heimi.

Emil er búinn að vera á hóteli með Hellas Verona núna í fimm daga og því reynir örlítið á hugmyndaflug móðurinnar að gera eitthvað sniðugt með syninum. Dagurinn byrjaði á fótboltaæfingu og svo núna eftir siestuna ætlum við að fara í jólaleiðangur og skreyta örlítið hérna heima. Ég hafði hugsað mér að kaupa svona lítið tré til að hafa á borðinu og leyfa honum síðan að velja það skraut sem hann vill setja á það. Það verður áskorun fyrir mig að skipta mér ekki að valinu en þetta tré fær að vera algjörlega hans, svo hans sköpunargleði fái að njóta sín og hann verði sem ánægðastur með útkomuna. Jólaspiladósir og seríur í gluggann eru líka á innkaupalistanum þannig við ættum að hafa nóg að gera.

 

cffd85dfd1361f707c4ff7ca1e28b96d

42c4dd4d0cd98aefd50f88543335c868

 

 

Til að gera enn meiri jólastemningu hjá okkur hafði ég hugsað mér að búa til “glimmerkonfekt smáhestsins” eins og Marta María vill kalla þær. Þetta er einfalt konfekt sem hentar sykurlausu foreldrunum ágætlega og sonurinn fær að dunda sér við að rúlla þeim uppúr kakóinu og skreyta með kökuskrauti = gæti ekki verið betra. Og að sjálfsögðu hlustum við á jólalög og kveikjum upp í arninum :-)

Jólin eru besti tími ársins……

Njótið dagsins og fegurðarinnar sem er allt um kring <3

Jólaundirbúningur

Lífið MittMyndir

Á mínu heimili er allt á fullu í undirbúningi fyrir jólin og fyrir erfingjann sem er settur eftir 2 daga – það verður gaman að sjá hvot það standist þó svo að það myndi eflaust hjálpa fjárhag heimilisins ef hann kæmi eftir áramót – svona útaf hækkun fæðingarorlofsins sem tekur líklega gildi 1. jan:)

Í dag tökum við til, skreytum jólatréð og Aðalsteinn er nú þegar byrjaður að elda jólamatinn en við erum svo fullorðins að við viljum bara alltaf vera heima hjá okkur á aðfangadagskvöld. Mikið hlakka ég nú samt til að komast aðeins út í dag, rölta um jólaþorpin sem eru búin að spretta upp víðs vegar um bæinn, rölta í bænum og keyra út nokkrar jólagjafir.

Tók tímaritastaflann minn í gegn í morgun – úff hvað það tók á en útkoman er svo fín og falleg!Við mamma fórum á Frostrósir Klassík í Hörpunni á föstudaginn – fullkomnir jólatónleikar!Aðalsteinn fór út í skó og sagaði jólatré a la Griswold fjölskyldan – það þurfti að saga aðeins af því svo það kæmist fyrir. Í kjölfarið skelltum við okkur í jólaskrautsleiðangur í gær því við ættum ekki nóg af jólaskrauti… Samtals þurfti svo 200 peru ljósaseríu til að ná að covera allt tréð!Litlar frænkur fá bleika prinsessupakka og ný hárbönd***Jólaskrautið sem er á leiðinni uppá tré:D

…. og seinna í dag kemur nú sýnikennsla – og önnur í fyrramálið;)

EH