fbpx

OKKAR JÓLATRÉ Í ÁR

HEIMASAMSTARF
*Jólakúlurnar frá iittala voru gjöf/samstarf

Halló!

Það fer að styttast í jólin og langaði mig að deila með ykkur okkar jólatré og hvernig ég skreytti pakkana í ár. Við ákvaðum að vera ekki með þetta hefðbunda jólatré í ár vegna plássleysis og líka útaf litlu forvitnu dóttur okkar sem skríður eins og hershöfðingi út um allt.

Jólatréð okkar í ár er einfalt og ótrúlega fallegt. Ég fékk það í jólagjöf frá vinkonu minni fyrir tveimur árum og þykir svo væntum það. Þetta er handgert tré eftir pabba hennar og algjörlega tímalaust að mínu mati. Það gladdi mig því mikið þegar þau feðgin ákváðu að byrja selja þessi fallegu og minimalísku tré í ár! Ég mæli með að kíkja á instagram reikninginn þeirra og sjá allar útfærslurnar sem hægt er að gera með þessu einfalda tré. Það er til dæmis hægt að nota þessi tré sem aðventudagatal og mig langar mjög mikið að gera það þegar Áslaug Rún verður eldri. Þau heita @smatre_gunnars á instagram, mæli með að kíkja.

Ég setti greinar og þessar fallegu munnblásnu epla kúlur frá iitala. Þessar kúlur setja punktinn yfir i-ið. Það eru til allskonar týpur og tilvalnar í jólapakkann handa þeim sem eiga allt eða eru að byrja að búa. Þið getið séð jólaskrautið frá iittala hér.

Pakkarnir eru mjög einfaldir í ár. Ég bjó til ótrúlega fallegt pakkaskraut og keypti sérmerkt gjafakort frá By Goja en á gjafakortinu stendur “Gleðileg jól frá fjölskyldunni ..”. Pakkarnir verða persónulegri og mjög sætir. Þetta pakkaskraut var mun einfaldara en ég hélt að það yrði en ég fór eftir uppskrift sem ég sá hjá Guðrúnu Veigu á instagram. Síðan er hægt að nota það sem jólaskraut.

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

 

 

FERSK & LJÓMANDI HÚÐ YFIR HÁTÍÐIRNAR

Skrifa Innlegg