fbpx

Fallegasta jólatréð

HEIMILIÐ MITT

Við höfum aldrei sett upp jólatré áður. Þá meina ég aldrei.. ástæðan er ekki sú að við Davíð erum Grinch’ar í okkur. Ég hef bara aldrei fundið gervijólatré á Íslandi sem mér hefur þótt fallegt. Ég sá alltaf fyrir mér að ég þyrfti að fara með eitt stykki tré heim frá Bandaríkjunum & ég nenni því auðvitað engan veginn. Blessunarlega ropaði ég þessum pælingum mínum út úr mér í vinnunni því vinnufélagar mínir sögðu að ég þyrfti ekki að leita langt yfir skammt, heldur væru skátarnir þekktir fyrir að vera með ein fallegustu gervijólatrén.  Ég sá tréð og keypti það án þess að velta því eitthvað frekar fyrir mér. Skátarnir hafa selt gervijólatré síðan 1993 í fjáröflunarskyni. Trén eru sérlega vönduð og með 10 ára ábyrgð.

Ég er brjálæðislega ánægð með tréð (ég er að skrifa tré í tíunda sinn, hef held ég ekki skrifað tré svona oft í lífinu). Nú vantar bara að klára að skreyta það, eins og þið sjáið þá dugði 283 ljósa serían ekki til. Ég held að við þurfum ca. 400-500 ljós.

Ég á ýmislegt persónulegt jólaskraut sem ég hef eignast í gegnum ævina. Það nægir hins vegar ekki til að “fylla” tréð og því þarf ég að kaupa meira. Svo vantar okkur jólatrésstand og það er bara einn sem kemur til greina. Ég var svo sem alltaf búin að ákveða að eignast hann áður en ég eignaðist tré. Þetta er jólatrésstandurinn frá VIGT.

Vonandi er ljósaserían ekki búin – það yrði hálf grillað að vera með þetta svona.

Okkar tré er 215cm hátt og kostaði 34.900kr.

Fæst hér.

Tómur veggur fær loks verk

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð