fbpx

SVONA ERU JÓLIN

JÓLLÍFIÐ

Svona eru jólin <3

Jólin geta verið strembin og við vinnum flest miklu meira en góðu hófi gegnir, sofum minna, leikum meira, þurfum að græja og gera svo miklu meira en vanalega fyrir blessuðu jólin, það eru jólasýningar, jólahittingar, jólaföndur, jólahlaðborð, jólapeysupartý og ég veit ekki hvað og hvað…. En sem betur fer kannski ?  þetta heldur okkur sennilega gangandi í svartasta skammdeginu og er að flestu leiti gaman og gleðilegt.

Að vinna í verslun eru pínu jólin fyrir mér, ég hef gert það frá því að ég man eftir mér og jólin koma ekki öðruvísi í mínum huga, það eru nefnilega  forréttindi og gaman að hjálpa glöðum viðskiptavinum að finna gjafir handa ástvinum og hjálpa til við að finna jóladressið.  Það er svo magnað að í desember í öllum látunum og umferðinni þá eru flest allir svo glaðir og extra skemmtilegt að vinna í verslun.

En maður grillast alveg eftir langar vaktir og kemst á það stig þar sem gjörsamlega allt er fyndið…. Svona eins og að vera með svefngalsa í viku :)
Það situr alltaf eitthvað á hakanum og það er bara allt í lagi  aðalatriðið er að gera alltaf sitt besta.

Jólin eru allskonar & þurfa ekki alltaf að vera eins.   Jólin hjá mér í ár  komu einhvernvegin á hraðferð, ég var bæði að vinna mikið og korter í jól útrskifaðist strákurinn okkar sem stúdent og við héldum að sjálfsögðu veislu að því tilefni.  Þessi áfangi í hans lífi er það  sem stendur uppúr hjá okkur þessi jól.   Það er ekkert skemmtilegra en að fylgja börnunum sínum í gegnum stóru stundirnar í lífinu og vá hvað það er gaman að eiga svona stóran strák eða mann :)

Ég “flippaði” líka þessi jól og fékk mér bleikt jólatré :)
Ég hef aldrei verið bleik og í mörg ár var það þannig að ég gat bara alls ekki bleikt.  Það er svo frábært að geta skipt um skoðun.  einu sinni vildi ég bara ekta tré, svo bara gervi tré og núna er ég með bleikt tré, haha.  Æ þetta þarf ekki alltaf að vera eins og það er gaman að prufa að breyta til á nokkura ára fresti. Hefðirnar eru dásamlegar en það er líka hollt og gott að breyta til.

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla <3

Jólatréð keypti ég í Garðheimum. 

LoveLove
AndreA

INSTAGRAM @andreamagnus
INSTAGRAM @andreabyandrea

DASS AF RAUÐU !

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð