fbpx

DASS AF RAUÐU !

AndreABEAUTYDRESSJÓL

Dass af rauðu setur punktinn yfir i-ið ….
Smá rautt getur gert svart og hversdagslegt dress sparilegt á núll einni ….

Ég sé að við vinkonurnar erum greinilega sammála um rauða litinn … @ElísabetGunnars en hún skrifaði einmitt um rautt í dag líka…

Desember er mánuðurinn sem allir vilja hittast.  það er jólagleði í vinnunni, vinahópum og saumaklúbbum.  Ég fer aldrei jafn mikið út að leika við vini og fjölskyldu eins og í desember en þá er einmitt svo mikið að gera líka, bæði í vinnu og auðvitað að græja allt sem þarf að græja í desember.  Mig langar ekki að missa af neinu en passa samt alltaf vel upp á mig (reyni allavega mitt besta),  þið vonandi líka.

Rauður varalitur er búinn að bjarga mér nokkrum sinnum undanfarið þar sem ég er á hlaupum eftir vinnu á leið að hitta fólk, þarf að vera fín en hef eiginlega ekki tíma til að skipta þá er rauður varalitur að gera ótrúlega mikið.
Rautt yfir höfuð gerir svart dress fínna, varalitur, rauðir skór, taska eða trefill.


MYND: Aldís Pálsdóttir …. @PALDIS  (Þegar þið sjáið svona vel teknar myndir eins og þessa hér að ofan þá er nokkuð víst að Aldís hafi tekið hana.. hinar sem eru minna pró og meira úr fókus eru símamyndir haha :)


Rauði varaliturinn minn er  frá LOREAL x ISABEL MARANT  // liturinn sem ég á heitir ” Saint Germain Road”   Þetta er bjartur, mjög fallega rauður litur.
Umbúðirnar eru líka skemmtilegar en á þeim fylgja falleg skilaboð <3
Ég tók þessa mynd um daginn þegar ég var að mála mig.  Þetta er ansi gott pepp þarna …. LOVE, SHINE, AMAZE, SMILE
Rauðar neglur…. Ég er reyndar 80% með rauðar neglur bæði á fingrum & tásum, elska þennan lit.


Rauðir fylgihlutir & skór ….


LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    15. December 2018

    Love it !