fbpx

ALLT SEM ER RAUTT RAUTT ..

LÍFIÐ

Þetta gerist alveg óvart hjá mér í desember. Ég fer ósjálfrátt að klæðast rauðu, bera rauðar varir og vel alltaf rautt lakk á neglurnar. Er einhverjir fleiri sem tengja? Rauður er svo sannarlega litur jólanna og gerir allt svo miklu hátíðlegra að mínu mati.

Ég hef oft nefnt það hér á blogginu og annarsstaðar hversu löt ég er að farða mig eða greiða dagsdaglega þegar ég hvort eð er sit við tölvuna allan daginn. Samt set ég á mig varalit eða salva og það var staðan í gær, óförðuð (þó með baugafela – annað must í busy desember) með eldrauðar varir – það er lúkk sem gekk ágætlega upp finnst mér.

Sjáið þið nýja hringinn minn frá SIF JEWRELLY, hann var fyrirfram jólagjöf sem ég opnaði í gær … sumar gjafir má opna aðeins fyrr. Ég elska þessa viðbót á fingurnar en held þó ennþá mest upp á annan hring sem merktur er Gunna og var settur upp síðasta sumar. 

Naglalakk: ESSIE (keypt fyrir síðustu jól)
Varalitur: Isabel Marant x Loréal // Liturinn heitir La Seine Shadow

Kaffið í bollanum á myndunum hér að ofan, er að sjálfsögðu SJÖSTRAND <3

Góða helgi kæru lesendur. Langur dagur framundan hjá mér og á morgun birti ég þriðju aðventugjöfina á Instagram, ekki missa af því, HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

BEST OF BAUM UND PFERDRGARTEN

Skrifa Innlegg