fbpx

BEST OF BAUM UND PFERDRGARTEN

SAMSTARFSHOP

Í samstarfi við Baum und Pferdgarten á Íslandi tók ég út mínar uppáhalds flíkur fyrir jólin.

 

Þessi guli kjóll hefur kallað á mig lengi og þetta er sá síðasti sem hangir á slánni hérna megin við hafið (skil það vel !).
Konan sem aldrei klæddist kjól hefur skipt um skoðun og var oft í kjól árið 2018 og þessi mætti endilega bætast í það ágæta safn. Á Instagram story voruð þið sammála mér að þessi væri dásemd.

 

 

 

Allt er vænt sem vel er grænt. Baum und pferdgarten eru þekkt fyrir fallega liti og góð snið. Hér er ég klædd í eina hlýja með síðum ermum sem ég kann svo vel að meta. Þessi myndi hitta í mark í jólapakkann “hennar”.

 

Hér höfum við gervi pels í sinneps gulum lit. Ég mátaði þessa flík á Instagram story fyrr í desember og fékk góð viðbrögð frá ykkur. Þetta er flíkin sem við grípum í fyrir öll (!) fínni tilefni en notum svo hettupeysu innan undir í skóla eða vinnu, það má.

Hafið þið séð Elísabetarlegri flík?
Þessi er á mínum óskalista – verð, verð að eignast fyrir öll boðin og viðburðina sem framundan eru. Elska svona 2 fyrir 1 dæmi – kjóll og létt yfirhöfn, versogú.

Fylgihlutur á óskalistann… góð stærð, fallegt munstur og hægt að skipta um ól (sem mér finnst alltaf góður kostur).

Flíkin sem fékk flest respons á Instgram story í gær var án efa þessi úlpa. Ég er í stærð 36 hér að ofan, hún er stór í stærðum og það fer vel um mann í þessum dúnmjúka draum.

UND?
=
OG!

All leopard everything?

Glitrandi hátíðarlúkk?

.. eða er basic alltaf best?

Baum und Pferdgarten er greinilega falinn gimsteinn í Garðabæ. Eins og ég sagði ykkur fyrir tæpu ári síðan, HÉR.
Þetta að ofan og margt fleira finnið þið á Garðatorgi.
Danirnir kunna sitt fag og Íslendingar fá að njóta góðs af því.

Happy shopping!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram – HÉR
&

Elisabetgunnars á Facebook – HÉR

JóiPé & Króli í Fucking Young Magazine

Skrifa Innlegg