fbpx

JÓLATRÉÐ OKKAR Í ÁR

HeimiliJólPersónulegtSamstarf

Ótrúlegt en satt þá eru núna komnar um tvær vikur síðan að jólatréð var sett upp, þónokkuð snemmt að mínu mati en þó svo ótrúlega skemmtilegt. Ég er orðin vön því að jólin mín byrji yfirleitt aðeins fyrr en hjá eðlilegu fólki, það að skrifa í tímarit síðustu árin hefur það í för með sér að jólahugleiðingar þurfa að byrja í október en ég hef þó yfirleitt geymt svona miklar jólaskreytingar þar til um miðjan desember. Mögulega breytist það þó eitthvað hér eftir því það að hafa jólatréð uppi svona lengi veitir mér mikla gleði og lengir jólahátíðina um nokkrar vikur.

Í ár erum við í fyrsta skipti ekki með ekta tré, en það var vegna þess hve snemma ég þurfti að setja það upp vegna verkefnis. Tréð er úr BYKO og er með ljósum svo ég þarf einfaldlega að stinga trénu í samband, þvílíkur lúxus. Ég vissi hreinlega ekki að slík tré væru til! En fallegt er það, ég er alveg heilluð af ljósunum sem blikka örlítið – án þess að trufla og glitrar tréð því svo fallega.

 – Jólatréð var fengið í gjöf frá Byko – 

Hér má svo sjá hugmyndir að jólainnpökkun, einfaldur innpökkunarpappír, svartur borði og svo er skreytt með smá greinum, fjöðrum og að lokum eru allir pakkarnir merktir með Dymo merkivélinni minni sem ég verslaði á Amazon.

Fyrir áhugasama þá má finna jólatréð í vefverslun Byko hér, það er 210 cm og skreytt 260 ljósum. Ég er dálítið spennt að vera komin í lið þeirra sem elska gervitré, það verður að minnsta kosti ekki ryksugað jafn mikið um jólin og undanfarin ár þar sem að Betúel minn elskar jólatré.

HUGGULEGT HEIMILI Á 35 FM

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Sandra

  2. December 2017

  Mikið er þetta fallegt! Yfirleitt fer mitt tré upp í kring um 20. en ég er að daðra við að koma því upp fyrr og njóta lengur í ár.

  • Svart á Hvítu

   3. December 2017

   Ég var einmitt þar áður, en þetta er mikið skemmtilegra:)

 2. sigridurr

  6. December 2017

  Svo fallegir pakkar – er ástfangin af brúnu umbúðunum!x