JÓLATRÉÐ OKKAR Í ÁR

HeimiliJólaPersónulegt

Ótrúlegt en satt þá eru núna komnar um tvær vikur síðan að jólatréð var sett upp, þónokkuð snemmt að mínu mati en þó svo ótrúlega skemmtilegt. Ég er orðin vön því að jólin mín byrji yfirleitt aðeins fyrr en hjá eðlilegu fólki, það að skrifa í tímarit síðustu árin hefur það í för með sér að jólahugleiðingar þurfa að byrja í október en ég hef þó yfirleitt geymt svona miklar jólaskreytingar þar til um miðjan desember. Mögulega breytist það þó eitthvað hér eftir því það að hafa jólatréð uppi svona lengi veitir mér mikla gleði og lengir jólahátíðina um nokkrar vikur.

Í ár erum við í fyrsta skipti ekki með ekta tré, en það var vegna þess hve snemma ég þurfti að setja það upp vegna verkefnis. Tréð er úr BYKO og er með ljósum svo ég þarf einfaldlega að stinga trénu í samband, þvílíkur lúxus. Ég vissi hreinlega ekki að slík tré væru til! En fallegt er það, ég er alveg heilluð af ljósunum sem blikka örlítið – án þess að trufla og glitrar tréð því svo fallega.

Hér má svo sjá hugmyndir að jólainnpökkun, einfaldur innpökkunarpappír, svartur borði og svo er skreytt með smá greinum, fjöðrum og að lokum eru allir pakkarnir merktir með Dymo merkivélinni minni sem ég verslaði á Amazon.

Fyrir áhugasama þá má finna jólatréð í vefverslun Byko hér, það er 210 cm og skreytt 260 ljósum. Ég er dálítið spennt að vera komin í lið þeirra sem elska gervitré, það verður að minnsta kosti ekki ryksugað jafn mikið um jólin og undanfarin ár þar sem að Betúel minn elskar jólatré.

JÓLAGJAFAINNPÖKKUN: HUGMYNDIR

HugmyndirJóla

Ég er dálítið á síðustu stundu týpa og er því ekki byrjuð að pakka inn jólagjöfunum né skrifa jólakortin. Ég er hinsvegar búin að kaupa pappírinn og var að sækja kortin úr prentun og er því tilbúin í slaginn á eftir þegar að sonurinn tekur lúrinn sinn, ég er reyndar með hrikalega langan lista af hlutum sem eiga að komast í verk á þessum 1-2 klukkustundum sem lúrinn varir. Það er nóg að gera svona korter í jól og ég er sífellt að minna mig á vera ekki að stressa mig, helst langar mig til að sitja á kaffihúsi í allan dag í rólegheitum og fletta tímaritum og kaupa mér kannski eins og eina jólaflík, sjáum hvort að það gerist:)

DSC006402596db48aa2bcd6a4227feffaccc5c48b11d3ad30ef5f7fee82d0fc691c20db27232553a223b39a80f6308860ab827773

0108250410039c1606c1d61e54eba21f

Ég vona að þið eigið alveg hrikalega góðan dag og náið að drekka í ykkur jólin svona áður en að þau skella á af fullum krafti á morgun:)

Jólakveðja, Svana

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

Jólapakkarnir í ár

HeimaföndurJólagjafahugmyndirLífið Mitt

Í gærkvöldi hófst innpökkunin á heimilinu mínu. Ég leggst alltaf í mikla heimildarvinnu á netinu til þess að leita mér að innblæstri fyrir innpökkunina. Svo eyði ég dáldið miklum tíma og peningum í að vinna rétta pappírinn, réttu skrautböndin og réttu merkimiðana. Í ár ákvað ég að spara í öllu nema gjafamiðunum. Ég notaði bara pappír og bönd sem ég fann inní skáp frá síðustu árum. Röndótti pappírinn er úr IKEA, ásamt röndóttu böndunum. Rauða borðann keypti ég í föndurbúð og þessa fallegu merkimiða frá Reykjavík Letterpress fékk ég í Hrím. Þeir kosta dáldið mikla peninga en þeir gera alveg pakkana eða það finnst mér alla vega :)

jólapakkar jólapakkar2 jólapakkar3 jólapakkar4 jólapakkar5 jólapakkar6

Rosalega vonast ég til þess að mínir nánustu verði ánægðir með þetta. Reyndar er ég alltaf með þá venju að ungir drengir og stúlkur í fjölskyldunni fá flotta disney pakka – árið í ár er engin undantekning og það eru prinsessur og bílar sem umlykja þá pakka eins og áður.

Þetta er svona smá hugmynd fyrir ykkur sem vantar innblástur fyrir ykkar innpökkun – ég vænti þess að mínir pakkar verði þeir flottustu undir þeim jólatrjám sem þeir fara undir ;)

EH

 

Jólaundirbúningur

Lífið MittMyndir

Á mínu heimili er allt á fullu í undirbúningi fyrir jólin og fyrir erfingjann sem er settur eftir 2 daga – það verður gaman að sjá hvot það standist þó svo að það myndi eflaust hjálpa fjárhag heimilisins ef hann kæmi eftir áramót – svona útaf hækkun fæðingarorlofsins sem tekur líklega gildi 1. jan:)

Í dag tökum við til, skreytum jólatréð og Aðalsteinn er nú þegar byrjaður að elda jólamatinn en við erum svo fullorðins að við viljum bara alltaf vera heima hjá okkur á aðfangadagskvöld. Mikið hlakka ég nú samt til að komast aðeins út í dag, rölta um jólaþorpin sem eru búin að spretta upp víðs vegar um bæinn, rölta í bænum og keyra út nokkrar jólagjafir.

Tók tímaritastaflann minn í gegn í morgun – úff hvað það tók á en útkoman er svo fín og falleg!Við mamma fórum á Frostrósir Klassík í Hörpunni á föstudaginn – fullkomnir jólatónleikar!Aðalsteinn fór út í skó og sagaði jólatré a la Griswold fjölskyldan – það þurfti að saga aðeins af því svo það kæmist fyrir. Í kjölfarið skelltum við okkur í jólaskrautsleiðangur í gær því við ættum ekki nóg af jólaskrauti… Samtals þurfti svo 200 peru ljósaseríu til að ná að covera allt tréð!Litlar frænkur fá bleika prinsessupakka og ný hárbönd***Jólaskrautið sem er á leiðinni uppá tré:D

…. og seinna í dag kemur nú sýnikennsla – og önnur í fyrramálið;)

EH