fbpx

DÓTTIR MÍN, ANDREA ALEXA

BörnInstagramPersónulegtVerona

Hæ, hæ, hæ!

Frá því ég skrifaði síðast hefur ansi margt gott á daga okkar drifið. Ekki bara það að Emil hafi verið seldur til Udinese að þá erum við einum dásemdar gullmolanum ríkari. Elskulega dóttir okkar hún Andrea Alexa kom í heiminn þann 23.febrúar, heilbrigð og hraust. Hún fæddist í Verona og hér búum við enn með annan fótinn því það er bara um tveggja klukkustunda akstur á milli Udine og Verona. Í ágúst munum við flytja okkur  yfir til Udine og kíkja svo yfir til Verona um helgar, enda ómögulegt að yfirgefa alveg borgina eftir öll þessi yndislegu ár.

9efd9382-b8f2-4c1f-8a08-c7f30be5beda

Það hafa afar fáir fjölskyldumeðlimir séð hana Andreu Alexu okkar í eigin persónu og því er ég dugleg að pósta myndum af henni ( og auðvitað Emanuel ) á instagram/asaregins. Auk þess eru þetta allt ómetanlegar minningar fyrir mig og Emil sem ég prenta út og set í fjölskyldualbúmin.

En sú mikla blessun og gæfa það er að fá að fæða og klæða, ala upp og njóta barnanna sinna ♥

NÝTT: SKUGGI ITALIAN BISTRO

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Þyrí

  27. April 2016

  Yndislegt! Hjartanlega til hamingju!

 2. Svart á Hvítu

  28. April 2016

  Ahhh litli gullmolinn, ég elska að skoða snöppin af henni:) Þú ert svo sannarlega rík Ása:*

 3. Elísabet Gunnars

  28. April 2016

  Hún er svo dásamleg hún Andrea Alexa ykkar, og líka hann Emanuel flotti stóri bróðir. <3