fbpx

VEGAN PARMESAN OSTUR FRÁ GRUNNI!

HeilsaSamstarfUppskriftir

Góðan daginn –

Í dag langar mig að deila með ykkur einni rosalega auðveldri uppskrift. Vegan parmesan er svo auðveldur í gerð og gríðalega hollur! Ég fæ mega oft spurningar úti þessa uppskrift og halda margir að ég kaupi hann tilbúinn úti búð. Ég viðurkenni þó að það sé smá síðan ég smakkaði parmesan ost og get því ekki lofað að þetta sé líkt en þetta er ekkert smá gott ofan á allskonar rétti. Það er algjör skyla á mínu heimili að eiga vegan parmasan inní skáp. Mæli með að setja ofaná pasta, salöt, lasagna og allskonar fleira.

Uppskrift og innihald:

250 gr lífrænar kasjuhnétur
3 msk næringager
1 hvítlauksgeiri
salt eftir smekk

Öllu blandað saman í matvinnsluvél/blandara

Njótið vel <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

VERSLAÐ VINTAGE Í WASTELAND

LífiðPersónulegtSamstarfTískaVintage
Fæslan er skrifuð í samstarfi við Wasteland

Góðan daginn – í dag langar mig að segja ykkur frá skemmtilegri heimsókn í samstarfi við Wasteland Reykjavík. Ég hef lengi talað um hvað ég elska að versla vintage. Það er betra fyrir umhverfið, ódýrara og klárlega skemmtilegra og því er ég ekkert smá stolt af þessu samstarfi! Ég hef verslað mikið í Wasteland síðan þau komu til landsins og gert frábær kaup.

Ég og Sigríður fórum og kíktum í Wasteland til að sýna ykkur úrvalið og finna einhverja vintage gersema. Ég ætla að sýna ykkur nokkrar flíkur sem ég valdi mér og stílaði upp.

Það er líka mikið úrval af Ralph Lauren skyrtum og jökkum. Ég valdi mér þennan sæta Ralph Lauren jakka.

Það er ávalt mikið úrval af Levis. Ein mest spurða spurningin sem ég fæ er hvar fæ ég vintage Levis, en einmitt eru mínar allra uppáhalds frá Wasteland. Ég viðurkenni það þó að það þarf þolinmæði til að finna fullkomnar Levis og maður þarf að máta margar. Mæli því með að máta allar stærðir og margar týpur. En vintage stærðir eru oft minni og því þarf maður oft að fara í stærri stærðir en maður er vanur. Einnig eru týpurnar mismunandi eftir árum, mín uppáhalds snið eru 504, 505 og 501!

Síðan varð ég þvílikt skotin í þessari vintage peysu. Wasteland tekur einmitt vintage peysur, lagar sniðið og endurseljur. Ekkert smá sniðugt og er ég að elska þessa peysu fyrir sumarið. Hér er ég einmitt líka í gömlum 505 vintage Levis sem ég fékk síðasta sumar í Wasteland og eru mínar allra uppáhalds!

Það er einnig mikið úrval af allskyns skarti og sólgleraugum. Ég valdi mér þessi sólgleraugu og finnst þau ekkert smá töff og öðruvísi.

Takk kærlega fyrir að lesa og hvet ykkur að kíkja í Wasteland –

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

DAGUR Í SAMKOMUBANNI

FörðunHeilsaLífiðPersónulegtVlog

Góðan daginn – í  dag langar mig að deila með ykkur vlogi sem ég tók upp í miðju samkomubanni! Ég gjörsamlega gleymdi að setja það hingað inn en ég setti það inná IGTV fyrir nokkru síðan. Vona að þið hafið gaman af og þangað til næst <3

View this post on Instagram

samkomubann, spjall, unboxing og makeup –

A post shared by hildur sif hauks (@hildursifhauks) on

ÍSKAFFIÐ MITT

HeilsaSamstarfUppskriftir
Færslan er skrifuð í samstarfið við Now

Sæl veriði – ég verð bara að deila þessari uppfærðu uppskrift af mínu ískaffi. Spurning um mitt ískaffi er líklega sú spurning sem ég er spurð oftast inná Instagram. Þess vegna ákvað ég að gera nýja færslu með uppskrift og aðferð. Ískaffið mitt er í raun mjög auðvelt en best! Ég er algjör basic girl og elska Starbucks og er þetta ískaffi mig útfærsla á minni pöntun á Starbucks. Ég er alveg háð þessu kaffi og þá sérstaklega þegar það kemur sumar! Endilega látið mig vita ef þið smakkið þetta kaffi – its amazing!

Uppskrift og aðferð:

Mér finnst best að hella uppá heila pressukönnu og eiga inní ísskáp. Síðan helli ég kaffinu í glas með fullt af klökum (því fleiri því betra) og síðan KOKO unsweetened mjólk (fæst í Nettó og Krónunni). Hlutföllin eru svona uþb kaffi 3/4 og mjólk 1/4. Síðan set ég 1-2 dropa af vanillu/toffee stevíu frá Now. Ekki flóknari en það.

Takk fyrir að lesa og þangað til næst <3

Hildur Sif Hauks | IG:hildursifhauks

EINFALDAR BRAUÐBOLLUR

HeilsaLífiðSamstarfUppskriftir
*Færslan er skrifuð í samstarfi við Himneska Hollustu

Góðan daginn og gleðilegan föstudag. Í dag langar mig að deila með ykkur þessum ofur einföldu brauðbollum. Inniheldur einungis 4 hráefni og tekur engan tíma í að undirbúa. Ég bauð vinkonum mínum í hádegismat og bauð uppá þessar brauðbollur ásamt, vegan smjöri, avacado og auðvitað smá salti. Salt gerir allt betra haha! En hér kemur uppskriftin og mæli með þið skellið í þessar fyrir helgina <333

Innihald: 

9 dl spelt hveiti frá Himneskri Hollustu
3 dl volgt vatn (2dl vatn bætt við seinna)
15 gr ger
teskeð salt

Aðferð: 

Setja gerið í volgt vatn og leyfa því að gerjast í nokkrar mín. Hræra öllu hráefninu saman. Best að leyfa hefast yfir nóttina en sleppur alveg í 2 tíma (ég gleymdi og gerði það bara). Búa til 9-12 bollur og setja á bökunarplötu. Baka í 20 mín á 200 gráðum. Bestar beint úr ofninum!


Takk fyrir að lesa og eigið góða helgi <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks 

 

HEIMSÓKN Í GK REYKJAVÍK

GjöfLífiðPersónulegtSamstarfTíska
*Færslan er skrifuð í samstarfi við NTC

Góðan daginn – í dag ætla ég að deila með ykkur heimsókn minni í GK Reykjavík. Þessi búð er klárlega á öðru leveli og úrvalið og þjónustan til fyrirmyndar. GK minnir mig alltaf smá á fínu búðirnar erlendis, þar sem manni er boðið uppá vatn/kaffi og mátunarklefarnir risastórir og flottir. Ekkert smá gaman að kíkja þarna og skoða. Það var mjög margt sem mig langaði í og átti ég erfitt að velja mér eina flík. Ég var svo gríðalega skotin í stutta blazernum frá Acne (sjá mynd f neðan) en ákvað að taka Trench Coat fra Tiger of Sweden í staðinn þar sem ég er viss um að sú flík mun lifa með mér lengur. Það var einnig smá útsala í gangi og margt fallegt á 50% afslætti. Meðal annars þessi Helmut Lang bolur (sjá mynd f neðan). En annars ætla ég ekki að hafa þetta lengra, vona að þið séuð að eiga góðan dag <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

FÖSTUDAGSLISTI

FöstudagslistiLífiðPersónulegt

Buxur – Levis 501 Vintage
Bolur – Nakd Gallerí 17
Taska – Prada Vintage 

Föt dagsins:
Í  dag er ég klædd í ræktarföt þar sem ég er að peppa mig að taka æfingu hérna heima. 

Skap dagsins:
Ég er frekar góð – fer mjög hratt upp og niður þessa dagana en myndi segja að ég sé mjög hress í dag. 

Lag dagsins:
Í þessum töluðu orðum er ég að hlusta á Stuck With You með Ariana Grande og Justin Bieber í fyrsta skiptið, held að að þau gáfu þetta lag út bara í gær eða eitthvað. 

Matur dagsins:
Í dag ætla ég að elda með vinkonum mínum pítu. Ég var ekki búin að borða pítu í no joke svona 4 ár og núna er þetta eina sem mig langar í. Ég uppgötvaði vegan pítusósu frá Jömm og vá svo góð. Set svo fullt af fersku grænmeti, falafel bollum og hummus – its amazing. 

Það sem stóð uppúr í vikunni:
Í þessari viku var ég mikið með vinkonum mínum – held að það sé klárlega það sem stóð uppúr. Fengum okkur morgunmat saman á Kaffi Vest sem er btw sjúklega góður. Mæli með hafragrautnum. Keyptum okkur líka nýtt rúmm og vá ég er búin að sofa eins og ungabarn í því! 

Óskalisti vikunnar:
Það er ekki mikið á óskalistanum viðurkenni – er ekki mikið með hugann við það þessa dagana. En væri samt mega til í hvítar vintage levis buxur fyrir sumarið. Þarf að fara í smá mission og kíkja í vintage búðir og skoða!

Plön helgarinnar:
Um helgina er ég að fara í bústað með vinkonum mínum, borða góðan mat og njóta í góða veðrinu. Þessi helgi verður æði – síðan fæ ég líka Aríu (puppy) mína í pössun og síðan ætlum við að prufa grillið sem við vorum að kaupa í fyrsta skiptið! Það er ekkert betra en grillmatur – 

Þangað til næst og eigið góða helgi! <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

OUTFIT POST

LífiðPersónulegtTíska

Mig langar að deila með ykkur snögglega þessu fav outfitti sem ég var í gær. Ég og Sigríður okkar hérna á Trendnet kíktum á smá rölt niðrí bæ þar sem við smelltum þessum myndum af mér. Mér finnst alltaf smá fyndið þegar ég geri svona outfit pósta þar sem ég rosalega mikið í sömu fötunum. En ég meina mér finnst betra að eiga föt sem hægt er að nota mikið og nota hugmyndaaflið til að búa til allskonar outfit úr því sem maður á. Finnst ekki beint raunsætt að vera eltast við að vera í nýjum fötum á hverri Instagram mynd og því bara flott að nýta það sem maður á!

Blazer – Frá Bergsveini
Buxur – COS
Bolur – Moss By Fanney Ingvars
Taska – Gucci
Sólgleraugu – Balenciaga

En takk fyrir að lesa og farið vel með ykkur<3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

 

 

HOME SPA & RAKABOMBA

GjöfHeilsaLífiðSamstarfSnyrtivörur

Hæ elsku Trendnet lesendur – í dag langar mig að deila með ykkur smá heimaspai í samstarfi við Blue Lagoon Skincare. Nú þegar það er búið að vera æðislegt veður á höfuðborgasvæðinu og ég búin að vera mikið í sólinni þá þarf húðin mín extra mikinn raka og dekur. Vörurnar frá Bláa Lóninu hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi og algjör snilld að gera extra vel við sig og búa til smá heimaspa.

  1. Silica Mud Mask – nota hann til þess að hreinsa húðina, nota þennan maska 1-2 í viku
  2. Mineral Mask – nýr uppáhalds, algjör rakabomba og set hann á fyrir svefninn og þríf hann af um morguninn.
  3. Hydrating Cream – mitt go to andlitskrem.
  4. Alge Bioactive Concentrate – andlitsolía sem inniheldur þörunga, hún örvar framleiðslu kollagen í húðinni sem hægir á öldrun húðarinnar – yes please
  5. Body Oil – fékk að prufa þessa líkamsolíu fyrst í Blue Lagoon Retreat og loksins á ég mína eigin. Hef verið með krónískan þurrk á kálfunum en finnst mér þessi olía virka mega vel á þurrkinn og mun betur en venjulegt body lotion.
  6. Blue Lagoon Scented Candle – varð bara að nefna þetta ilmkert, lyktin er guðdómleg!Ég mæli með að þið kíkið á úrvalið á Blue Lagoon Skincare á úrvalið á þessum æðislegu vörum!Takk fyrir að lesa –

    Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

 

LAURA MERCIER LOKSINS Á ÍSLAND + GJAFALEIKUR

FörðunGjöfLífiðSamstarfSnyrtivörur

Góðan daginn og gleðilega páska! Í dag langar mig í samstarfi við Maí Verslun að segja ykkur frá því að Laura Mercier er loksins fáanlegt í þeirra verslun! Ég hef til dæmis notað púðrið fræga frá þeim í mörg mörg ár og get ekki sleppt því. Translucent Setting Powder virkar svo vel á mig til að setja undir augun og einnig til að taka allan glans á húðinni. Það er því miður uppselt núna en kemur fljótt aftur – mæli með að fylgja Maí Verslun á Instagram!

Ég hlakka svo til að prufa fleiri vörur frá þessu frábæra merki og fékk ég að vera með smá gjafaleik. Í gjafaleiknum er ég að gefa tveimur heppnum Translucent Setting Powder, Flawless Lumére Radiance Foundation og Flawless Fusion Concealer! Endilega takið þátt hér og kíkið á úrvalið inná Maí.is

Takk fyrir að lesa og vona að þið séuð að eiga góðan dag

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks