JÓLAFÖRÐUN

GjöfSnyrtivörur
*Vörurnar í myndbandinu fékk ég að gjöf

Ég hef lengi unnið með Inika Organic og hef gert allskonar skemmtileg verkefni með þeim. Inika er 100% lífrænt og náttúrulegt snyrtivörumerki sem er einnig vegan og cruelty free – algjör snilld.
Mér finnst gríðalega gaman að gera förðunarmyndbönd og mér datt í hug að deila því nýjasta með ykkur hér inná Trendnet. Myndbandið sýnir jólaförðun með smá glamúr og glimmer, innilega viðeigandi fyrir hátíðarnar.

Vona að ykkur líkar vel við þessa færslu sem er með aðeins öðru sniði en vanalega. Fyrir áhugasama er meðal annars hægt að versla Inika vörurnar inná H Verslun.

Vil þakka ykkur fyrir að lesa og ef þið viljið fylgjast eitthvað nánar með mér þá getið þið kíkt á mig á Instagram hér. 

Þangað til næst <3

Hildur Sif Hauks

AFMÆLISDAGUR OG OUTFIT!

LífiðTíska

Í gær, 5. desember, átti ég 25 ára afmæli. Ég er mikið afmælisbarn og finnst mjög gaman að gera sem mest úr deginum. Ég ákvað að taka mér alveg frí frá vinnu og svaf aðeins lengur en ég er vön. Þessi afmælisdagur er líka sá fyrsti í langan tíma þar sem ég er ekki í prófum því naut ég mín enn betur. Í hádeginu fór ég á Flatey með vinkonum mínum. Finnst pizzurnar þar svo rosalega góðar og þá sérstaklega Marinara. Eftir það fór ég og náði í cup cakes á 17 sortir fyrir smá afmæliskaffi hjá foreldrum mínum.

Fékk þó nokkrar fyrirspurnir um fötin sem ég var í þannig ég ætla að deila því með ykkur hér.

Pels: Zara 
Buxur: Levis
Skór: Steve Madden

Um kvöldið bauð Bergsveinn mér á Sushi Social og enduðum svo kvöldið að fá okkur Brynju ís. Átti svo yndislegan dag í alla staði og er þvílíkt þakklát fyrir allt fólkið mitt.

 Takk kærlega fyrir að lesa og þangað til næst!
Ef þið viljið sjá meira af mínu lífi þá getiði fylgt mér á Instagram – er mjög duglega að deila með öllu sem ég er að gera í Story.

– Hildur Sif Hauks
IG: hildursifhauks

MAÍ VERSLUN ÓSKALISTI

SamstarfSnyrtivörurTíska
*Þessi færsla er skrifuð í samstarfi við Maí verslun

Maí verslun hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Mikið úrval af vönduðum vörum og alltaf hægt að treysta að stelpurnar taki vel á móti manni og veiti manni góða þjónustu. Í dag langar mig að deila með ykkur óskalista frá mér úr versluninni.

1.  Ordinary 
Í fullri hreinskilni þá langar mig í allt frá þessu frábæra merki. Ordinary býður uppá bestu mögulegu innihaldsefnin sem dýrustu húðvörurnar nota einnig en á þvílíkt góðu verði. Öll línan þeirra er án allra óæskilegra aukaefna, vegan og ekki prófuð á dýrum. Ég mæli svo innilega með þessum vörum og er svo spennt að Maí verslun sé komin með vörunar í hillurnar hjá þeim.

Fyrsta varan sem ég prófaði frá þeim er Hyaluronic Acid 2% + B5 sem virkar eins og serum gefur gríðalegan góðan raka.

The “Buffet” er ein vinsælasta varan þeirra og “eyðir” hrukkum á mettíma. Serumið er með 6 mismunandi peptíðum og er ég mega spennt fyrir þessari vöru!

AHA 30% + BHA 2% Peeling Solution er 10 mínútna maski sem tekur ysta lag húðarinnar og hjálpar henni að endurnýja sig. Gott að nota hann 1 – 2 í viku.

Síðasta varan er Granactive Retinoid 2% in Squalane. Þær í Maí verslun mæla með þessari vöru fyrir þá sem vilja byrja nota Retinoid. En Retinoid vinnur á móti öldrun húðarinnar, minnkar brúna bletti og aðrar afleiðingar af of mikilli sól. Retinoid sýra er A vítamín sem hægir á kollagen niðurbroti og gerir húðina almennt fallegri. Mæli með að lesa sig vel um þessa vöru áður en maður byrjar að nota hana.

2. Ilmkertið Wanderlust Dream frá Crabtree&Everlyn – nú er ég ekki að ýkja þegar ég segi að þetta sé besti ilmur sem ég hef lyktað á. Þau eru líka með jólalínu frá Crabtree&Everlyn sem er æði.

3. Eshee eyrnalokkar frá Maanesten

4. Eleven peysa frá Free People – fullkomin fyrir veturinn og kemur í bæði svörtu og hvítu

5. Meraki handsápa – eitthvað sem allir þurfa á heimilið. Einnig með mjög smekkleg ilmkerti.

6. Abi Blazer – algjör staðalbúnaður í fataskápnum. Blazerinn er frá hönnuðinum Birgitte Herskind.

7. Rivsalt – gríðalega flott gjöf til þeirra sem eiga allt. Ekkert smá skemmtileg gjöf og ekki skemmir að hún er einnig fallegur aukahlutur inní eldhúsi.

8. Face Tan Water frá Eco by Sonya – margverðlaunaða Face Tan Water er eitthvað sem flestir kannast við. Algjör snilld að bera á sig með bómul á hreina húð til að fá smá lit og frískleika.

9. Azima faux fur – ekkert smá sætur gervifeldur frá MbyM.

10. Crabtree&Everlyn handáburður – fullkomin lítil gjöf jafnvel í skóinn eða frá jólasveininum.

Ég vona að þið hafið fengið einhverjar hugmyndir af gjöfum eða bara eitthvað fyrir ykkur sjálf. Aftur mæli ég innilega með að kíkja í Maí verslun og skoða úrvalið!

Þangað til næst!

Hildur Sif Hauks
IG: hildursifhauks

NEW YORKER OPNAR Í SMÁRALIND

SamstarfTíska
*Þessi færsla er unnin í samstarfi við Smáralind

New Yorker hefur nú opnað verslun í Smáralind með mjög flott úrval af fatnaði á hrikalega góðu verði. Verslunin er upprunalega frá Þýskalandi og hefur verið starfandi í rúm 40 ár. Í samstarfi við Smáralind fór ég og kíkti á úrvalið. Einnig var glæsilegt úrval af fylgihlutum og skóm.

Mér fannst spennandi við heyra af opnun New Yorker þar sem ég verslaði mikið í þessari verslun þegar ég var yngri. Mér fannst margt flott í versluninni og mátaði ég það sem mér leist best á.

Ég var mjög hrifin af þessari faux fur kápu og var hún gríðalega mjúk og hlý.

Nauðsynlegar flíkur í fataskápinn – svartir og hvítir stutterma- og síðermabolir. Ég nota mjög mikið síðermaboli undir peysur, jakka og vesti á veturnar. Algjörlega nauðsynlegt í kuldanum.

Mikið skotin í peysunum – þá sérstaklega rúllukragapeysunum.

Fullkominn blúndutoppur og góðar leðurleggins.

Flott úrval af náttfötum og nærfötum. Einnig var eitthvað til af jólanáttfötum!

Síðast en ekki síst þessi alpa húfa. Þær voru einnig til í gráu, bleiku og rauðu – mig langar mikið að bæta gráu við í safnið.

En takk kærlega fyrir að lesa og ég mæli innilega með að þið kíkið í New Yorker í Smáralind!

Þangað til næst <3

Hildur Sif Hauks
IG: hildursifhauks

HAWAII & SAN DIEGO

FerðalagLífið

Í þessari færslu langar mig að segja ykkur frá því allra helsta frá Hawaii og San Diego.

Hawaii var draumur… Eyddum tímanum okkar í að slaka á, borða góðan mat, liggja í sólinni og njóta með fólkinu sínu. Við gistum á Hilton Waikiki Willage hótelinu sem var stórkostlegt hótel. Það var allt til alls, Starbuck, smoothie staður með acai og jafnvel Louis Vuitton. Hawaii hefur alltaf verið á óskalistanum að heimsækja og ég sá alls ekki eftir því. Við vorum á Honolulu eyjunni allan tímann en langar mig vissulega að heimsækja eyjuna Maui – vonandi í framtíðinni.

Það sem ég mæli með að gera á Honolulu er að fara skoða Hanauma Bay. Hanauma Bay er friðuð strönd sem er einstaklega falleg. Eftir að hafa eytt góðum tíma á ströndinni þar ákváðum við að fara á China Walls. Þar er hægt að stökkva útí sjóinn af háum klettum. Ég ætla þó ekki að mæla með því fyrir alla þar sem það var mun hættulegra en við áttum von og öldurnar mjög sterkar.

Annað sem ég mæli  með er að leigja bát og sigla um strendur Waikiki. Algjörlega uppáhalds dagurinn minn á Hawaii. Fengum tækifæri til að snorkla og sáum krúttlegar skjaldbökur og fiska.

Eftir viku í Hawaii tóku við rólegir dagar í San Diego. Þetta er í annað skiptið sem ég og Bergsveinn heimsækjum borgina og ekki að ástæðulausu. Í San Diego löbbuðum við niður Pacific Beach, fórum í Old Town, horfðum á sólina setjast á La Jolla ströndinni og borðuðum æðislegan mat. Ef það er einhver veitingastaður sem ég mæli með eftir þessa ferð þá er það Café Gratitude. Besti matur sem ég hef á ævinni smakkað, allur plant based, lífrænn og stórkostlegur.

Annars takk fyrir að lesa þessa löngu færslu hjá mér! Síðan hlakka ég mikið til að byrja deila með ykkur hollum uppskriftum fyrir jólin og frá lífinu heima í desember – besti tími ársins framundan!

Þangað til næst…

Hildur Sif Hauks
IG:hildursifhauks

LOS ANGELES #2

FerðalagLífið

Hæhæ elsku!

Ég ætlaði að setja inn mína seinni færslu um Los Angeles fyrr en hér kemur hún, aðeins seinna en ég hefði vonað.

Við ákváðum að eyða einum degi í Beverly Hills. Byrjuðum á því að borða á veitingastað sem heitir Gratitude. Veitingarstaðurinn er lífrænn og plant based, sem hentaði mjög vel fyrir mig og Bergsvein. Ég er ekki frá því að ég hafi fengið bestu acai skál ferðarinnar á þessum stað – þvílíkt fersk og bragðgóð!

Röltum síðan Rodeo Drive og kíktum í búðir. Enduðum daginn á að horfa á sólina setjast með fullkomnu pálmatrjánum. Beverly Hills er líklega uppáhalds hverfið mitt í L.A., rólegt andrúmsloft, skemmtilegar verslanir og hollir veitingastaðir.

Síðustu dagarnir í L.A. voru aðeins rólegri, ekki mikið planað og áhersla sett á að njóta. Eyddum einum eftirmiðdegi í Santa Monica og fórum á Santa Monica Pier að skoða okkur um. Hittum síðan vini okkar og fengum okkur að borða á True Food Kitchen. True Food er keðjuveitingastaður líkt og PF Changs og Cheesecake Factory en mun hollari. Gríðalega góður og vandaður matur!

Síðasta daginn í Los Angeles fórum við í vínsmökkun í Malibu – þvílík dásemd sem það var en ég held að þeim stað þurfti að loka vegna skógareldana í Californiu. Vona að þau geta opnað aftur sem fyrst. Vínsmökkunin byrjaði á smá göngu í kringum lóðina og endaði á að smakka dýrindis vín. Fannst þessi vínsmökkun vera ein af hápunktum ferðarinnar og naut ég mín mikið. Klárlega eitthvað sem mig langar að gera aftur í Californiu.

Um kvöldið fórum við á Malibu Farm að borða og er mikið lagt uppúr að hafa ferskan mat beint frá býli. Fékk rugl gott pad thai og gæti ekki mælt meira með þessum stað. Staðsetningin er líka mjög góð, á bryggju við Malibu ströndina.

Takk kærlega fyrir að lesa og þangað til næst!
Instagram: hildursifhauks

Hildur Sif Hauks

LOS ANGELES #1

FerðalagLífið

Hæ aftur frá L.A.!

Í dag langar mig að segja ykkur frá lífinu í LA. Þetta er fjórða skiptið sem ég heimsæki Los Angeles og verð ég í raun hrifnari af borginni í hvert skipti. Fullt af góðum mat, skemmtileg stemning og fullkomið veður.

Fyrsta daginn ákváðum við að fara á Abbot Kinney Boulevard að skoða okkur um. Mjög skemmtilegt hverfi með hollum veitingastöðum og flottum búðum. Við borðuðum á Butchers Daughter sem er grænmetisstaður og er þvílíkt góður – hann er einnig staðsettur í NY. Mæli innilega með honum. Frá Abbot Kinney löbbðuðum við yfir til Santa Monica og hittum loksins systir mína og kærastann hennar. Enduðum kvöldið að horfa á sólsetrið og borða kvöldmat saman – yndislegur dagur í alla staði!

Næsta dag ákváðum við að fara í fjallgöngu upp að Hollywood skiltinu. Byrjuðum í Griffith Park og löbbuðum þaðan upp. Tók okkur um 3 klukkutíma í heildina. Eftir það var aðeins kíkt upp á sundlaugarbakka og þaðan í The Grove, sem er verslunarmiðstöð í Beverly Hills. Um kvöldið fengum við okkur að borða á The Cheesecake Factory sem veldur aldrei vonbrigðum.

Á sunnudeginum fórum við á Melrose Avenue og kíktum í búðir. Fórum einnig á markað, Melrose Trading Post sem er einungis á sunnudögum. Mjög mikið úrval af vintage Levi’s og flottu skarti. Fengum okkur að borða á Urth Café sem var sjúklega gott – mæli innilega með Falafel Platter og Avacado Toast sem var með möndluosti.  Síðan var að sjálfsögðu tekið myndir fyrir framan fræga bleika vegginn – algjört must þegar maður er á Melrose!

En nú tekur við annar skemmtilegur dagur í L.A. og mun ég segja ykkur frá honum seinna!

Takk kærlega fyrir að lesa og þangað til næst

Hildur Sif Hauks <3
Instagram: hildursifhauks

 

SAN FRAN + ROAD TRIP

FerðalagLífið

Hæhæ frá Los Angeles

Ég sit núna í sólbaði  og langaði að deila með ykkur síðustu dögum hjá mér. Eins og þið kannski vitið þá er ég og kærastinn minn Bergsveinn að ferðast um Californiu og Hawaii næstu þrjár vikurnar. Ég ætla að reyna vera dugleg að uppfæra bloggið á meðan ferðinni stendur og vona að ykkur finnist gaman að fylgjast með.

Ferðin byrjaði á æðislegum degi í San Fransisco. Fengum mjög milt veður og nánast heiðskírt og logn allan tímann. Byrjuðum daginn á að fara á hina frægu Lombard Street og tókum þaðan göngutúr á Basik Cafe til að fá okkur acaii skál. Við erum með algjört æði fyrir acaii eins og þið munið kannski taka eftir!

Eftir það tók við hjólatúr yfir til Sausalito sem er hinum megin við Golden Gate Brigde. Smá krefjandi hjólatúr en þvílíkt þess virði! Mæli innilega með að hjóla yfir brúnna og skoða krúttlega bæinn Sausalito.

Um kvöldið fórum við á Plant Based mexican veitingastað sem heitir Gracias Madre – rosalegur matur og góð stemning! Hann er einnig staðsettur í Los Angeles. Dagurinn í San Fran fór vel framúr væntingum og hefðum við klárlega viljað eyða meiri tíma þar.

Daginn eftir tók við road trip niður til Los Angeles. Við keyrðum meðfram ströndinni sem tekur töluvert lengri tíma en sjáum ekki eftir því! Við stoppuðum í Monterey til að fá okkur acaii skál og skoða okkur um á ströndinni. Við stoppuðum einnig í Big Sur sem útsýnið var stórkostlegt!

Eftir 10 tíma ferðalag ákváðum við að taka örlítið lengra stopp og fara á ströndina í Pismo Beach. Gríðalega falleg strönd og okkur kítlar smá að fara þangað aftur í lok ferðar. Náðum sólsetrinu áður ferðinni var heitið til Santa Barbara að fá okkur kvöldmat. Fundum Plant Based veitingastað sem hét Mesa Verde og hann var einn sá besti sem ég hef á ævinni smakkað! Mæli innilega með honum ef einhver á leið hjá Santa Barbara.

Nú tekur við vika í Los Angeles þar sem við munum helst borða góðan mat og njóta með okkar fólki. Ykkur er velkomið að fylgja mér á Instagram: hildursifhauks – er mjög dugleg að setja þar inn þessa dagana.

Þangað til næst

Hildur Sif Hauks <3 

HELGIN

LífiðUppskriftir

Hæhæ elsku Trendnet lesendur!

Í þessari færslu langar mig að segja ykkur frá helginni minni. Hún byrjaði rólega og eyddi ég föstudeginum að vinna heima. Ég tók upp förðunarmyndband fyrir merkið Inika og gekk það vel! Mér finnst mjög gaman að búa til þessi myndbönd og er hægt að fylgjast betur með þeim inná þeirra miðlum.

Seinna um daginn fór ég í neglur hjá Maríu sem er staðsett í Hár og Dekur snyrtistofunni uppí Bæjarlind. Ég er alltaf jafn ánægð með neglurnar hjá henni og hef ég verið hjá henni nú bráðum í ár. Ég fæ mér oftast glært gel yfir mínar eigin neglur. Mér finnst þær vera náttúrulegri og þæginlegri þannig!

Um kvöldið hittumst við vinirnir og elduðum saman. Við ákváðum að hafa mexican þema sem er í miklu uppáhaldi. Allt frá mangó salsa, quacamole, ferskt grænmeti, krispí tofu og chilli baunir voru á boðstólnum.

Mér finnst mangó salsa algjört æði með þessum mat og mjög einfalt að gera. Það eina sem þú þarft er:
Tvö mangó
Kóríander
Paprika
Rauðlaukur
Sítrónu safi og salt eftir smekk

Allt skorið niður smátt og blandað saman í skál. Bætt smá sítrónusafa og salt eftir smekk – auðvelt og dásamlegt!

Meiriháttar kvöld með mínu allra besta fólki. Á laugardeginum tók síðan við smá vinna og auðvitað tekin góð æfing. Finnst laugardagsæfingar alltaf vera extra skemmtilegar – maður er með svo mikla orku og meiri tíma.
Um kvöldið hitti ég mínar vinkonur í svokallaðan Prosecco Club. Æðislegt kvöld þar sem við skemmtum okkur ofur vel yfir góðu spjalli og söngæfingum haha! Myndir kvöldsins eru varla við hæfi til að koma hingað inn en leyfi nokkrum að fylgja áður en að stuðið byrjaði.

Á sunnudeginum var mikið á döfinni, barnaafmæli, kaffiboð og að lokum matarboð í mat hjá mömmu og pabba – tók því miður engar myndir af deginum, stundum er betra að njóta og vera sem minnst í símanum.

Það sem er framundan hjá mér er 3 vikna ferð til Californiu og Hawaii. Ég mun leyfa ykkur að fylgjast eins mikið og ég get hérna inná Trendnet ásamt því að vera létt ofvirk inná Instagram – getið endilega fylgst betur með mér þar!

Takk kærlega fyrir að lesa og þangað til næst

Hildur Sif Hauks <3 

HRÁFÆÐIS DÖÐLUBITAR

GjöfUppskriftir
*Hluta af vörunum fékk greinahöfundur sem gjöf

Hæhæ elsku Trendnet lesendur – mín fyrsta uppskrift verður af þessum hráfæðis döðlubitum. Döðlubitarnir innihalda fá hráefni, engan viðbættan sykur og eru þeir bæði bragðgóðir og vegan!

Mér finnst algjört æði að eiga þá inní frysti til að grípa í með kaffinu eða þegar manni langar í eitthvað sætt.

Innihald: 

500 gr döðlur
200 gr möndlur
200 gr kókosflögur
Tvær matskeiðar kanill
Örlítið sjávarsalt

Aðferð:

1. Hráefninu blandað saman í matvinnsluvél og hrært vel saman.2. Setjið blönduna í form með bökunarpappír undir.

3. Blandan sett inní frysti í nokkra klukkutíma.

4. Blandan skorin í bita. Best er síðan að geyma þá í einhverskonar ílátí inní frysti.

Algjört uppáhald með bollanum!

Mæli klárlega með þessari uppskrift og takk kærlega fyrir að lesa!

Þangað til næst!

Hildur Sif Hauks
Instagram: hildursifhauks