fbpx

SOAP BROW

FörðunGjöfSnyrtivörur

Gleðilegan sunnudag – í dag langar mig eldsnöggt að segja ykkur frá mestu snilld ever, soap brow. Var búin að heyra af þessu lengi en aldrei nennt að prufa. En vá hvað ég elska mikið og mun líklega aldrei hætta að nota sápu í augabrýrnar mínar.

Ég nota glæra sápu frá Body Shop sem er í appelsínugulum pakkningum, btw lyktin er sjúklega góð. Bleyti síðan í augabrúnagreiðu eða spreyja sápuna með andlitsspreyi. Nudda greiðunni uppí sápunni og greiði hárunum upp, mikilvægt er síðan að festa hárið við húðina. Eftir það nota ég Brow Blade í litnum Taupe Trap frá Urban Decay til að teikna hár. Tekur smá tíma að læra á þá vöru en hún er algjör snilld. Hef líka notað litinn Brunette Betty sem er aðeins dekkri.

Ég hef aldrei verið jafn ánægð með augabrýrnar mínar og núna og fæ ég oft spurningar úti vörurnar sem ég nota því ákváð ég að skella í stutta færslu. Ég vona annars að þið hafið átt æðislega helgi og þangað til næst <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

MY WEEKEND

LífiðPersónulegtTíska

Góða kvöldið – vá hvað það er langt síðan ég skrifaði random færslu hérna inná sem er bara ekkert skipulögð eða neitt. Ákvað að segja ykkur örstutt frá helginni minni. Er í nýrri vinnu þar sem ég er í fríi um helgar og ákvað ég að nýta helgina vel. Það var náttúrulega geggjað veður hérna í bænum og vildi ég eyða eins mestum tíma í sólinni og ég gat. Föstudagskvöldið elduðum ég og Bergsveinn pasta fórum í göngutúr til að horfa á sólsetrið. Fullkominn tími árs að fara horfa á sólsetrið klukkan 9, vildi að sólahringurinn væri svona alltaf allt árið.

Á laugardeginum fór ég í WorldFit auðvitað og fórum síðan í Helgafoss að synda smá. Svo fallegur foss í Mosfellsbæ, mæli með að kíkja á hann. Um kvöldið fór ég að hitta nokkra vini í drykki á Bodega og borða á Apótekinu. Var að borða í fyrsta sinn kvöldmat á Apótekinu og vá hvað maturinn var góður – geggjuð þjónusta og margir grænmetisvalmöguleikar!

Á sunnudeginum fórum ég og Bergsveinn út að skokka og síðan auðvitað í sjósund. Er búin að vera svo dugleg að fara í sjósund í sumar – ég elska það svo mikið. Sérstaklega fyrir svefninn, finnst ég sofa extra vel eftir það!

Ætla leyfa nokkrum myndum að fylgja með <3

Takk fyrir að lesa og þangað til næst!

Hildur Sif Hauks – IG: hildursifhauks

MITT NÆTURKREM

LífiðPersónulegtSamstarfSnyrtivörur

Jææja góðan daginn – í dag langar mig að deila með ykkur minni uppáhalds næturkremi. Eða öllu að heldur næturcombói. Fékk þetta tips frá starfsmanni í Blue Lagoon búðinni á Laugarvegi og hef ekki hætt að nota þetta kombó síðan þá! Ég auðvitað byrja á því að tví hreinsa húðina mína, nota tóner og smá augnkrem. Að lokum blanda ég saman Algea Bioactive Concentrate andlitsolíunni frá Blue Lagoon við Mineral Mask frá Blue Lagoon. Gefur mér bæði góða virkni og æðislegan raka! Mæli tvímælalaust með <33

*vörurnar fékk ég í gjöf frá Blue Lagoon

Takk fyrir að lesa og þangað til næst!

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

NAILS AND NAILS

PersónulegtSnyrtivörurTíska

Góðan og blessaðan daginn! Gvuuuð hvað það er langt síðan ég skrifaði færslu. Finnst ég búin að vera í svo lítilli rútínu í sumar og datt alveg úr blogg gírnum. En í dag ætlaði ég bara að deila með ykkur hvert ég fer í neglur þar sem ég fæ þær spurningar mjög oft. Ég gjörsamlega elska að vera með neglur – hef held ég verið með neglur núna í uþb ár! Líður alltaf eins og ég sé svona 50% meiri skvísa með neglur. Ég er samt með mínar eigin neglur og gel yfir. Finnst það mun þæginlegra en að vera með lengingar. Ég fer í neglur til Telmu Rut og mæli ég svo mikið með. Þær haldast á í 4-5 vikur og losna nánast aldrei.

Í sumar hef ég verið aðeins að prufa mig áfram með munstur og liti (semi bara nude samt haha). Elska að fá inspo frá Pinterest og prufa eitthvað nýtt. Á það nefnilega til að festast í sama pakkanum. En annars ætla ég ekki að hafa þetta lengra í bili en ætla deila nokkrum af mínum nöglum, síðan mæli ég með að kíkja einnig á þessa færslu frá Hi Beauty fyrir meiri inspo!

 

En annars takk fyrir að lesa og þangað til næst <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

 

 

VEGAN PARMESAN OSTUR FRÁ GRUNNI!

HeilsaSamstarfUppskriftir

Góðan daginn –

Í dag langar mig að deila með ykkur einni rosalega auðveldri uppskrift. Vegan parmesan er svo auðveldur í gerð og gríðalega hollur! Ég fæ mega oft spurningar úti þessa uppskrift og halda margir að ég kaupi hann tilbúinn úti búð. Ég viðurkenni þó að það sé smá síðan ég smakkaði parmesan ost og get því ekki lofað að þetta sé líkt en þetta er ekkert smá gott ofan á allskonar rétti. Það er algjör skyla á mínu heimili að eiga vegan parmasan inní skáp. Mæli með að setja ofaná pasta, salöt, lasagna og allskonar fleira.

Uppskrift og innihald:

250 gr lífrænar kasjuhnétur
3 msk næringager
1 hvítlauksgeiri
salt eftir smekk

Öllu blandað saman í matvinnsluvél/blandara

Njótið vel <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

VERSLAÐ VINTAGE Í WASTELAND

LífiðPersónulegtSamstarfTískaVintage
Fæslan er skrifuð í samstarfi við Wasteland

Góðan daginn – í dag langar mig að segja ykkur frá skemmtilegri heimsókn í samstarfi við Wasteland Reykjavík. Ég hef lengi talað um hvað ég elska að versla vintage. Það er betra fyrir umhverfið, ódýrara og klárlega skemmtilegra og því er ég ekkert smá stolt af þessu samstarfi! Ég hef verslað mikið í Wasteland síðan þau komu til landsins og gert frábær kaup.

Ég og Sigríður fórum og kíktum í Wasteland til að sýna ykkur úrvalið og finna einhverja vintage gersema. Ég ætla að sýna ykkur nokkrar flíkur sem ég valdi mér og stílaði upp.

Það er líka mikið úrval af Ralph Lauren skyrtum og jökkum. Ég valdi mér þennan sæta Ralph Lauren jakka.

Það er ávalt mikið úrval af Levis. Ein mest spurða spurningin sem ég fæ er hvar fæ ég vintage Levis, en einmitt eru mínar allra uppáhalds frá Wasteland. Ég viðurkenni það þó að það þarf þolinmæði til að finna fullkomnar Levis og maður þarf að máta margar. Mæli því með að máta allar stærðir og margar týpur. En vintage stærðir eru oft minni og því þarf maður oft að fara í stærri stærðir en maður er vanur. Einnig eru týpurnar mismunandi eftir árum, mín uppáhalds snið eru 504, 505 og 501!

Síðan varð ég þvílikt skotin í þessari vintage peysu. Wasteland tekur einmitt vintage peysur, lagar sniðið og endurseljur. Ekkert smá sniðugt og er ég að elska þessa peysu fyrir sumarið. Hér er ég einmitt líka í gömlum 505 vintage Levis sem ég fékk síðasta sumar í Wasteland og eru mínar allra uppáhalds!

Það er einnig mikið úrval af allskyns skarti og sólgleraugum. Ég valdi mér þessi sólgleraugu og finnst þau ekkert smá töff og öðruvísi.

Takk kærlega fyrir að lesa og hvet ykkur að kíkja í Wasteland –

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

ÍSKAFFIÐ MITT

HeilsaSamstarfUppskriftir
Færslan er skrifuð í samstarfið við Now

Sæl veriði – ég verð bara að deila þessari uppfærðu uppskrift af mínu ískaffi. Spurning um mitt ískaffi er líklega sú spurning sem ég er spurð oftast inná Instagram. Þess vegna ákvað ég að gera nýja færslu með uppskrift og aðferð. Ískaffið mitt er í raun mjög auðvelt en best! Ég er algjör basic girl og elska Starbucks og er þetta ískaffi mig útfærsla á minni pöntun á Starbucks. Ég er alveg háð þessu kaffi og þá sérstaklega þegar það kemur sumar! Endilega látið mig vita ef þið smakkið þetta kaffi – its amazing!

Uppskrift og aðferð:

Mér finnst best að hella uppá heila pressukönnu og eiga inní ísskáp. Síðan helli ég kaffinu í glas með fullt af klökum (því fleiri því betra) og síðan KOKO unsweetened mjólk (fæst í Nettó og Krónunni). Hlutföllin eru svona uþb kaffi 3/4 og mjólk 1/4. Síðan set ég 1-2 dropa af vanillu/toffee stevíu frá Now. Ekki flóknari en það.

Takk fyrir að lesa og þangað til næst <3

Hildur Sif Hauks | IG:hildursifhauks

EINFALDAR BRAUÐBOLLUR

HeilsaLífiðSamstarfUppskriftir
*Færslan er skrifuð í samstarfi við Himneska Hollustu

Góðan daginn og gleðilegan föstudag. Í dag langar mig að deila með ykkur þessum ofur einföldu brauðbollum. Inniheldur einungis 4 hráefni og tekur engan tíma í að undirbúa. Ég bauð vinkonum mínum í hádegismat og bauð uppá þessar brauðbollur ásamt, vegan smjöri, avacado og auðvitað smá salti. Salt gerir allt betra haha! En hér kemur uppskriftin og mæli með þið skellið í þessar fyrir helgina <333

Innihald: 

9 dl spelt hveiti frá Himneskri Hollustu
3 dl volgt vatn (2dl vatn bætt við seinna)
15 gr ger
teskeð salt

Aðferð: 

Setja gerið í volgt vatn og leyfa því að gerjast í nokkrar mín. Hræra öllu hráefninu saman. Best að leyfa hefast yfir nóttina en sleppur alveg í 2 tíma (ég gleymdi og gerði það bara). Búa til 9-12 bollur og setja á bökunarplötu. Baka í 20 mín á 200 gráðum. Bestar beint úr ofninum!


Takk fyrir að lesa og eigið góða helgi <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks 

 

HEIMSÓKN Í GK REYKJAVÍK

GjöfLífiðPersónulegtSamstarfTíska
*Færslan er skrifuð í samstarfi við NTC

Góðan daginn – í dag ætla ég að deila með ykkur heimsókn minni í GK Reykjavík. Þessi búð er klárlega á öðru leveli og úrvalið og þjónustan til fyrirmyndar. GK minnir mig alltaf smá á fínu búðirnar erlendis, þar sem manni er boðið uppá vatn/kaffi og mátunarklefarnir risastórir og flottir. Ekkert smá gaman að kíkja þarna og skoða. Það var mjög margt sem mig langaði í og átti ég erfitt að velja mér eina flík. Ég var svo gríðalega skotin í stutta blazernum frá Acne (sjá mynd f neðan) en ákvað að taka Trench Coat fra Tiger of Sweden í staðinn þar sem ég er viss um að sú flík mun lifa með mér lengur. Það var einnig smá útsala í gangi og margt fallegt á 50% afslætti. Meðal annars þessi Helmut Lang bolur (sjá mynd f neðan). En annars ætla ég ekki að hafa þetta lengra, vona að þið séuð að eiga góðan dag <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks