fbpx

SPURT & SVARAÐ

FörðunLífiðPersónulegtSnyrtivörurVlog

Góðan daginn – í dag langar mig að deila með ykkur myndbandi sem ég setti inná Instagramið mitt í síðstu viku. Ég svaraði nokkrum spurningum og gerði mitt go to glam förðun.

Annars vona ég að þið séuð að hafa það gott og takk fyrir að lesa

Hildur Sif Hauks | IG:hildursifhauks

HOLLARI GULRÓTARKAKA

HeilsaLífiðSamstarfUppskriftir

Í skellti í þessa einföldu vegan gulrótarköku fyrir helgina. Hún heppnaðist mjög vel og var frekar einföld. Ég baka ekki oft kökur en rakst á þessa uppskrit inná Pinterest og ákvað að prufa hana. Ég breytti örlítið uppskriftinni eins og venjulega og gerði ég hana alveg sykurlausa.

Innihald:

Botn –
1 bolli plöntumjólk
2 bollar hafrahveiti (setur haframjöl í blandara/matvinnsluvél)
1/2 bolli ósætt eplamauk
3/4 stevía sykur
1 tsk vanillu dropar
2 tsk matarsódi
2 tsk kanill
2 tsk engifer
1/2 salt
2 bollar rifnar gulrætur
3/4 bolli pekan hnetur

Krem –
1 bolli kasjuhnetur lagðar í bleyti í amk 4 tíma
1 msk sykurlaust sýróp
1 tsk vanillu dropar
1/4 msk næringager
Safi af hálfri sítrónu
3 msk vatn

Aðferð:

  1. Hita ofn á 180 gráður
  2. Blanda saman mjólkinni, eplamaukinu, sykrinum og vanillunni í litla skál
  3. Búa til hafrahveiti blanda við kryddunum og matarsódanum og hræra saman við hina blönduna
  4. Bæta við gulrótunum og hnetunum
  5. Baka í 35 mín og leyfa kökunni að kólna vel
  6. Setja öll hráefnin fyrir kremið saman í matvinnsluvél fyrir utan vatnið
  7. Bæta einni msk af vatni í einu
  8. Setja kremið á kökuna og bæta smá pekan hnetum yfir fyrir skreytinga

En annars bara takk fyrir að lesa og ég vona að þið hafið það gott xx

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

SELF CARE

GjöfLífiðPersónulegtSnyrtivörur

Í dag langar mig að deila með ykkur smá self care rútínu. Mitt markmið hér inná er að skrifa um eitthvað annað en ástandið sem er í gangi í heiminum. Ég veit að einhver umfjöllun um snyrtivörur og slíkt sé ekki beint mikilvægt þessa dagana en mér finnst hollt að hugsa um eitthvað annað og reyna aðeins að dreifa huganum ef þið fattið. Þessa dagana hef ég gríðalega mikinn tíma í einhverskonar dundur og því fullkomið að eyða góðum tíma í að dekra við sjálfan sig.

Til þess að líða aðeins betur þá er algjört æði að setja á sig brúnkukrem, ég nota Marc Inbane og finnst það 100% besta brúnkukrem sem ég hef prufað. Maður er bara betri manneskja með smá brúnku, þótt maður sé ekki að fara neitt er gott að gera eitthvað bara fyrir sjálfan sig.

Síðan lita ég oft á mér augabrýrnar til að fríska aðeins uppá andlitið á mér, ég geri það vikulega þar sem ég er semi með hvít hár og hef gert það án djóks síðan ég var svona 16 ára. Hef aldrei farið sjálf í litun og plokkun þannig ég er orðin frekar mikill pró ef ég segji sjálf frá hehe

Algjört lykilatriði er síðan góður andlitsmaski og er maskinn frá Bláa Lóninu Silica Mud Mask algjört uppáhalds og hefur verið mjög lengi. Hreinsar húðina mjög vel og gerir hana mjög mjúka eftir á. Ég nota hann svona 1 – 2 í viku.

Síðan er hægt að setja á sig einhvern góðan hármaska, naglalakka sig, fara í bað og alls konar kósýheit. Minn uppáhalds hármaski þessa stundina er Pearl Silver frá Maria Nila – hann án djóks tekur allan gulan tón af hárinu og gerir það tóninn mun fallegri.

Ég á erfitt með hugleiðslu og fæ smá innilokunarkennd þegar ég reyni (ég þarf að æfa mig 100%) en það sem mér finnst gott að gera er einhverskonar óhefðbundin hugleiðsla sem er mega easy. Þegar ég hef tíma þá dreg ég djúpt inn andann nokkrum sinnum, hugsa um ástandið í líkamanum mínum, hugsa hvernig líður mér líkamlega og andlega í dag. Hlusta vel á umhverfið í kringum mig og hvað ég er þakklát fyrir. Ekki mikið meira en finnst það hjálpa smá.

En takk fyrir að lesa þessa langloku hjá mér og vonandi hafiði það gott og farið vel með ykkur xx

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

UPPÁHALDS FLÍKUR FRÁ GALLERÍ 17

LífiðSamstarfTíska
*Færslan er skrifuð í samstarfi við Gallerí 17

Konukvöld Smáralindar fer fram annað kvöld, 5. mars og opið verður í öllum verslunum til 23. Í tilefni þess ætla ég sýna ykkur mínar uppáhalds flíkur úr Gallerí 17. Ekkert smá mikið af fallegu úrvali og tilvalið að fara og gera sér góð kaup! Allt verður á 20% afslætti í versluninni og mikið af fallegu úrvali. Tók svo einnig eftir að það var verið að taka upp sendingu frá Nakd sem er eitt af mínum uppáhalds merkjum og því mikið úr að velja!


Bolur – Samsoe & Samsoe 
Buxur – Nakd 

Fallegar vegan leðurtöskur frá Nakd

Leðurjakki – Moss
Leðurbuxur – Nakd
Toppur – man ekki merkið en sjúklega flottur! 

Skór – Nakd

Toppur – Nakd 
Taska – Nakd 

Mæli innilega með að gera sér ferð í Smáralind og skoða fallega úrvalið í Gallerí 17 annað kvöld xx

Takk fyrir að lesa og þangað til næst –

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

FÖSTUDAGSLISTI

FöstudagslistiLífiðPersónulegt

Föt dagsins:
Í dag er ég í svörtum levis gallabuxum, Dr Martens Jadon, hvítum síðermabol og Dyngju frá 66. Eina í stöðunni í þessu veðri að vera í síðri úlpu, thank god for 66! 

Skap dagsins:
TGIF! Í kvöld er ég með matarboð, ætla bjóða uppá pasta með sólþurrkuðum tómötum, “mozzarella” með basiliku og vegan ostabakka. Í eftirrétt ætla ég síðan að bjóða uppá Twix og ís – uppskrift hér.  En annars verður þessi helgi mjög skemmtileg. Síðustu helgi var ég að jafna mig eftir endajaxlatöku og gerði því lítið. Þannig þessa helgi er ég með mikið planað. 

Lag dagsins:
Öll platan hans Justin Biebers og líka platan hennar GDRN. 

Matur dagsins:
Er heldur betur búin að fara yfir það sem ég ætla að borða í kvöld og vá hvað ég er spennt! En í hádeginu ætli ég fái mér ekki bara eh ofur einfalt. Hafragraut með banana og hnetusmjöri er í miklu uppáhaldi þessa stundina. 

Það sem stóð uppúr í vikunni:
Þessa vikuna hef ég æft mjög vel og held án djóks að það standi bara uppúr, ég og Beggi áttum mini date dag og tókum saman gym og spa. Er ekki mikið að gera mikið annað en að vinna og æfa. En síðan eru það vikulegu Bachelor kvöldin sem er no joke hightlight of my week. Tókum síðast Mandý og Bachelor og var það drauma combo! 

Óskalisti vikunnar:
Er búin að vera gríðalega dugleg finnst mér að versla mér nánast ekki neitt á árinu. En í gær keypti ég mér kjól sem frá Revolve. Hef lengi langað að versla frá þessari síðu og vonandi kemur hann vel út! En annars ætla ég að halda áfram að versla sem minnst en læt mig dreyma um einhverja vorflíkur. 

Plön helgarinnar:
Um helgina ætla ég að æfa, parawod á morgun sem er alltaf uppáhalds. Síðan auðvitað að horfa á Eurovision og á sunnudaginn ætla ég að bjóða mínum bestu í smá brunch heima. Er ekki nógu dugleg að bjóða heim og langar að gera meira af því! 

Þangað til næst og eigið góða helgi <3
Hildur | IG: hildursifhauks

TWIX BAR – VEGAN OG SYKURLAUS!

HeilsaLífiðSamstarfUppskriftir
*Færslan er skrifuð í samstarfi við Himneska Hollustu

Hef lengi langað að prufa þessa uppskrift af Twix börum. Hef séð svipaða á Pinterest og Instagram og lagði ég loksins í að prufa hana. Ég gerði þó nokkrar breytingar til að gera uppskriftina sykurlausa. Ég mæli innilega með þessari snilld og heppnaðist þessi hollu Twix stykki mjög vel!

Innihald: 

Kex: 
1/2 bolli hafrahveiti (haframjöl í matvinnsluvél/blandara)
1/2 bolli mjúkar döðlur
1 msk plöntumjólk

Karmella: 
1/2 bolli hnetusmjör
1/4 bolli sykurlaust sýróp
3 dropar toffee stevia frá Now
1 tsk salt

2 plötur af stevia súkkulaði

Aðferð:

1. Settu hafra í matvinnsluvél og búðu til hafrahveiti
2. Bættu döðluðum og plöntumjólkinni við og blandaðu vel saman
3. Settu blönduna í form og inní frysti í 10 mín
4. Hitaðu hnetumjörið og sýrópið saman og settu yfir kexið. Kæla síðan í frysti í 10 mín.
5. Bæddu súkkulaðið yfir hnetusmjörið
6. Geymdu Twix barina í frysti í nokkra klukkutíma áður en þeir eru bornir fram

Vona að þið prufið þessa ofur einföldu uppskrift. Fullkomin með ís eða bara sem snarl!

Þangað til næst!

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

UPPÁHALDS HÚÐVÖRUR

GjöfLífiðSamstarfSnyrtivörur
*Færslan er ekki skrifuð í samstarfi en einverjar vörur fékk höfundur greinar í gjöf

Í dag langar mig að segja ykkur frá mínum uppáhalds húðvörum þessa stundina. Ég fæ oft spurningar úti ákveðnar vörur og vildi ég setja inn færslu þar sem ég fer betur yfir hverja vöru fyrir sig. Ég er obsessed yfir því að nota góðar, hreinar og vandaðar vörur á húðina á mér og elska ég að prufa nýjar vörur og finna hvað hentar mér best.

Tóner:

The Ordinary – Glycolic Acid 7% Toning Solution. Inniheldur AHA sýrur ásamt aloe vera, ginseng og mælt er með að nota hann einu sinni á dag. Fæst í Maí Verslun

Dagkrem:

Blue Lagoon Hydrating Cream – mjög létt dagkrem sem hentar vel undir farða. Ef ég er mjög þurr blanda ég einhverskonar olíu með í dagkremið.

Augnkrem:

Ultumate Eye Cream – Shisado. Létt og nærandi augnkrem. Hægt að nota undir hyljara sem er mikill kostur. Þoli ekki þegar augnkrem skilja eftir sig einhverja áferð. Nota kvöld og morgna. Fæst í Hagkaupum.

Maskar: 

AHA 30% + BHA 2% Peeling Solution frá The Ordinary. Hef oft talað um þennan maska og nota ég hann einu sinni í viku. Mæli með að fara varlega í þennan maska en elska virknina í honum og sé mun á húðinni minni. Fæst í Maí Verslun.

Hydra Firm Firming Eye Gels frá Skin Iceland. Þegar ég vakna þrútin eða bólgin um augun er þessi augnmaski algjör lúxus. Endurnærir augnsvæðið og gerir húðina stinnari. Fæst í Maí Verslun.

Serum:

Buffet + Copper Peptides 1% frá The Ordinary. Nota þetta serum nokkrum sinnum í viku á hreina húð. Serumið vinnur á hrukkum, örum og eykur virkni collagen húðarinnar. Fæst í Maí Verslun.

Algea Bioactive Concentrate frá Blue Lagoon. Algjör rakabomba sem inniheldur þörunga sem vinna á hrukkum húðarinnar. Fæst í verslunum Bláa Lónsins.

Auka:

Rapid lash – hef notað á hverju kvöldi í 2 mánuði og sé mjög mikinn mun á lengd háranna. Mæli 100% með. Fæst í Hagkaup.

Lip Bio – Lipid Concentrate frá Noid. Varameðferð sem bætir lit og áferð varanna. Varirnar virka stærri og þrútnari. Áhrifarík meðferð sem ég sver virkar. Fæst í Maí verslun.

Takk fyrir að lesa og þangað til næst xx

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

PERSÓNULEGRI BLOGGFÆRSLA

HeilsaLífiðPersónulegtVlog

Góðan daginn og gleðilegan föstudag – er semi að elska þennan storm. Er að eiga ekkert smá kósy morgun með Bergsveini, mikið kaffi og mikil rólegheit. Ég vona að þið séuð í svipuðum gír og haldið ykkur bara heima. Í dag langar mig að deila með ykkur nýung hjá mér. Síðastliðinn mánuð hef ég verið að deila svokölluðum Vlogs (video blogs) inná IGTV  á Instagraminu mínu. Þar sýni ég frá hversdagsleikanum og vildi ég segja ykkur frá því hér. Ég hef í mörg ár fylgst með vlogs inná youtube af fólki allstaðar í heiminum og hef ég lengi velt fyrir mér að gera eitthvað svipað sjálf. Loks lét ég verða af því og finnst mér ekkert smá gaman af því, allt frá því að taka þau upp, hugmyndavinnuna á bakvið vlogið og líka að edita þau. Ég vona að ykkur finnst gaman að sjá þessa nýju hlið af mér og nýja tegund af bloggi!

Takk fyrir að lesa og þangað til næst xx

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

 

OUTFIT FÆRSLA + LIFE UPDATE

LífiðPersónulegtTískaVintage

Sæl veriði – í dag ætlaði ég að henda í örstutta outfit færslu. Í dag er ég staðsett á kaffihúsi með Bergsveini mínum að vinna að skemmtilegum verkefnum sem ég vona að ég get deilt með ykkur bráðlega. Dagurinn í dag er frábær dagur, ég er í mjög góðu skapi, er að fá Aríu (hund) í pössun og er síðan að bjóða mínum allra bestu vinkonum í mat í kvöld. Ætla auðvitað að bjóða þeim uppá trufflu pasta, no suprise there! Framundan hjá mér er smá grind, mikil vinna ásamt því að taka pásur til að æfa og auðvitað horfa á Love Island og Bachelor, þvílíka veislan. Síðan er komin smá vor spenningur í mann þrátt fyrir að veturinn er ekki nærrum búinn! Dagarnar eru samt sem áður búnir að lengjast svo mikið og munar það helling! Vona að þið séuð að eiga góðan dag xx


Jakki – 17 
Buxur – Vintage Levis frá Wasteland
Stígvél – Zara

Myndir eftir besta Helga Ómars

Takk fyrir að lesa og þangað til næst <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

EINFÖLD OG HOLL BLÁBERJA PIE

HeilsaLífiðSamstarfUppskriftir
*Færslan er unnin í samstarfi við Now

Í dag langar mig að deila með ykkur þessari ofureinföldu uppskrift af bláberja crumble/pie. Ég rakst á svipaða uppskrift inná Instagram og langaði strax að búa til einhverja svipaða uppskrift. Ég breytti henni örlítið og gerði hana auðvitað aðeins hollari. En ég er búin að vera með svo ruglað æði á bláberjum og borða þau á hverjum degi. Því fór það ekki á milli mála að þessi uppskrift myndi henta mér. Mæli innilega með að þið prufið. Algjört æði með vegan jógúrti eða vanillu ís!

Innihald:

3 dl hafrar

1 dl kókoshveiti

1 msk kókosolía

1 msk sýróp

8 döðlur

300 gr bláber

Aðferð:

Setjið bláberin í eldfast form. Hitið ofninn á 180 gráður. Blandið hráefnunum saman í matvinnsluvél og hellið yfir bláberin. Bakið í 20 mín. Ekki flóknara! Ooooog njótið vel!

Takk fyrir að lesa og þangað til næst!

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks