fbpx

Í HREINSKILNI SAGT

LífiðPersónulegt

Ef ég á að vera hreinskilin þá hefur mig vantað innblástur. Vantað innblástur fyrir bloggið og kannski smá fyrir lífinu. Stundum koma tímar þar sem maður er minna “motivated” og kemur sér ekki alveg í gírinn. Ég þoli ekki að vera þannig og líður best þegar ég er “creative”. Held að þetta sé tímabil sem margir ganga í gegnum hvort sem það er í vinnu, skóla, íþróttum eða bara hverdagslífinu. Ég er að reyna eins og ég get að koma mér frá þessu ástandi. Þetta er vissulega lúxus vandamál, ég geri mér grein fyrir því en þrátt fyrir það er þetta ástand eitthvað sem ég er ekki beint vön að vera í. Venjulega er ég með lista og hugmyndir yfir fullt af verkefnum sem mig langar að til að framkvæma en þessa dagana næ ég varla að hugsa um einn hlut. Finnst smá óþæginlegt að vera að skrifa um þetta hér en kannski mun það hjálpa mér eða þá einhverjum öðrum.

Það sem mér finnst hafað hjálpa mér:

 • Hreinsa samfélagsmiðla (fylgjast bara með fólki/aðgöngum sem gefa mér innblástur og good vibes)
 • Skipuleggja mig og skrifa to do lista
 • Ekki setja of mikla pressu á sjálfan mig og taka hlutunum ekki of alvarlega
 • Óhefðbundna hugleiðslu (draga djúpt andann, hlusta á líkamann og loka augunum)
 • Eyða meiri tíma með besta fólkinu mínu
 • Reyna bera mig ekki saman við annað fólk (erfiðasta sem ég veit)
 • Fara í göngutúr, elda mat og hreyfa mig
 • Gera eitthvað fyrir útlitið (maski, lita augabrýr, brúnkukrem og fl) no joke
 • Klappa hundum eða halda á litlu barni hehe

Eru þið með einhver ráð fyrir þessu eða hafiði upplifað eitthvað svipað?

En annars takk fyrir að lesa þessar random pælingar og ég vona að þið eruð að eiga góðan dag <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

SÚKKULAÐI BROWNIES

HeilsaSamstarfUppskriftir
Þessi færsla er skrifuð í samstarfi við Himneska Hollustu

Bergsveinn átti afmæli í vikunni og vildi ég baka fyrir hann afmælisköku. Eins og þið flest vitið þá borðar Bergsveinn mjög hollt og þurfti kakan að vera í hollari kantinum. Ég ákvað að skella í sæt kartöflu brownies sem ég hef aldrei prófað prófað áður. Ég fann uppskrift upprunalega á Pinterest sem ég breytti örlítið til þess að gera hana enn hollari og ætla að deila henni með ykkur hér. Þessar brownies eru glútein lausar, sykurlausar og vegan! Aldrei hefði mér dottið í hug að sæt kartafla og súkkulaði væri svona góð blanda!

Innihald fyrir brownies:

150 gr stöppuð sæt kartafla
40 gr hafrahveiti
40 gr sweet like sugar
30 gr sweet like syrup
230 gr möndlusmjör
30 gr ósætt kakó
teskeið matarsódi
1/4 teskeið salt

Innihald fyrir súkkulaðikrem: 

100 gr stöppuð sæt kartafla
200 gr stevia dökkt súkkulaði

Aðferð: 

Sjóðið sætu kartöfluna og stappið hana vel niður. Setjið hana í skál ásamt möndlusmjörinu og sýrópinu og hrærið vel saman. Bætið við restinni af hráefninu og blandið deiginu vel saman. Setið á bökunarplötu og inní ofn í 25 mín á 180 gráður. Fyrir súkkulaðikremið bræðið súkkulaðið yfir sætu og blandið vel saman þangað til að það til að aðferðin er orðin mjúk. Setið yfir kökuna þegar hún er búin að kólna alveg niður.

Takk kærlega fyrir að lesa og ég vona innilega að þið gefið þessari séns! Munið ekki sjá eftir því

Hildur Sif Hauks | IG:hildursifhauks

EINFALDIR OG HOLLIR HAFRAKLATTAR

HeilsaSamstarfUppskriftir
*Þessi færsla er unnin í samstarfi við Good Good Brand

Ég vildi óska þess að ég ætti alltaf þessa hafraklatta til. Fullkomnið nesti eða til að grípa í ef manni langar í eitthvað gott snarl. Hafraklattarnir eru einfaldir, hollir og auðvitað alveg vegan!

Innihald:

3 dl hafrar
1/2 dl möndlumjöl
1/2 dl rúsinur
2 tsk kanill
1 tsk lyftiduft
2 msk vegan grískt jógúrt
1/2 dl Sweet like Syrup
2 msk dl chia fræ

Aðferð:

 1. Stilltu ofninn á 180 gráður
 2. Settu chia fræin í bleyti með 4 msk vatni og settu til hliðar í 5 mín
 3. Blandaðu öllu þurrefninu vel saman og bættu síðan restinni við
 4. Settu 1 msk af deigi á plötu með bökunarpappír og bakaðu í 15-17 mín

 

Takk fyrir að lesa og vona innilega að þið prufið þessa snilld!

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

FÖSTUDAGSLISTI!

FöstudagslistiLífiðPersónulegt


Föt dagsins:
Ég er ennþá bara í náttfötunum, er að drekka smá pre workout áður en ég fer út að hlaupa og ákvað ég að henda snöggvast í einn föstudagslista.

Skap dagsins:
Í dag er ég í allt í lagi skapi. Er með smá mixed feelings að sumarið er að klárast. Vil ekki að það sé að verða búið en ég er samt smá að elska að það sé byrjað að hausta… Er einhver í sama pakka?

Lag dagsins:
Ef mér finnst einhver lög skemmtileg þá hlusta ég á þau þangað til í hata þau. Núna er það Moodboard með Birni og Brynjari og finnst mér PBS og Besti Minn sjúklega skemmtileg! 

Matur dagsins:
Í hádeginu ætla ég í brunch á Coocoos Nest með vinkonu minni. Gjörsamlega elska brunchinn þeirra og elska að hann sé líka á föstudögum. Finnst fleiri veitingastaðir ættu að byrja að vera með brunch á föstudögum líka.

Það sem stóð uppúr í vikunni:
Það er klárlega að fara með Bergsveini til Montréal. Borgin kom með svo mikið á óvart. Hún tilheyrir franska hlutanum af Kanada og kom mér á óvart hversu frönsk hún var. Borgin var svo falleg og ekkert smá gaman að rölta um í Old Town og voru ekkert smá mjög flottir veitingastaðir allstaðar. Mæli með tveimur plant based stöðum sem þið verðið að kíkja á ef þið farið til Montréal – LOV og Invitation V. 

Óskalisti vikunnar:
Á óskalistanum mínum er einhver flott úlpa fyrir veturinn. Langar að selja mína Jöklu og kaupa mér einhverja nýja. Er búin að eiga Jöklu í 3 ár og finnst mér smá komin tími til að breyta til. Annars er Nike Zoom 2K skór á óskalistanum og er ég að leita af þeim útum allt í minni stærð – need them!

Plön helgarinnar:
Það er vinnuhelgi framundan hjá mér í kvöld þannig ég geri ekki mikið. En næstu helgi er Reykjavíkur Maraþonið þar sem ég ætla að hlaupa hálfmaraþon! Er bæði spennt og stressuð fyrir því… 

Þangað til næst og eigið góða helgi! <3
Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

DRAUMAFERÐ AUSTUR

FerðalagLífiðPersónulegtTíska

Ég vona að þið hafið átt góða verslunarmannahelgi, ég gerði það svo sannarlega. Ég og Bergsveinn fórum til Egilsstaða í bústað og þar fengum við æðislegt veður og gerðum allskonar skemmtilegt. Á leið okkar til Egilsstaða stoppuðum við meðal annars á Húsavík og fengum okkur að borða á krúttlegum veitingastað sem hét Salka. Húsavík er mjög sætur bær og hefði viljað skoða mig betur um þar og fara í GeoSea.

Við gistum í bústað rétt fyrir utan Egilsstaði við Lagarfljót. Ekkert smá fallegt umhverfi og yndislegt að vakna í sólinni í rólegheitunum. Það sem stóð helst uppúr var að hoppa ofaní Eyvindaránna, skoða Hengifoss, skoða Seyðisfjörð og grilla sykurpúða yfir sólsetrinu við Lagarfljót. Síðan verð ég að mæla með Móðir Jörð sem er veitingastaður sem býður uppá hágæða íslenskt hráefni beint frá býli. Algjör paradís fyrir grænkera eins og mig og Bergsvein. Við fórum tvisvar þangað yfir helgina og maturinn var svo góður og staðurinn líka gorgeous! Þið gjörsamlega verðið að gera ykkur ferð þangað ef þið eruð í nágrenninu! Þessi ferð austur hvetur mig til að sjá meira af okkar fallega landi og næst stefni ég á að skoða vesturlandið og Snæfellsnesið!

Takk fyrir að lesa og þangað til næst!
Hildur Sif Hauks| IG: hildursifhauks

SUMARDAGAR

LífiðPersónulegtTíska

Veðrið hér á Íslandi er búið að vera svo yndislegt síðustu daga og langar mig að deila með ykkur því sem ég er búin að vera bralla. Persónulega man ég ekki eftir svona góðu sumri og finnst mér skemmtilegt að nýta dagana vel. Síðustu helgi fór ég og vinkonur mínar í smá mini road trip. Keyrðum í Kraumu í klampandi sól og enduðum svo í bænum í smá sushi veislu og með því.

Fyrr í vikunni ákváðum ég og Bergsveinn að taka smá mini picknick og horfa á sólsetrið. Mjög fín tilbreyting frá því að taka Netflix gláp, mæli með! Í gær tókum við Bergsveinn mini date dag þar sem við fengum okkur bolla, kíktum í nokkrar búðir og fengum okkur að borða á Fjallkonunni. Enduðum síðan kvöldið í sjósundi í Nauthólmsvík – hef verið dugleg að fara í sjósund í sumar og finnst það mjög skemmtilegt. Alltaf jafn mikil áskorun en alltaf jafn góð tilfinning eftir á! Finnst ég líka sofa einstaklega vel eftir að hafa farið í sjósund sem er bara plús! En ætla deila með ykkur myndum af síðustu dögum –

En annars takk fyrir að lesa og þangað til næst!

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

NIKE HLAUPAGJAFALEIKUR

HeilsaHreyfingSamstarf

Gleðilegan föstudag! Í dag ætlaði ég að deila með ykkur gjafaleik sem ég er með í gangi inná Instagraminu mínu. Í samstarfi við Nike og H Verslun er ég að gefa tveimur heppnum hlaupaskó og hlaupadress af eigin vali úr H Verslun! Fullkomið fyrir hlaupasumarið. H Verslun er með lang besta úrvalið á Nike fatnaði og finnst mér ekkert smá skemmtilegt að geta gefið einhverjum heppnum Nike glaðning. Endilega kíkið á það og takið þátt!

Nike bolur – fæst hér
Nike Sculpt buxur – fæst hér
Nike hlaupabelti – fæst hér 
Hlaupasokkar – fæst hér
Nike Zoom Pegasus – fæst hér 

Takk fyrir að lesa og gangi ykkur vel!

Takið þátt hér!

 

BANANA MUFFINS MEÐ MÖNDLUSMJÖRI

HeilsaSamstarfUppskriftir
*Þessi uppskrift er skrifuð í samstarfi við NOW

Þegar maður á mikið af þroskuðum bönunum þá er ekkert annað í stöðunni en að baka úr þeim! Þroskaðir bananar eru svo mikil snilld í bakstur þar sem þeir eru mun sætari en venjulegir bananar. En þessar muffins eru sykurlausar, glutein lausar og vegan! Mjög einfaldar og bragðgóðar. Mæli með þið prófið!

Innihald: 

2 þroskaðir bananar
60 gr möndlusmjör
60 gr Sweet like Sugar
60 gr af ristuðu möndlusmjöri
60 gr kókoshnetuhveiti frá NOW – fæst hér 
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft

Extra – pekan hnetur

Aðferð: 

Byrjið á að hita ofninn á 180 gráður. Blandið saman öllum blautu hráefnunum vel saman. Bætið þurrefninum við og hrærið vel. Setjið í muffins form. Uppskriftin er fyrir sex muffins. Bakið í 25 mín. Leyfið þeim að kólna áður en þið smakkið á þeim!

Takk fyrir að lesa og þangað til næst <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

LAUGARDAGS OUTFIT

LífiðTíska

Mig langar til að deila með ykkur outfitinu frá síðasta laugardagskvöldi þegar ég kíkti út að borða á Fjallkonuna. Æðislegur matur með besta fólkinu á stórkostlegu sumarkvöldi. Mæli með! Þetta outfit er svo þæginlegt og klikkar aldrei. Hef notað þessar buxur nánast daglega síðan ég keypti þær og sá þær síðast á útsölu í Cos niðrí bæ – spurning um að kaupa sér aðrar til að eiga þar sem þær eru fullkomnar í sniðinu!


Hlýrabolur – Brandy Melville
Buxur – COS
Skór – Nike/H Verslun
Taska – Gucci 

Takk fyrir að lesa og þangað til næst <3
Hildur Sif | IG: hildursifhauks

FÖSTUDAGSLISTI

FöstudagslistiLífiðPersónulegt


Föt dagsins:
Í morgun svaf ég næstum yfir mig og þurfti að drífa mig út. Henti mér því í eitthvað mjög þæginlegt og fór í svartar víðar buxur úr Cos og hvíta Nike peysu – ekki flóknari en það. Það er ekkert verra samt en að byrja daginn á að sofa yfir sig…

Skap dagsins:
Í dag er ég frekar hress og spennt fyrir komandi tímum. Er ég er mjög hamingjusöm á þeim stað sem ég er núna og er að vinna í skemmtilegum verkefnum sem ég hlakka til að deila með ykkur bráðlega. 

Lag dagsins:
Ég er því miður ekki að hlusta á neina skemmtilega tónlist þessa stundina. Það þarf einhver íslenskur artist að gefa út nýja tónlist sem fyrst! 

Matur dagsins:
Í kvöld ætla ég að elda með vinum mínum og við ætlum að gera einhverskonar pastarétt með sveppum og tófu. Síðan í eftirrétt ætlum við að hafa vegan “skyr” köku. Ef kakan heppnast vel skal ég deila uppskriftinni með ykkur hérna inná Trendnet!

Það sem stóð uppúr í vikunni:
Ætli það hafi ekki verið að hitta vinkonu mína í hádegismat á Snaps síðasta miðvikdag. Það sem ég elska mest við vaktavinnu, að hitta vinkonu mínar í rólegheitunum á virkum dögum. Síðan er ég að elska að æfa þessa stundina. Ég æfi í World Class Kringlunni og er á námskeiði sem heitir World Fit sem er eins og Crossfit. Vinkona mín dróg mig með sér og ég sé alls ekki eftir því. 

Óskalisti vikunnar:
Það sem er helst á óskalistanum hjá mér er hvítur Blazerkjóll, held að ég mun finna mér hann á netinu. Ég skoða mest Nakd, Nelly, MyTheresa og Netaporter þegar ég er að versla á netinu. Ég er samt að reyna að hætta versla eins mikið og ég gerði. Reyni að hugsa mig vel áður en ég versla mér eitthvað nýtt og passa að flíkin passi við minn stíl og að ég get notað hana oft. 

Plön helgarinnar:
Það er vinnuhelgi framundan hjá mér. En í næstu viku er ég að vinna í skemmtilegu verkefni sem ég næ vonandi að deila með ykkur sem allra fyrst. Síðan sett ég upp bás í Trendport þar sem ég er að selja af mér lítið notuð föt og skó á mjög góðu verði. Er á bás 40 ef einhver hefur áhuga á að kíkja á þetta! Mæli innilega með. 

Þangað til næst og eigið góða helgi! <3
Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks