NIKE HLAUPAGJAFALEIKUR

HeilsaHreyfingSamstarf

Gleðilegan föstudag! Í dag ætlaði ég að deila með ykkur gjafaleik sem ég er með í gangi inná Instagraminu mínu. Í samstarfi við Nike og H Verslun er ég að gefa tveimur heppnum hlaupaskó og hlaupadress af eigin vali úr H Verslun! Fullkomið fyrir hlaupasumarið. H Verslun er með lang besta úrvalið á Nike fatnaði og finnst mér ekkert smá skemmtilegt að geta gefið einhverjum heppnum Nike glaðning. Endilega kíkið á það og takið þátt!

Nike bolur – fæst hér
Nike Sculpt buxur – fæst hér
Nike hlaupabelti – fæst hér 
Hlaupasokkar – fæst hér
Nike Zoom Pegasus – fæst hér 

Takk fyrir að lesa og gangi ykkur vel!

Takið þátt hér!

 

BANANA MUFFINS MEÐ MÖNDLUSMJÖRI

HeilsaSamstarfUppskriftir
*Þessi uppskrift er skrifuð í samstarfi við NOW

Þegar maður á mikið af þroskuðum bönunum þá er ekkert annað í stöðunni en að baka úr þeim! Þroskaðir bananar eru svo mikil snilld í bakstur þar sem þeir eru mun sætari en venjulegir bananar. En þessar muffins eru sykurlausar, glutein lausar og vegan! Mjög einfaldar og bragðgóðar. Mæli með þið prófið!

Innihald: 

2 þroskaðir bananar
60 gr möndlusmjör
60 gr Sweet like Sugar
60 gr af ristuðu möndlusmjöri
60 gr kókoshnetuhveiti frá NOW – fæst hér 
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft

Extra – pekan hnetur

Aðferð: 

Byrjið á að hita ofninn á 180 gráður. Blandið saman öllum blautu hráefnunum vel saman. Bætið þurrefninum við og hrærið vel. Setjið í muffins form. Uppskriftin er fyrir sex muffins. Bakið í 25 mín. Leyfið þeim að kólna áður en þið smakkið á þeim!

Takk fyrir að lesa og þangað til næst <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

LAUGARDAGS OUTFIT

LífiðTíska

Mig langar til að deila með ykkur outfitinu frá síðasta laugardagskvöldi þegar ég kíkti út að borða á Fjallkonuna. Æðislegur matur með besta fólkinu á stórkostlegu sumarkvöldi. Mæli með! Þetta outfit er svo þæginlegt og klikkar aldrei. Hef notað þessar buxur nánast daglega síðan ég keypti þær og sá þær síðast á útsölu í Cos niðrí bæ – spurning um að kaupa sér aðrar til að eiga þar sem þær eru fullkomnar í sniðinu!


Hlýrabolur – Brandy Melville
Buxur – COS
Skór – Nike/H Verslun
Taska – Gucci 

Takk fyrir að lesa og þangað til næst <3
Hildur Sif | IG: hildursifhauks

FÖSTUDAGSLISTI

FöstudagslistiLífiðPersónulegt


Föt dagsins:
Í morgun svaf ég næstum yfir mig og þurfti að drífa mig út. Henti mér því í eitthvað mjög þæginlegt og fór í svartar víðar buxur úr Cos og hvíta Nike peysu – ekki flóknari en það. Það er ekkert verra samt en að byrja daginn á að sofa yfir sig…

Skap dagsins:
Í dag er ég frekar hress og spennt fyrir komandi tímum. Er ég er mjög hamingjusöm á þeim stað sem ég er núna og er að vinna í skemmtilegum verkefnum sem ég hlakka til að deila með ykkur bráðlega. 

Lag dagsins:
Ég er því miður ekki að hlusta á neina skemmtilega tónlist þessa stundina. Það þarf einhver íslenskur artist að gefa út nýja tónlist sem fyrst! 

Matur dagsins:
Í kvöld ætla ég að elda með vinum mínum og við ætlum að gera einhverskonar pastarétt með sveppum og tófu. Síðan í eftirrétt ætlum við að hafa vegan “skyr” köku. Ef kakan heppnast vel skal ég deila uppskriftinni með ykkur hérna inná Trendnet!

Það sem stóð uppúr í vikunni:
Ætli það hafi ekki verið að hitta vinkonu mína í hádegismat á Snaps síðasta miðvikdag. Það sem ég elska mest við vaktavinnu, að hitta vinkonu mínar í rólegheitunum á virkum dögum. Síðan er ég að elska að æfa þessa stundina. Ég æfi í World Class Kringlunni og er á námskeiði sem heitir World Fit sem er eins og Crossfit. Vinkona mín dróg mig með sér og ég sé alls ekki eftir því. 

Óskalisti vikunnar:
Það sem er helst á óskalistanum hjá mér er hvítur Blazerkjóll, held að ég mun finna mér hann á netinu. Ég skoða mest Nakd, Nelly, MyTheresa og Netaporter þegar ég er að versla á netinu. Ég er samt að reyna að hætta versla eins mikið og ég gerði. Reyni að hugsa mig vel áður en ég versla mér eitthvað nýtt og passa að flíkin passi við minn stíl og að ég get notað hana oft. 

Plön helgarinnar:
Það er vinnuhelgi framundan hjá mér. En í næstu viku er ég að vinna í skemmtilegu verkefni sem ég næ vonandi að deila með ykkur sem allra fyrst. Síðan sett ég upp bás í Trendport þar sem ég er að selja af mér lítið notuð föt og skó á mjög góðu verði. Er á bás 40 ef einhver hefur áhuga á að kíkja á þetta! Mæli innilega með. 

Þangað til næst og eigið góða helgi! <3
Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

CALIFORNIA MINI ROAD TRIP: MONTEREY

FerðalagLífiðPersónulegtVintage

Road trip er líklega eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Elska að keyra um nýja staði, hlusta á góða tónlist og spjalla. Ég fór í stutt vinnustopp í San Francisco og ákvað að taka systur mína með og fara í smá road trip niður ströndina í lítinn bæ sem heitir Monterey. Ef þið horfið á þættina Big Little Lies þá er Monterey bærinn sem þættirnir gerast í. Ég keyrði í gegnum bæinn í fyrra en náði því miður ekki að stoppa og skoða mig um. Monterey er einungis 2 klukkutímum frá San Francisco og algjörlega þess virði að kíkja þangað. Við fórum í hádegismat á stað sem heitir The First Awakenings – mjög góður en risa stórir skammtar. Kíktum svo líka á Lovers Point Park Beach og á Fisherman Wharf. Við vorum samt frekar óheppnar með veður og veðrið var betra heima á Íslandi þessa helgi en í Californiu, frekar klikkað. En mæli innilega með að gera sér ferð niður í þennan krúttlega bæ og skoða Big Little Lies staðina ef þú er fan af þáttunum! Ætla að leyfa myndunum hér að neðan tala fyrir sig –

Takk fyrir að lesa og þangað til næst xx

Hildur Sif Hauks|IG: hildursifhauks

 

HLAUPASUMARIÐ: UNDIRBÚNINGUR FYRIR HÁLFMARAÞON + ÆFINGAR

HeilsaHreyfingLífiðPersónulegt

Í dag langar mig að tala um hlaup. Ég ætla mér að hlaupa hálfmaraþon í Reykjavíkur Maraþoninu og ætla að deila með ykkur mínum undirbúningi fyrir það. Mín megin ástæða fyrir hlaupum er að mér þykir gaman að hlaupa, þá sérstaklega á sumrin. Ég vil halda áfram að elska að hlaupa og þá þarf ég stundum að passa mig að hlaupa ekki alltof mikið til að fá ekki ógeð. Minn undirbúningur fyrir hálfmaraþonið er því sáraeinfaldur. Ég hleyp eitt langhlaup á viku – byrjaði í 7 km.  Jafnt og þétt er ég svo búin að vinna mig upp í 12 km. Ég mun svo líklega enda á því að hlaupa 18-19 km þegar nær dregur hlaupinu. Ég er engin hlaupa sérfræðingur og það eru eflaust margar betri leiðir til að undirbúa sig fyrir hlaup en mér finnst þessi aðferð svín virka fyrir mig. Inná milli þessa langhlaupa tek ég sprett æfingar um það bil einu sinni í viku. Hér koma tvö dæmi –

Sprett æfing 1: 

4 mín á hraða 12

1 mín í pásu rólegt skokk

4 mín á hraða 13

1 mín í pásu rólegt skokk

4 mín á hraða 14

1 mín í pásu rólegt skokk

4 mín á hraða 15

1 mín í pásu rólegt skokk

(Endilega breytið hraðanum í það sem hentar ykkur best og það sem ykkur finnst krefjandi)

Sprett æfing 2:

400 metra sprettur í hraða 14

30 sek hvíld

400 metra sprettur í hraða 14,5

30 sek hvíld

400 metra sprettur í hraða 15

30 sek hvíld

400 metra sprettur í hraða 15,5

30 sek hvíld

200 metra sprettur í hraða 16

30 sek hvíld

200 metra sprettur í hraða 16,5

Síðast þegar ég hljóp hálfmaraþon kláraði ég það á 1.49.19 – og var frekar sátt þar sem þetta var mitt fyrst hlaup. Ég ætla auðvitað að reyna bæta þann tíma en fyrst og fremst vil ég hlaupa af því mér þykir það gaman. Það er engin afsökun að fara ekki út að hlaupa í þessu fallega veðrið sem er búið að vera á höfuðborgarsvæðinu, gæti ekki mælt með betri æfingu en útihlaup í sólskyninu.

Takk fyrir að lesa og þangað til næst!

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

 

LIFE UPDATE:

LífiðPersónulegtTíska

Bolur: Brandy Melville
Buxur: Levis 501
Taska: Gucci

Finnst svo langt síðan ég deildi með ykkur hvað ég er að gera þessa dagana þannig ég ákvað að skella í stutta “update” færslu. Í sumar verð ég á fullu að vinna sem flugfreyja, vinna í allskonar markaðsmálum og njóta lífsins. Ég trúi varla hvað það er búið að vera bjart og gott veður á höfuðborgarsvæðinu. Ég er þessi týpíski Íslendingur sem á erfitt með að vera inni þegar það er sól, maður vill helst labba Esjuna, fara í sjósund, fá sér drykki niðrí bæ og fá sér ís allt á sama degi. Ég bjó mér til bucket list fyrir sumarið sem ég deildi á Instagraminu mínu (IG: hildursifhauks) og ætla að reyna að gera sem mest af honum. En áður en maður veit af er maí mánuðurinn liðinn og júní kominn. Sumarið líður of hratt! En í næstu viku langar mig að komast eitthvað út á land og vonandi verður veðrið jafn gott og það er búið að vera! Síðan er markmiðið fyrir næstu vikur að byrja hlaupa meira. Ætla að hlaupa hálfmaraþon í lok sumars. Spurning um að deila með ykkur mínum undirbúning fyrir maraþonið hér inná Trendnet.
En annars takk fyrir að lesa og þangað til næst <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

APPLE CRUMBLE

HeilsaSamstarfUppskriftir
Færslan er unnin í samstarfi við Himneska Hollustu

Apple Crumble… ég bara finn ekki íslenskt orð sem passar betur við þessa snilld. Þessi “epla baka” er sykurlaus, vegan, hveitilaus og einföld. Algjör snilld sem eftirréttur á þessum fallega sumardegi eða með kaffibollanum. Þessi uppskrift kom mér skemmtilega á óvart og held ég muni gera hana aftur á morgun þar sem hún sló rækilega í gegn hjá mínu fólki.

Innihald:

6 epli
5 dl hafrar
2 dl möndluhveiti
2 dl stevía sykur frá Good Good
2 tsk kanill
1 tsk salt
1 dl vegan smjör

Aðferð:

1. Best er að skera eplin í litla bita og setja í form.

2. Síðan skal blanda öllum þurrefnunum vel saman og bæta að lokum við smjörinu

3. Baka skal bökuna í 35-45 mín á 180 gráðum eða þangað til eplin eru orðin mjúk

4. Þeytti að lokum vegan rjóma til að hafa með – ekki flóknara en það!

Takk fyrir að lesa og eigið góðan dag í sólinni!

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

FÖSTUDAGSLISTI

FerðalagFöstudagslistiLífiðPersónulegtTíska

Gleðilegan föstudag! Í dag ætla ég að deila með ykkur mínum föstudagslista – ég hef ekki gert það í nokkrar vikur svo hér kemur hann.


Blazer – HM herradeild
Bolur – Balmain
Stuttbuxur – COS
Skór – Nike M2K
Taska – Gucci

Butchers Daughter – Avocado Toast og Chai Latte

Föt dagsins:
Í morgun fór ég í vinnuna í mjög basic fötum, blazer frá Mango, Levis gallabuxur, hvítur bolur og Nike M2K Tekno sem eru mínir allra uppáhalds skór.

Skap dagsins:
Ég er frekar þreytt eftir mikla vinnutörn og tekur við annar vinnudagur á morgun. En annars bara spennt fyrir kvöldinu þar sem ég er að fara hitta mína vinkonur og njóta með þeim.

Lag dagsins:
Er ekki búin að vera hlusta mikið á tónlist uppá síðkastið. Er meira búin að vera hlusta á podcast og þá aðallega Milliveginn og The Health Code og mæli innilega með þeim báðum. 

Matur dagsins:
Í kvöld er ég að fara á Flatey að fá mér mína allra uppáhalds pízzu – Marinara. Einföld og sjúklega bragðgóð!!

Það sem stóð uppúr í vikunni:
Ætli það hafi ekki verið að fara til New York í vinnunni. Átti mjög góðan dag þar, labbaði alla Manhattan, fékk mér sjúklega góðan mat (himnaríki fyrir grænkera!). Mæli þá mest með Butchers Daughter og By Chloes. Kíkti í tvær gorgeous vintage búðir – What goes around comes around og The RealReal. Labbaði tómhent út í þetta skiptið en hefði getað keypt mér alltof mikið! 

Óskalisti vikunnar:
Langar mjög mikið í fleiri Levis gallabuxur – á nú þegar 5 þannig en ég vil finna mér vintage snið sem eru mjög víðar. Ætla að kíkja í vintage búðirnar í Reykjavík á næstunni í von um að finna einhverjar flottar Levis. 

Plön helgarinnar:
Er að vinna aðeins þessa helgi en annars er það auðvitað að horfa á Eurovision og mögulega kíkja eitthvað í bæinn á sunnudaginn. Eruði með einhverjar ábendingar fyrir góðan brunch í bænum? Er alltaf á sömu stöðunum og langar svo að prufa einhverja nýja staði – endilega látið mig vita <3 

Þangað til næst og eigið góða helgi! <3
Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks