HOLLARA NAMMI: HEMPIES BITAR!

HeilsaSamstarfUppskriftir

Fyrir helgina ákvað ég að skella í hollustu nammi – Hempies. Ég fékk innblástur af þessu nammi hjá einum mínum uppáhalds matarbloggara á Instagram earthyandy – mæli innilega með að kíkja á hana. Ég breytti þó uppskriftinni aðeins og komu Hempies bitarnir mjög vel út! Sýndi örlítið frá ferlinu á Instagram og fékk þó nokkrar fyrirspurnir um uppskrift og ákvað ég því að henda í eina færslu af þessum ofur einföldu Hempies bitum!

Innihald: 

Lag 1 –

3 dl mjúkt hnetusmjör

6 dropar af Vanillu steviu frá Good Good

1 dl Hampfræ frá Himneskri Hollustu

3 dl af poppuðu quinoa

Lag 2 –

1 matskeið af mjúku hnetusmjöri

2 plötur af dökku stevía súkkulaði

Aðferð:

Lag 1 – Blandið saman hnetusmjörinu, vanillunni, hampfræjunum og quinoa saman í skál. Ef blandan er of þurr mæli ég með að setja örlítið af möndlumjólk út í til að fá réttu áferðina. Setjið í form og inn í fyrsti.

Lag 2 – Bræðið saman súkkulaðið og hnetusmjörið. Hellið síðan súkkulaðinu yfir hnetusmjörsblönduna. Geymist inní frysti!

Best er að skera bitana niður þegar þeir eru búnir að vera smá stund inní frysti.

Hempies bitar eru algjör snilld til að eiga inní frysti með kaffinu eða bara þegar manni langar í eitthvað sætt.

Takk fyrir að lesa og vona að þið prófið þessa snilld!

Hildur Sif Hauks / IG: hildursifhauks

10 UPPÁHALDS HEILSUVÖRUR

HeilsaSamstarfUppskriftir
*Þessi færsla er að hluta til unnin í samstarfi við Himneska Hollustu

Ég elska heilsuvörur og mér finnst gaman að prófa mig áfram og finna mínar uppáhalds vörur. Heilsuvörur eiga það til að vera dýrar og hef ég því nýtt mér  25% afsláttinn á Heilsudögum í mörg ár. Í þessari færslu ætla ég að deila með ykkur mínum uppáhalds heilsuvörum og segja frá því hvernig og af hverju ég nota þær.

1.  Döðlur frá Himenskri Hollustu – ég nota döðlur gríðalega mikið í bakstur og algjört must að eiga á heimilinu að mínu mati. Nauðsynlegt fyrir heimsins bestu döðlukúlur sem þið getið séð uppskrift af hér!

2. Green Phyto Foods frá Now – allt það holla sem þú þarft í einni vöru! Spírulína, spínat, grænkál, rauðrófur og svo miklu miklu meira. Bý mér stundum til orkuskot með því að blanda saman teskeið af Green Phyto Foods með vatni og sítrónusafa

3. Nakd – ég fæ mér líklega 1-2 Nakd á dag. Mín allra uppáhalds brögð er Lemon Drizzle, Penut Delight og Blueberry Muffin!

4. Acai frá Now – algjör snilld þegar ég bý mér til Acai skál heima. Acai er svo kallað “ofur ber” og inniheldur lágt magn að sykri og hærra magn af hollri fitu.

5. Rebel Mylk Chocolate – þessi súkkulaðimjólk er vegan og er sættur með döðlum svo hann inniheldur engan viðbættann sykur. Ég ELSKA að hita hana upp og þá er maður komin með mjög auðvelt heitt súkkulaði!

6. Hair, skin and nails frá Now – hárvítamín sem inniheldur öll þau helstu vítamín sem þú þarft. Hef tekið þetta hárvítamín í nokkra mánuði og tók eftir minna hárlosi. Ég ætla halda áfram að taka þetta vítamín samviskusamlega í von um þykkara hár.

7. Strawberry Sweet Jam with Stevia frá Good Good Brand – mín uppáhalds sulta og skemmir ekki fyrir að hún er án viðbætts sykurs og sætt með stevíu!

8. Chia fræ frá Himneskri Hollustu – chia grautur er nýlegt uppáhald hjá mér! Bæti við kanil, eplum og hentusmjöri ofan í grautinn. Ég mæli með!

9. Kjúklingabaunir frá Bunalun – líklega ódýrasta próteinið á markaðnum. Ég fæ mér einhverjar baunir daglega og kjúklingabaunir eru í miklu uppáhaldi hjá mér ásamt svörtum- og linsubaunum.

10. Ristað kasjuhnetusmjör frá Monki – ef ég get platað ykkur að prófa eina vöru á þessum lista þá er það þessi! Elska að setja þetta smjör á epli, poppkex með sultu, hafra- og chiagrautinn og jafnvel eintómt með skeið…

Á morgun er síðasti dagur Heilsudaga Nettó og ég mæli eindregið með að þið kíkið og nýtið ykkur afsláttinn. Annars vona ég að þessi færsla hafi gefið ykkur einhverjar hugmyndir af nýjum heilsuvörum til að prófa.

Þangað til næst!
Hildur Sif Hauks / IG: hildursifhauks

HELGIN

LífiðPersónulegtTískaUppskriftir

Það var mikið að gera hjá mér um helgina og ég ætla að deila henni með ykkur hér. Á föstudaginn var ég mestmegnis að vinna í mismunandi verkefnum. Var að kenna, farða og seinni partinn var ég að hjálpa systur minni og kærastanum hennar við Showcase fótboltaleiki sem Soccer and Education var að halda. Alls komu 90 erlendir þjálfarar meðal annars frá Harvard og Yale og voru yfir 100 íslenskir krakkar að spila leikina. Showcase-ið gekk gríðarlega vel og mikið hefði ég verið til í að taka þátt í svona Showcase leikjum þegar ég var að leita mér að háskóla í Bandaríkjunum. Ef einhver hér hefur áhuga á að skoða sína möguleika á stunda nám í Bandaríkjunum á fótboltastyrk getiði kíkt á þau hér!

 

Á laugardaginn byrjaði ég daginn eins og flesta laugardaga að taka góða æfingu – finnst skemmtilegast að æfa um helgar því þá gefur maður sér meiri tíma í æfinguna og að fara í gufu og kalda pottinn. Eftir æfingu gerðum ég og Bergsveinn vel við okkur í hádegismat og bjuggum til bananabrauð og acaii skál. Ég sýndi frá acaii skálinni á Instagram Story og fékk nokkrar fyrirspurnir um að sýna frá ferlinu. Mun líklega gera það næstu helgi – þannig endilega fylgist með því ef þið hafið áhuga. Um kvöldið var síðan Þorrablót Fjölnis – hef aldrei áður farið á Þorrablót og minnti það frekar á einhverja árshátíð. Skemmti mér mjög vel þar – alltaf gaman að brjóta upp hversdagsleikann, gera sig fína og hitta skemmtilegt fólk.

Var svo heppin að hafa hana Guðrúnu með mér á borði sem þið flest öll kannist við xx

Á sunnudeginum tók ég því frekar rólega, fór á æfingu og hitti vinkonu mína í kaffibolla í Norðurbakka í Hafnarfirði – endaði síðan kvöldið með að elda kvöldmat fyrir mig og Bergsvein og klára að horfa á Sex Education á Netflix. Fannst þessir þættir vera þvílík snilld, Eric var uppáhalds karakterinn minn og vona ég innilega að það kemur önnur sería.

En annars takk fyrir að lesa og þangað til næst!
Hildur Sif Hauks / IG: hildursifhauks

FÖSTUDAGS VOL 2

LífiðPersónulegt

Gleðilegan föstudag!
Alltaf svo ljúft að vakna á föstudegi vitandi að helgin sé framundan.

Ætla halda áfram með föstudagsliðinn sem ég byrjaði á í síðustu viku…

Föt dagsins:
Í dag er ég enn í náttsloppnum mínum og í kósý sokkum. Þarf ekki að mæta í vinnu fyrr en klukkan 10 þannig ég ákvað að skella í eina færslu til þess að byrja daginn. Ekki mjög spennandi föt dagsins að þessu sinni…

Skap dagsins:
Ég svaf mjög vel í nótt og vaknaði úthvíld klukkan 7.00. Ég er mjög mikil B manneskja og hef verið að vinna í því að fara fyrr að sofa til þess að vakna fyrr. Það er loksins að virka núna og er ég að sofna um 10 á kvöldin. Mæli með að láta símann frá sér og vera ekki í honum inní svefnherbergi – reyni að hafa það sem reglu. 

Lag dagsins:
Það er bara eitt lag sem ég er að hlusta á þessa stundina og það er 7 Rings með Ariana Grande – mjög basic. 

Matur dagsins:
Það er smá óvissa með þar sem ég verð mjög upptekin í kvöld. Ég gríp mér líklega eitthvað – mögulega Gló eða Nings. En í gær var ég með fyllta sæta karteflu – algjör snilld. Gerði færslu með uppskrift hér ef þið viljið kíkja á það.

Það sem stóð uppúr í vikunni:
Þessi vika var mjög viðburðarlítil, vinna, æfa, sofa – mjög mikill janúar. Ég held án djóks að það hafi verið að horfa á Sex Education á Netflix með Bergsveini. Átti ekki von að fýla þessa þætti svona vel en vá hvað þeir eru fyndnir og skemmtilegir! Mæli innilega með þeim!

Óskalisti vikunnar:
Er að leita mér að nýjum tóner. Ég var að klára minn í síðustu viku frá Indie Lee en hann fæst í Sephora og ætlaði ég að prófa einhvern nýjan. Hef heyrt góða hluti um Ole Hendriksen tónerinn og ætla mögulega að prófa hann. 

Plön helgarinnar:
Um helgina verð ég að vinna smá. En á laugardaginn er ég að fara á Þorrablót Fjölnis og mun ég deila því líklega meira með ykkur seinna. En annars mun ég líka nýta helgina í að æfa og hitta fjöldskyldu og vini. 

Takk fyrir að lesa og eigið góðan föstudag!

Hildur Sif Hauks – IG: hildursifhauks

INIKA GJAFALEIKUR

SamstarfSnyrtivörur

Ég er með rosalegan gjafaleik á Instagraminu mínu í samstarfi við Inika Organic og langaði að deila því með ykkur hér. Ég er að gefa Inika snyrtivörur að andverði 75.000 kr! Inika vörurnar eru í algjöru uppáhaldi hjá mér og hefur það ekki farið framhjá neinum sem hefur fylgst með mér. Er svo spennt yfir þessum gjafaleik og að gleðja einhvern heppin/nn með þessari snilld!
Ég hvet ykkur að taka þátt hér!

Hér sjáiði brot af vörunum sem ég er að gefa.

Einnig vildi ég taka það fram að allar þessar vörur eru lífrænar, umhverfisvænar og teljast bæði vegan og cruelty free – ekki amalegt!

En takk kærlega fyrir að lesa og þangað til næst!
Hildur Sif / IG: hildursifhauks

 

FÖSTUDAGS…

HeilsaHreyfingLífiðTíska

Gleðilegan föstudag!

Mig langar að búa til vikulegan lið hérna á Trendnet þar sem ég svara spurningum hvern föstudag. Ég fékk innblástur frá henni Kenzu sem er sænskur bloggari sem margir kannast líklega við. Ég hef verið að fylgja hennar bloggi í þó mörg ár og finnst þessi spurningalisti alltaf skemmtilegur að lesa.

Föt dagsins:
Í dag er ég klædd eins og flest aðra daga í þessum kulda. Er í þykkri hvítri peysu frá Other Stories, svörtum gallabuxum, svörtum hælaskóm frá Steve Madden, Burberry trefil og hvít teddy kápa. 

Skap dagsins:
Ég myndi segja að ég er frekar fegin að það sé komið helgarfrí þar sem ég er búin að vera vinna mikið í vikunni. Föstudagar eru alltaf svo góðir dagar. En annars er ég í mjög góðu og hressu skapi þessa dagana en bíð spennt eftir að janúar endi þar sem ég er í nammi lausum janúar… 

Lag dagsins:
Er ég lame ef ég segi öll lögin úr A Star Is Born – er ennþá með þessi lög á repeat. 

Matur dagsins:
Ég ætla að elda mexicanskan mat í kvöld – tófu, baunir, grænmeti, avokadó og allskyns fleira gott. Algjört uppáhalds hjá mér og Bergsveini.

Það sem stóð uppúr í vikunni:
Ætli það sé ekki að hafa Aríu (hundinn minn og foreldra minna) í pössun hjá mér. Á þriðjudaginn fórum við svo með hana í göngutúr í gríðalega fallegu veðri. 

Óskalisti vikunnar:
Ég þrái svarta teddy kápu. Ég sé bara hvað ég nota mínu hvítu gríðalega mikið að það væri ekki heimskulegt að fjárfesta í einni svartri líka. 

Plön helgarinnar:
Um helgina ætla ég að taka því fremur rólega með vinum og fjöldskyldu. Matarboð, æfa og mögulega kíkja í Smáralind á útsölurnar.


Nokkrar myndir frá einum göngutúr í vikunni

Takk fyrir að lesa og þangað til næst!

Hildur Sif / IG: hildursifhauks

HIMNESKAR DÖÐLUKÚLUR

HeilsaSamstarfUppskriftir
*Myndbandið er unnið í samstarfi við Himneska Hollustu

Þessar döðlukúlur eru í rosalegu uppáhaldi hjá mér og þeir sem þekkja mig vita það. Það er ekkert betra en að eiga þær inní frysti þegar manni langar í eitthvað sætt en er samt hollt. Þar sem ég er að taka nammilausan janúar og er mikill nammigrís þá finnst mér þessar kúlur koma því næst að vera eins og einhverskonar nammi. Bergsveinn hefur áður deilt þessari uppskrift inná Trendnet  – sjá hér. En í þessu sinni kemur uppskriftin í formi myndbands.

Persónulega finnst mér þæginlegt að sjá uppskriftamyndbönd því þá sér maður í raun hversu auðveld uppskriftin er í framkvæmd. Ég hef verið að búa til svipuð myndbönd í samstarfi við meðal annars Himneska Hollustu og datt mér í hug að deila þeim með ykkur hérna inná Trendnet.

 

Ég vona að ykkur líki vel við og mæli innilega með að þið prófið þessar himnesku döðlukúlur – svo einfaldar og góðar!

Þangað til næst!
Hildur Sif Hauks – IG: hildursifhauks

SUNNUDAGUR

HreyfingLífiðPersónulegt

Ah sunnudagur –

Þessi helgi hjá mér hefur verið sú rólegasta í langan tíma. Ég og Aría hundurinn minn vorum ein heima þar sem Bergsveinn fór uppí bústað með vinum sínum. Ég leyfði mér að sofa út í morgun og tók því svo rólega þangað til að ég ákvað að drífa mig í ræktina. Eftir það tók ég “vikuþrifin” heima og líður mér alltaf svo sjúklega vel eftir á. Íbúðin okkar er frekar lítil og þegar hún er ekki hrein þá virkar hún svo miklu minni og ég meika það bara ekki.

Þar á eftir fór ég í góðan göngutúr með Aríu til að horfa á sólsetrið. Ég gjörsamlega elska að horfa á sólsetrið og geri mikið að því þegar ég er erlendis. Þegar það sést loksins til himins hérna á Íslandi verður markmið mitt að fara út að labba í sólsetrinu oftar. Maður hefur svo gott af því að fá sér frískt loft og svo er góð hreyfing í því að labba. Ég reyni að taka sem minnst upp símann (nema til að taka myndir af himninum haha) þegar ég er úti að labba og tek svona “óhefðbundna” hugleiðslu. Þar sem ég hugsa um stundina sem ég er í ásamt því að hlusta á hljóðin í kringum mig, finna lyktina og einbeit mér að anda djúpt – þvílíkt hressandi.

Restin af deginum fer í að chilla á sófanum, borða kvöldmat og horfa loksins á Netflix myndina Birdbox – hef séð svo mikið um þessa mynd á samfélagsmiðlum og verð bara að vita um hvað þessi mynd er. Ég vona samt innilega að hún sé ekki of mikil hryllingsmynd því þá sef ég ekkert… haha.

Þangað til næst!

Hildur Sif Hauks
IG: hildursifhauks

WHAT I EAT IN A DAY – VEGANÚAR

LífiðUppskriftir

Gleðilegan janúar elsku lesendur! Í dag langar mig að deila með ykkur einni áskorun sem ég setti sjálfum mér eftir 3 mánuði í frekar miklu át sukki. Ég ákvað að taka janúar alla leið og borða alveg plant based ásamt því að sleppa glúteini og hvítum sykri. Mér finnst oft virka að vera með skýrar reglur þegar ég set mer markmið. Ég skil vel að það henti ekki öllum að en mér finnst gaman að prófa eitthvað nýtt.

Ég fæ oft spurninguna “hvað borðaru eiginlega yfir daginn?” og þess vegna langar mig að deila með ykkur týpískum degi í matarræði hjá mér. Vil samt taka það fram að ég borða ekki alltaf svona hollt en vildi óska að raunin væri svo. Einnig þá fasta ég yfirleitt fyrripartinn og borða því ekki morgunmat og það er að passa mjög vel inní mína rútínu.

Fyrsta sem ég geri þegar ég vakna er að drekka 1-2 vatnsglös. Ef ég er síðan að taka æfingu þá fæ ég mér einhverja orku eins og GOGO eða kaffi. Tek svo vítamín frá Now og eru þau mismunandi daglega. En þessa dagana hef ég verið að setja áherslu á Hair, Skin and Nails vítamínið og inniheldur það mörg nauðsynleg vítamín eins og til dæmis vítamín A, C, E, B12 og auðvitað Biotin.

Í hádegismat um svona 1 leytið fæ ég mér chia graut. Hann er mjög fyllandi ásamt því að vera stútfullur af hollri fitu og trefjum.

Hráefni:

  • 3 matskeiðar chia fræ
  • 300 ml sykurlaus möndlumjólk
  • 1 matskeið kókosmjöl

Aðferð:

Blanda vel saman og kæla inní ísskáp í minnsta kosti 30 mín. Bæta við kanil, epli og möndlusmjöri.

Sem snarl yfir daginn fékk ég mér prótein smoothie. Ég nota þetta Plant Protein Complex frá Now í bragðinu Chocolate Mocca og finnst mér það mjög gott. Ekki flókið bara blanda saman próteini, banana, vatn og klökum.

Í kvöldmat gerði ég fyllta sæta kartöflu með tófu, svörtum baunum, grænmeti og avókadó.

Hráefni:

  • 2 litlar sætar kartöflur
  • 1 tófu
  • 1 dós af svörtum baunum
  • 1 paprika
  • 2 avókadó
  • Gular baunir
  • Salsasósa

Aðferð: 

Elda sætu karftöfluna í ofni í 40 mín á 180 gráðum þangað til hún er mjúk í gegn.
Skola baunirnar og krydda með mexíkó kryddi. Elda þær inní ofni í 20 mín.
Þurrka tófuið með pappír/viskustykki og skera niður í litla bita. Steikja á pönnu uppúr tamari/soja sósu og hvítlauk. 

Þegar sæta karteflan er tilbúin sker ég í hana og fylli hana með öllu hráefninu.

En annars takk kærlega fyrir að lesa og ég vona innilega að þetta hafi gerið ykkur einhverjar hugmyndir af grænmetis máltíðum. Ég stefni á að deila meiri uppskriftum og matarhugmyndum með ykkur á næstunni.

Ég er líka frekar dugleg að setja inn allskonar sniðugt á Insta story ef þið viljið fylgja mér þar – IG: hildursifhauks

Þangað til næst!
-Hildur Sif Hauks

HVERNIG ÉG SET MÉR MARKMIÐ FYRIR NÝJA ÁRIÐ

Lífið

Ég vil byrja á því að óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs!

Ég hef mjög gaman að því að setja mér markmið og áramótaheit. Ég hef gert það í mörg ár og finnst mér gaman að líta yfir þau í lok árs og sjá hversu vel ég stóð mig að halda í heitin.

Einnig geri ég þakklætislista yfir árið sem var að líða og finnst mér það gefa mér yfirsýn yfir allt það sem ég er lánsöm fyrir. Fyrir árið 2017 setti ég til dæmis á listann minn íbúðarkaup, heilsu og háskólaútskrift. Fyrir árið sem var að líða var mér efst í huga fjöldskylda, ferðalög og vinnan mín. Hvet ykkur innilega til að gera svona lista!

Þegar ég set mér markmið yfir árið finnst mér gott að skipta þeim niður í flokka. Ég flokka mín markmið niður í persónuleg markmið, heilsutengd markmið, vinnutengd markmið og draumóra markmið. Það eru til svo margar leiðir til að setja sér markmið og getur klárlega verið að einhver önnur henti ykkur betur en finnst mér þessi leið vera auðveld og þægileg. Eftirfarandi eru markmiðin mín fyrir árið sem mig langaði að deila með ykkur

Persónuleg markmið: Brosa meira
Heilsutengd markmið: Elda mikið heima og skrifa niður uppskriftir (deila þeim auðvitað inná Trendnet)
Vinnutengd markmið: Læra á myndavélar og á forritið Photoshop
Draumóra markmið: Eignast hund

Þessi fallega dagbók er frá Rakel Tómasar og fékk ég hana í jólagjöf

Vona að þessi færsla hvetji ykkur til að setja ykkar eigin markmið fyrir árið ásamt því að gera þakklætislista.
Takk fyrir að lesa!

Hildur Sif Hauks
IG: hildursifhauks