Hildur Sif

LOS ANGELES #1

FerðalagLífið

Hæ aftur frá L.A.!

Í dag langar mig að segja ykkur frá lífinu í LA. Þetta er fjórða skiptið sem ég heimsæki Los Angeles og verð ég í raun hrifnari af borginni í hvert skipti. Fullt af góðum mat, skemmtileg stemning og fullkomið veður.

Fyrsta daginn ákváðum við að fara á Abbot Kinney Boulevard að skoða okkur um. Mjög skemmtilegt hverfi með hollum veitingastöðum og flottum búðum. Við borðuðum á Butchers Daughter sem er grænmetisstaður og er þvílíkt góður – hann er einnig staðsettur í NY. Mæli innilega með honum. Frá Abbot Kinney löbbðuðum við yfir til Santa Monica og hittum loksins systir mína og kærastann hennar. Enduðum kvöldið að horfa á sólsetrið og borða kvöldmat saman – yndislegur dagur í alla staði!

Næsta dag ákváðum við að fara í fjallgöngu upp að Hollywood skiltinu. Byrjuðum í Griffith Park og löbbuðum þaðan upp. Tók okkur um 3 klukkutíma í heildina. Eftir það var aðeins kíkt upp á sundlaugarbakka og þaðan í The Grove, sem er verslunarmiðstöð í Beverly Hills. Um kvöldið fengum við okkur að borða á The Cheesecake Factory sem veldur aldrei vonbrigðum.

Á sunnudeginum fórum við á Melrose Avenue og kíktum í búðir. Fórum einnig á markað, Melrose Trading Post sem er einungis á sunnudögum. Mjög mikið úrval af vintage Levi’s og flottu skarti. Fengum okkur að borða á Urth Café sem var sjúklega gott – mæli innilega með Falafel Platter og Avacado Toast sem var með möndluosti.  Síðan var að sjálfsögðu tekið myndir fyrir framan fræga bleika vegginn – algjört must þegar maður er á Melrose!

En nú tekur við annar skemmtilegur dagur í L.A. og mun ég segja ykkur frá honum seinna!

Takk kærlega fyrir að lesa og þangað til næst

Hildur Sif Hauks <3
Instagram: hildursifhauks

 

SAN FRAN + ROAD TRIP

FerðalagLífið

Hæhæ frá Los Angeles

Ég sit núna í sólbaði  og langaði að deila með ykkur síðustu dögum hjá mér. Eins og þið kannski vitið þá er ég og kærastinn minn Bergsveinn að ferðast um Californiu og Hawaii næstu þrjár vikurnar. Ég ætla að reyna vera dugleg að uppfæra bloggið á meðan ferðinni stendur og vona að ykkur finnist gaman að fylgjast með.

Ferðin byrjaði á æðislegum degi í San Fransisco. Fengum mjög milt veður og nánast heiðskírt og logn allan tímann. Byrjuðum daginn á að fara á hina frægu Lombard Street og tókum þaðan göngutúr á Basik Cafe til að fá okkur acaii skál. Við erum með algjört æði fyrir acaii eins og þið munið kannski taka eftir!

Eftir það tók við hjólatúr yfir til Sausalito sem er hinum megin við Golden Gate Brigde. Smá krefjandi hjólatúr en þvílíkt þess virði! Mæli innilega með að hjóla yfir brúnna og skoða krúttlega bæinn Sausalito.

Um kvöldið fórum við á Plant Based mexican veitingastað sem heitir Gracias Madre – rosalegur matur og góð stemning! Hann er einnig staðsettur í Los Angeles. Dagurinn í San Fran fór vel framúr væntingum og hefðum við klárlega viljað eyða meiri tíma þar.

Daginn eftir tók við road trip niður til Los Angeles. Við keyrðum meðfram ströndinni sem tekur töluvert lengri tíma en sjáum ekki eftir því! Við stoppuðum í Monterey til að fá okkur acaii skál og skoða okkur um á ströndinni. Við stoppuðum einnig í Big Sur sem útsýnið var stórkostlegt!

Eftir 10 tíma ferðalag ákváðum við að taka örlítið lengra stopp og fara á ströndina í Pismo Beach. Gríðalega falleg strönd og okkur kítlar smá að fara þangað aftur í lok ferðar. Náðum sólsetrinu áður ferðinni var heitið til Santa Barbara að fá okkur kvöldmat. Fundum Plant Based veitingastað sem hét Mesa Verde og hann var einn sá besti sem ég hef á ævinni smakkað! Mæli innilega með honum ef einhver á leið hjá Santa Barbara.

Nú tekur við vika í Los Angeles þar sem við munum helst borða góðan mat og njóta með okkar fólki. Ykkur er velkomið að fylgja mér á Instagram: hildursifhauks – er mjög dugleg að setja þar inn þessa dagana.

Þangað til næst

Hildur Sif Hauks <3 

HELGIN

LífiðUppskriftir

Hæhæ elsku Trendnet lesendur!

Í þessari færslu langar mig að segja ykkur frá helginni minni. Hún byrjaði rólega og eyddi ég föstudeginum að vinna heima. Ég tók upp förðunarmyndband fyrir merkið Inika og gekk það vel! Mér finnst mjög gaman að búa til þessi myndbönd og er hægt að fylgjast betur með þeim inná þeirra miðlum.

Seinna um daginn fór ég í neglur hjá Maríu sem er staðsett í Hár og Dekur snyrtistofunni uppí Bæjarlind. Ég er alltaf jafn ánægð með neglurnar hjá henni og hef ég verið hjá henni nú bráðum í ár. Ég fæ mér oftast glært gel yfir mínar eigin neglur. Mér finnst þær vera náttúrulegri og þæginlegri þannig!

Um kvöldið hittumst við vinirnir og elduðum saman. Við ákváðum að hafa mexican þema sem er í miklu uppáhaldi. Allt frá mangó salsa, quacamole, ferskt grænmeti, krispí tofu og chilli baunir voru á boðstólnum.

Mér finnst mangó salsa algjört æði með þessum mat og mjög einfalt að gera. Það eina sem þú þarft er:
Tvö mangó
Kóríander
Paprika
Rauðlaukur
Sítrónu safi og salt eftir smekk

Allt skorið niður smátt og blandað saman í skál. Bætt smá sítrónusafa og salt eftir smekk – auðvelt og dásamlegt!

Meiriháttar kvöld með mínu allra besta fólki. Á laugardeginum tók síðan við smá vinna og auðvitað tekin góð æfing. Finnst laugardagsæfingar alltaf vera extra skemmtilegar – maður er með svo mikla orku og meiri tíma.
Um kvöldið hitti ég mínar vinkonur í svokallaðan Prosecco Club. Æðislegt kvöld þar sem við skemmtum okkur ofur vel yfir góðu spjalli og söngæfingum haha! Myndir kvöldsins eru varla við hæfi til að koma hingað inn en leyfi nokkrum að fylgja áður en að stuðið byrjaði.

Á sunnudeginum var mikið á döfinni, barnaafmæli, kaffiboð og að lokum matarboð í mat hjá mömmu og pabba – tók því miður engar myndir af deginum, stundum er betra að njóta og vera sem minnst í símanum.

Það sem er framundan hjá mér er 3 vikna ferð til Californiu og Hawaii. Ég mun leyfa ykkur að fylgjast eins mikið og ég get hérna inná Trendnet ásamt því að vera létt ofvirk inná Instagram – getið endilega fylgst betur með mér þar!

Takk kærlega fyrir að lesa og þangað til næst

Hildur Sif Hauks <3 

HRÁFÆÐIS DÖÐLUBITAR

GjöfUppskriftir
*Hluta af vörunum fékk greinahöfundur sem gjöf

Hæhæ elsku Trendnet lesendur – mín fyrsta uppskrift verður af þessum hráfæðis döðlubitum. Döðlubitarnir innihalda fá hráefni, engan viðbættan sykur og eru þeir bæði bragðgóðir og vegan!

Mér finnst algjört æði að eiga þá inní frysti til að grípa í með kaffinu eða þegar manni langar í eitthvað sætt.

Innihald: 

500 gr döðlur
200 gr möndlur
200 gr kókosflögur
Tvær matskeiðar kanill
Örlítið sjávarsalt

Aðferð:

1. Hráefninu blandað saman í matvinnsluvél og hrært vel saman.2. Setjið blönduna í form með bökunarpappír undir.

3. Blandan sett inní frysti í nokkra klukkutíma.

4. Blandan skorin í bita. Best er síðan að geyma þá í einhverskonar ílátí inní frysti.

Algjört uppáhald með bollanum!

Mæli klárlega með þessari uppskrift og takk kærlega fyrir að lesa!

Þangað til næst!

Hildur Sif Hauks
Instagram: hildursifhauks

Hæhæ Trendnet!

Hæhæ elsku Trendnet lesendur – Hildur Sif Hauksdóttir heiti ég og er nýr bloggari inná Trendnet. Ég hef áður bloggað inná minni eigin bloggsíðu og inná H Magasín og er því með einhverja reynslu á þessu sviði. Ég er afar spennt að vera hluti af þessum æðislega miðli Trendnet og hlakka til að deila með ykkur mínum færslum. Ég er 24 ára og bý í Kópavogi með kærastanum mínum Bergsveini Ólafssyni sem er einnig bloggari hér inná Trendnet. Ég vinn sem samfélagsmiðlastjóri og er einnig flugfreyja. Ég útskrifaðist með BSc gráðu í Sálfræði úr HÍ á síðasta ári.

Ég hef sérstakan áhuga á heilbrigðum lífsstíl, þá sérstaklega matargerð og hreyfingu. Það sem einkennir mína eldamennsku og matarræði er að ég held mig mest við grænmetisfæði. Ég reyni að taka bestu ákvörðun að hverju sinni sem neytandi án þess að vera með mikill boð og bönn. Ég er að vísu heimsins mesti nammigrís og elska að vinna mig áfram með allskyns nýjar uppskriftir. Ég hef mikinn áhuga á ferðalögum og líður aldrei jafn vel og þegar ég ferðast um heiminn með fólkinu mínu. Ásamt því hefur tíska verið stór hluti af lífi mínu. Ég elska að fylgjast með nýjustu trendunum og finna minn persónulega stíl. Að auki er ég með förðunargráðu frá Mood Makeup School og hef gaman af öllu tengt förðun og húðumhirðu. Ég myndi svo segja að nýjasta áhugamálið mitt sé ljósmyndun og að vinna myndir.

Það sem ég kem til með að blogga um hérna inná Trendnet verður mikið tengt matargerð og uppskriftum. En mig langar líka til þess að deila því sem er í gangi í mínu lífi að hverju sinni með persónulegri færslum. Ég er mjög hrifin af hugmyndinni að hugsa um blogg dálítið eins og nútíma dagbók. Það verður því mjög opið hvað ég mun vilja deila með ykkur.

 

Í lokin langar mig að nefna að ég er mjög virk á Instagram og ykkur er velkomið að fylgja mér þar @hildursifhauks!
Mikið er ég spennt að byrja á blogga hér á Trendnet og hlakka til að deila með ykkur alls konar skemmtilegu.

Þangað til næst!

Hildur Sif Hauks <3