fbpx

FÖSTUDAGSLISTI + OUTFIT

FöstudagslistiLífiðPersónulegt

Buxur – COS
Jakki – Mango
Bolur – Nakd
Belti – Vintage Chanel 

Föt dagsins:
Í dag er ég að vinna og er ég í þröngum svörtum gallabuxum, dr marteins, rúllukragabol, svörtum blazer og svörtu loðvesti. Á veturnar þá festist ég gjörsamlegu í svörtum fötum.  

Skap dagsins:
Ég er bara frekar hress. Er auðvitað að telja niður til jóla og eru 39 dagar í þau. Elska elska jólin og tímann í kringum þau. Ekkert betra en að njóta með vinum og fjöldskyldu yfir hátíðarnar. 

Lag dagsins:
Jólatónlist, jólatónlist og ennþá meiri jólatónlist. 

Matur dagsins:
Líklega eitthvað mjög einfalt. Hafragrautur í hádeginu og kannski Local í kvöldmat. Er obsessed á grænmetisbuffuni þar. Ef þið hafið ekki smakkað mæli ég eindregið með!

Það sem stóð uppúr í vikunni:
Ég og vinafólk mitt vorum með ítalskt matarboð síðasta mánudag. Það var algjört æði, góður matur og góðar stundir. Ekki leiðinlegt að byrja vikuna þannig. En síðan héldum ég og Bergsveinn uppá 6 ára sambandsafmæli síðasta þriðjudag. 6 ár síðan við ákváðum að setja á facebook in a realtionship haha. 

Óskalisti vikunnar:
Á óskalistanum mínum eru án djóks ilmkerti og fleiri ilmkerti. Verð að mæla með jólalyktinni frá Urð hún er æðisleg! En annars er ég ekki mikið að hugsa úti hvað mig langar þessa stundina heldur er ég á fullu að plana í jólagjafa kaupum. 

Plön helgarinnar:
Um helgina þarf ég að nýta tímann vel til að læra, mörg skilaverkefni framundan og lokapróf. Annars ætla ég og Bergsveinn að fara út að borða á laugardagskvöldinu að fagna 6 ára afmælinu. Við ætlum í vegan ævintýraveislu á Kopar. Mjög spennt fyrir því! Síðan er auðvitað parawod í World Fit á morgun sem ég er alltaf jafn spennt fyrir! 

Þangað til næst og eigið góða helgi <3
Hildur | IG: hildursifhauks

TULUM, MEXICO – PARADÍS Á JÖRÐU

FerðalagLífiðPersónulegt

Jæjaaa ég ætlaði að skrifa þessa færslu fyrir svo lööööngu. Langar að segja ykkur frá öllu því besta og versta frá Tulum. Ég og Bergsveinn fórum í æðislegt slökunar frí til Tulum Mexico í lok september og var það draumi líkast. Hef alltaf langað til að heimsækja Mexico og vissi ég alltaf af Cancun og Tijuana. Þegar ég las mig betur um Mexico komst ég að því að Cancun væri smá “partý” sena og væri frekar vinsæll ferðamannastaður og vildi ég meira tropical vibe. Tulum er einungis 40 mín keyrslu frá Cancun og er mun rólegri staður. Smá hippa stemning, mikið um lífrænan og vegan mat, yoga, detox og slökun. Sérhannað fyrir mig og Bergsvein.

Það sem stóð uppúr frá fríinu okkar til Tulum er klárlega slökunin og ströndin. Við vorum á hóteli sem heitir Hip Hotel Tulum, það var ego friendly og var starfsfólkið æðislegt. Það var engin nettenging inná hótelherberginu okkar og vorum við beint á ströndinni. Ég elska ströndina og fannst mér mikill kostur að hafa einkaströnd á hótelinu. Maturinn var líka æðislegur, mikið um vegan, lífrænan og vandaðan mat. Annað sem stóð uppúr var að vera á “low season”. Það voru ekki margir túristar á svæðinu og manni leið einsog maður var einn í paradís. Fullkomið að vakna á morgnana að fara í göngutúr og vera nánast alein.
Sjórinn var yndislegur og hef aldrei stigið fæti í svona heitan sjó! Algjör draumur. Að lokum var veðrið auðvitað yndislegt, það kom aðeins rigning einn daginn en annars bara sól og 25-30 stiga hiti. Hefði meiri segja mátt vera aðeins kaldara mín vegna hehe. Mæli svo auðvitað með að fara alla leið í hippann og prófa yoga tíma! Það var algjört æði að fara í yoga með fallegu útsýni í algjörri paradís!

Það versta við Tulum eða það sem ég kannski áttaði mig ekki á var að verðið var ekki eins lágt og ég vonaðist eftir. Hefði alltaf heyrt frá því að Mexico væri svo ódýrt. Tulum er einn fínasti túrista staðurinn og mjög trending og því dýrari verð. Myndi segja að það væri kannski aðeins ódýrara en USA.
Ég vissi aðeins af  “sea weed” vandamál við strendur Mexico en vorum við mjög heppin að það var einungis þari í sjónum einn daginn. Mæli með að skoða hvenær þarinn er mestur ef þið viljið heimsækja Mexico ef þið viljið tæran sjó (held að þarinn sé mestur frá mars – ágúst). Annar ókostur var að það var smávegis um byggingarvinnu á götunum en sem betur fer var maður ekki vör við það á hótelinu og á ströndinni. Að lokum var auðvitað mikill raki og suma daga alveg roosalega heitt. En það er erfitt að kvarta mikið yfir því!

Að lokum vil ég mæla með veitingastöðum sem ég mæli mest með:
1. Raw Love Tulum – allt vegan og raw, mæli mest með pad thai!
2. Matcha Mama – góð acaii skál og smoothies
3. The Real Coconut – frekar fínn veitingastaður með flestu úr kókos, eftirréttirnir voru to die for!
4. Nektar – besta acaii í Tulum staðfest!
5. La Taqueria – bestu taco og burrito sem ég hef fengið ever & mjög ódýrt!
6. La Corriente – frekar fínn staður með fullt af góðum veggie options, frekar dýr samt.

Takk kærlega fyrir að lesa og þangað til næst <3
&& ekki hika við að hafa samband við mig ef þið eruð að fara heimsækja þetta svæði ef ykkur vantar einhverjar ábendingar!

Hildur Sif Hauks | IG:hildursifhauks

THE ORDINARY GJAFALEIKUR!

GjöfHeilsaSamstarfSnyrtivörur

Mig langaði til að láta ykkur vita af þessum geggjaða gjafaleik sem ég er með inná Instagraminu mínu og segja ykkur betur frá vörunum sem ég ætla að gefa tveimum heppnum. Ég hef notað vörur frá The Ordinary mjög lengi. Alveg frá því að ég heyrði frá merkinu fyrst hef ég verið áhugasöm um það. Snyrtivörumerkið er með mikið úrval af vörum með mikilli virkni en er verðið á mjög viðráðanlegu verði. The Ordinary leggur mikla áherslu á að vera með gæða innihaldsefni, engin paraben eða önnur óæskileg efni ásamt því er merkið án allra dýraafurða og ekki prófað á dýrum. Ég var ekkert smá ánægð þegar Maí Verslun tók merkið inn og getur maður verslað flestar vörurnar hjá þeim ásamt því að fá fagmannalega aðstoð um hvaða vöru er best að prófa. Ég er að gefa mínar uppáhalds vörur frá merkinu og eru þær þessar eftirfarandi:

1. Caffeine Solution 5% + EGCC

Létt augnserum sem inniheldur koffín sem vinnur á baugum og þrota. Koffínið er unnið úr grænu tei og birtir upp dökka bauga.

2. AHA 30% + BHA 2% Peeling Solution

10 mín peeling maski sem endurnýjar húðina og vinnur á fínum línum. Maður þarf að passa sig að vera ekki með hann of lengi og ekki nota hann of oft heldur 1-2x í viku. Vinnur mikið á “texture” húðarinnar og ég sé mesta muninn þar þegar ég nota þennan maska.

3. Glycolic Acid 7% Toning Solution

Tóner sem inniheldur meðal annar aloe vera og amino sýrur sem vinna á litarbreytingum í húðinni ásamt því að birta og fríska uppá húðina. Tónerinn er með sýru sem vinnur sem mildur “exfoliator” og mælt er með að nota hann einu sinni á dag.

4. Buffet + Copper Peptides 1% 

Serum sem vinnur helst á hrukkum og eykur virkni kollegen í húðinni með peptíðum. Held að þessi vara sé allra uppáhalds og hef notað hana mjög lengi með góðum árangri. Miklar rannsóknir eru á bakvið þetta stórkostlega serum og mæli ég innilega með.

5. Granactive Retinoid in Squalane 2%

Margar ykkur hafa mögulega heyrt um Retinoid. Ég persónulega var mjög smeik við að byrja nota þess sýru en ég sé svo alls ekki eftir því. Retinoid er A vitamín sýra sem vinnur á kollagen framleiðslu húðarinnar og bætir helst teygjanleika húðarinnar.

Takið þátt hér til að eiga möguleika á að vinna! 

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

SÚKKULAÐIBITA SMÁKÖKUR MEÐ KJÚKLINGABAUNUM!

HeilsaLífiðSamstarfUppskriftir
*Þessi færsla er skrifuð í samstarfi við Himneska Hollustu

Þessar súkkulaðibita smákökur komu heldur betur á óvart. Helsta uppistæðan í þeim eru kjúklingabaunir! Þær eru einnig vegan og sykurlausar. Ég er ekki að lofa ykkur að þessar smákökur bragðist eins og venjulegar smákökur, en þær eru samt mjög góðar og auðvitað mjög hollar. Mæli með að þið gefið þessum séns!

Innihald:

1 dós kjúklingabaunir
2 dl hnetusmjör
1 dl sweet like sugar
1 dl sweet like syrup
1 dl dökkt súkkulaði
1 dl möndlur
vanilludropar
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt


Aðferð: 

Byrjið á að hita ofninn á 180 gráðum. Blandið saman kjúklingabaununum, sýrópinu og sykrinum saman í matvinnsluvél eða góðum blandara. Blandið síðan restinni af hráefninu og hrærið því vel saman. Setjið rúmlega matskeið af deiginu á ofnplötu með smjörpappír. Bakið í 15-20 mín og leyfið kökunum að kólna í 10 mín.


Takk fyrir að lesa og þangað til næst!

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

NEW YORK, NEW YORK

FerðalagLífiðPersónulegtTíska

Mikið er langt síðan ég skrifaði hérna inná! Ég ætla að byrja á að spóla nokkrar vikur til baka og segja ykkur frá New York. Ég og Bergsveinn fórum til New York fyrir nokkrum vikum síðan og ætla ég að deila með ykkur því sem stóð uppúr. Ég hef farið þó nokkuð oft en Bergsveinn hefur aldrei farið. Ég gjörsamlega elska þessa borg – fólkið, hraðann, stemninguna, tískuna og auðvitað veitingastaðina.

Besti staðurinn til að versla að mínu mati er Soho, elska að labba þar um, þar eru margar vintage búðir og mín uppáhalds The Real Real. Við hliðina á Soho er svæðið Little Italy sem er með æðislegum veitingstöðum og kaffihúsum. Þar má finna einn af mínum allra uppáhalds The Butchers Daughter, lang best að fara þangað í brunch. Þar er einnig By Chloes og Sweets by Chloes sem er hollur vegan skyndibitastaður og síðan margir aðrir spennandi vegan og grænmetisstaðir. Annar uppáhalds staður er Pressed Juicery – þar getur fengið  ‘ís’ sem er gerður úr kaldpressuðum djús. Svo sjúklega gott! Síðan verð ég að nefna einn besta veitingastað sem ég hef farið á. Hann var 100% plant based og fékk ég besta trufflu pasta lífs míns. Staðurinn heitir Blossom og var í Chelsea. Ef þið hafið áhuga á vegan matargerð þá verðiði að prófa þennan stað! Að lokum er ég og Bergsveinn með eina hefð þegar við erum í fríi og það er að fá okkur sunset drykk. Til þess að horfa á sólsetrið í New York er best að finna einhvern roof top bar og mælum við með Le Bain á Highline og The Crown í Chinatown (nálægt Soho).

En annars er ég með highlights inná Instragram frá New York ef ykkur langar að kíkja á eitthvað frekar!

En takk fyrir að lesa og þangað til næst!

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

Í HREINSKILNI SAGT

LífiðPersónulegt

Ef ég á að vera hreinskilin þá hefur mig vantað innblástur. Vantað innblástur fyrir bloggið og kannski smá fyrir lífinu. Stundum koma tímar þar sem maður er minna “motivated” og kemur sér ekki alveg í gírinn. Ég þoli ekki að vera þannig og líður best þegar ég er “creative”. Held að þetta sé tímabil sem margir ganga í gegnum hvort sem það er í vinnu, skóla, íþróttum eða bara hverdagslífinu. Ég er að reyna eins og ég get að koma mér frá þessu ástandi. Þetta er vissulega lúxus vandamál, ég geri mér grein fyrir því en þrátt fyrir það er þetta ástand eitthvað sem ég er ekki beint vön að vera í. Venjulega er ég með lista og hugmyndir yfir fullt af verkefnum sem mig langar að til að framkvæma en þessa dagana næ ég varla að hugsa um einn hlut. Finnst smá óþæginlegt að vera að skrifa um þetta hér en kannski mun það hjálpa mér eða þá einhverjum öðrum.

Það sem mér finnst hafað hjálpa mér:

 • Hreinsa samfélagsmiðla (fylgjast bara með fólki/aðgöngum sem gefa mér innblástur og good vibes)
 • Skipuleggja mig og skrifa to do lista
 • Ekki setja of mikla pressu á sjálfan mig og taka hlutunum ekki of alvarlega
 • Óhefðbundna hugleiðslu (draga djúpt andann, hlusta á líkamann og loka augunum)
 • Eyða meiri tíma með besta fólkinu mínu
 • Reyna bera mig ekki saman við annað fólk (erfiðasta sem ég veit)
 • Fara í göngutúr, elda mat og hreyfa mig
 • Gera eitthvað fyrir útlitið (maski, lita augabrýr, brúnkukrem og fl) no joke
 • Klappa hundum eða halda á litlu barni hehe

Eru þið með einhver ráð fyrir þessu eða hafiði upplifað eitthvað svipað?

En annars takk fyrir að lesa þessar random pælingar og ég vona að þið eruð að eiga góðan dag <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

SÚKKULAÐI BROWNIES

HeilsaSamstarfUppskriftir
Þessi færsla er skrifuð í samstarfi við Himneska Hollustu

Bergsveinn átti afmæli í vikunni og vildi ég baka fyrir hann afmælisköku. Eins og þið flest vitið þá borðar Bergsveinn mjög hollt og þurfti kakan að vera í hollari kantinum. Ég ákvað að skella í sæt kartöflu brownies sem ég hef aldrei prófað prófað áður. Ég fann uppskrift upprunalega á Pinterest sem ég breytti örlítið til þess að gera hana enn hollari og ætla að deila henni með ykkur hér. Þessar brownies eru glútein lausar, sykurlausar og vegan! Aldrei hefði mér dottið í hug að sæt kartafla og súkkulaði væri svona góð blanda!

Innihald fyrir brownies:

150 gr stöppuð sæt kartafla
40 gr hafrahveiti
40 gr sweet like sugar
30 gr sweet like syrup
230 gr möndlusmjör
30 gr ósætt kakó
teskeið matarsódi
1/4 teskeið salt

Innihald fyrir súkkulaðikrem: 

100 gr stöppuð sæt kartafla
200 gr stevia dökkt súkkulaði

Aðferð: 

Sjóðið sætu kartöfluna og stappið hana vel niður. Setjið hana í skál ásamt möndlusmjörinu og sýrópinu og hrærið vel saman. Bætið við restinni af hráefninu og blandið deiginu vel saman. Setið á bökunarplötu og inní ofn í 25 mín á 180 gráður. Fyrir súkkulaðikremið bræðið súkkulaðið yfir sætu og blandið vel saman þangað til að það til að aðferðin er orðin mjúk. Setið yfir kökuna þegar hún er búin að kólna alveg niður.

Takk kærlega fyrir að lesa og ég vona innilega að þið gefið þessari séns! Munið ekki sjá eftir því

Hildur Sif Hauks | IG:hildursifhauks

EINFALDIR OG HOLLIR HAFRAKLATTAR

HeilsaSamstarfUppskriftir
*Þessi færsla er unnin í samstarfi við Good Good Brand

Ég vildi óska þess að ég ætti alltaf þessa hafraklatta til. Fullkomnið nesti eða til að grípa í ef manni langar í eitthvað gott snarl. Hafraklattarnir eru einfaldir, hollir og auðvitað alveg vegan!

Innihald:

3 dl hafrar
1/2 dl möndlumjöl
1/2 dl rúsinur
2 tsk kanill
1 tsk lyftiduft
2 msk vegan grískt jógúrt
1/2 dl Sweet like Syrup
2 msk dl chia fræ

Aðferð:

 1. Stilltu ofninn á 180 gráður
 2. Settu chia fræin í bleyti með 4 msk vatni og settu til hliðar í 5 mín
 3. Blandaðu öllu þurrefninu vel saman og bættu síðan restinni við
 4. Settu 1 msk af deigi á plötu með bökunarpappír og bakaðu í 15-17 mín

 

Takk fyrir að lesa og vona innilega að þið prufið þessa snilld!

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

FÖSTUDAGSLISTI!

FöstudagslistiLífiðPersónulegt


Föt dagsins:
Ég er ennþá bara í náttfötunum, er að drekka smá pre workout áður en ég fer út að hlaupa og ákvað ég að henda snöggvast í einn föstudagslista.

Skap dagsins:
Í dag er ég í allt í lagi skapi. Er með smá mixed feelings að sumarið er að klárast. Vil ekki að það sé að verða búið en ég er samt smá að elska að það sé byrjað að hausta… Er einhver í sama pakka?

Lag dagsins:
Ef mér finnst einhver lög skemmtileg þá hlusta ég á þau þangað til í hata þau. Núna er það Moodboard með Birni og Brynjari og finnst mér PBS og Besti Minn sjúklega skemmtileg! 

Matur dagsins:
Í hádeginu ætla ég í brunch á Coocoos Nest með vinkonu minni. Gjörsamlega elska brunchinn þeirra og elska að hann sé líka á föstudögum. Finnst fleiri veitingastaðir ættu að byrja að vera með brunch á föstudögum líka.

Það sem stóð uppúr í vikunni:
Það er klárlega að fara með Bergsveini til Montréal. Borgin kom með svo mikið á óvart. Hún tilheyrir franska hlutanum af Kanada og kom mér á óvart hversu frönsk hún var. Borgin var svo falleg og ekkert smá gaman að rölta um í Old Town og voru ekkert smá mjög flottir veitingastaðir allstaðar. Mæli með tveimur plant based stöðum sem þið verðið að kíkja á ef þið farið til Montréal – LOV og Invitation V. 

Óskalisti vikunnar:
Á óskalistanum mínum er einhver flott úlpa fyrir veturinn. Langar að selja mína Jöklu og kaupa mér einhverja nýja. Er búin að eiga Jöklu í 3 ár og finnst mér smá komin tími til að breyta til. Annars er Nike Zoom 2K skór á óskalistanum og er ég að leita af þeim útum allt í minni stærð – need them!

Plön helgarinnar:
Það er vinnuhelgi framundan hjá mér í kvöld þannig ég geri ekki mikið. En næstu helgi er Reykjavíkur Maraþonið þar sem ég ætla að hlaupa hálfmaraþon! Er bæði spennt og stressuð fyrir því… 

Þangað til næst og eigið góða helgi! <3
Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

DRAUMAFERÐ AUSTUR

FerðalagLífiðPersónulegtTíska

Ég vona að þið hafið átt góða verslunarmannahelgi, ég gerði það svo sannarlega. Ég og Bergsveinn fórum til Egilsstaða í bústað og þar fengum við æðislegt veður og gerðum allskonar skemmtilegt. Á leið okkar til Egilsstaða stoppuðum við meðal annars á Húsavík og fengum okkur að borða á krúttlegum veitingastað sem hét Salka. Húsavík er mjög sætur bær og hefði viljað skoða mig betur um þar og fara í GeoSea.

Við gistum í bústað rétt fyrir utan Egilsstaði við Lagarfljót. Ekkert smá fallegt umhverfi og yndislegt að vakna í sólinni í rólegheitunum. Það sem stóð helst uppúr var að hoppa ofaní Eyvindaránna, skoða Hengifoss, skoða Seyðisfjörð og grilla sykurpúða yfir sólsetrinu við Lagarfljót. Síðan verð ég að mæla með Móðir Jörð sem er veitingastaður sem býður uppá hágæða íslenskt hráefni beint frá býli. Algjör paradís fyrir grænkera eins og mig og Bergsvein. Við fórum tvisvar þangað yfir helgina og maturinn var svo góður og staðurinn líka gorgeous! Þið gjörsamlega verðið að gera ykkur ferð þangað ef þið eruð í nágrenninu! Þessi ferð austur hvetur mig til að sjá meira af okkar fallega landi og næst stefni ég á að skoða vesturlandið og Snæfellsnesið!

Takk fyrir að lesa og þangað til næst!
Hildur Sif Hauks| IG: hildursifhauks