fbpx

FYRSTI FÖSTUDAGSLISTI 2020

FöstudagslistiHeilsaHreyfingLífiðPersónulegt

Föt dagsins:
Í dag er ég í Dr Marteins Jadon skóm sem eru nauðsynlegir í þessu veðri, meika ekki að vera í sneakers í svona miklum snjó. Annars er ég í basic svörtum buxum, síðermabol og með nýjan trefil sem er semi eins og teppi – love it. 

Skap dagsins:
Er mega glöð að það sé föstudagur allavena. Er peppuð fyrir janúar en samt sem áður finn ég fyrir ákveðni pressu og finnst ég aldrei vera að gera nóg. Fór aðeins yfir þessar pælingar inná instagram um daginn og margir að tengja. Janúar getur verið svo frábær en líka alveg ömurlegur… EEEn áfram gakk! 

Lag dagsins:
Aðeins eitt lag á repeat en það er Yummy með my fav JB. En annars fannst mér platan hans Harry Styles ágæt og hef verið að hlusta aðeins á hana líka. 

Matur dagsins:
Er svo spennt fyrir mat kvöldsins. Við stelpurnar ætlum að hittast og gera einfalt og stórkostlegt trufflu pasta. Deili mögulega uppskriftinni með ykkur hérna ef það er áhugi fyrir því! 

Það sem stóð uppúr í vikunni:
Þessa vikuna hef ég verið að koma mér aftur í smá rútínu, vinna, elda og æfa. Fýla það en sakna samt desember þegar maður var að gera eitthvað fun á hverjum degi. Er smá háð veðrinu líka, og þessa vikuna hefur veðrið verið semi terrible.

Óskalisti vikunnar:
Það er ekki neitt á óskalistanum hjá mér – fékk klikkað flottar jólagjafir og finnst mér ekki vanta í rauninni neitt. En er byrjuð að plana aðeins ferðalög ársins. Langar að negla niður einhverja ferð til að hlakka til í vetur og er að velja á milli Barcelona, Marbella eða Ibiza, ef þið eruð með einhverja reynslu frá þessum stöðum endilega látið mig vita!

Plön helgarinnar:
Um helgina er ég að fara hitta stelpurnar eins og ég minntist á áðan. Síðan ætla ég og Bergsveinn að skella okkur uppí bústað á laugardaginn, ef veður leyfir. Ég vona það innilega. Þrái smá bústað, chill, lestur og rólegheit. 

Þangað til næst og eigið góða helgi <3
Hildur | IG: hildursifhauks

ALLT UM BÚDAPEST

FerðalagLífiðPersónulegtTíska

Fyrst og fremst gleðilegt nýtt ár elsku fólk, vona að þið hafið öll haft það yndislegt yfir hátíðarnar með fólkinu ykkar. Ég átti klárlega bestu jólin með fólkinu mínu og margar notalegar stundir. En í dag langar mig að segja ykkur frá Búdapest. Bergsveinn kom mér á óvart á afmælisdaginn og bauð mér í ferð til Búdapest. Við eyddum 4 dögum í borginni með vinafólki okkar og vá þessi borg kom mér virkilega á óvart. Gríðalega falleg borg og svo ódýr! Ekkert smá gaman að leyfa sér að fara fínt út að borða öll kvöld og njóta í botn.

Veitingastaðirnir sem stóðu helst uppúr voru Tokio sem var fínn asian fusion veitingastaður með besta pad thai ever. Síðan var Indigo indveskur veitingastaður sem ég fékk líklega bestu máltíð sem ég hef fengið á ævinni, ekki að grínast. Ég mæli samt með því að panta borð tímalega á veitingastöðum, lentum einu sinni í því að finna engan stað og fullt á öllum stöðunum.

Fólkið í Búdapest var ekkert of vinaleg en heldur ekkert ókurteis. Ég væri 100% til í að heimsækja Búdapest aftur þar sem ég náði ekki alveg að sjá og gera allt sem mig langaði til. Held að það væri yndislegt að fara þangað þegar vorar. En annars ætla ég ekki að hafa þetta eitthvað mikið lengra, en ekki hika við að spyrja mig ef ykkur langar í einhver frekari tips um Búdapest.

Takk fyrir að lesa og þangað til næst!

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

HINN FULLKOMNI RAUÐI VARALITUR

FörðunGjöfLífiðSamstarfSnyrtivörur
*Færslan er hluti af samstarfi við Nyx Professional Make Up

Gleðilegan laugardag! Í morgun kom ég og Bergsveinn heim frá Budapest – þvílíka perlan sem sú borg er. Mun deila með ykkur frá ferðinni bráðlega en annars langaði mig snöggvast að segja ykkur frá uppáhalds rauðavaralita comboinu mínu. Fullkomin fyrir hátíðarnar! Hef oft verið feimin að nota dekkri varaliti en ég held að þessi mun vera mikið notaður um jólin.

NYX – Butter Lipstick, Fire Brick Brique
NYX – Soft Matte Lip Cream, Monte Carlo
NYX – Matte Lip Liner, Kitten Heels

Takk fyrir að lesa og þangað til næst <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

HOLLARI JÓLASMÁKÖKUR

HeilsaLífiðSamstarfUppskriftir

Hér kemur uppskrift af hollari jólasmákökum í samstarfi við Himneska Hollustu. Þær eru sykurlausar og einfaldar. Vona að þið prufið þessar – þær slógu alveg í gegn!

Innihald:

6 dl bolli hveiti

1 tsk matarsódi

1/2 teskeið salt

2 dl stevia sykur

2 tsk vanillu dropar

1 dl kókosolía

2 hörfræ egg (2 msk mulin hörfræ og 6 msk vatn látið liggja í 5 mín)

1/2 dl macadamian hnetur

1/2 dl möndlur

1 dl hvítt möndlusmjör

Aðferð:

  1. Hrærið saman, hveiti, stevia sykur, matarsóda og salti
  2. Bætið við kókosolíunni, kasjúhnetusmjörinu ásamt hörfræ eggjunum og blandið varlega við
  3. Skerið hneturnar við og bætið út í
  4. Kveikið á ofninum og stillið á 190 gráður. Notið matskeið til að skammta hverja köku á smjörpappír.
  5. Bakið í 18 mín

Takk fyrir að lesa og þangað til næst –

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

BLUE LAGOON RETREAT

LífiðPersónulegtSamstarfSnyrtivörur

Vá vá vá – það er mjög erfitt að koma þessari upplifun í orð. Ég og Bergsveinn vorum bæði sammála að þetta var eitt það stórkostlegasta sem við hefðum upplifað hér á landi. Ég fékk boð í samstarfi við Bláa Lónið að heimsækja Blue Lagoon Retreat. Þetta var yndisleg upplifun frá a – ö. Ætla ég að deila með ykkur nokkrum myndum frá þessari upplifun en það mátti ekki vera með síma inní Retreatinu því náði ég ekki að taka mjög margar myndir. Það sem stóð uppúr frá Retreatinu varnklárlega að fara í gegnum húðmeðferðina hjá þeim. En byrjað var á líkams- og andlitsskrúbb, tók svo við hreinsimaski og þörgungamaski og að lokum fengum við líkamsolíu og nýju andlitsolíuna sem Bláa Lónið var að gefa út. Algea Bioactive Conventrate er klárlega orðin mín allra uppáhalds andlitsolía og nota ég hana flest kvöld og er hún algjör æði í þessum vetrarkulda.

Takk fyrir að lesa og þangað til næst –

Hildur Sif Hauks – IG: hildursifhauks

 

 

NÁTTÚRULEG BRÚNKA + GJAFALEIKUR

HeilsaLífiðPersónulegtSamstarfSnyrtivörur

Mig langar til að deila með ykkur einum gjafaleik sem er í gangi inná Instagraminu mínu í samstarfi við Maí Verslun. Ég ætla að gefa tveimur heppnum vörur frá Eco By Sonya. Ég hef lengi notað Face Tan Water frá þeim og nýlega bætt við líkamsskrúbb og brúnkufroðu. Ég legg mikla áherslu á að nota hreinar og náttúrulegar snyrtivörur og auðvitað er mikilvægt að hafa brúnkuna sína án allra óæskilegra aukaefna. Ég persónulega set á mig brúnku einu sinni í viku á allan líkamann og svo Face Tan Water annan hvern dag. Ég er algjörlega háð brúnkukremi og finnst mér það algjör game changer í að gera mann ferskan þá sérstaklega yfir þessa dimmu vetrarmánuði.

Cacoa Firming Mousse  – Aðalinnihaldsefnin í brúnkunni er kakó, kaffi og blóðappelsína. Náttúrulega verður það ekki! Síðan á froðan að stinna húðina og smitar ekki í föt eða sængurföt sem er algjör snilld þar sem ég set yfirleitt brúnkuna á mig yfir svefn.

Pink Himalayan Salt Scrub – Inniheldur lemongrass- og kókosolíu sem nærir húðina vel. Ég nota skrúbbinn í sturtunni áður en ég ber á mig brúnkukrem. Einnig vinnur skrúbburinn á appelsínuhúð og slitum.

Face Tan Water – Þetta brúnkuvatn er margverðlaunað og þekkja það líklega flestir. Ein af mínum uppáhalds vörum og hef ég notað hana óspart í mörg ár. Face Tan Water gefur þér fallegan lit en að auki vinnur það á öldrun húðarinnar, gefur henni raka og stíflar ekki svitaholurnar.

Þangað til næst –

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

AFMÆLISDAGUR OG OUTFIT

LífiðPersónulegtTíska

Síðasta fimmtudag, 5.desember átti ég afmæli. Ég er 26 ára gömul! Finnst smá skrítið að segja það þar sem mér finnst ég vera nýorðin 19 ára. En það er bara gaman að eldast og þakklát fyrir það! En ég tók allan afmælisdaginn upp á vlog sem ég mun deila með ykkur bráðlega. Ég átti allra besta afmælisdaginn!
Ég vildi samt deila með okkur outfit dagsins þar sem ég fékk þó nokkrar spurningar úti það.

Jakki – HM karla
Buxur – Urban Outfitters
Skyrta – Frá Begga hehe
Skór – Zara
Taska – Vintage Dior

Takk fyrir að lesa og þangað til næst <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

 

HÁTÍÐARFÖRÐUN + GJAFALEIKUR

FörðunGjöfLífiðPersónulegtSamstarf

Nýja jólalínan frá NYX Cosmetics er svo stórkostlega falleg! Í samstarfi við NYX ætla ég að gefa tveim heppnum alla jólalínuna á Instagram. Eina sem þú þarft að gera er að tagga alla vini/vinkonur og followa minn aðgang. Þú getur tekið þátt hér!

Endilega takið þátt og gangi ykkur vel <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

ASKJA COAT

LífiðTíska

Ég held ég hafi fundið uppáhalds flíkina mína í vetur. Askja Coat frá 66° Norður. Úlpan nær mér alveg niðrá ökkla og er ég ekki að hata það í þessum kulda. Mér líður smá eins og ég sé klædd í svefnpoka.

Ég byrjaði þennan mánudag í skemmtilegu verkefni með Bergsveini, mun deila því með ykkur þegar það er tilbúið. Er mjög spennt að sjá lokaútkomuna. En annars er ég að fara á smá jólastúss í dag og byrja smá að kaupa jólagjafir. Ekkert skemmtilegra! En annars óska ég ykkur gleðilegan mánudag og eigið góðan dag <3

Elsku besti Helgi okkar tók myndirnar <3 

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

NA-KD Á ÍSLANDI

GjöfLífiðSamstarfTíska

Gleðilegan sunnudag – í dag langar mig að segja ykkur frá Na-kd. Ég hef elskað þetta fatamerki í mörg ár og var ég því mjög ánægð þegar ég sá merkið í verslunum Gallerí 17. Eitt það sem ég elska mest við Na-kd er hversu dugleg þau eru að gera línur með ákveðnum bloggurum og þannig fann ég í raun þetta vörumerki. Ég elska stílinn hjá þeim og er verðið mjög viðráðanlegt! Í samstarfi við Gallerí 17 fékk ég að velja mér nokkrar flíkur til að sýna ykkur hér. Ég mæli eindregið með því að þið kíkið í 17 og sjá úrvalið frá Na-kd, munið klárlega finna eitthvað flott fyrir jólatíðina.

Ég valdi mér fullkomnar gallabuxur sem passa við allt og eru mjög mjúkar og þæginlegar. Síðan er þessi bolur sem er opinn í bakið fullkominn! Held að hann sé mín allra uppáhalds flík þessa stundina.

Síðan valdi ég mér hvítan kósy galla sem er fullkominn fyrir jólin! Ætla að vera í honum á aðfangadag þar sem við fjöldskyldan erum með náttfatarjól – fullkomið sett.

En takk fyrir að lesa og þangað til næst <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks