OUTFIT POST

LífiðPersónulegtTíska

Blazer  –  Zara herra deild
Buxur  – Cos 
Bolur – Moss x Fanney Ingvars,  Gallerí 17 
Sólgleraugu – RayBan Rounds
Taska –  Gucci
Eyrnalokkar – Urban Outfitter & Sif Jakobs

Vona að þið hafið átt góða páska með ykkar nánustu  – annars átti ég yndislegt og rólegt páskafrí með mínu fólki. Mig langar að deila með ykkur þessu dressi sem ég var í fyrr í vikunni. Það var æðislegt veður og nýtti ég tækifærið að kíkja í bæinn, fá mér kaffi og smella nokkrum myndum. Svo hlakka ég mikið til sumarsins og ætla ég að deila meira með ykkur fleiri outfit færslum þar sem maður mun vonandi vera í öðru en alltaf sömu úlpunni…

Þangað til næst!

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

UPPÁHALDS ILMVÖTN

LífiðPersónulegtSnyrtivörur

Í dag langar mig að deila með ykkur þessari frekar random færslu. Ég elska ilmvötn og hef alltaf gert. Finnst glösin svo falleg og finnst gaman að safna þeim. Ég blanda þeim oft saman og get ég ekki labbað útúr húsi án þess að vera með ilmvatn á mér. Þetta er einungis hluti af þeim ilmvötnum sem ég á í augnablikinu og eru þessi í mestu uppáhaldi núna. Ég vil taka það fram að þessi færsla er ekki skrifuð í samstarfi og keypti ég öll þessi ilmvötn sjálf.

Chance – Chanel
Fersk og létt en helst mjög lengi á – 

Coco Mademoiselle – Chanel
Algjör klassík, vil láta jarða mig með þessa lykt takk fyrir

3 L’impératrice – D&G
Nýjasta  lyktin í safninu, finnst hún mjög létt og fersk og nota þessa lykt smá eins og body spray

Chloé –
Er ekki alveg viss hvað þessi ilmur heitir en held þetta sé bara klassíska Chloé lyktin. Finnst hún mjög klassísk og góð!

Daisy – Marc Jacobs
Þessi lykt er svo unaðslega góð, algjör blóma vorlykt

Takk fyrir að lesa og þangað til næst <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

RAWNOLA

HeilsaLífiðSamstarfUppskriftir
* Færslan er unnin í samstarfi við Himneska Hollustu

Rawnola er svipað og granola nema alveg “raw”. Rawnola inniheldur einungis 3 hráefni og líklega auðveldasta uppskriftin sem ég kem til með að deila með ykkur. Algjör snilld til að eiga inní ísskáp og nota ég rawnolað á einhverskonar jógúrt, með möndlumjólk eða bara eintómt. Ekki skemmir fyrir að uppskriftin inniheldur engin aukaefni, er vegan og inniheldur engan viðbættan sykur! Þú þarf ekki að vera neinn sérfræðingur í eldhúsinu til að búa til rawnola og vona ég að flestir prófi þessa einföldu snilld!

Hráefni:

2 bollar döðlur (ferskar eða lagðar í bleyti í 30 mín)
2 bollar hafrar
2 bollar kókosmjöl

Aðferð:

Öllum hráefnunum blandað vel saman í matvinnsluvél þar til rawnolað er svipað á áferð
og myndin sýnir að ofan. Best að geyma rawnolað í krukku inní ísskáp.

Takk fyrir að lesa og þangað til næst <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

AVÓKADÓ SÚKKÚLAÐIMÚS

HeilsaLífiðUppskriftir

Gleðilegan sunnudag! Í dag langar mig að deila með ykkur ofur einfaldri uppskrift af hollri súkkulaðimús. Þessi súkkulaðimús er sykurlaus og er aðal uppistaðan í músinni avókadó!

Hráefni:

2 avókadó
1  kókosmjólk í dós
2 dl af ósykruðu kakó
1 dl sweet like sugar 
1 tsk salt 

 

Aðferð:

Öllu hráefninu blandað vel saman í matvinnsluvél þangað til áferðin er orðin “fluffy” og silkimjúk! Setjið músina í falleg glös og skreytið með hindberjum. Best að kæla músina í 1-2 klukkustundir áður en hún er borin fram. 

Takk kærlega fyrir að lesa og hvet ykkur innilega til að prófa þessa bragðgóðu súkkulaðimús!

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

FÖSTUDAGSLISTI

HeilsaLífiðPersónulegt

Góðan daginn og gleðilegan sólríkan föstudag! Langt síðan síðast að ég deildi með ykkur föstudagslista svo hér kemur hann.

Bolur – Balmain
Buxur – Levi’s 501
Skór – Zara 

Föt dagsins:
Í dag er ég enn klædd í náttsloppinn – mjög rólegur morgun hjá mér en ég fer bráðum að drífa mig út að hlaupa.

Skap dagsins:
Er í mjög góðu sumarskapi og vona innilega að vorið sé komið. Spennt fyrir helginni að hitta fólkið mitt og taka því rólega. 

Lag dagsins:
Er að hlusta á nýju plötuna hennar Billie Eilish í gegn. Held ég fýli hana bara ágætlega.  

Matur dagsins:
Í dag ætla ég að reyna að borða tiltölulega hollt. Hef oft byrjað nammidaginn einum degi snemma og borðað mikið nammi á föstudögum. Held ég reyni frekar að búa til eitthvað hollt nammi í dag og deili kannski uppskriftinni með ykkur ef hún heppnast vel!

Það sem stóð uppúr í vikunni:
Ætli það hafi ekki verið HM morgunverðurinn í sænska sendiráðinu að skoða nýju HM Conscious Exclusive línuna. Ekki á hverjum degi sem maður fær boð í sendiráðið. Mjög áhugavert að hlusta á framtíðarplönin hjá HM um að nota sjálfbær efni og minnka sóun og mengun í tískuiðnaninum. Gleður mig mjög mikið og gaman að fylgjast með því! Einnig kom podcastið út með mér og Helga í Helgaspjallinu og fannst mjög gaman að fá góð viðbrögð frá því. Var smá smeik yfir þessum podcasti en held að hann hafi bara komið mjög vel út! Takk allir sem sendu mér skilaboð, kann mjög vel að meta það!

Óskalisti vikunnar:
Allt frá línunni hennar Fanney Ingvars með MOSS. Er mjög skotin í mörgum flíkum hjá henni og mun klárlega fjárfesta í einhverri fallegri flík. 

Plön helgarinnar:
Er að fara í mjög skemmtilegt mission í dag og mun kannski deila því með ykkur seinna hér á Trendnet. Það er spáð góðu vorveðri um helgina (er mjög háð veðrinu haha) þannig vonandi verður planið bara að njóta og kannski kíkja eitthvað á bæjarrölt í góða veðrinu. Annars bara þetta týpíska, taka góða æfingu, borða góðan mat og njóta lífsins! 

Þangað til næst og eigið góða helgi! <3
Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

ÍSKAFFI UPPSKRIFT

HeilsaLífiðUppskriftir

Að mínu mati er ískaffi mun betra en heitt kaffi. Ég fæ mér alltaf ískaffi á Starbucks þegar ég er erlendis en hef ekki fundið neina staði á Íslandi sem bjóða uppá gott ískaffi. Ég vil að mitt ískaffi sé létt í magann og sykurlaust. Að því sögðu hef ég verið að fullkomna uppskrift af heimatilbúnu ískaffi og búin að finna mína uppáhalds blöndu. Ég nota Sjöstrand espresso kaffihylki sem eru 100% lífræn og náttúruleg.

Innihald:

2 espresso hylki frá Sjöstrand

200 ml þunn mjólk af eigin vali (ég nota Koko kókosmjólk ósykraða)

5 dropar vanillu stevía frá Good Good

Klakar

Aðferð:

Finnst best að fá mér tvö espresso skot og læt þau svo kólna. Ef ég hef ekki mikinn tíma set ég kaffið inní ísskáp eða frysti. Það er mikilvægt að setja ekki klakana ofaní heitt kaffi því þá verður blandan of vatnskennd. Þegar kaffið er búið að kólna bæt ég þá við  vanillu stevíu og klökum og að lokum mjólkinni. Ekki flóknara en það!

Hvet ykkur til að prófa og takk fyrir að lesa <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

DUBAI SNAPSHOTS

FerðalagLífiðPersónulegt

Nú eru liðnir nokkrar dagar síðan ég kom heim frá Dubai og finnst mér ég skulda ykkur færslu um ferðina. Ég og systir mín eyddum 8 dögum saman í Dubai og var planið að taka því rólega, borða góðan mat og njóta lífsins. Ég naut mín í botn og varð ástfangin af Dubai. Fannst borgin hafa allt: strendur, góðan mat, fallegar byggingar, gott veður og rólegt andrúmsloft. Ég mun klárlega fara aftur til Dubai og mæli ég innilega með henni fyrir þá sem vilja slaka á. Ég ætla að leyfa myndunum að tala fyrir sig. En ef þið eruð með einhverjar spurningar um ferðina ekki hika við að senda mér línu á Instagram – hildursifhauks.

 

Nú tekur svo sannalega hversdagsleikinn við hérna heima og langa biðin eftir vorinu er hafin!
En takk fyrir að lesa og þangað til næst <3

– Hildur Sif Hauks

DUBAI OUTFIT POST

FerðalagLífiðPersónulegtTíska

Góðan daginn frá Dubai! Ég er í smá fríi með systur minni og ákvað að deila með ykkur dressi dagsins. Á næstu dögum mun ég síðan uppfæra ykkur betur frá yndislega Dubai. Ég er yfir mig hrifin af borginni og er að þvílíkt að njóta mín hérna.

Sólgleraugu – RayBan Rounds
Skyrta – Nakd
Belti – Hermes vintage
Sandalar – Dunes London 
Taska – Gucci 

Takk fyrir að lesa og þangað til næst!

Hildur Sif Hauks / IG: hildursifhauks

FULLKOMIN ACAI SKÁL

HeilsaUppskriftir

Acai skál hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér og hef ég verið í smá tíma að finna bestu aðferðina að gera hana. Í þessari færslu langar mig að deila með ykkur uppskrift og hvernig ég geri hina fullkomnu acai skál, að mínu mati. Ég hef verið að sýna frá ferlinu á Instagram Story og fengið í kjölfarið margar fyrirspurnir um að deila uppskriftinni inná Trendnet, svo hér kemur hún!

Innihald:

2 frosnir bananar

2 bollar frosin bláber

2 bollar frosið mangó

1 matskeið Acaii duft frá Now

1/2 bolli kókosmjólk

Aðferð:

Setjið frosnu ávextina í matvinnsluvélina/blandara og stillið á hæstan kraft til að blanda þeim saman. Þegar frosnu ávextirnir eru búnir að skerast í litla bita bætið við acaci duftinu og smá af kókosmjólkinni. Reynið að nota eins lítið af mjólkinni og þið getið. Að gera acai skál getur tekið smá tíma og  þarf maður oft að stoppa og hræra í ávöxtunum áður en maður fær þykku áferðina sem maður er að leitast eftir. Mér finnst best að setja granóla, fersk ber, kókos mjöl og hnetusmjör ofaná skálina.

Takk fyrir að lesa og þangað til næst!

Hildur Sif Hauks/IG: hildursifhauks

 

SYKURLAUST GRANÓLA MEÐ MÖNDLUSMJÖRI

HeilsaLífiðSamstarfUppskriftir
Þessi færsla er skrifuð í samstarfi við Himneska Hollustu

Heimatilbúið granóla…. miklu hollara og bragðbetra! Það leynist oft mikið af viðbættum sykri í granóla/múslí og mér finnst það algjör óþarfi. Þess vegna er lang best að gera það alveg frá grunni. Mig langaði að prófa nýja aðferð og nota möndlusmjör í uppskriftina og kom það gríðalega vel út. Þessi uppskrift er vegan og inniheldur engan viðbættan sykur –

Hráefni:

4 dl hafrar Himnesk Hollusta

2 dl kókosflögur Himnesk Hollusta

2 dl möndlur Himnesk Hollusta

2 dl valhnetur Himnesk Hollusta

2 dl mjúkt möndlusmjör Monki

1 dl Sweet like Sugar Good Good

1 msk kanill Himnesk Hollusta

Aðferð:

Skelltu öllu hráefninu saman í skál. Síðan skalt þú hella því yfir á plötu með bökunarpappír og inní ofn í 7 mín á 180 gráðum með blæstri. Eftir 7 mín skalt þú hræra aðeins í granólanu og setja það aftur inní ofn í 5 mín. Munið að fylgjast vel
með granólanu svo það brenni ekki.

Granólað er fullkomið til að setja ofan á grauta, smoothie skálar, jógúrt eða
eins og mér þykir það best, með ískaldri kókosmjólk og berjum!

Takk fyrir að lesa og þangað til næst!

Hildur Sif Hauks/IG: hildursifhauks