HLAUPASUMARIÐ: UNDIRBÚNINGUR FYRIR HÁLFMARAÞON + ÆFINGAR

HeilsaHreyfingLífiðPersónulegt

Í dag langar mig að tala um hlaup. Ég ætla mér að hlaupa hálfmaraþon í Reykjavíkur Maraþoninu og ætla að deila með ykkur mínum undirbúningi fyrir það. Mín megin ástæða fyrir hlaupum er að mér þykir gaman að hlaupa, þá sérstaklega á sumrin. Ég vil halda áfram að elska að hlaupa og þá þarf ég stundum að passa mig að hlaupa ekki alltof mikið til að fá ekki ógeð. Minn undirbúningur fyrir hálfmaraþonið er því sáraeinfaldur. Ég hleyp eitt langhlaup á viku – byrjaði í 7 km.  Jafnt og þétt er ég svo búin að vinna mig upp í 12 km. Ég mun svo líklega enda á því að hlaupa 18-19 km þegar nær dregur hlaupinu. Ég er engin hlaupa sérfræðingur og það eru eflaust margar betri leiðir til að undirbúa sig fyrir hlaup en mér finnst þessi aðferð svín virka fyrir mig. Inná milli þessa langhlaupa tek ég sprett æfingar um það bil einu sinni í viku. Hér koma tvö dæmi –

Sprett æfing 1: 

4 mín á hraða 12

1 mín í pásu rólegt skokk

4 mín á hraða 13

1 mín í pásu rólegt skokk

4 mín á hraða 14

1 mín í pásu rólegt skokk

4 mín á hraða 15

1 mín í pásu rólegt skokk

(Endilega breytið hraðanum í það sem hentar ykkur best og það sem ykkur finnst krefjandi)

Sprett æfing 2:

400 metra sprettur í hraða 14

30 sek hvíld

400 metra sprettur í hraða 14,5

30 sek hvíld

400 metra sprettur í hraða 15

30 sek hvíld

400 metra sprettur í hraða 15,5

30 sek hvíld

200 metra sprettur í hraða 16

30 sek hvíld

200 metra sprettur í hraða 16,5

Síðast þegar ég hljóp hálfmaraþon kláraði ég það á 1.49.19 – og var frekar sátt þar sem þetta var mitt fyrst hlaup. Ég ætla auðvitað að reyna bæta þann tíma en fyrst og fremst vil ég hlaupa af því mér þykir það gaman. Það er engin afsökun að fara ekki út að hlaupa í þessu fallega veðrið sem er búið að vera á höfuðborgarsvæðinu, gæti ekki mælt með betri æfingu en útihlaup í sólskyninu.

Takk fyrir að lesa og þangað til næst!

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

 

LIFE UPDATE:

LífiðPersónulegtTíska

Bolur: Brandy Melville
Buxur: Levis 501
Taska: Gucci

Finnst svo langt síðan ég deildi með ykkur hvað ég er að gera þessa dagana þannig ég ákvað að skella í stutta “update” færslu. Í sumar verð ég á fullu að vinna sem flugfreyja, vinna í allskonar markaðsmálum og njóta lífsins. Ég trúi varla hvað það er búið að vera bjart og gott veður á höfuðborgarsvæðinu. Ég er þessi týpíski Íslendingur sem á erfitt með að vera inni þegar það er sól, maður vill helst labba Esjuna, fara í sjósund, fá sér drykki niðrí bæ og fá sér ís allt á sama degi. Ég bjó mér til bucket list fyrir sumarið sem ég deildi á Instagraminu mínu (IG: hildursifhauks) og ætla að reyna að gera sem mest af honum. En áður en maður veit af er maí mánuðurinn liðinn og júní kominn. Sumarið líður of hratt! En í næstu viku langar mig að komast eitthvað út á land og vonandi verður veðrið jafn gott og það er búið að vera! Síðan er markmiðið fyrir næstu vikur að byrja hlaupa meira. Ætla að hlaupa hálfmaraþon í lok sumars. Spurning um að deila með ykkur mínum undirbúning fyrir maraþonið hér inná Trendnet.
En annars takk fyrir að lesa og þangað til næst <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

APPLE CRUMBLE

HeilsaSamstarfUppskriftir
Færslan er unnin í samstarfi við Himneska Hollustu

Apple Crumble… ég bara finn ekki íslenskt orð sem passar betur við þessa snilld. Þessi “epla baka” er sykurlaus, vegan, hveitilaus og einföld. Algjör snilld sem eftirréttur á þessum fallega sumardegi eða með kaffibollanum. Þessi uppskrift kom mér skemmtilega á óvart og held ég muni gera hana aftur á morgun þar sem hún sló rækilega í gegn hjá mínu fólki.

Innihald:

6 epli
5 dl hafrar
2 dl möndluhveiti
2 dl stevía sykur frá Good Good
2 tsk kanill
1 tsk salt
1 dl vegan smjör

Aðferð:

1. Best er að skera eplin í litla bita og setja í form.

2. Síðan skal blanda öllum þurrefnunum vel saman og bæta að lokum við smjörinu

3. Baka skal bökuna í 35-45 mín á 180 gráðum eða þangað til eplin eru orðin mjúk

4. Þeytti að lokum vegan rjóma til að hafa með – ekki flóknara en það!

Takk fyrir að lesa og eigið góðan dag í sólinni!

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

FÖSTUDAGSLISTI

FerðalagFöstudagslistiLífiðPersónulegtTíska

Gleðilegan föstudag! Í dag ætla ég að deila með ykkur mínum föstudagslista – ég hef ekki gert það í nokkrar vikur svo hér kemur hann.


Blazer – HM herradeild
Bolur – Balmain
Stuttbuxur – COS
Skór – Nike M2K
Taska – Gucci

Butchers Daughter – Avocado Toast og Chai Latte

Föt dagsins:
Í morgun fór ég í vinnuna í mjög basic fötum, blazer frá Mango, Levis gallabuxur, hvítur bolur og Nike M2K Tekno sem eru mínir allra uppáhalds skór.

Skap dagsins:
Ég er frekar þreytt eftir mikla vinnutörn og tekur við annar vinnudagur á morgun. En annars bara spennt fyrir kvöldinu þar sem ég er að fara hitta mína vinkonur og njóta með þeim.

Lag dagsins:
Er ekki búin að vera hlusta mikið á tónlist uppá síðkastið. Er meira búin að vera hlusta á podcast og þá aðallega Milliveginn og The Health Code og mæli innilega með þeim báðum. 

Matur dagsins:
Í kvöld er ég að fara á Flatey að fá mér mína allra uppáhalds pízzu – Marinara. Einföld og sjúklega bragðgóð!!

Það sem stóð uppúr í vikunni:
Ætli það hafi ekki verið að fara til New York í vinnunni. Átti mjög góðan dag þar, labbaði alla Manhattan, fékk mér sjúklega góðan mat (himnaríki fyrir grænkera!). Mæli þá mest með Butchers Daughter og By Chloes. Kíkti í tvær gorgeous vintage búðir – What goes around comes around og The RealReal. Labbaði tómhent út í þetta skiptið en hefði getað keypt mér alltof mikið! 

Óskalisti vikunnar:
Langar mjög mikið í fleiri Levis gallabuxur – á nú þegar 5 þannig en ég vil finna mér vintage snið sem eru mjög víðar. Ætla að kíkja í vintage búðirnar í Reykjavík á næstunni í von um að finna einhverjar flottar Levis. 

Plön helgarinnar:
Er að vinna aðeins þessa helgi en annars er það auðvitað að horfa á Eurovision og mögulega kíkja eitthvað í bæinn á sunnudaginn. Eruði með einhverjar ábendingar fyrir góðan brunch í bænum? Er alltaf á sömu stöðunum og langar svo að prufa einhverja nýja staði – endilega látið mig vita <3 

Þangað til næst og eigið góða helgi! <3
Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

VINTAGE D&G

LífiðPersónulegtTískaVintage

Vil byrja á því að óska öllum mæðrum til hamingju með daginn! En í dag ætla ég að deila með ykkur nýjustu kaupunum mínum.  Vintage Dolce and Gabbana silki skyrtu sem ég fann í Spúútnik. Nýjasta uppáhaldið mitt er að versla í second hand búðum og finnst ekkert smá gaman að gera góð kaup þar. Maður sparar sér helling af pening, betra fyrir umhverfið og að mínu mati skemmtilegra að skoða í þeim búðum. Vitiði um einhverja fleiri vintage búðir á Íslandi aðrar en Spúútnik og Góða Hirðinn? Langar að skoða þær allar! En ætla ekki að hafa þetta lengra í dag – takk fyrir að lesa og þangað til næst!

Skyrta – Vintage D&G úr Spúútnik
Buxur – Levi’s 501 
Eyrnalokkar – Urban Outfitters og Sif Jakobs

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

SUMAR HRÁFÆÐISKAKA

HeilsaSamstarfUppskriftir
Þessi færsla er skrifuð í samstarfi við Himneska Hollustu

Þessi hráfæðiskaka er lífræn, bragðgóð og mjög holl. Inniheldur einungis einföld og holl hráefni og alveg vegan! Fullkomin sem eftirréttur, með kaffinu eða bara þegar manni langar í eitthvað sætt!

Botn:

3 dl möndlur
3 dl mjúkar döðlur
1 teskeið salt

Kasjúfylling: 

3 dl kasjúhnetur (lagðar í bleyti í 9 klst eða yfir nótt)
1 kókosmjólk í dós
1 dl döðlusykur
1 matskeið kókosolía
2 matskeiðar sítrónusafi
1 teskeið fersk vanilla

Aðferð:

Setjið allt hráefnið sem fer í botninn í matvinnsluvél og blandið vel saman. Pressið síðan deiginu í kökuformi og setjið í frysti.

Setjið hráefnin í matvinnsluvél og blandið mjög vel saman. Því lengur því betra þangað til að blandan er orðin smá “fluffy” og silkimjúk. Smyrjið yfir botninn og setjið aftur í frysti. Takið kökuna út úr frystinum 1 klst áður en hún er borin fram og skreytið með ferskjum berjum og smá kókosmjöli. Geymist svo inní kæli.

Hvet ykkur innilega til að prófa þessa ljúffengu hráfæðisköku!

Þangað til næst –

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

GÆRDAGURINN Í MYNDUM

LífiðPersónulegtTíska

Gærdagurinn var æðislegur dagur í alla staði – veðrið var gott, sumar í lofti, 1. maí og ég og Bergsveinn bæði í fríi! Við ákváðum að nýta daginn vel og kíkja niðrí bæ að fá okkur gott að borða og njóta dagsins. Við fengum okkur að borða á Hlemmur Mathöll og fékk ég mér Portobello samloku frá Rabba Barinn sem var bara mjög góð og einnig smá snarl frá staðnum Skál! Eftir það röltuðum við niður Laugarveginn og kíktum í nokkrar búðir. Í Spuutnik keypti ég mér vintage skyrtu frá D&G. Ekkert smá góð kaup og finnst mér ekkert smá gaman að versla vintage þessa dagana, betra fyrir budduna og umhverfið. Enduðum svo á Snaps í smá drykk.

Bolur – Gina Trigot
Buxur – Zara 
Sólgleraugu – Ray Ban Rounds

Í Spuutnik var mikið að vintage designer hlutum sem ég var mjög skotin í!
Mun klárlega kíkja oftar í þessa búð framvegis.

Takk fyrir að lesa og þangað til næst xx

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

 

OUTFIT POST

LífiðPersónulegtTíska

Blazer  –  Zara herra deild
Buxur  – Cos 
Bolur – Moss x Fanney Ingvars,  Gallerí 17 
Sólgleraugu – RayBan Rounds
Taska –  Gucci
Eyrnalokkar – Urban Outfitter & Sif Jakobs

Vona að þið hafið átt góða páska með ykkar nánustu  – annars átti ég yndislegt og rólegt páskafrí með mínu fólki. Mig langar að deila með ykkur þessu dressi sem ég var í fyrr í vikunni. Það var æðislegt veður og nýtti ég tækifærið að kíkja í bæinn, fá mér kaffi og smella nokkrum myndum. Svo hlakka ég mikið til sumarsins og ætla ég að deila meira með ykkur fleiri outfit færslum þar sem maður mun vonandi vera í öðru en alltaf sömu úlpunni…

Þangað til næst!

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

UPPÁHALDS ILMVÖTN

LífiðPersónulegtSnyrtivörur

Í dag langar mig að deila með ykkur þessari frekar random færslu. Ég elska ilmvötn og hef alltaf gert. Finnst glösin svo falleg og finnst gaman að safna þeim. Ég blanda þeim oft saman og get ég ekki labbað útúr húsi án þess að vera með ilmvatn á mér. Þetta er einungis hluti af þeim ilmvötnum sem ég á í augnablikinu og eru þessi í mestu uppáhaldi núna. Ég vil taka það fram að þessi færsla er ekki skrifuð í samstarfi og keypti ég öll þessi ilmvötn sjálf.

Chance – Chanel
Fersk og létt en helst mjög lengi á – 

Coco Mademoiselle – Chanel
Algjör klassík, vil láta jarða mig með þessa lykt takk fyrir

3 L’impératrice – D&G
Nýjasta  lyktin í safninu, finnst hún mjög létt og fersk og nota þessa lykt smá eins og body spray

Chloé –
Er ekki alveg viss hvað þessi ilmur heitir en held þetta sé bara klassíska Chloé lyktin. Finnst hún mjög klassísk og góð!

Daisy – Marc Jacobs
Þessi lykt er svo unaðslega góð, algjör blóma vorlykt

Takk fyrir að lesa og þangað til næst <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

RAWNOLA

HeilsaLífiðSamstarfUppskriftir
* Færslan er unnin í samstarfi við Himneska Hollustu

Rawnola er svipað og granola nema alveg “raw”. Rawnola inniheldur einungis 3 hráefni og líklega auðveldasta uppskriftin sem ég kem til með að deila með ykkur. Algjör snilld til að eiga inní ísskáp og nota ég rawnolað á einhverskonar jógúrt, með möndlumjólk eða bara eintómt. Ekki skemmir fyrir að uppskriftin inniheldur engin aukaefni, er vegan og inniheldur engan viðbættan sykur! Þú þarf ekki að vera neinn sérfræðingur í eldhúsinu til að búa til rawnola og vona ég að flestir prófi þessa einföldu snilld!

Hráefni:

2 bollar döðlur (ferskar eða lagðar í bleyti í 30 mín)
2 bollar hafrar
2 bollar kókosmjöl

Aðferð:

Öllum hráefnunum blandað vel saman í matvinnsluvél þar til rawnolað er svipað á áferð
og myndin sýnir að ofan. Best að geyma rawnolað í krukku inní ísskáp.

Takk fyrir að lesa og þangað til næst <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks