fbpx

BLUE LAGOON RETREAT

LífiðPersónulegtSamstarfSnyrtivörur

Vá vá vá – það er mjög erfitt að koma þessari upplifun í orð. Ég og Bergsveinn vorum bæði sammála að þetta var eitt það stórkostlegasta sem við hefðum upplifað hér á landi. Ég fékk boð í samstarfi við Bláa Lónið að heimsækja Blue Lagoon Retreat. Þetta var yndisleg upplifun frá a – ö. Ætla ég að deila með ykkur nokkrum myndum frá þessari upplifun en það mátti ekki vera með síma inní Retreatinu því náði ég ekki að taka mjög margar myndir. Það sem stóð uppúr frá Retreatinu varnklárlega að fara í gegnum húðmeðferðina hjá þeim. En byrjað var á líkams- og andlitsskrúbb, tók svo við hreinsimaski og þörgungamaski og að lokum fengum við líkamsolíu og nýju andlitsolíuna sem Bláa Lónið var að gefa út. Algea Bioactive Conventrate er klárlega orðin mín allra uppáhalds andlitsolía og nota ég hana flest kvöld og er hún algjör æði í þessum vetrarkulda.

Takk fyrir að lesa og þangað til næst –

Hildur Sif Hauks – IG: hildursifhauks

 

 

NÁTTÚRULEG BRÚNKA + GJAFALEIKUR

HeilsaLífiðPersónulegtSamstarfSnyrtivörur

Mig langar til að deila með ykkur einum gjafaleik sem er í gangi inná Instagraminu mínu í samstarfi við Maí Verslun. Ég ætla að gefa tveimur heppnum vörur frá Eco By Sonya. Ég hef lengi notað Face Tan Water frá þeim og nýlega bætt við líkamsskrúbb og brúnkufroðu. Ég legg mikla áherslu á að nota hreinar og náttúrulegar snyrtivörur og auðvitað er mikilvægt að hafa brúnkuna sína án allra óæskilegra aukaefna. Ég persónulega set á mig brúnku einu sinni í viku á allan líkamann og svo Face Tan Water annan hvern dag. Ég er algjörlega háð brúnkukremi og finnst mér það algjör game changer í að gera mann ferskan þá sérstaklega yfir þessa dimmu vetrarmánuði.

Cacoa Firming Mousse  – Aðalinnihaldsefnin í brúnkunni er kakó, kaffi og blóðappelsína. Náttúrulega verður það ekki! Síðan á froðan að stinna húðina og smitar ekki í föt eða sængurföt sem er algjör snilld þar sem ég set yfirleitt brúnkuna á mig yfir svefn.

Pink Himalayan Salt Scrub – Inniheldur lemongrass- og kókosolíu sem nærir húðina vel. Ég nota skrúbbinn í sturtunni áður en ég ber á mig brúnkukrem. Einnig vinnur skrúbburinn á appelsínuhúð og slitum.

Face Tan Water – Þetta brúnkuvatn er margverðlaunað og þekkja það líklega flestir. Ein af mínum uppáhalds vörum og hef ég notað hana óspart í mörg ár. Face Tan Water gefur þér fallegan lit en að auki vinnur það á öldrun húðarinnar, gefur henni raka og stíflar ekki svitaholurnar.

Þangað til næst –

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

AFMÆLISDAGUR OG OUTFIT

LífiðPersónulegtTíska

Síðasta fimmtudag, 5.desember átti ég afmæli. Ég er 26 ára gömul! Finnst smá skrítið að segja það þar sem mér finnst ég vera nýorðin 19 ára. En það er bara gaman að eldast og þakklát fyrir það! En ég tók allan afmælisdaginn upp á vlog sem ég mun deila með ykkur bráðlega. Ég átti allra besta afmælisdaginn!
Ég vildi samt deila með okkur outfit dagsins þar sem ég fékk þó nokkrar spurningar úti það.

Jakki – HM karla
Buxur – Urban Outfitters
Skyrta – Frá Begga hehe
Skór – Zara
Taska – Vintage Dior

Takk fyrir að lesa og þangað til næst <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

 

HÁTÍÐARFÖRÐUN + GJAFALEIKUR

FörðunGjöfLífiðPersónulegtSamstarf

Nýja jólalínan frá NYX Cosmetics er svo stórkostlega falleg! Í samstarfi við NYX ætla ég að gefa tveim heppnum alla jólalínuna á Instagram. Eina sem þú þarft að gera er að tagga alla vini/vinkonur og followa minn aðgang. Þú getur tekið þátt hér!

Endilega takið þátt og gangi ykkur vel <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

ASKJA COAT

LífiðTíska

Ég held ég hafi fundið uppáhalds flíkina mína í vetur. Askja Coat frá 66° Norður. Úlpan nær mér alveg niðrá ökkla og er ég ekki að hata það í þessum kulda. Mér líður smá eins og ég sé klædd í svefnpoka.

Ég byrjaði þennan mánudag í skemmtilegu verkefni með Bergsveini, mun deila því með ykkur þegar það er tilbúið. Er mjög spennt að sjá lokaútkomuna. En annars er ég að fara á smá jólastúss í dag og byrja smá að kaupa jólagjafir. Ekkert skemmtilegra! En annars óska ég ykkur gleðilegan mánudag og eigið góðan dag <3

Elsku besti Helgi okkar tók myndirnar <3 

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

NA-KD Á ÍSLANDI

GjöfLífiðSamstarfTíska

Gleðilegan sunnudag – í dag langar mig að segja ykkur frá Na-kd. Ég hef elskað þetta fatamerki í mörg ár og var ég því mjög ánægð þegar ég sá merkið í verslunum Gallerí 17. Eitt það sem ég elska mest við Na-kd er hversu dugleg þau eru að gera línur með ákveðnum bloggurum og þannig fann ég í raun þetta vörumerki. Ég elska stílinn hjá þeim og er verðið mjög viðráðanlegt! Í samstarfi við Gallerí 17 fékk ég að velja mér nokkrar flíkur til að sýna ykkur hér. Ég mæli eindregið með því að þið kíkið í 17 og sjá úrvalið frá Na-kd, munið klárlega finna eitthvað flott fyrir jólatíðina.

Ég valdi mér fullkomnar gallabuxur sem passa við allt og eru mjög mjúkar og þæginlegar. Síðan er þessi bolur sem er opinn í bakið fullkominn! Held að hann sé mín allra uppáhalds flík þessa stundina.

Síðan valdi ég mér hvítan kósy galla sem er fullkominn fyrir jólin! Ætla að vera í honum á aðfangadag þar sem við fjöldskyldan erum með náttfatarjól – fullkomið sett.

En takk fyrir að lesa og þangað til næst <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR

GjöfLífiðSamstarfSnyrtivörurTíska

Nú fer að styttast heldur betur í jólin og langar mig að deila með  ykkur jólagjafalista í samstarfi við Maí Verslun. Ég hef verslað jólagjafir í Maí verslun í mörg ár og er þetta samstarf heldur betur fullkomið fyrir mig. Í Maí verslun finnuru vandaðar vörur ásamt því að fá frábæra og persónulega þjónustu. Eftirfarandi hlutir eru þeir sem ég mæli með fyrir jólagjafir í ár!

 

  1. Eco By Sonya – Face Tan Water – þetta andlitsvatn er algjör snilld og hefur unnið til margra verðlauna. Hef notað það í mörg ár og þá sérstaklega yfir veturinn til að fríska aðeins uppá húðina!
  2. Teatox tvenna – fullkomin gjöf fyrir manneskjuna sem á allt!
  3. Ilmkerti frá Urð – ilmkertin frá Urð eru algjört æði, mín uppáhalds er Vetur og nýja jólakertið!
  4. The Ordinary gjafasett  – frábært þrenna frá vinsæla merkinu The Ordinary!
  5. Bio Effect dagkrem – milt og gott dagkrem frá íslenska vörumerkinu Bio Effect
  6. Glacial flaska – falleg vatnsflaska sem heldur vatninu köldu í allt af 24 klukkutíma
  7. Riv salt – gríðalega vinsæl vara sem kemur sem vel út í eldhúsi hjá flestum
  8. Niod maski – minn uppáhalds maski þessa stundina.
  9. Skyn Iceland Eye Gels –  algjör lúxus að eiga og virkar einsog koffín skot fyrir augun!

Takk fyrir að lesa og gangi ykkur vel í jólagjafakaupunum!

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

 

FÖSTUDAGSLISTI + OUTFIT

FöstudagslistiLífiðPersónulegt

Buxur – COS
Jakki – Mango
Bolur – Nakd
Belti – Vintage Chanel 

Föt dagsins:
Í dag er ég að vinna og er ég í þröngum svörtum gallabuxum, dr marteins, rúllukragabol, svörtum blazer og svörtu loðvesti. Á veturnar þá festist ég gjörsamlegu í svörtum fötum.  

Skap dagsins:
Ég er bara frekar hress. Er auðvitað að telja niður til jóla og eru 39 dagar í þau. Elska elska jólin og tímann í kringum þau. Ekkert betra en að njóta með vinum og fjöldskyldu yfir hátíðarnar. 

Lag dagsins:
Jólatónlist, jólatónlist og ennþá meiri jólatónlist. 

Matur dagsins:
Líklega eitthvað mjög einfalt. Hafragrautur í hádeginu og kannski Local í kvöldmat. Er obsessed á grænmetisbuffuni þar. Ef þið hafið ekki smakkað mæli ég eindregið með!

Það sem stóð uppúr í vikunni:
Ég og vinafólk mitt vorum með ítalskt matarboð síðasta mánudag. Það var algjört æði, góður matur og góðar stundir. Ekki leiðinlegt að byrja vikuna þannig. En síðan héldum ég og Bergsveinn uppá 6 ára sambandsafmæli síðasta þriðjudag. 6 ár síðan við ákváðum að setja á facebook in a realtionship haha. 

Óskalisti vikunnar:
Á óskalistanum mínum eru án djóks ilmkerti og fleiri ilmkerti. Verð að mæla með jólalyktinni frá Urð hún er æðisleg! En annars er ég ekki mikið að hugsa úti hvað mig langar þessa stundina heldur er ég á fullu að plana í jólagjafa kaupum. 

Plön helgarinnar:
Um helgina þarf ég að nýta tímann vel til að læra, mörg skilaverkefni framundan og lokapróf. Annars ætla ég og Bergsveinn að fara út að borða á laugardagskvöldinu að fagna 6 ára afmælinu. Við ætlum í vegan ævintýraveislu á Kopar. Mjög spennt fyrir því! Síðan er auðvitað parawod í World Fit á morgun sem ég er alltaf jafn spennt fyrir! 

Þangað til næst og eigið góða helgi <3
Hildur | IG: hildursifhauks

TULUM, MEXICO – PARADÍS Á JÖRÐU

FerðalagLífiðPersónulegt

Jæjaaa ég ætlaði að skrifa þessa færslu fyrir svo lööööngu. Langar að segja ykkur frá öllu því besta og versta frá Tulum. Ég og Bergsveinn fórum í æðislegt slökunar frí til Tulum Mexico í lok september og var það draumi líkast. Hef alltaf langað til að heimsækja Mexico og vissi ég alltaf af Cancun og Tijuana. Þegar ég las mig betur um Mexico komst ég að því að Cancun væri smá “partý” sena og væri frekar vinsæll ferðamannastaður og vildi ég meira tropical vibe. Tulum er einungis 40 mín keyrslu frá Cancun og er mun rólegri staður. Smá hippa stemning, mikið um lífrænan og vegan mat, yoga, detox og slökun. Sérhannað fyrir mig og Bergsvein.

Það sem stóð uppúr frá fríinu okkar til Tulum er klárlega slökunin og ströndin. Við vorum á hóteli sem heitir Hip Hotel Tulum, það var ego friendly og var starfsfólkið æðislegt. Það var engin nettenging inná hótelherberginu okkar og vorum við beint á ströndinni. Ég elska ströndina og fannst mér mikill kostur að hafa einkaströnd á hótelinu. Maturinn var líka æðislegur, mikið um vegan, lífrænan og vandaðan mat. Annað sem stóð uppúr var að vera á “low season”. Það voru ekki margir túristar á svæðinu og manni leið einsog maður var einn í paradís. Fullkomið að vakna á morgnana að fara í göngutúr og vera nánast alein.
Sjórinn var yndislegur og hef aldrei stigið fæti í svona heitan sjó! Algjör draumur. Að lokum var veðrið auðvitað yndislegt, það kom aðeins rigning einn daginn en annars bara sól og 25-30 stiga hiti. Hefði meiri segja mátt vera aðeins kaldara mín vegna hehe. Mæli svo auðvitað með að fara alla leið í hippann og prófa yoga tíma! Það var algjört æði að fara í yoga með fallegu útsýni í algjörri paradís!

Það versta við Tulum eða það sem ég kannski áttaði mig ekki á var að verðið var ekki eins lágt og ég vonaðist eftir. Hefði alltaf heyrt frá því að Mexico væri svo ódýrt. Tulum er einn fínasti túrista staðurinn og mjög trending og því dýrari verð. Myndi segja að það væri kannski aðeins ódýrara en USA.
Ég vissi aðeins af  “sea weed” vandamál við strendur Mexico en vorum við mjög heppin að það var einungis þari í sjónum einn daginn. Mæli með að skoða hvenær þarinn er mestur ef þið viljið heimsækja Mexico ef þið viljið tæran sjó (held að þarinn sé mestur frá mars – ágúst). Annar ókostur var að það var smávegis um byggingarvinnu á götunum en sem betur fer var maður ekki vör við það á hótelinu og á ströndinni. Að lokum var auðvitað mikill raki og suma daga alveg roosalega heitt. En það er erfitt að kvarta mikið yfir því!

Að lokum vil ég mæla með veitingastöðum sem ég mæli mest með:
1. Raw Love Tulum – allt vegan og raw, mæli mest með pad thai!
2. Matcha Mama – góð acaii skál og smoothies
3. The Real Coconut – frekar fínn veitingastaður með flestu úr kókos, eftirréttirnir voru to die for!
4. Nektar – besta acaii í Tulum staðfest!
5. La Taqueria – bestu taco og burrito sem ég hef fengið ever & mjög ódýrt!
6. La Corriente – frekar fínn staður með fullt af góðum veggie options, frekar dýr samt.

Takk kærlega fyrir að lesa og þangað til næst <3
&& ekki hika við að hafa samband við mig ef þið eruð að fara heimsækja þetta svæði ef ykkur vantar einhverjar ábendingar!

Hildur Sif Hauks | IG:hildursifhauks

THE ORDINARY GJAFALEIKUR!

GjöfHeilsaSamstarfSnyrtivörur

Mig langaði til að láta ykkur vita af þessum geggjaða gjafaleik sem ég er með inná Instagraminu mínu og segja ykkur betur frá vörunum sem ég ætla að gefa tveimum heppnum. Ég hef notað vörur frá The Ordinary mjög lengi. Alveg frá því að ég heyrði frá merkinu fyrst hef ég verið áhugasöm um það. Snyrtivörumerkið er með mikið úrval af vörum með mikilli virkni en er verðið á mjög viðráðanlegu verði. The Ordinary leggur mikla áherslu á að vera með gæða innihaldsefni, engin paraben eða önnur óæskileg efni ásamt því er merkið án allra dýraafurða og ekki prófað á dýrum. Ég var ekkert smá ánægð þegar Maí Verslun tók merkið inn og getur maður verslað flestar vörurnar hjá þeim ásamt því að fá fagmannalega aðstoð um hvaða vöru er best að prófa. Ég er að gefa mínar uppáhalds vörur frá merkinu og eru þær þessar eftirfarandi:

1. Caffeine Solution 5% + EGCC

Létt augnserum sem inniheldur koffín sem vinnur á baugum og þrota. Koffínið er unnið úr grænu tei og birtir upp dökka bauga.

2. AHA 30% + BHA 2% Peeling Solution

10 mín peeling maski sem endurnýjar húðina og vinnur á fínum línum. Maður þarf að passa sig að vera ekki með hann of lengi og ekki nota hann of oft heldur 1-2x í viku. Vinnur mikið á “texture” húðarinnar og ég sé mesta muninn þar þegar ég nota þennan maska.

3. Glycolic Acid 7% Toning Solution

Tóner sem inniheldur meðal annar aloe vera og amino sýrur sem vinna á litarbreytingum í húðinni ásamt því að birta og fríska uppá húðina. Tónerinn er með sýru sem vinnur sem mildur “exfoliator” og mælt er með að nota hann einu sinni á dag.

4. Buffet + Copper Peptides 1% 

Serum sem vinnur helst á hrukkum og eykur virkni kollegen í húðinni með peptíðum. Held að þessi vara sé allra uppáhalds og hef notað hana mjög lengi með góðum árangri. Miklar rannsóknir eru á bakvið þetta stórkostlega serum og mæli ég innilega með.

5. Granactive Retinoid in Squalane 2%

Margar ykkur hafa mögulega heyrt um Retinoid. Ég persónulega var mjög smeik við að byrja nota þess sýru en ég sé svo alls ekki eftir því. Retinoid er A vitamín sýra sem vinnur á kollagen framleiðslu húðarinnar og bætir helst teygjanleika húðarinnar.

Takið þátt hér til að eiga möguleika á að vinna! 

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks