fbpx

VERSO Í MAÍ VERSLUN

GjöfLífiðSamstarfSnyrtivörur

Góðan daginn og gleðilegan sunnudag. Finnst eins og ég bloggi bara á sunnudögum haha. Það er einhverneginn lang bestu dagarnir í svona finnst mér. En í dag langaði mig að segja ykkur frá nýju merki samt var að koma í Maí verslun. Eins og þið vitið þá er Maí verslun ein af mínum uppáhalds búðum og maður getur alltaf treyst á að vörurnar sem þær taka inn séu ekkert annað en frábærar. Ég fékk að prufa Hydration Serum og Micellar Water. Micellar hreinsivatnið er bæði rakagefandi og hreinsandi, elska að enda mína húðhreinsun með vatninu. Ég hef verið að nota báðar vörurnar í núna viku og elska ég sérstaklega serumið sem gefur góðan raka sem ég þarf sérstaklega mikið á að halda núna. Lyktin er líka sjúklega góð og frískandi! Verso er sænsk húðvörulína sem leggur áherslu á gæði og hreinleika. Það sem stendur líka uppúr er hönnunin á vörunum. Ekkert smá klassík og minimalistík.

Mæli með að kíkja uppí Maí Verslun eða á heimsíðuna þeirra til að skoða úrvalið. Er líka 100% á því að þú finnur þér eitthvað sem þig langar í í þessari dásamlegu búð <3

Takk fyrir að lesa og farið vel með ykkur xx

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

BLACK TRENCH COAT

Skrifa Innlegg