fbpx

VERSLAÐ VINTAGE Í WASTELAND

LífiðPersónulegtSamstarfTískaVintage
Fæslan er skrifuð í samstarfi við Wasteland

Góðan daginn – í dag langar mig að segja ykkur frá skemmtilegri heimsókn í samstarfi við Wasteland Reykjavík. Ég hef lengi talað um hvað ég elska að versla vintage. Það er betra fyrir umhverfið, ódýrara og klárlega skemmtilegra og því er ég ekkert smá stolt af þessu samstarfi! Ég hef verslað mikið í Wasteland síðan þau komu til landsins og gert frábær kaup.

Ég og Sigríður fórum og kíktum í Wasteland til að sýna ykkur úrvalið og finna einhverja vintage gersema. Ég ætla að sýna ykkur nokkrar flíkur sem ég valdi mér og stílaði upp.

Það er líka mikið úrval af Ralph Lauren skyrtum og jökkum. Ég valdi mér þennan sæta Ralph Lauren jakka.

Það er ávalt mikið úrval af Levis. Ein mest spurða spurningin sem ég fæ er hvar fæ ég vintage Levis, en einmitt eru mínar allra uppáhalds frá Wasteland. Ég viðurkenni það þó að það þarf þolinmæði til að finna fullkomnar Levis og maður þarf að máta margar. Mæli því með að máta allar stærðir og margar týpur. En vintage stærðir eru oft minni og því þarf maður oft að fara í stærri stærðir en maður er vanur. Einnig eru týpurnar mismunandi eftir árum, mín uppáhalds snið eru 504, 505 og 501!

Síðan varð ég þvílikt skotin í þessari vintage peysu. Wasteland tekur einmitt vintage peysur, lagar sniðið og endurseljur. Ekkert smá sniðugt og er ég að elska þessa peysu fyrir sumarið. Hér er ég einmitt líka í gömlum 505 vintage Levis sem ég fékk síðasta sumar í Wasteland og eru mínar allra uppáhalds!

Það er einnig mikið úrval af allskyns skarti og sólgleraugum. Ég valdi mér þessi sólgleraugu og finnst þau ekkert smá töff og öðruvísi.

Takk kærlega fyrir að lesa og hvet ykkur að kíkja í Wasteland –

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

DAGUR Í SAMKOMUBANNI

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1