fbpx

SOAP BROW

FörðunGjöfSnyrtivörur

Gleðilegan sunnudag – í dag langar mig eldsnöggt að segja ykkur frá mestu snilld ever, soap brow. Var búin að heyra af þessu lengi en aldrei nennt að prufa. En vá hvað ég elska mikið og mun líklega aldrei hætta að nota sápu í augabrýrnar mínar.

Ég nota glæra sápu frá Body Shop sem er í appelsínugulum pakkningum, btw lyktin er sjúklega góð. Bleyti síðan í augabrúnagreiðu eða spreyja sápuna með andlitsspreyi. Nudda greiðunni uppí sápunni og greiði hárunum upp, mikilvægt er síðan að festa hárið við húðina. Eftir það nota ég Brow Blade í litnum Taupe Trap frá Urban Decay til að teikna hár. Tekur smá tíma að læra á þá vöru en hún er algjör snilld. Hef líka notað litinn Brunette Betty sem er aðeins dekkri.

Ég hef aldrei verið jafn ánægð með augabrýrnar mínar og núna og fæ ég oft spurningar úti vörurnar sem ég nota því ákváð ég að skella í stutta færslu. Ég vona annars að þið hafið átt æðislega helgi og þangað til næst <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

MY WEEKEND

Skrifa Innlegg