fbpx

MY WEEKEND

LífiðPersónulegtTíska

Góða kvöldið – vá hvað það er langt síðan ég skrifaði random færslu hérna inná sem er bara ekkert skipulögð eða neitt. Ákvað að segja ykkur örstutt frá helginni minni. Er í nýrri vinnu þar sem ég er í fríi um helgar og ákvað ég að nýta helgina vel. Það var náttúrulega geggjað veður hérna í bænum og vildi ég eyða eins mestum tíma í sólinni og ég gat. Föstudagskvöldið elduðum ég og Bergsveinn pasta fórum í göngutúr til að horfa á sólsetrið. Fullkominn tími árs að fara horfa á sólsetrið klukkan 9, vildi að sólahringurinn væri svona alltaf allt árið.

Á laugardeginum fór ég í WorldFit auðvitað og fórum síðan í Helgafoss að synda smá. Svo fallegur foss í Mosfellsbæ, mæli með að kíkja á hann. Um kvöldið fór ég að hitta nokkra vini í drykki á Bodega og borða á Apótekinu. Var að borða í fyrsta sinn kvöldmat á Apótekinu og vá hvað maturinn var góður – geggjuð þjónusta og margir grænmetisvalmöguleikar!

Á sunnudeginum fórum ég og Bergsveinn út að skokka og síðan auðvitað í sjósund. Er búin að vera svo dugleg að fara í sjósund í sumar – ég elska það svo mikið. Sérstaklega fyrir svefninn, finnst ég sofa extra vel eftir það!

Ætla leyfa nokkrum myndum að fylgja með <3

Takk fyrir að lesa og þangað til næst!

Hildur Sif Hauks – IG: hildursifhauks

MITT NÆTURKREM

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    25. August 2020

    Greinilega geggjuð helgi! Ísland er best í heimi á svona dögum :)