fbpx

NAILS AND NAILS

PersónulegtSnyrtivörurTíska

Góðan og blessaðan daginn! Gvuuuð hvað það er langt síðan ég skrifaði færslu. Finnst ég búin að vera í svo lítilli rútínu í sumar og datt alveg úr blogg gírnum. En í dag ætlaði ég bara að deila með ykkur hvert ég fer í neglur þar sem ég fæ þær spurningar mjög oft. Ég gjörsamlega elska að vera með neglur – hef held ég verið með neglur núna í uþb ár! Líður alltaf eins og ég sé svona 50% meiri skvísa með neglur. Ég er samt með mínar eigin neglur og gel yfir. Finnst það mun þæginlegra en að vera með lengingar. Ég fer í neglur til Telmu Rut og mæli ég svo mikið með. Þær haldast á í 4-5 vikur og losna nánast aldrei.

Í sumar hef ég verið aðeins að prufa mig áfram með munstur og liti (semi bara nude samt haha). Elska að fá inspo frá Pinterest og prufa eitthvað nýtt. Á það nefnilega til að festast í sama pakkanum. En annars ætla ég ekki að hafa þetta lengra í bili en ætla deila nokkrum af mínum nöglum, síðan mæli ég með að kíkja einnig á þessa færslu frá Hi Beauty fyrir meiri inspo!

 

En annars takk fyrir að lesa og þangað til næst <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

 

 

VEGAN PARMESAN OSTUR FRÁ GRUNNI!

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Elísabet Gunnars

  5. August 2020

  Svo flottar!

  • Hildur Sif

   6. August 2020

   <3 <3