fbpx

Arnhildur Anna

ÆFING DAGSINS & ARMBEYGJU CHALLENGE

Góðan og blessaðan! Ef þig vantar hugmynd að æfingu þá er ég með eina fyrir þig :) Og smá challenge…

Þessi kemur frá meistara Katrínu Tönju xoxo. Það sem þú þarft: Tvö handlóð. (ég notaði tvö 15kg)

5 umferðir 3:00 min ON/ 1:00 min OFF

 • 6 burpees
 • 8 squat clean
 • 10 hopp yfir handlóðin

Mæli með appinu WOD timer!

Ekki slæmt að æfa úti í þessu sturlaða veðri!

SVO.. armbeygjuchallenge!

 • Á fyrstu mínútu: 1 armbeygja
 • Á annarri mínútu : 2 armbeygjur
 • Á þriðju mínútu: 3 armbeygjur
 • osfrv….

Settu á geggjaðan playlista og fáðu einhvern með þér í þessa veislu. Ég sver að þetta mun svíða hahah.. Mikilvægt að klára allar armbeygjurnar á síðustu mínútunni svo að sú mínúta telji.

Minn tími: 18 mín. Mig langar að heyra frá ef þið prófið 8)

Arnhildur Anna xoxo

HUGMYNDIR AÐ ÆFINGUM FYRIR ÞIG

Góðan daginn úr Fossvoginum!

Héðan er allt gott að frétta þrátt fyrir mjög skrítnar aðstæður. Einhversstaðar las ég frábæran punkt um að byrja halda dagbók. Þetta eru svo rosalega sérstakir tímar og mér finnst það góð hugmynd að varðveita þessar minningar! 

Allavega… Það sem lætur mér líða best þessa dagana er að æfa! Er enginn snillingur í að æfa bara með teygjum og handlóðum og bolta en þetta er skemmtilegt tækifæri að prófa mig áfram í æfingum sem ég er ekki vön. Sakna þess mjög mikið að lyfta þungum lóðum en við látum þetta duga í bili. Mér finnst geggjað að fá hugmyndir af netinu og lesa æfingar frá öðrum og því finnst mér góð hugmynd að deila mínum æfingum með ykkur! Aðra þeirra birti ég á instagramminu mínu í gær :)

Þessa tók ég í gær – 

5 hringir af:

 • Hamslides á bolta x16 
 • OH squats með handlóði x16 
 • Mjaðmalyftur með handlóð á mitti x16
 • Afturstig með handlóðum x16
 • Handlóðabekkpressa x10

Ég endaði æfinguna á magaæfingasessioni aka. CORE-ona time! 

Í morgun tók ég svo – 

3 hringir af:

 • Axlapressa með handlóði (hélt um sitthvorn endann) x15
 • Front raise með teygju undir iljunum x10
 • Handlóðabekkpressa (hratt upp og tempo niður) x10

3 hringir af:

 • Mjaðmalyftur með teygju um hnén x20
 • Dúa fótunum út með teygju um hnén í mjaðmaréttustöðu x20
 • Hnébeygja með handlóð á bringu x20

Ég endaði æfinguna svo á smá svita. Reyndu að hafa endurtekningarnar jafn margar alla hringina :P 

EMOM í 15 mínútur (Á fyrstu mínútunni geriru armbeygjur, á annarri mínútu geriru hnébeygjur osfrv.)

 • Armbeygjur
 • Hnébeygjur
 • Planki

Fyrir þessa æfingu (og fleiri æfingar ef ykkur langar að taka þær á tíma) þá mæli ég hiklaust með WOD time appinu! Mjög einfalt í notkun. 


Go sweating nuts! 

Arnhildur Anna xxx

HOME GYM

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Hreysti

Það eru óneitanlega skrítnir tímar núna og ýmislegt í gangi sem við höfum ekki séð áður. Verið er að fresta stórum íþróttaviðburðum og alls konar öðrum samkomum vegna COVID-19 veirunnar. Margir hafa ákveðið að vinna heima á næstunni og fækka ferðum sínum í líkamsræktarstöðvar. 

Mig langaði bara að minna ykkur á mikilvægi þess að hreyfa sig samt sem áður. Það gerir svo mikið fyrir sál og líkama :)

Í samstarfi við Hreysti ætlum við að bjóða uppá 15% afslátt af æfingateygjum, æfingadýnum, ketilbjöllum og handlóðum með kóðanum ‘ArnhildurTrendnet’

Með þessum æfingatólum er auðvelt að setja saman fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar heima! 

Hugmyndir af æfingum:

 • Hliðar- og framskref með teygju utanum lappirnar
 • Glute æfingar með teygjum
 • Fram og afturstig með handlóðum (á staðnum eða yfir stofuna til dæmis)
 • Hnébeygjur (hægt að hafa handlóð á öxlunum eða halda á handlóði á brjóstkassanum)
 • Uppstig með handlóðum (ég mun örugglega nota stól eða sófaborðið haha)
 • Stiff deadlift á annarri með handlóði
 • Bulgarian squat (hægt að nota stól eða borð undir löppina)
 • Handlóða bekkpressa
 • Bodybuilder æfingar (bicep curls, tog, axlapressur)
 • Axlaæfingar með teygjum

Svo mæli ég með að googla og finna einhverjar skemmtilegar æfingar sem henta þér!

Endilega skoðaðu á úrvalið á www.hreysti.is 

Hægt er að fá vörurnar sendar heim fyrir 995 kr.- 

Arnhildur Anna xx

SVEFN RÁÐSTEFNA Í OKTÓBER – DR. MATTHEW WALKER OG DR. ERLA

Góða kvöldið :)

Eins og ég sagði frá í þessari færslu hér þá skiptir svefn mig ótrúlega miklu máli og ég legg mikið upp úr því að fá góðan svefn. Einnig er ég er mikill aðdáandi bókarinnar Why we sleep og ég get staðfest að fáar bækur hafa haft jafn mikil áhrif á mig og þessi. Ég er því mjög spennt fyrir komu MW og hlakka mikið til að sækja ráðstefnuna.

19. október í Eldborg í Hörpu verður Dr. Matthew Walker ásamt Dr. Erlu Björnsdóttur með þriggja tíma  SVEFN ráðstefnu!

 • Dr. Matthew Walker er prófessor við Berkeley (og fyrrum prófessor við Harvard). Hann er sérfræðingur í svefni, sálfræði og taugalífeðlisfræði og skrifaði bókina Why we sleep sem hefur farið sigurför um heiminn og opnað augu almennings fyrir mikilvægi svefns fyrir heilsu, vellíðan og árangri.
 • Dr. Erla er klínískur sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum og sérfræðingur í svefnrannsóknum. Hún er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns. Einnig hefur hún birt fjölda greina í erlendum ritrýndum tímaritum og skrifað mikið um svefn á innlendum vettvangi og gaf út bókina Svefn árið 2017.

Dagskrá

13.00 – 13:10  Hvernig sofa Íslendingar? 

13:10 – 14:00  Hvers vegna sofum við?

14:00 – 14:30  Hlé

14:30 – 14:50  Er syfja lúmskur skaðvaldur?

15:50 – 15:10  Hvernig getum við brugðist við svefnvanda barna og ungmenna?

15:10 – 15:50  Er svefn ofurkraftur kvenna?

15:50 – 16:00  Samantekt

Skyldumæting fyrir alla, unga jafnt sem aldna, því svefn skiptir okkur öll máli! Ég er allavega mega spennt.

HÉR er hægt að kaupa miða á fyrirlesturinn. Verðið er 29.900 kr og minni á að hægt er að nýta réttindi til niðurgreiðslu hjá stéttarfélögum. 

ps. Ég mæli með að hlusta á þetta podcast ef þú hefur ekki kynnt þér málið. 

Góða nótt og sofið vel 8)

ÞAÐ SEM GERIR DAGANA MÍNA ENN BETRI

Það sem gerir dagana mína enn betri:

 • Rólegir morgnar – Ég eeelska að vakna extra snemma og byrja daginn á góðum kaffibolla og engu stressi. Það leggur línurnar fyrir daginn. 
 • Hitta fólkið mitt – Ég er miss social butterfly og legg mikla áherslu á að eyða tíma með kærastanum, fjölskyldu og vinkonum.. enda er það lang skemmtilegasta fólkið. 
 • Eyða minni tíma á social media – It feels so goooood! Það er mjög gott að logga sig út og finna að maður þarf ekki alltaf að fylgjast með öllum. 
 • Borða hollan og góðan mat – Þarf varla að útskýra. Mér líður lang best eftir hollan og góðan mat, bæði líkamlega og andlega.  
 • Æfa – Góð æfing fullkomnar daginn! 
 • Lesa/ hlusta á podcast – Það er svo gott að gefa sér tíma til að lesa góða bók eða hlusta á lærdómsríkt og gott podcast. Ég mun aldrei hætta að mæla með bókinni ‘Solve for happy’ eftir Mo Gawdat sem Ben Bergeron gaf mér. Allir ættu að eiga þessa bók! 

 

Ein frá Austurríki í lok janúar :)

Arnhildur Anna xxx

GYM PEPP 2020 x KATRÍN TANJA

GLEÐILEGT NÝTT ÁR ✨

Nú þegar nýtt ár er gengið í garð setur fólk gjarnan í fimmta gír í ræktinni, öll gym landsins fyllast og flestir vilja bæta upp fyrir sukkið yfir hátíðirnar. Við Katrín vorum báðar sammála um að þetta efni væri gott efni í pistil og ég fékk hana til að svara nokkrum spurningum. Ef þetta er ekki hvatning fyrir lesendur þá veit ég ekki hver ætlar að peppa ykkur hahaha!

Mér finnst ég svo heppin að eiga elsku KT sem eina af bestu vinkonum mínum ♥︎ Það er ALLTAF góð hugmynd að leita til hennar enda er hún viskubrunnur og mér finnst hún í alvöru vita allt. Ekki skemmir fyrir hvað hún er bilaðslega skemmtileg og lýsir alltaf upp herbergið. Fyrir þá sem ekki þekkja Katrínu Tönju þá er hún tvöfaldur heimsmeistari í Crossfit (2015 og 2016) og frábær fyrirmynd fyrir alla. 

Discipline > motivation

Hver er þín skoðun á aga og hefðum vs. motivation til að ná sem bestum árangri?

“En svo hverfur stundum motivationið & þessir hlutir verða erfiðari.”

Motivation er geggjað. Einhvernveginn án þess að þurfa að hafa mikið fyrir því þá LANGAR manni að vakna fyrr til að mæta á æfingu, þá velur maður sér frekar kjúklingasalatið heldur en hamborgarann & að segja nei við eftirréttinum. Maður VILL virkilega taka frá tíma til að lesa bókina sem maður ætlaði sér eða byrja að hugleiða (útaf new year new me 🧘🏼‍♀️✨)

En svo hverfur stundum motivationið & þessir hlutir verða erfiðari. Maður dettur í það að velja auðveldari valkostinn: sofa aðeins lengur frekar en að vakna á æfingu. Grípa samloku í næstu búð frekar en að búa til nesti heima. Horfa á einn þátt í viðbót á Netflix frekar en að fara að snemma að sofa.

Þegar þetta gerist tekur við aginn! Mér finnst gott að temja mér reglur & setja mörk þar sem þessir hlutir sem mig langar að gera & eg veit að mer líður vel á, séu komnir inn í rútínuna hjá mér. Þá er þetta ekki spurning, heldur eitthvað sem eg hef tamið mér að gera. Það er auðvitað ekki alltaf auðvelt, en ég veit mér líður alltaf betur eftirá & ég verð ánægðari með sjálfa mig.

Hvaðan kemur þinn drifkraftur?

“Eg er líka rosalega forvitin & eg vil vita hvað eg get orðið góð”

Hann kemur í rauninni úr mörgum áttum. Ég fæddist með keppnisskap & oft er það bara KEPPNI sem drífur mig áfram. Eg er líka rosalega forvitin & eg vil vita hvað eg get orðið góð. En eg held að aðaldrifkrafturinn minn se sá að í gegnum þetta ferli hef eg verið svo heppin að fá að veita öðrum innblástur. Hvort sem það er gegnum bókina mína, á instagram eða öðrum fjölmiðlum. Þegar þetta verður erfitt hja mer þa vil eg vinna harðari höndum til að vera betri, eg vil geta sýnt öðrum með minni eigin þrautseigju að allt se hægt.

Er eðlilegt að nenna/ vilja ekki mæta á hverja einustu æfingu?

“Stundum þarf maður að sigra sjalfan sig.”

JÁ! Algjörlega. Ég held það se gott fyrir alla að vita að meira að segja afreksíþróttafólk vill ekki alltaf gera intervölin sín eða mæta í sund eldsnemma á morgnana. En þá minni eg mig alltaf á afhverju ég geri þetta & eg VEIT að mer mun liða svo vel þegar ég er buin. Maður er alltaf extra stoltur eftir æfingar sem var erfitt að fara a. Stundum þarf maður að sigra sjalfan sig.

TOP 3

Top 3 lög sem koma þér í gírinn? Heart of a champion – Nelly (ALLTAF), We found love – Rihanna, öll by Justin bieber lög

Top 3 snarl fyrir æfingu Banani, hafragrautur, hafralatte

Top 3 æfingar Hlaup, hjól & muscle up (er að læra elska það!!)

Top 3 gym outfits Ég elska Nobull head to toe & eg elska allt matching!! Mer finnst best að vera i upphaum tights (sem eg bretti svo niður, finnst það þægilegast upp a að stjorna waistbandinu sjalf) & upphaum iþrottatopp. Eg æfi oftast i hlaupaskóm nema eg se að lyfta.

Top 3 leiðir til að hita upp Hlaup, hjol & ski erg velin. Eg tek yfirleitt intervöl a fyrstu æfingunni minni & nota það til að hita upp. Eitt gott til dæmis er 10x400m hlaup á hverjum 3 min.

Top 3 hlutir í æfingatöskunni þinni Varasalvi, tyggjó & preworkout

Top 3 matur Egg, hafrar & burritos

Top 3 veitingastaðir Gló, sushi social & coocoo’s nest finnst mer mega kosy um helgar með vinkonunum.

Top 3 quotes Be the best ME// Hard work pays off// Be where your feet are.

 TAKK fyrir spjallið elsku besta xxx

Þú getur fylgst betur með Katrínu Tönju HÉR

FJÓRAR EINFALDAR UPPSKRIFTIR/ BAREBELLS X ÍRIS

Halló halló!

Mig langar að deila með ykkur fjórum uppskriftum sem elsku Íris snillingur setti saman fyrir okkur og notaði vörur frá Barebells með :) Barebells er sænskt fyrirtæki sem framleiðir prótínbætt snarl (sjeika, prótínstykki og ís) sem bragðast fáránlega vel og er því tilvalið að nota vörurnar í baksturinn.

Útkoman heppnaðist fáránlega vel og uppskriftirnar eru allar einfaldar og sjúklega góðar!

Getið fylgst betur með Írisi HÉR en ég elska allar uppskriftirnar hennar því þær eru svo einfaldar, tekur geggjaðar myndir og svo er hún líka sjúklega fyndin!! Já ég er mikið fan

 

XMAS BROWNIE

 Innihald

 • 180 gr sykur
 • 4 egg
 • 200 gr suðusúkkulaði
 • 200 gr smjör
 • 1 dl hveiti
 • 2 xmas fudge Barebells stykki

Aðferð

 1. Þeytið saman sykur og egg þar til það verður létt og ljóst
 2. Bræðið smjör og súkkulaði saman yfir vatnsbaði
 3. Skerið niður xmas stykki í smáa bita
 4. Bætið öllu saman við egg og sykur blönduna og hrærið varlega í á meðan
 5. Setjið bökunarpappír í botn formsins svo að hann nái upp yfir kanta formsins
 6. Setjið inn í 180 gráðu heitan ofn og bakið í 20-25 mín á blæstri

Takið út og skerið í litlar sneiðar. Vá hvað ég held að þessi kaka sé fullkomin með ís!

DÖÐLUKÚLUR

Innihald

 • 1 xmas fudge Barebells stykki
 • 10 döðlur
 • 2 msk kakó
 • 3 msk súkkulaðismyrja
 • ½ msk sætuefni

Súkkulaðihjúpur

 • 100 gr bráðið mjólkursúkkulaði að eigin vali
 • Skraut til að strá yfir: snjókorn, sykurperlur eða kókosflögur

Aðferð

 1. Setjið öll hráefni í blandara (ekki hráefnum súkkulaðihjúpsins) og blandið hráefnunum saman þar til þið getið myndað kúlur úr deiginu. Skellið kúlunum svo inn í ísskáp í smá stund.
 2. Bræðið smá hluta af súkkulaðinu, eins og 10 gr.
 3. Dýfið oddinum á pinnanum í bráðið súkkulaðið og þaðan inn í kúlurnar, sem þegar hafa kólnað aðeins í ísskápnum. Leyfið pinnunum síðan að storkna aðeins í kúlunum.
 4. Bræðið restina af súkkulaðinu og dýfið kúlunum ofaní.
 5. Stráið skrautinu yfir kúlurnar á meðan súkkulaðið er enn móttækilegt og setjið þær svo inn í ísskáp. Leyfið þeim að kólna í nokkrar mínútur.

CHRISTMAS ROAD 

Innihald

 • 200 gr suðusúkkulaði
 • 200 gr mjólkursúkkulaði
 • 60 gr pekanhnetur
 • 60 gr macadamia hnetur
 • 40 gr kókosflögur
 • 2stk xmas fudge Barebells stykki

Aðferð

 1. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði eða í örbylgju.
 2. Setjið bökunarpappír í fat sem er sirka 20cmx20cm
 3. Hellið súkkulaðinu ofan í
 4. Skerið Barebells stykki og pekanhnetur í litla bita
 5. Dreyfið þessu öllu ásamt kökusflögum yfir súkkulaðið.
 6. Frystið í 15 mín
 7. Skerið/brjótið í hæfilega stóra bita

JÓLAKAKÓ FYRIR 2 

Innihald

 • 2 Flöskur súkkulaði Barebells sjeikar
 • 1 tsk vanilludropar
 • Þeyttur rjómi
 • 1 Mintu Barebells stykki

Aðferð

Hitið súkkulaðisjeikinn ásamt vanilludropum við vægan hita í potti. Þegar blandan er orðin heit helliði í bolla og toppið með rjóma og niðurskornu mintu Barebells stykki.

Við tókum einnig upp stutt bökunarvideo en þau eru á Barebells instagramminu! Þetta er allt saman galið girnilegt.

Njótið þess að baka yfir hátíðirnar xxx

Arnhildur Anna

NOCCO POP UP Í 101

NOCCO POP UP opnaði í dag á Hafnartorgi og vinum og vandamönnum var boðið í opnunarpartý :)

Í búðinni verður hægt að versla limited Nocco-a, Nocco merch og meira segja pakka inn jólagjöfunum!

Ég mæli með að kíkja inn í þessa bleiku veröld á bæjarröltinu fyrir jólin!

 

Svo fallegt afgreiðsluborð

 

 

 

 

Arnhildur Anna xx