fbpx

Arnhildur Anna

EVERYDAY MUST DO

Góða kvöldið elsku þið! Hef ekki komið hingað inn í smá tíma en það er búið að vera nóg að gera, sem er geggjað finnst mér :-) Það er mikið að gera í skólanum, í nýrri vinnu og að æfa sjálf. Það er langskemmtilegast að hafa nóg að gera en prógrammið er að breytast núna útaf dálitlu….

Allavega þá langaði mig að telja upp nokkur atriði sem mér finnst vera must do alla daga og sérstaklega þessa dagana… xx

Everyday must do: 

 • Vakna aðeins fyrr en vanalega. Kannski er ég óþolandi A manneskja en það er svo ótrúlega gott að vakna snemma… Að sofa út lætur mér allavega ekki líða betur 8) 
 • Lesa fréttir. Kannski er ég að eldast en það er það fyrsta sem ég geri þegar ég opna símann.. 
 • Hlusta á góða tónlist
 • Eiga quality time með makanum sínum
 • Drekka gott kaffi
 • Drekka nóg af vatni
 • H r e y f i n g. Ná hjartslættinum upp. Bara 30 min hreyfing getur breytt deginum :)
 • Heyra í fólkinu sínu
 • Fá aðra til að brosa! Skemmtileg spjöll við fólkið sitt getur gert daginn enn betri.
 • Hafa hreint í kringum sig
 • Búa til plön og hlakka til einhvers á morgun/ næstu daga
 • Læra eitthvað nýtt af öðrum. Til dæmis foreldrum sínum eða hlusta á gott podcast.
 • Eyða stuttum tíma í símanum
 • Sofa í að minnsta kosti 8 klst

 

Knús

Arnhildur Anna xx

DAGSINS, TOP 10 & Q&A

Uppáhalds þessa dagana…

 • Þættir/ Er húkt á Dexter right now og sem betur fer bara búin með season 1! Mæli líka með Dirty John season 2, The last dance og Jeffrey Epstein: Filthy rich.
 • Æfing/ Held að það mun alltaf vera hnébeygja og réttstöðulyfta! Elska reyndar allar æfingar með clean-i þessa dagana..
 • Veitingastaður/ Má segja Maika’i?
 • Bók/ Trail guide to the body :D
 • Æfingaskór/ Dýrka icy blue NoBull skóna hennar elsku KT
 • Snyrtivara/ Chanel rakamaski
 • App í símanum/ Alveg 100% TikTok! Er mögulega að eyða alltof miklum tíma þar…
 • Lag/ Return of the mack með Mark Morrison! Var að henda í throw back playlista á spotify og fann mjög marga gullmola (hér er hægt að hlusta á hann)
 • Flík/ Var að kaupa mér Nike leggings sem mér fannst einu sinni alltaf mega hallærislegar hahah! Þær eru víðar að neðan og ég er búin að nota þær á hverjum degi síðan ég keypti þær!
 • Morgunmatur/ Eftir morgunæfingu er ég annað hvort að fá mér protein boozt eða brauð steikt á pönnu með eggi og avocado on the side. Svo svo svo gott!

 

Knús

Arnhildur Anna xxx

HALTU PLANI

Góða kvöldið! Vá hef ekki skrifað færslu hérna inn í smá tíma enda búið að vera nóg um að vera. Trúi því alls ekki að sumarið sé að klárast :’/ Þetta var besta sumar í heimi takk fyrir! Erum búin að nýta það ekkert smá vel og ferðast um nánast allt land og njóta þess að vera með fólkinu okkar.

2020 er búið að vera galið skrítið ár og rútínan hefur verið mun óstöðugri en vanalega. Að því leytinu til er ég mjög spennt fyrir haustinu og hlakka strax til að takast á við nýtt nám, verkefni, flutninga og tækifæri. Mér datt í hug að skrifa niður punkta sem peppa mig áfram og hluti sem gera dagana skemmtilegri:

 • Byrja daginn snemma (auðvitað á góðum kaffibolla)
 • Borða hollan mat því það lætur mér líða miklu betur.
 • Fara á æfingu fyrripart dags og velja hreyfingu sem mér finnst skemmtileg. (Er með æði fyrir WorldFit og þungum lyftingum í bland núna) Veit að það eru alls ekki allir sammála en ég fúnkera best þegar ég æfi snemma, annars er ég alltaf að hugsa um hvenær ég ætla að æfa og dagurinn minn fer bara að snúast um að pæla í því.
 • Ákveða hvenær ég ætla að læra og hvar og hvaða námsefni. Ég er komin með nóg af því að vera óskipulögð þegar kemur að námi og er að elska það núna hvað ég er að skipuleggja allt vel fyrir haustið. Það gerir mig bara enn spenntari!
 • Sofa í að minnsta kosti 8 klst.
 • Detta inn í góða og spennandi þáttaseríu. Það er svo sjúklega kósý að enda daginn á þætti sem ég er búin að hlakka til að horfa á.
 • Plana eitthvað skemmtilegt í vikunni. Matarboð, æfingadate, kaffihús, sumó osfrv. Það er svo gaman að hlakka til einhvers!

Að velja sér nám, vinnu eða hreyfingu sem maður hefur virkilega gaman að er m u s t og þá verður svo auðvelt að koma af stað góðri rútínu. Dagarnir eru nefnilega of stuttir fyrir leiðilegt hangs!

Eigðu góða viku og haltu plani

Arnhildur Anna peppkona out xx

NOW, LET’S GO SPREAD SOME HAPPY

Mig langar svo að segja ykkur frá uppáhalds bókinni minni. Hún heitir Solve for happy og ég fékk hana í gjöf fyrir nokkrum árum. Ég hef lesið margar góðar bækur en þessi stendur uppúr alveg klárlega því hún kenndi mér svo margt og mikið.

Höfundur bókarinnar heitir Mo Gawdat og hún fjallar um hvernig sé einfaldast að vera hamingjusamur. Höfundurinn er verkfræðingur, starfar sem yfir viðskiptastjóri Google og er virkilega klár náungi. Hann hélt að hamingjan fengist í nýjum og dýrum eignum, og að eiga alltaf allt það nýjasta. Einn daginn missir hann son sinn og er þessi bók tileinkuð honum. Hún er svo áhugaverð og ég gæti ekki mælt betur með henni.

Bókin fær mann til að sjá lífið frá öðru sjónarhorni og hvernig við getum stjórnað hugsunum okkar!  Sama hvað við höfum upplifað og hvaða hindranir við rekumst á í lífinu þá getum við alltaf verið þakklát með staðinn sem við erum á akkurat núna og verið bjartsýn með framhaldið. MÆLI MEÐ! 

Uppáhalds opnan mín í bókinni

Ég elska að yfirstrika setningar sem mér finnst mikilvægar

Krúttlega fyrsta blaðsíðan í bókinni. Ég fékk hana í gjöf fyrir þremur árum frá þjálfara KT þegar ég var í heimsókn hjá þeim í Boston :-)

Now, let’s go spread some HAPPY <3

Arnhildur Anna xx

HEILSAN & FERÐALAGIÐ

Góðan daginn kæru lesendur!

Við erum að fara útá land í dag og verðum í nokkra daga að ferðast um fallega Ísland. Það verður að viðurkennast að ferðalögum getur fylgt óregla í hreyfingu og matarræði. Er smá búin að vera pæla í því hvað gæti hjálpað…

 • Taka með heimalagað nesti í bílinn. Til dæmis hnetur, skorna ávextir, harðfisk osfrv.
 • Það er auðvelt að setja handlóð og teygjur í skottið.
 • Það er möguleiki að synda nokkrar ferðir í næstu sundlaug.
 • Fara út að skokka ef þú elskar það.
 • Fjallgöngur/ göngutúrar í náttúrunni. Það er mjög frískandi og góð æfing.
 • Örugglega algjör snilld að taka með sér hjól ef maður er mikið fyrir hjólatúra.
 • Heimsækja krúttleg gym og taka æfingu ef tími gefst.
 • Eeeeða bara slaka á, njóta þess að borða góðan mat með fólkinu sínu og bara VERA til. Það er góð áminning að gymmið fer ekki langt og mun alveg ennþá vera til staðar þegar ferðalaginu er lokið.

Ég bakaði allavega trilljón skinkuhorn fyrir ferðalagið. Er eitthvað heiðarlegra en það?

Bestu helgi xxx

Arnhildur Anna

TOPP 30 AF MÍNU UPPÁHALDS

….

 1. Að fá kaffisendingu í rúmið og rólega morgna
 2. Fjölskylduna mína. Fyndnasta fólk í heimi punktur
 3. Alfreð
 4. Bestu vinkonur mínar
 5. Þegar Theo kemur ekki heim með fugl 
 6. Þegar við erum með burritos í kvöldmatinn
 7. Að setjast inn í heitan bíl 
 8. Currently að labba upp fjöll  
 9. Fara í matarboð eða bjóða heim í mat
 10. Þegar ég næ að horfa á heila mynd með Alfreð án þess að sofna – success. 
 11. Erfiðar og þungar æfingar
 12. Þegar við eyðum kvöldinu í að teikna/ lita í litabækur og borða ís. Btw er nýbúin að fatta hvað Haagen Dazs salted caramel er SJÚKLEGA góður. 
 13. Sinfóníutónleikar.. Það er eitthvað mjög gott við þá. 
 14. Fresh nails
 15. Náttföt 
 16. Að þvo þvott með góðri lykt. Það er áhugamál.  
 17. Uppþvottavélar
 18. Sumarbústaðaferðir
 19. Ferðalög
 20. Að vera með góða húð. I really appreciate it 
 21. Virkilega góðir kaffibollar
 22. Hlusta á Stevie Wonder mjög hátt í bílnum 
 23. Breakfast burritos 
 24. Faðmlög
 25. Tik tooook
 26. Smákökudeig 
 27. Kanilsnúðarnir hennar Lindu Ben 
 28. Step brothers 
 29. Gott rauðvín og steik
 30. Hlæjandi fólk 
 

FIMM MÍNÚTNA MAKEUP RÚTÍNA OG UPPÁHALDS SNYRTIVÖRUR

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Nathan og Olsen. 

 

Góðan daginn xx

Ég setti á instagramið mitt í dag video af 5 mínútna makeup rútínunni minni og notaði uppáhalds snyrtivörurnar mínar. Ég dýrka náttúrulega makeup sem tekur ekki langan tíma að gera og vörur með mjög léttri og fallegri áferð.

Ætla að leyfa myndunum að tala :)

 

Videoið er í story núna en verður svo í highlights xx 

 

 

Þangað til næst,

Arnhildur Anna xx

Instagram: arnhilduranna

UPPÁHALDS HRINGUR AT THE MOMENT

Þessi er uppáhalds hringurinn minn þessa dagana! Elska elska elska hann. Blanda líka oft fleiri hringjum við en finnst hann mjög sætur einn og sér <3

 

 

 

 

Ég keypti hann hjá Hildi Hafstein. Hringarnir hennar eru svo fallegir!

Arnhildur Anna xoxo

15 MÍNÚTNA MORGUNRÚTÍNAN MÍN

Ég <3 rólegir morgnar. Besti tími dagsins!

Það er bara svo gott að byrja dagana vel.. Geri mér grein fyrir því að allir morgnar geta ekki rúllað svona en í þessu blessaða ástandi hef ég hef verið að vinna með þessa rútínu: 

 • Vakna nánast alltaf án vekjaraklukku, sem er dásamlegt! 
 • Ég ætla að viðurkenna að það fyrsta sem ég geri er að kíkja á úrið mitt til að sjá hvernig ég svaf um nóttina. Ég er algjörlega húkt á ‘autosleep’ appinu. 
 • Svo er það aðalmálið. Fara fram, drekka vatnsglas og sækja kaffibolla til að taka með uppí rúm og lesa fréttir og allt það nýja. Svo jafnvel sækja bolla númer 2 og 3… 

Ég lofa að þetta er mjög næs. Þetta program er lengra en korter :D 

Arnhildur Anna xxx 

Instagram: arnhilduranna 

ÞAÐ SEM SAMKOMUBANNIÐ HEFUR KENNT MÉR

Það sem samkomubannið hefur kennt mér…

 

 • Að vera miklu öruggari í eldhúsinu! Er að breytast í gelluna sem mætir með eftirrétti í öll matarboð og get bakað gulrótakökuna hennar tengdó án þess að fara eftir uppskrift. Næst á dagskrá er að prófa einhverja geggjaða uppskrift frá Hildi nýjasta Trendnet pennanum xx 
 • Tennis. Hef ekki æft aðra íþrótt en lyftingar í mörg ár og OMG hvað það er gaman í tennis. Elska að fá tækifæri til að prófa eitthvað nýtt og svo er sérstaklega gaman að stunda sport með fjölskyldunni! Tennisspaði er á afmælisgjafalistanum for sure.
 • Að vera sjálfri mér nóg. Ég er alveg mjög að dýrka það að eyða miklum tíma heima og slaka á. Ég þarf ekki að vera allsstaðar og þarf ekki að afreka milljón hluti á einum degi.
 • Að fólkið mitt er skemmtilegasta crowdið. Þurfti reyndar ekki samkomubann til að átta mig á því en bara good reminder. Þrátt fyrir aðstæður er hægt að hafa mjög gaman heima. Venjuleg matarboð, matarboð með sérstökum þemum, pöbbarölt innanhúss, feluleikur (ekki að djóka, það er sturlað fyndið) ofl. Kannski er húmorinn af skornum skammti þessar vikurnar hahah…!
 • Að taka ekki hlutunum sem sjálfsögðum. Til dæmis að skjótast í Ikea, í vinkonuheimsóknir og aðallega á almennilega æfingu.

 

Þegar við gerðum okkur dagamun og vorum með innanhúss pöbbarölt

Sætasti djúsbarinn hjá yngstu systur minni 

Arnhildur Anna xoxo

instagram: arnhilduranna