Arnhildur Anna

SPENNANDI TÍMAR FRAMUNDAN: NÝ VINNA

Halló halló! Smá life update :)

Er svo glöð og stolt að segja ykkur frá nýja starfinu mínu hjá Core! Var að byrja sem brand manager fyrir Barebells og mun líka sjá um markaðssetningu fyrir vörur eins og Nocco, Vitamin Well Zero ofl. Ég gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímum og hlakka til að takast á við nýjar áskoranir og læra heilan helling! Nocco hefur verið styrktaraðili minn síðan 2016 og nýlega bættist Barebells við. Ég þekki því vörurnar vel og finnst ekkert smá spennandi að fá tækifæri til að vinna fyrir þessi geggjuðu vörumerki.

FUN times coming up!

 

 

Ykkar Arnhildur Anna xx

instagram: arnhilduranna

GYM MAKEUP

Eitt geggjað combo. Gymmið og makeup!

Færslan er unnin í samstarfi með Nathan&Olsen

Ég hef mikinn áhuga á fallegri förðun og fannst ekkert smá gaman í skólanum hjá Hörpu Kára vinkonu en ég útskrifaðist þaðan í desember í fyrra. Því fannst mér tilvalið að skella í eina færslu um létt makeup fyrir æfingu sem tekur í mesta lagi 5 mínútur. Við viljum auðvitað líka vera gellur á æfingu!

Það kemur kannski á óvart en mér finnst ekkert sérlega skemmtilegt að mála sjálfa mig og ég kýs allan daginn að vera ómáluð. Eða allavega lítið máluð, svo vörurnar sem ég nota gefa mjög náttúrulegt útlit.

Ég er að elska þennan farða frá Shisheido, en áferðin er mjög létt og farðinn gefur manni frísklegt útlit. Hann inniheldur 50+ sólarvörn og er nánast vatnsheldur svo að farðinn færist ekki til í svitanum. Fullkominn á æfingar í sumar :)

Á eftir farðanum finnst mér must að bretta augnhárin og greiða augabrúnirnar. Ég lýg því ekki þegar ég segi að brettarinn minn er það allra mikilvægasta í snyrtitöskunni minni. Ég fer ekki útúr húsi án þess að nota hann! Ég fékk þennan Shisheido brettara í gjöf í fyrra og hann er sá besti sem ég hef prófað. Ég gæti ekki mælt meira með honum. Ég nota einnig augabrúnablýant frá Shisheido (í litnum Taupe) og augabrúnagel frá Gosh. Þær vörur eru einnig ómissandi að mínu mati.

Og til að setja punktinn yfir i-ið set ég smá sólarpúður á ennið og undir kinnbeinin. Ég er mjög hrifin af sólarpúðrunum frá Guerlain og ég hef notað þau í mörg ár. Mitt er í litnum 03 Natural.

 

Arnhildur Anna xx

Instagram: arnhilduranna

AFHVERJU KRAFTLYFTINGAR?

Ég fæ oft alls konar spurningar um kraftlyftingarnar svo mér finnst tilvalið að fjalla um íþróttina í fyrsta pistlinum mínum hér og svara því hvernig ég leiddist inn í sportið.

Kraftlyftingar saman standa af hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Keppt er í þyngdarflokkum og aldursflokkum. Keppendur fá þrjár tilraunir í hverri grein, svo í heildina eru 9 lyftur framkvæmdar og er markmiðið að lyfta sem mestri þyngd.

Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki hugmynd um hvað kraftlyftingar voru áður en ég byrjaði sjálf að æfa. Fyrst fannst mér tilhugsunin fáránleg við að klæða mig í singlet, setja á mig lyftingabelti og lyfta eins þungu og ég gæti fyrir framan fullt af fólki. Ég hafði oft séð karla með lyftingabelti í ræktinni og ég lofaði sjálfri mér því að setja aldrei á mig slíkt. Í dag er lyftingabeltið mitt algjörlega ómissandi og ég held mjög mikið uppá það. Frekar fyndið að hugsa til þess. Í dag á ég 13 Íslandsmet, hef unnið Íslands- og Bikarmeistaratitla og ferðast um heiminn á EM og HM. Tvítug Arnhildur hefði hlegið að þessum staðreyndum!

Allavega. Aðal ástæðan fyrir því að ég fór í kraftlyftingar er mamma. Hún er mín helsta fyrirmynd í einu og öllu. Hún sjálf var að keppa í kraftlyftingum á þeim tíma og mér fannst hún svo kúl, enda sjúklega sterk og í geggjuðu formi. Ég var varla komin heim úr útskriftarferð Kvennó þegar ég sendi skilaboð á Ingimund Björgvinsson, þjálfara mömmu og í mögulega versta formi lífs míns, vel södd eftir McDonalds og þrotuð á því var ég mjög tilbúin að taka mig í gegn. Það tók mig ekki langan tíma að ná góðum árangri og styrkjast helling bæði líkamlega og andlega. Á þeim tíma var ekki mikið um konur í kraftlyftingum, svo þetta þótti heldur sérstakt og þegar ég lít til baka þá er ég mjög stolt af nítján ára gamalli Arnhildi að hafa lagt svona mikið á sig til að ná árangri og hafa sett heilbrigðan lífsstíl í forgang. Ég man hvað mér þótti það erfitt enda á menntaskólaárunum og nóg að gera í félagslífinu. Er svo ánægð með þessa bylgju sem er í gangi núna. Allar stelpur vilja vera svo sterkar, sem er geggjað!  

Kraftlyftingar eru svo mælanleg íþrótt og á sama tíma er árangurinn svo augljós. Það tók mig ekki langan tíma að verða heltekin af íþróttinni. Ég held að ég viti ekki um betri tilfinningu en að verða sterkari og ég mun aldrei hætta að lyfta lóðum :)

Arnhildur Anna xx

Instagram: arnhilduranna 

HALLÓ TRENDNET

Hæ þið xx Arnhildur Anna Árnadóttir heiti ég og er nýr bloggari hér á Trendnet. Það er heiður fyrir mig að fá boð um að vera hluti af þessu glæsilega teymi og ég gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímum.

Mig langar að byrja á því að kynna mig. Ég er 26 ára gömul, uppalin á Seltjarnarnesi og er lyftingakona, félags- og förðunarfræðingur. Ég á 7 systkini og risa stóra fjölskyldu sem ég elska að vera partur af. Svo er ég líka kisumamma.

Áhugamálin mín eru íþróttir, líkamleg heilsa, mannleg hegðun og andlegur styrkur og hvernig hann getur mótað okkur sem karakter. Ég æfi kraftlyftingar og hef keppt í íþróttinni síðastliðin 7 ár. Lyftingar hafa klárlega mótað mig sem manneskju og ég er ekkert smá þakklát að fá tækifæri til að miðla minni reynslu, deila með ykkur alls kyns pælingum og staðreyndum um mikilvægi líkamlegs styrks og hvernig við getum verið besta útgáfan af okkur sjálfum. Pistlarnir mínir á Trendnet munu því koma til með að fjalla um heilsu og fleira því tengt.

Er svo innilega spennt fyrir komandi tímum! Þið getið einnig fylgst með mér á instagram xx

Þangað til næst,

Ykkar Arnhildur Anna xxx