fbpx

Arnhildur Anna

ÉG ÞARF EKKI AÐ ÆFA – ÉG FÆ AÐ ÆFA

Góða kvöldið :)

Ég rakst á þessa mynd á instagramminu hjá Ben Bergeron þjálfara Katrínar Tönju vinkonu minnar fyrir tveimur árum og mér finnst hún svo geggjuð. Þetta virkilega situr í mér. Mér finnst svo mikilvægt að taka engu sem sjálfsögðum hlut og vera ekki að mikla hlutina fyrir okkur.

 • Ég þarf ekki að mæta á æfingar, ég fæ tækifæri til að æfa. Mér finnst ég mjög heppin að hafa næga orku til þess að æfa vel, eiga heilbrigðan og sterkan líkama og fá að æfa alla daga.
 • Ég þarf ekki að vinna, ég fæ að vinna. Vá hvað ég er heppin að vinna á skemmtilegum vinnustað í kringum gott og drífandi fólk. Það eru forréttindi.
 • Ég þarf ekki að eyða tíma með fjölskyldunni og vinkonum, ég fæ tækifæri til þess. Ég á svo gott fólk og stundir með þeim eru ómetanlegar. Mér finnst ég ríkust í heimi og myndi aldrei líta á það sem svo að ég þyrfti að eyða tíma með fólkinu mínu.
 • Ég þarf ekki að borða hollan og næringarríkan mat, það stendur mér til boða. Ég nýt þess að borða hollan og góðan mat sem gerir mig betri og lætur mér líða vel.

 

Það er mun skemmtilegra að horfa á lífið frá þessu sjónarhorni :)

Arnhildur Anna xx

ERTU AÐ FÁ NÆGAN SVEFN?

Síðastliðið ár hef ég pælt verulega mikið í svefninum mínum og fundið út hvað nægur svefn skiptir öllu máli til að dagurinn verði betri og ég afkastameiri.

Eftir að hafa lesið bókina Why we sleep eftir Matthew Walker og hlustað á viðtöl við hann finnst mér standa uppúr að ef við fáum ekki nægan svefn verður líkamsstarfsemin okkar töluvert slakari. Við erum síður tilbúin að takast á við krefjandi verkefni og svefnleysi hefur áhrif á matarlystina okkar, en líkaminn leitar frekar í fljótlega og óholla næringu ef við erum ekki úthvíld. Afleiðingarnar eru margar en hann fjallar ítarlega um þær í bókinni sinni.

En hvað er nægur svefn? Það er ráðlagt að sofa í sirka 7-9 klukkustundir og ég reyni að sofa aldrei styttra en í 8 klukkustundir.

Ég tileinkaði mér góðar svefnvenjur eftir að ég byrjaði að “tracka” svefninn minn. Ég sef alltaf með apple úr og nota app sem heitir auto sleep sem ég mæli hiklaust með að sækja í app store. Í appinu geturu séð hversu lengi þú svafst, djúpsvefninn þinn, hjartslátt og gæði svefnsins. Ég vakna í alvöru spennt á morgnana til að sjá hvernig ég svaf!

Til að ná sem bestum svefni finnst mér mikilvægt að

 • sofa í vel kældu herbergi
 • drekka ekki kaffi eða Nocco seinni part dags
 • minnka símanotkun á kvöldin! Það er rosalega gott að slaka bara á og vera á staðnum :)
 • koma líkamanum í rútínu. Það er gott markmið að venja sig á að fara alltaf að sofa á svipuðum tímum.

Til að sýna ykkur uppáhalds appið mitt þá sjáiði mynd 😀Hér má sjá að ég svaf í 8:31 klst, fékk 3 klst djúpsvefn og hjartslátturinn var í 58 slögum. Einnig má sjá svart á hvítu að ég sofnaði yfir þætti en þóttist vera vakandi þegar Alfreð tjékkaði heeheeee.

Ef þú hefur áhuga á að breyta svefnvenjum þínum þá mæli ég hiklaust með að lesa bókina Why we sleep eða hlusta á podcast þar sem hann fjallar um mikilvægi svefns. Ég sver að þú munt fá þetta á heilann eins og ég.

Bestu nótt 😴

Arnhildur Anna xx

instagram: arnhilduranna

ÆFINGARÚTÍNA EFTIR SUMARIÐ

Ég viðurkenni það fúslega að mér finnst mest krefjandi að æfa á sumrin af öllum árstíðum og ég get ímyndað mér að einhverjir séu í basli með að koma sér úr sumargírnum yfir í haustrútínuna hvað varðar æfingar. 

Það er bara eitthvað við sumrin sem gerir fólk svo afslappað. Ferðalög með fjölskyldunni, veiðiferðir, útilegur og aðalmálið: rútínuleysi. Ó guð hvað það er samt mikilvægt og gott fyrir líkama og sál að slappa líka af. 

Allavega. Hér eru nokkur atriði sem mér finnst gott að hafa í huga 

 • Rútína. Ég er allavega rútínusjúklingur og vil helst að allir dagar fari eins fram. Þannig ég ELSKA að vera komin á fullt í vinnu og að æfa vel. Í alvöru talað, það gerir svo mikið fyrir mig og það verður auðveldara að halda plani. Góð æfing styrkir mig andlega og hjálpar mér að takast á við verkefni dagsins. 
 • Ný og fersk æfingaföt. Það geta allir verið sammála mér um að ný æfingaföt keyra mann í gang. 
 • Áskrift í líkamsræktarstöð sem hentar þér og æfa þar sem stuðið er. Það finnst mér mjög mikilvægt! 
 • Finna æfingaprógram sem þú hefur gaman af. Það er lykilatriði að hlakka til að mæta á æfingar :) 
 • Að finna gleðina í æfingunum og þitt “why”. Það gerir mikið fyrir mig að minna mig á af hverju ég dýrka að lyfta og að það séu forréttindi að FÁ að lyfta. 

Hreyfing styrkir okkur bæði líkamlega og andlega. Njótið þess að hugsa vel um ykkur xxx

Arnhildur Anna

instagram: arnhilduranna 

 

NÝTT: BAREBELLS CORE BAR

Góðan daginn xx

Í dag verður CORE BAR fáanlegt í búðum! Ég hef beðið spennt eftir þeim og ég veit að fleiri eru sammála.

Stykkin koma í þremur bragðtegundum. Toffee, Apple Pie og Brownie og öll með mjúkri fyllingu (sleeeef)

Barebells ætlar að gefa nokkrum heppnum birgðir af Core bar. Til að taka þátt í leiknum ýttu HÉR 

Góð hugmynd: Setja stykkið í örbylgjuofninn í nokkrar sek. Og njóta.

Arnhildur Anna xx

instagram: arnhilduranna

FJÓRAR ÁSTÆÐUR TIL AÐ LYFTA LÓÐUM

Góðan daginn!

Mig langar til að nefna fjórar góðar ástæður fyrir því af hverju það er gott fyrir líkama og sál að lyfta lóðum. Ég gæti auðvitað talið upp fleiri en mér finnst þessar standa uppúr!

 • Þegar við lyftum lóðum verður líkaminn sterkari og heilbrigðari og þannig aukum við lífsgæðin (að mínu mati). Líkamlegur styrkur er afar mikilvægur til að takast á við hversdagsleg verkefni og gerir okkur lífið auðveldara á margan hátt. Til dæmis að bera þunga innkaupapoka, halda á börnum, sinna áhugamálum, stunda íþróttir og sjá um heimilið. 
 • Lyftingar hægja á öldrun. Þegar þú lyftir lóðum styrkirðu beinin og minnkar þar af leiðandi líkurnar á beinþynningu. Besta dæmið er afi minn sem lyftir lóðum nokkrum sinnum í viku. Hann er beinni í baki og sterkari en nokkru sinni fyrr. Ég ætla að verða jafn kúl og hann! 
 • Lyftingar eru mjög eflandi fyrir sjálfið og ég held að margir séu sammála mér þegar ég segi að lyftingar auki sjálfstraust. Maður er stöðugt í keppni við sjálfan sig og að takast á við áskoranir. Það gefur mér að minnsta kosti aukna trú á sjálfri mér þegar ég lyfti þyngd sem ég hef annað hvort ekki lyft áður eða hefur reynst mér erfið. Litlu sigrarnir styrkja okkur. Og það magnaða er að þeir styrkja okkur líka utan gymmsins. Mér finnst ég tilbúnari í verkefni dagsins eftir að hafa lokið æfingu :) 
 • Lyftingar hreinsa hugann og í miðri lyftu verður núvitundin algjör. Ég veit fátt betra en að fara á æfingu og tæma hugann algjörlega. 

 

 

Ég er að minnsta kosti þakklát fyrir styrkinn minn sem nýtist mér á hverjum degi og gerir mér kleift að gera allt sem mig langar til!

Arnhildur Anna xx

instagram: arnhilduranna

ÍTALÍA

Góðan daginn!

Síðastliðnar vikur höfum við fjölskyldan verið á flakki um Ítalíu en tilefnið er fimmtugsafmæli elsku mömmu.

Ég kemst ekki hjá því að deila með ykkur minni upplifun og myndum frá æðislegu hóteli sem við gistum á í 3 nætur. Hótelið heitir La Meridiana Montieri og er staðsett í Tuscany. Það er rekið af Íslendingum sem gerir upplifunina enn persónulegri og heimilislegri :) Hótelið er ótrúlega fallegt að innan sem utan og maturinn var æði. Í garðinum er geggjuð sundlaug með útsýni yfir hæðir Tuscany og nóg af húsgögnum til að slaka á og njóta útsýnisins.

Það sem mér fannst standa uppúr er afslappaða andrúmsloftið sem fylgir því að dvelja þarna, en þau eru með asna, geitur og hund sem eru laus um svæðið. Smá sveitafílingur sem ég elska! Ætla að leyfa myndunum að tala :)

Svo fallegt lobby

Ein fallegasta útisturta sem ég hef séð!

Og sundlaugin er geggjuð :)

Asna krútt

Ég mæli svo sannarlega með þessu hóteli ef þið eruð að skipuleggja ferð til Ítalíu :)

Arnhildur Anna

Instagram: arnhilduranna

SPENNANDI TÍMAR FRAMUNDAN: NÝ VINNA

Halló halló! Smá life update :)

Er svo glöð og stolt að segja ykkur frá nýja starfinu mínu hjá Core! Var að byrja sem brand manager fyrir Barebells og mun líka sjá um markaðssetningu fyrir vörur eins og Nocco, Vitamin Well Zero ofl. Ég gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímum og hlakka til að takast á við nýjar áskoranir og læra heilan helling! Nocco hefur verið styrktaraðili minn síðan 2016 og nýlega bættist Barebells við. Ég þekki því vörurnar vel og finnst ekkert smá spennandi að fá tækifæri til að vinna fyrir þessi geggjuðu vörumerki.

FUN times coming up!

 

 

Ykkar Arnhildur Anna xx

instagram: arnhilduranna

GYM MAKEUP

Eitt geggjað combo. Gymmið og makeup!

Færslan er unnin í samstarfi með Nathan&Olsen

Ég hef mikinn áhuga á fallegri förðun og fannst ekkert smá gaman í skólanum hjá Hörpu Kára vinkonu en ég útskrifaðist þaðan í desember í fyrra. Því fannst mér tilvalið að skella í eina færslu um létt makeup fyrir æfingu sem tekur í mesta lagi 5 mínútur. Við viljum auðvitað líka vera gellur á æfingu!

Það kemur kannski á óvart en mér finnst ekkert sérlega skemmtilegt að mála sjálfa mig og ég kýs allan daginn að vera ómáluð. Eða allavega lítið máluð, svo vörurnar sem ég nota gefa mjög náttúrulegt útlit.

Ég er að elska þennan farða frá Shisheido, en áferðin er mjög létt og farðinn gefur manni frísklegt útlit. Hann inniheldur 50+ sólarvörn og er nánast vatnsheldur svo að farðinn færist ekki til í svitanum. Fullkominn á æfingar í sumar :)

Á eftir farðanum finnst mér must að bretta augnhárin og greiða augabrúnirnar. Ég lýg því ekki þegar ég segi að brettarinn minn er það allra mikilvægasta í snyrtitöskunni minni. Ég fer ekki útúr húsi án þess að nota hann! Ég fékk þennan Shisheido brettara í gjöf í fyrra og hann er sá besti sem ég hef prófað. Ég gæti ekki mælt meira með honum. Ég nota einnig augabrúnablýant frá Shisheido (í litnum Taupe) og augabrúnagel frá Gosh. Þær vörur eru einnig ómissandi að mínu mati.

Og til að setja punktinn yfir i-ið set ég smá sólarpúður á ennið og undir kinnbeinin. Ég er mjög hrifin af sólarpúðrunum frá Guerlain og ég hef notað þau í mörg ár. Mitt er í litnum 03 Natural.

 

Arnhildur Anna xx

Instagram: arnhilduranna

AFHVERJU KRAFTLYFTINGAR?

Ég fæ oft alls konar spurningar um kraftlyftingarnar svo mér finnst tilvalið að fjalla um íþróttina í fyrsta pistlinum mínum hér og svara því hvernig ég leiddist inn í sportið.

Kraftlyftingar saman standa af hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Keppt er í þyngdarflokkum og aldursflokkum. Keppendur fá þrjár tilraunir í hverri grein, svo í heildina eru 9 lyftur framkvæmdar og er markmiðið að lyfta sem mestri þyngd.

Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki hugmynd um hvað kraftlyftingar voru áður en ég byrjaði sjálf að æfa. Fyrst fannst mér tilhugsunin fáránleg við að klæða mig í singlet, setja á mig lyftingabelti og lyfta eins þungu og ég gæti fyrir framan fullt af fólki. Ég hafði oft séð karla með lyftingabelti í ræktinni og ég lofaði sjálfri mér því að setja aldrei á mig slíkt. Í dag er lyftingabeltið mitt algjörlega ómissandi og ég held mjög mikið uppá það. Frekar fyndið að hugsa til þess. Í dag á ég 13 Íslandsmet, hef unnið Íslands- og Bikarmeistaratitla og ferðast um heiminn á EM og HM. Tvítug Arnhildur hefði hlegið að þessum staðreyndum!

Allavega. Aðal ástæðan fyrir því að ég fór í kraftlyftingar er mamma. Hún er mín helsta fyrirmynd í einu og öllu. Hún sjálf var að keppa í kraftlyftingum á þeim tíma og mér fannst hún svo kúl, enda sjúklega sterk og í geggjuðu formi. Ég var varla komin heim úr útskriftarferð Kvennó þegar ég sendi skilaboð á Ingimund Björgvinsson, þjálfara mömmu og í mögulega versta formi lífs míns, vel södd eftir McDonalds og þrotuð á því var ég mjög tilbúin að taka mig í gegn. Það tók mig ekki langan tíma að ná góðum árangri og styrkjast helling bæði líkamlega og andlega. Á þeim tíma var ekki mikið um konur í kraftlyftingum, svo þetta þótti heldur sérstakt og þegar ég lít til baka þá er ég mjög stolt af nítján ára gamalli Arnhildi að hafa lagt svona mikið á sig til að ná árangri og hafa sett heilbrigðan lífsstíl í forgang. Ég man hvað mér þótti það erfitt enda á menntaskólaárunum og nóg að gera í félagslífinu. Er svo ánægð með þessa bylgju sem er í gangi núna. Allar stelpur vilja vera svo sterkar, sem er geggjað!  

Kraftlyftingar eru svo mælanleg íþrótt og á sama tíma er árangurinn svo augljós. Það tók mig ekki langan tíma að verða heltekin af íþróttinni. Ég held að ég viti ekki um betri tilfinningu en að verða sterkari og ég mun aldrei hætta að lyfta lóðum :)

Arnhildur Anna xx

Instagram: arnhilduranna