fbpx

Arnhildur Anna

FIMM MÍNÚTNA MAKEUP RÚTÍNA OG UPPÁHALDS SNYRTIVÖRUR

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Nathan og Olsen. 

 

Góðan daginn xx

Ég setti á instagramið mitt í dag video af 5 mínútna makeup rútínunni minni og notaði uppáhalds snyrtivörurnar mínar. Ég dýrka náttúrulega makeup sem tekur ekki langan tíma að gera og vörur með mjög léttri og fallegri áferð.

Ætla að leyfa myndunum að tala :)

 

Videoið er í story núna en verður svo í highlights xx 

 

 

Þangað til næst,

Arnhildur Anna xx

Instagram: arnhilduranna

UPPÁHALDS HRINGUR AT THE MOMENT

Þessi er uppáhalds hringurinn minn þessa dagana! Elska elska elska hann. Blanda líka oft fleiri hringjum við en finnst hann mjög sætur einn og sér <3

 

 

 

 

Ég keypti hann hjá Hildi Hafstein. Hringarnir hennar eru svo fallegir!

Arnhildur Anna xoxo

15 MÍNÚTNA MORGUNRÚTÍNAN MÍN

Ég <3 rólegir morgnar. Besti tími dagsins!

Það er bara svo gott að byrja dagana vel.. Geri mér grein fyrir því að allir morgnar geta ekki rúllað svona en í þessu blessaða ástandi hef ég hef verið að vinna með þessa rútínu: 

 • Vakna nánast alltaf án vekjaraklukku, sem er dásamlegt! 
 • Ég ætla að viðurkenna að það fyrsta sem ég geri er að kíkja á úrið mitt til að sjá hvernig ég svaf um nóttina. Ég er algjörlega húkt á ‘autosleep’ appinu. 
 • Svo er það aðalmálið. Fara fram, drekka vatnsglas og sækja kaffibolla til að taka með uppí rúm og lesa fréttir og allt það nýja. Svo jafnvel sækja bolla númer 2 og 3… 

Ég lofa að þetta er mjög næs. Þetta program er lengra en korter :D 

Arnhildur Anna xxx 

Instagram: arnhilduranna 

ÞAÐ SEM SAMKOMUBANNIÐ HEFUR KENNT MÉR

Það sem samkomubannið hefur kennt mér…

 

 • Að vera miklu öruggari í eldhúsinu! Er að breytast í gelluna sem mætir með eftirrétti í öll matarboð og get bakað gulrótakökuna hennar tengdó án þess að fara eftir uppskrift. Næst á dagskrá er að prófa einhverja geggjaða uppskrift frá Hildi nýjasta Trendnet pennanum xx 
 • Tennis. Hef ekki æft aðra íþrótt en lyftingar í mörg ár og OMG hvað það er gaman í tennis. Elska að fá tækifæri til að prófa eitthvað nýtt og svo er sérstaklega gaman að stunda sport með fjölskyldunni! Tennisspaði er á afmælisgjafalistanum for sure.
 • Að vera sjálfri mér nóg. Ég er alveg mjög að dýrka það að eyða miklum tíma heima og slaka á. Ég þarf ekki að vera allsstaðar og þarf ekki að afreka milljón hluti á einum degi.
 • Að fólkið mitt er skemmtilegasta crowdið. Þurfti reyndar ekki samkomubann til að átta mig á því en bara good reminder. Þrátt fyrir aðstæður er hægt að hafa mjög gaman heima. Venjuleg matarboð, matarboð með sérstökum þemum, pöbbarölt innanhúss, feluleikur (ekki að djóka, það er sturlað fyndið) ofl. Kannski er húmorinn af skornum skammti þessar vikurnar hahah…!
 • Að taka ekki hlutunum sem sjálfsögðum. Til dæmis að skjótast í Ikea, í vinkonuheimsóknir og aðallega á almennilega æfingu.

 

Þegar við gerðum okkur dagamun og vorum með innanhúss pöbbarölt

Sætasti djúsbarinn hjá yngstu systur minni 

Arnhildur Anna xoxo

instagram: arnhilduranna

ÆFING DAGSINS & ARMBEYGJU CHALLENGE

Góðan og blessaðan! Ef þig vantar hugmynd að æfingu þá er ég með eina fyrir þig :) Og smá challenge…

Þessi kemur frá meistara Katrínu Tönju xoxo. Það sem þú þarft: Tvö handlóð. (ég notaði tvö 15kg)

5 umferðir 3:00 min ON/ 1:00 min OFF

 • 6 burpees
 • 8 squat clean
 • 10 hopp yfir handlóðin

Mæli með appinu WOD timer!

Ekki slæmt að æfa úti í þessu sturlaða veðri!

SVO.. armbeygjuchallenge!

 • Á fyrstu mínútu: 1 armbeygja
 • Á annarri mínútu : 2 armbeygjur
 • Á þriðju mínútu: 3 armbeygjur
 • osfrv….

Settu á geggjaðan playlista og fáðu einhvern með þér í þessa veislu. Ég sver að þetta mun svíða hahah.. Mikilvægt að klára allar armbeygjurnar á síðustu mínútunni svo að sú mínúta telji.

Minn tími: 18 mín. Mig langar að heyra frá ef þið prófið 8)

Arnhildur Anna xoxo

HUGMYNDIR AÐ ÆFINGUM FYRIR ÞIG

Góðan daginn úr Fossvoginum!

Héðan er allt gott að frétta þrátt fyrir mjög skrítnar aðstæður. Einhversstaðar las ég frábæran punkt um að byrja halda dagbók. Þetta eru svo rosalega sérstakir tímar og mér finnst það góð hugmynd að varðveita þessar minningar! 

Allavega… Það sem lætur mér líða best þessa dagana er að æfa! Er enginn snillingur í að æfa bara með teygjum og handlóðum og bolta en þetta er skemmtilegt tækifæri að prófa mig áfram í æfingum sem ég er ekki vön. Sakna þess mjög mikið að lyfta þungum lóðum en við látum þetta duga í bili. Mér finnst geggjað að fá hugmyndir af netinu og lesa æfingar frá öðrum og því finnst mér góð hugmynd að deila mínum æfingum með ykkur! Aðra þeirra birti ég á instagramminu mínu í gær :)

Þessa tók ég í gær – 

5 hringir af:

 • Hamslides á bolta x16 
 • OH squats með handlóði x16 
 • Mjaðmalyftur með handlóð á mitti x16
 • Afturstig með handlóðum x16
 • Handlóðabekkpressa x10

Ég endaði æfinguna á magaæfingasessioni aka. CORE-ona time! 

Í morgun tók ég svo – 

3 hringir af:

 • Axlapressa með handlóði (hélt um sitthvorn endann) x15
 • Front raise með teygju undir iljunum x10
 • Handlóðabekkpressa (hratt upp og tempo niður) x10

3 hringir af:

 • Mjaðmalyftur með teygju um hnén x20
 • Dúa fótunum út með teygju um hnén í mjaðmaréttustöðu x20
 • Hnébeygja með handlóð á bringu x20

Ég endaði æfinguna svo á smá svita. Reyndu að hafa endurtekningarnar jafn margar alla hringina :P 

EMOM í 15 mínútur (Á fyrstu mínútunni geriru armbeygjur, á annarri mínútu geriru hnébeygjur osfrv.)

 • Armbeygjur
 • Hnébeygjur
 • Planki

Fyrir þessa æfingu (og fleiri æfingar ef ykkur langar að taka þær á tíma) þá mæli ég hiklaust með WOD time appinu! Mjög einfalt í notkun. 


Go sweating nuts! 

Arnhildur Anna xxx

HOME GYM

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Hreysti

Það eru óneitanlega skrítnir tímar núna og ýmislegt í gangi sem við höfum ekki séð áður. Verið er að fresta stórum íþróttaviðburðum og alls konar öðrum samkomum vegna COVID-19 veirunnar. Margir hafa ákveðið að vinna heima á næstunni og fækka ferðum sínum í líkamsræktarstöðvar. 

Mig langaði bara að minna ykkur á mikilvægi þess að hreyfa sig samt sem áður. Það gerir svo mikið fyrir sál og líkama :)

Í samstarfi við Hreysti ætlum við að bjóða uppá 15% afslátt af æfingateygjum, æfingadýnum, ketilbjöllum og handlóðum með kóðanum ‘ArnhildurTrendnet’

Með þessum æfingatólum er auðvelt að setja saman fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar heima! 

Hugmyndir af æfingum:

 • Hliðar- og framskref með teygju utanum lappirnar
 • Glute æfingar með teygjum
 • Fram og afturstig með handlóðum (á staðnum eða yfir stofuna til dæmis)
 • Hnébeygjur (hægt að hafa handlóð á öxlunum eða halda á handlóði á brjóstkassanum)
 • Uppstig með handlóðum (ég mun örugglega nota stól eða sófaborðið haha)
 • Stiff deadlift á annarri með handlóði
 • Bulgarian squat (hægt að nota stól eða borð undir löppina)
 • Handlóða bekkpressa
 • Bodybuilder æfingar (bicep curls, tog, axlapressur)
 • Axlaæfingar með teygjum

Svo mæli ég með að googla og finna einhverjar skemmtilegar æfingar sem henta þér!

Endilega skoðaðu á úrvalið á www.hreysti.is 

Hægt er að fá vörurnar sendar heim fyrir 995 kr.- 

Arnhildur Anna xx

SVEFN RÁÐSTEFNA Í OKTÓBER – DR. MATTHEW WALKER OG DR. ERLA

Góða kvöldið :)

Eins og ég sagði frá í þessari færslu hér þá skiptir svefn mig ótrúlega miklu máli og ég legg mikið upp úr því að fá góðan svefn. Einnig er ég er mikill aðdáandi bókarinnar Why we sleep og ég get staðfest að fáar bækur hafa haft jafn mikil áhrif á mig og þessi. Ég er því mjög spennt fyrir komu MW og hlakka mikið til að sækja ráðstefnuna.

19. október í Eldborg í Hörpu verður Dr. Matthew Walker ásamt Dr. Erlu Björnsdóttur með þriggja tíma  SVEFN ráðstefnu!

 • Dr. Matthew Walker er prófessor við Berkeley (og fyrrum prófessor við Harvard). Hann er sérfræðingur í svefni, sálfræði og taugalífeðlisfræði og skrifaði bókina Why we sleep sem hefur farið sigurför um heiminn og opnað augu almennings fyrir mikilvægi svefns fyrir heilsu, vellíðan og árangri.
 • Dr. Erla er klínískur sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum og sérfræðingur í svefnrannsóknum. Hún er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns. Einnig hefur hún birt fjölda greina í erlendum ritrýndum tímaritum og skrifað mikið um svefn á innlendum vettvangi og gaf út bókina Svefn árið 2017.

Dagskrá

13.00 – 13:10  Hvernig sofa Íslendingar? 

13:10 – 14:00  Hvers vegna sofum við?

14:00 – 14:30  Hlé

14:30 – 14:50  Er syfja lúmskur skaðvaldur?

15:50 – 15:10  Hvernig getum við brugðist við svefnvanda barna og ungmenna?

15:10 – 15:50  Er svefn ofurkraftur kvenna?

15:50 – 16:00  Samantekt

Skyldumæting fyrir alla, unga jafnt sem aldna, því svefn skiptir okkur öll máli! Ég er allavega mega spennt.

HÉR er hægt að kaupa miða á fyrirlesturinn. Verðið er 29.900 kr og minni á að hægt er að nýta réttindi til niðurgreiðslu hjá stéttarfélögum. 

ps. Ég mæli með að hlusta á þetta podcast ef þú hefur ekki kynnt þér málið. 

Góða nótt og sofið vel 8)