fbpx

Arnhildur Anna

NOW, LET’S GO SPREAD SOME HAPPY

Mig langar svo að segja ykkur frá uppáhalds bókinni minni. Hún heitir Solve for happy og ég fékk hana í gjöf fyrir nokkrum árum. Ég hef lesið margar góðar bækur en þessi stendur uppúr alveg klárlega því hún kenndi mér svo margt og mikið.

Höfundur bókarinnar heitir Mo Gawdat og hún fjallar um hvernig sé einfaldast að vera hamingjusamur. Höfundurinn er verkfræðingur, starfar sem yfir viðskiptastjóri Google og er virkilega klár náungi. Hann hélt að hamingjan fengist í nýjum og dýrum eignum, og að eiga alltaf allt það nýjasta. Einn daginn missir hann son sinn og er þessi bók tileinkuð honum. Hún er svo áhugaverð og ég gæti ekki mælt betur með henni.

Bókin fær mann til að sjá lífið frá öðru sjónarhorni og hvernig við getum stjórnað hugsunum okkar!  Sama hvað við höfum upplifað og hvaða hindranir við rekumst á í lífinu þá getum við alltaf verið þakklát með staðinn sem við erum á akkurat núna og verið bjartsýn með framhaldið. MÆLI MEÐ! 

Uppáhalds opnan mín í bókinni

Ég elska að yfirstrika setningar sem mér finnst mikilvægar

Krúttlega fyrsta blaðsíðan í bókinni. Ég fékk hana í gjöf fyrir þremur árum frá þjálfara KT þegar ég var í heimsókn hjá þeim í Boston :-)

Now, let’s go spread some HAPPY <3

Arnhildur Anna xx

HEILSAN & FERÐALAGIÐ

Góðan daginn kæru lesendur!

Við erum að fara útá land í dag og verðum í nokkra daga að ferðast um fallega Ísland. Það verður að viðurkennast að ferðalögum getur fylgt óregla í hreyfingu og matarræði. Er smá búin að vera pæla í því hvað gæti hjálpað…

 • Taka með heimalagað nesti í bílinn. Til dæmis hnetur, skorna ávextir, harðfisk osfrv.
 • Það er auðvelt að setja handlóð og teygjur í skottið.
 • Það er möguleiki að synda nokkrar ferðir í næstu sundlaug.
 • Fara út að skokka ef þú elskar það.
 • Fjallgöngur/ göngutúrar í náttúrunni. Það er mjög frískandi og góð æfing.
 • Örugglega algjör snilld að taka með sér hjól ef maður er mikið fyrir hjólatúra.
 • Heimsækja krúttleg gym og taka æfingu ef tími gefst.
 • Eeeeða bara slaka á, njóta þess að borða góðan mat með fólkinu sínu og bara VERA til. Það er góð áminning að gymmið fer ekki langt og mun alveg ennþá vera til staðar þegar ferðalaginu er lokið.

Ég bakaði allavega trilljón skinkuhorn fyrir ferðalagið. Er eitthvað heiðarlegra en það?

Bestu helgi xxx

Arnhildur Anna

TOPP 30 AF MÍNU UPPÁHALDS

….

 1. Að fá kaffisendingu í rúmið og rólega morgna
 2. Fjölskylduna mína. Fyndnasta fólk í heimi punktur
 3. Alfreð
 4. Bestu vinkonur mínar
 5. Þegar Theo kemur ekki heim með fugl 
 6. Þegar við erum með burritos í kvöldmatinn
 7. Að setjast inn í heitan bíl 
 8. Currently að labba upp fjöll  
 9. Fara í matarboð eða bjóða heim í mat
 10. Þegar ég næ að horfa á heila mynd með Alfreð án þess að sofna – success. 
 11. Erfiðar og þungar æfingar
 12. Þegar við eyðum kvöldinu í að teikna/ lita í litabækur og borða ís. Btw er nýbúin að fatta hvað Haagen Dazs salted caramel er SJÚKLEGA góður. 
 13. Sinfóníutónleikar.. Það er eitthvað mjög gott við þá. 
 14. Fresh nails
 15. Náttföt 
 16. Að þvo þvott með góðri lykt. Það er áhugamál.  
 17. Uppþvottavélar
 18. Sumarbústaðaferðir
 19. Ferðalög
 20. Að vera með góða húð. I really appreciate it 
 21. Virkilega góðir kaffibollar
 22. Hlusta á Stevie Wonder mjög hátt í bílnum 
 23. Breakfast burritos 
 24. Faðmlög
 25. Tik tooook
 26. Smákökudeig 
 27. Kanilsnúðarnir hennar Lindu Ben 
 28. Step brothers 
 29. Gott rauðvín og steik
 30. Hlæjandi fólk 
 

FIMM MÍNÚTNA MAKEUP RÚTÍNA OG UPPÁHALDS SNYRTIVÖRUR

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Nathan og Olsen. 

 

Góðan daginn xx

Ég setti á instagramið mitt í dag video af 5 mínútna makeup rútínunni minni og notaði uppáhalds snyrtivörurnar mínar. Ég dýrka náttúrulega makeup sem tekur ekki langan tíma að gera og vörur með mjög léttri og fallegri áferð.

Ætla að leyfa myndunum að tala :)

 

Videoið er í story núna en verður svo í highlights xx 

 

 

Þangað til næst,

Arnhildur Anna xx

Instagram: arnhilduranna

UPPÁHALDS HRINGUR AT THE MOMENT

Þessi er uppáhalds hringurinn minn þessa dagana! Elska elska elska hann. Blanda líka oft fleiri hringjum við en finnst hann mjög sætur einn og sér <3

 

 

 

 

Ég keypti hann hjá Hildi Hafstein. Hringarnir hennar eru svo fallegir!

Arnhildur Anna xoxo

15 MÍNÚTNA MORGUNRÚTÍNAN MÍN

Ég <3 rólegir morgnar. Besti tími dagsins!

Það er bara svo gott að byrja dagana vel.. Geri mér grein fyrir því að allir morgnar geta ekki rúllað svona en í þessu blessaða ástandi hef ég hef verið að vinna með þessa rútínu: 

 • Vakna nánast alltaf án vekjaraklukku, sem er dásamlegt! 
 • Ég ætla að viðurkenna að það fyrsta sem ég geri er að kíkja á úrið mitt til að sjá hvernig ég svaf um nóttina. Ég er algjörlega húkt á ‘autosleep’ appinu. 
 • Svo er það aðalmálið. Fara fram, drekka vatnsglas og sækja kaffibolla til að taka með uppí rúm og lesa fréttir og allt það nýja. Svo jafnvel sækja bolla númer 2 og 3… 

Ég lofa að þetta er mjög næs. Þetta program er lengra en korter :D 

Arnhildur Anna xxx 

Instagram: arnhilduranna 

ÞAÐ SEM SAMKOMUBANNIÐ HEFUR KENNT MÉR

Það sem samkomubannið hefur kennt mér…

 

 • Að vera miklu öruggari í eldhúsinu! Er að breytast í gelluna sem mætir með eftirrétti í öll matarboð og get bakað gulrótakökuna hennar tengdó án þess að fara eftir uppskrift. Næst á dagskrá er að prófa einhverja geggjaða uppskrift frá Hildi nýjasta Trendnet pennanum xx 
 • Tennis. Hef ekki æft aðra íþrótt en lyftingar í mörg ár og OMG hvað það er gaman í tennis. Elska að fá tækifæri til að prófa eitthvað nýtt og svo er sérstaklega gaman að stunda sport með fjölskyldunni! Tennisspaði er á afmælisgjafalistanum for sure.
 • Að vera sjálfri mér nóg. Ég er alveg mjög að dýrka það að eyða miklum tíma heima og slaka á. Ég þarf ekki að vera allsstaðar og þarf ekki að afreka milljón hluti á einum degi.
 • Að fólkið mitt er skemmtilegasta crowdið. Þurfti reyndar ekki samkomubann til að átta mig á því en bara good reminder. Þrátt fyrir aðstæður er hægt að hafa mjög gaman heima. Venjuleg matarboð, matarboð með sérstökum þemum, pöbbarölt innanhúss, feluleikur (ekki að djóka, það er sturlað fyndið) ofl. Kannski er húmorinn af skornum skammti þessar vikurnar hahah…!
 • Að taka ekki hlutunum sem sjálfsögðum. Til dæmis að skjótast í Ikea, í vinkonuheimsóknir og aðallega á almennilega æfingu.

 

Þegar við gerðum okkur dagamun og vorum með innanhúss pöbbarölt

Sætasti djúsbarinn hjá yngstu systur minni 

Arnhildur Anna xoxo

instagram: arnhilduranna

ÆFING DAGSINS & ARMBEYGJU CHALLENGE

Góðan og blessaðan! Ef þig vantar hugmynd að æfingu þá er ég með eina fyrir þig :) Og smá challenge…

Þessi kemur frá meistara Katrínu Tönju xoxo. Það sem þú þarft: Tvö handlóð. (ég notaði tvö 15kg)

5 umferðir 3:00 min ON/ 1:00 min OFF

 • 6 burpees
 • 8 squat clean
 • 10 hopp yfir handlóðin

Mæli með appinu WOD timer!

Ekki slæmt að æfa úti í þessu sturlaða veðri!

SVO.. armbeygjuchallenge!

 • Á fyrstu mínútu: 1 armbeygja
 • Á annarri mínútu : 2 armbeygjur
 • Á þriðju mínútu: 3 armbeygjur
 • osfrv….

Settu á geggjaðan playlista og fáðu einhvern með þér í þessa veislu. Ég sver að þetta mun svíða hahah.. Mikilvægt að klára allar armbeygjurnar á síðustu mínútunni svo að sú mínúta telji.

Minn tími: 18 mín. Mig langar að heyra frá ef þið prófið 8)

Arnhildur Anna xoxo

HUGMYNDIR AÐ ÆFINGUM FYRIR ÞIG

Góðan daginn úr Fossvoginum!

Héðan er allt gott að frétta þrátt fyrir mjög skrítnar aðstæður. Einhversstaðar las ég frábæran punkt um að byrja halda dagbók. Þetta eru svo rosalega sérstakir tímar og mér finnst það góð hugmynd að varðveita þessar minningar! 

Allavega… Það sem lætur mér líða best þessa dagana er að æfa! Er enginn snillingur í að æfa bara með teygjum og handlóðum og bolta en þetta er skemmtilegt tækifæri að prófa mig áfram í æfingum sem ég er ekki vön. Sakna þess mjög mikið að lyfta þungum lóðum en við látum þetta duga í bili. Mér finnst geggjað að fá hugmyndir af netinu og lesa æfingar frá öðrum og því finnst mér góð hugmynd að deila mínum æfingum með ykkur! Aðra þeirra birti ég á instagramminu mínu í gær :)

Þessa tók ég í gær – 

5 hringir af:

 • Hamslides á bolta x16 
 • OH squats með handlóði x16 
 • Mjaðmalyftur með handlóð á mitti x16
 • Afturstig með handlóðum x16
 • Handlóðabekkpressa x10

Ég endaði æfinguna á magaæfingasessioni aka. CORE-ona time! 

Í morgun tók ég svo – 

3 hringir af:

 • Axlapressa með handlóði (hélt um sitthvorn endann) x15
 • Front raise með teygju undir iljunum x10
 • Handlóðabekkpressa (hratt upp og tempo niður) x10

3 hringir af:

 • Mjaðmalyftur með teygju um hnén x20
 • Dúa fótunum út með teygju um hnén í mjaðmaréttustöðu x20
 • Hnébeygja með handlóð á bringu x20

Ég endaði æfinguna svo á smá svita. Reyndu að hafa endurtekningarnar jafn margar alla hringina :P 

EMOM í 15 mínútur (Á fyrstu mínútunni geriru armbeygjur, á annarri mínútu geriru hnébeygjur osfrv.)

 • Armbeygjur
 • Hnébeygjur
 • Planki

Fyrir þessa æfingu (og fleiri æfingar ef ykkur langar að taka þær á tíma) þá mæli ég hiklaust með WOD time appinu! Mjög einfalt í notkun. 


Go sweating nuts! 

Arnhildur Anna xxx

HOME GYM

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Hreysti

Það eru óneitanlega skrítnir tímar núna og ýmislegt í gangi sem við höfum ekki séð áður. Verið er að fresta stórum íþróttaviðburðum og alls konar öðrum samkomum vegna COVID-19 veirunnar. Margir hafa ákveðið að vinna heima á næstunni og fækka ferðum sínum í líkamsræktarstöðvar. 

Mig langaði bara að minna ykkur á mikilvægi þess að hreyfa sig samt sem áður. Það gerir svo mikið fyrir sál og líkama :)

Í samstarfi við Hreysti ætlum við að bjóða uppá 15% afslátt af æfingateygjum, æfingadýnum, ketilbjöllum og handlóðum með kóðanum ‘ArnhildurTrendnet’

Með þessum æfingatólum er auðvelt að setja saman fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar heima! 

Hugmyndir af æfingum:

 • Hliðar- og framskref með teygju utanum lappirnar
 • Glute æfingar með teygjum
 • Fram og afturstig með handlóðum (á staðnum eða yfir stofuna til dæmis)
 • Hnébeygjur (hægt að hafa handlóð á öxlunum eða halda á handlóði á brjóstkassanum)
 • Uppstig með handlóðum (ég mun örugglega nota stól eða sófaborðið haha)
 • Stiff deadlift á annarri með handlóði
 • Bulgarian squat (hægt að nota stól eða borð undir löppina)
 • Handlóða bekkpressa
 • Bodybuilder æfingar (bicep curls, tog, axlapressur)
 • Axlaæfingar með teygjum

Svo mæli ég með að googla og finna einhverjar skemmtilegar æfingar sem henta þér!

Endilega skoðaðu á úrvalið á www.hreysti.is 

Hægt er að fá vörurnar sendar heim fyrir 995 kr.- 

Arnhildur Anna xx