fbpx

Arnhildur Anna

GRUNNNÁMSKEIÐ Í KRAFTLYFTINGUM

Góðan daginn!

Ég er virkilega spennt að segja ykkur frá því að ég mun þjálfa grunnnámskeið í kraftlyftingum sem fer fram í lyftingasal Stjörnunnar í Ásgarði vikurnar 25. maí til 4. júní! Þú getur skráð þig á námskeið frá klukkan 12-13 eða frá 17-18. Æfingarnar verða 3x í viku á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum (námskeiðið hefst þriðjudaginn 25. maí þar sem mánudagurinn 24. er frídagur).

„Kraftlyftingar eru svo frábærar því þær eru fyrir alla, yngri og eldri, og taka á öllum mikilvægustu vöðvahópunum. Það er mjög mikilvægt að fólk haldi í styrk sinn, varðveiti hann og efli. Líkaminn þarf að vera nógu sterkur til að koma til móts við síhækkandi meðalaldur nútímamannsins. Að lyfta lóðum gerir svo margt gott fyrir okkur,“

Textinn er tekinn úr grein sem birtist á mbl :) Ýttu hér til að lesa meira.

Ef þú hefur áhuga á að læra tækni í hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu þá er þetta þitt tækifæri :) Ég er ekkert smá spennt fyrir þessu og hlakka til að lyfta með fólkinu!

Til að skrá sig: arnhilduranna@gmail.com 

 

 

Bestu kveðjur

Arnhildur Anna xx

KÓSÝGALLINN SEM ÉG FER VARLA ÚR…

Góðan daginn!

Fékk mér besta kósýgalla í heiiiiimi um daginn en við Matthildur systir fórum í myndatöku fyrir Húrra Reykjavík og sátum fyrir í Sporty & Rich fötum. Ég er ekki að ljúga þegar ég segist varla fara úr gallanum.. Þeir eru úr svo þykku og góðu efni og eru mjög þægilegir heima en líka sjúklega flottir við strigaskó og næs jakka :)

Fékk mér gallann í beige lit :) Nota líka þennan poka mjög oft sem elsku mamma gaf mér! Undir tennisspaðann, í búðinni, í ferðalögum…

 

Vörurnar fást í Húrra Reykjavík :)

Arnhildur Anna xxx

2021 HALLÓ

Góðan daginn og gleðilegt nýtt ár <3 Vonandi er árið að byrja vel. Eða mér finnst það allavega! Það sem stendur uppúr eru samverustundirnar með fjölskyldunni, skíðaferð til Akureyrar og verða veðurteppt á Sigló en fyrst og fremst að vera komin í rútínu. Það gerir bara allt fyrir mig! Og svo er sjúklega gaman að vera byrjuð að æfa almennilega aftur.

Uppáhalds þessa dagana….   

  • … krem: Weleda skin food! Ég keypti mér það loksins (til í Krónunni) og þetta krem er akkurat það sem húðin mín þarf þessa dagana. Worth the hype!
  • … snyrtivara: Chanel músin. Nota hana alla daga!
  • … hádegismatur: Ítalskt kjúklingapasta frá PreppUp! Það er svo gott að henda því á pönnu og setja góða dressingu yfir. Sleeef…
  • … æfing: Finnst sjúklega gaman í ólympískum lyftingum núna. Mikið fjör!
  • … æfingaskór: NoBull lyftingaskórnir mínir! Þeir eru svo góðir og flottir líka
  • … lag á æfingu: Drown – Martin Garrix 
  • … app í símanum: Tik tok já já
  • … drykkur: Á eftir ísköldu vatni þá er það Collab
  • … hreyfing: Tennis og bretti

@Hlíðarfjall

Somewhere

Er enn að njóta þess að borða heimilismat eftir hátíðirnar haha @PreppUp

Good 2 be back 8)

Að vera veðurteppt á Sigló var frekar notalegt bara xx @Hótel Sigló

Super fallegt á leiðinni í sjóböðin @Mývatn

Þangað til næst xxx

Arnhildur Anna

GÓÐ HEILSURÁÐ FYRIR HÁTÍÐARNAR

Góðan daginn fallega fólk og gleðilega hátíð <3

Ég þekki það vel sjálf að það getur verið erfitt að halda sér í rútínu í jólafríinu og það getur verið svo auðvelt að bara “missa það” ….og þá líður sko engum vel.

Hér eru nokkrar hugmyndir frá mér til ykkar:

  • Hreyfðu þig (haltu æfingaplaninu eða bjóddu skemmtilegu fólki í göngutúra)
  • Drekktu vatnsglas fyrir hverja máltíð 
  • Borðaðu ávexti og grænmmeti (það er mandarínu season svo það er auðvelt) 
  • Borðaðu jafn og þétt yfir daginn (hver kannast ekki við að vilja spara sig fyrir fyrir kvöldmatinn osfrv) 
  • Plís ekki fá samviskubit yfir því að borða óhollt.. það er algjört mood kill svona um jólin 

Ps. það var SVO falleg veður í dag… Vantar bara snjóinn!

Annars bara hafið það sem allra allra best og knúsið jólakúlurnar ykkar xxx

Arnhildur Anna xx

ÓSKALISTINN MINN ÚR WODBÚÐ

Færslan er unnin í samstarfi við Wodbúð

Góðan daginn!

Til að auðvelda jólagjafavalið þá langar mig að koma með nokkrar hugmyndir. Ég tók saman vörur frá Wodbúð sem ég á og mæli með eða langar að eignast :)

  1. ICIW æfingabuxur – grænar. SNILLDIN við þessar buxur er að þú getur klippt neðan af þeim eins og þér hentar :) Algjör snilld fyrir þær sem þurfa á því að halda! Ég var að eignast svona svartar og ég elska þær strax. Þær skerast ekki inn í mittið…þið skiljið sem skiljið

2. Æfingabrúsi. Ég elska að drekka úr mínum brúsa og er alltaf með hann á mér! Hann heldur vatninu köldu/ heitu í langan tíma :)

3. Vikuplan! VÁ hvað ég þarf á þessu að halda… Algjör snilld fyrir óskipulagspésa eins og mig

4. Æfingateygjur. Mér finnst must að eiga svona teygjur í heimagymmið og svo þegar gymmin opna tekuru þær með þér í töskuna :) Æfingamöguleikarnir eru trilljón!

5. Nike Romaleos lyftingaskór – Fyrir lyftingakonuna þína. Hef heyrt að þeir séu geggjaðir en hef ekki prófað sjálf :)

6. AIM’N high support æfingatoppur – þennan topp þurfa allar konur að eiga :) Heldur ótrúlega vel og ég hef ekki notað annan topp síðan ég eignaðist mína…

7. AIM’N stuttbuxur – Væri mjög til í að eiga þessar heima á æfingu. Svo eru þær geggjaðar á litinn og mjög góðar fyrir næsta sumar :)

8. AIM’N hlírabolur – Miðað við hvað ég elska toppana mikið þá langar mig sjúklega að eignast þennan bol yfir! Og hann er í stíl við stuttbuxurnar omg

9. Nike Zoom Fly 3 hlaupaskór – Ég hleyp ekki mikið en geri það stundum! Hef heyrt frábæra hluti um þá og finnst þeir líka svo svo flottir :)

10. ICIW langermabolur – Ég eeelska að æfa í langermabolum og finnst þessi geggjaður. Hann væri fullkominn í safnið mitt amk!

 

Mæli með að fylgja wodbúð á instagram og skoða heimsíðuna þeirra :)

Þar fást allskonar sniðugar vörur sem henta vel með í jólapakkann!

Bestu kveðjur

Arnhildur Anna xxx

MAKE YOUR MUSCLES HAPPY TODAY

…og beinin og andlegu heilsuna og hjartað og allt saman!

Ég mæli svo innilega með að fylgja einhverju æfingaplani, setja uppáhalds playlistann þinn í gang og hreyfa þig í dag! Lyfta, út að hlaupa, út að labba með vinkonu, æfingar heima í stofu… bara eitthvað sem lætur þér líða vel :)

Ef þig vantar hugmynd þá var þetta mín morgunæfing. Tók alls ekki langan tíma og rífur í ef þú hvílir ekki of lengi á milli setta.

Ps. Ef þú ert með lóð heima…Prófaðu að challenge-a þig og hafa þau aðeins þyngri en vanalega :) You can do it!!

Upphitun að eigin vali

4 hringir af:

– Afturstig til hliðar m/ handlóðum x16

– Framstig m/ handlóðum x16

– Good morning m/ teygju undir iljunum x20

4 hringir af:

– Bicep curls x12

– Tricep pressur x12

– Lats pull /liggjandi á gólfi x20

Malli

– Toe touches

– Knee touches

– Thigh touches (í alveg flatri stöðu)

20-15-10-5

 

 

Dagurinn þinn verður miklu betri fyrir vikið :)

Bestu helgi xxx

Arnhildur Anna

MAIKA’I BOOZT HEIMA

Loksins loksins er hægt að kaupa acai grunninn sem Maika’i notar í skálarnar sínar! Hægt er að nota grunninn til að búa til skálar eða boozt. Það er svo kósý að njóta heima og prófa sig áfram með girnilegar uppskriftir :)

Grunnurinn er unninn úr 100% hreinum acai stykkjum <3 Enginn viðbættur sykur, lífrænn og stútfullur af trefjum og andoxunarefnum. Stykkin eru seld 4x saman og eru til sölu í Maika’i versluninni á Hafnartorgi xx

Ég prófaði að nota grunninn í boostið mitt í hádeginu og vá hvað það var gott! Bjóst ekki við öðru enda eru skálarnar ekkert smá góðar. Ég setti í boostið:

  • Smá epladjús
  • Smá möndlumjólk
  • Banana
  • Frosna mangóteninga
  • Súkkulaðiprótein
  • Sambazon stykki 

 

 

Muna að láta stykkin liggja í volgu vatni í smá tíma áður en þau fara í mixarann

 

 

 

 

 

 

Mæli 100% með að breyta til og prófa að gera acai boozt <3

Arnhildur Anna xx

EVERYDAY MUST DO

Góða kvöldið elsku þið! Hef ekki komið hingað inn í smá tíma en það er búið að vera nóg að gera, sem er geggjað finnst mér :-) Það er mikið að gera í skólanum, í nýrri vinnu og að æfa sjálf. Það er langskemmtilegast að hafa nóg að gera en prógrammið er að breytast núna útaf dálitlu….

Allavega þá langaði mig að telja upp nokkur atriði sem mér finnst vera must do alla daga og sérstaklega þessa dagana… xx

Everyday must do: 

  • Vakna aðeins fyrr en vanalega. Kannski er ég óþolandi A manneskja en það er svo ótrúlega gott að vakna snemma… Að sofa út lætur mér allavega ekki líða betur 8) 
  • Lesa fréttir. Kannski er ég að eldast en það er það fyrsta sem ég geri þegar ég opna símann.. 
  • Hlusta á góða tónlist
  • Eiga quality time með makanum sínum
  • Drekka gott kaffi
  • Drekka nóg af vatni
  • H r e y f i n g. Ná hjartslættinum upp. Bara 30 min hreyfing getur breytt deginum :)
  • Heyra í fólkinu sínu
  • Fá aðra til að brosa! Skemmtileg spjöll við fólkið sitt getur gert daginn enn betri.
  • Hafa hreint í kringum sig
  • Búa til plön og hlakka til einhvers á morgun/ næstu daga
  • Læra eitthvað nýtt af öðrum. Til dæmis foreldrum sínum eða hlusta á gott podcast.
  • Eyða stuttum tíma í símanum
  • Sofa í að minnsta kosti 8 klst

 

Knús

Arnhildur Anna xx

DAGSINS, TOP 10 & Q&A

Uppáhalds þessa dagana…

  • Þættir/ Er húkt á Dexter right now og sem betur fer bara búin með season 1! Mæli líka með Dirty John season 2, The last dance og Jeffrey Epstein: Filthy rich.
  • Æfing/ Held að það mun alltaf vera hnébeygja og réttstöðulyfta! Elska reyndar allar æfingar með clean-i þessa dagana..
  • Veitingastaður/ Má segja Maika’i?
  • Bók/ Trail guide to the body :D
  • Æfingaskór/ Dýrka icy blue NoBull skóna hennar elsku KT
  • Snyrtivara/ Chanel rakamaski
  • App í símanum/ Alveg 100% TikTok! Er mögulega að eyða alltof miklum tíma þar…
  • Lag/ Return of the mack með Mark Morrison! Var að henda í throw back playlista á spotify og fann mjög marga gullmola (hér er hægt að hlusta á hann)
  • Flík/ Var að kaupa mér Nike leggings sem mér fannst einu sinni alltaf mega hallærislegar hahah! Þær eru víðar að neðan og ég er búin að nota þær á hverjum degi síðan ég keypti þær!
  • Morgunmatur/ Eftir morgunæfingu er ég annað hvort að fá mér protein boozt eða brauð steikt á pönnu með eggi og avocado on the side. Svo svo svo gott!

 

Knús

Arnhildur Anna xxx

HALTU PLANI

Góða kvöldið! Vá hef ekki skrifað færslu hérna inn í smá tíma enda búið að vera nóg um að vera. Trúi því alls ekki að sumarið sé að klárast :’/ Þetta var besta sumar í heimi takk fyrir! Erum búin að nýta það ekkert smá vel og ferðast um nánast allt land og njóta þess að vera með fólkinu okkar.

2020 er búið að vera galið skrítið ár og rútínan hefur verið mun óstöðugri en vanalega. Að því leytinu til er ég mjög spennt fyrir haustinu og hlakka strax til að takast á við nýtt nám, verkefni, flutninga og tækifæri. Mér datt í hug að skrifa niður punkta sem peppa mig áfram og hluti sem gera dagana skemmtilegri:

  • Byrja daginn snemma (auðvitað á góðum kaffibolla)
  • Borða hollan mat því það lætur mér líða miklu betur.
  • Fara á æfingu fyrripart dags og velja hreyfingu sem mér finnst skemmtileg. (Er með æði fyrir WorldFit og þungum lyftingum í bland núna) Veit að það eru alls ekki allir sammála en ég fúnkera best þegar ég æfi snemma, annars er ég alltaf að hugsa um hvenær ég ætla að æfa og dagurinn minn fer bara að snúast um að pæla í því.
  • Ákveða hvenær ég ætla að læra og hvar og hvaða námsefni. Ég er komin með nóg af því að vera óskipulögð þegar kemur að námi og er að elska það núna hvað ég er að skipuleggja allt vel fyrir haustið. Það gerir mig bara enn spenntari!
  • Sofa í að minnsta kosti 8 klst.
  • Detta inn í góða og spennandi þáttaseríu. Það er svo sjúklega kósý að enda daginn á þætti sem ég er búin að hlakka til að horfa á.
  • Plana eitthvað skemmtilegt í vikunni. Matarboð, æfingadate, kaffihús, sumó osfrv. Það er svo gaman að hlakka til einhvers!

Að velja sér nám, vinnu eða hreyfingu sem maður hefur virkilega gaman að er m u s t og þá verður svo auðvelt að koma af stað góðri rútínu. Dagarnir eru nefnilega of stuttir fyrir leiðilegt hangs!

Eigðu góða viku og haltu plani

Arnhildur Anna peppkona out xx