fbpx

Arnhildur Anna

NOCCO POP UP Í 101

NOCCO POP UP opnaði í dag á Hafnartorgi og vinum og vandamönnum var boðið í opnunarpartý :)

Í búðinni verður hægt að versla limited Nocco-a, Nocco merch og meira segja pakka inn jólagjöfunum!

Ég mæli með að kíkja inn í þessa bleiku veröld á bæjarröltinu fyrir jólin!

 

Svo fallegt afgreiðsluborð

 

 

 

 

Arnhildur Anna xx

AÐEINS MEIRA EN BARA GYM – HUGARFAR Í KRAFTLYFTINGUM OG HIN FULLKOMNA HNÉBEYGJA

 

Góða kvöldið!

Í vikunni settist ég niður með elsku Birnu vinkonu og við ræddum um kraftlyftingar, hugarfar á mótum, tækni í hnébeygju og réttstöðulyftu og fullt fullt fleira sem skiptir mig máli varðandi lyftingar. Birna er nýlega farin að gefa út hlaðvörp undir nafninu Aðeins meira en bara GYM á spotify og ég mæli mikið með að hlusta enda er hún algjör meistari.

Við gætum örugglega spjallað endalaust um lyftingar en létum ca 40 mínútur duga í þetta sinn 😀

HÉR er hægt að lesa smá samantekt  á 101 síðunni og svo hægt er að hlusta á podcastið HÉR

Arnhildur Anna xx

NIKE BY AIR/ ÓSKALISTINN MINN

Óskalistinn minn úr Nike by AIR

… og kannski góðar hugmyndir að jólagjöfum fyrir hana?

Þessir eru svo geggjaðir og passa við allt! Me wants

Ég þarf kannski að byrja nota svona hárbönd svo ég sé ekki eins og krullhærður karl á æfingum! Mér finnst þessi geggjuð 😍

Mjög flott vesti sem ég sé fyrir mér að yrði miiikið notað

Væri til í að eiga 10 stykki af þessum. Þær eru einfaldlega þægilegastar og heita Nike one luxe

Dýrka að vera í langermabolum á æfingum! Þessi myndi koma sér mjög vel

Þessi bolur er eitthvað annað þægilegur og mig langar að eignast alla liti af honum! Ég held að flestar stelpur geti verið sammála mér að það er geggjað að æfa í bol sem er high neck

Á heimasíðu AIR er hægt að skoða úrvalið! Mæli með að kíkja ef þig vantar annað hvort æfingaföt eða hugmyndir að jólagjöfum 🥰

Arnhildur Anna xx

instagram: arnhilduranna

LÍFIÐ Í MYNDUM

Góða kvöldið x

Búið að vera nóg um að vera síðustu daga og lítið búin að láta heyra í mér hérna inná! Síðustu dagar hafa einkennst af vinnu, æfingum, ferðalögum, vinum og fjölskyldu. Stundum finnst mér ég alveg vera á skrilljón alla daga sem getur verið mjög yfirþyrmandi en á sama tíma er ég svo glöð að hafa nóg að gera.

Ætla að leyfa myndunum að tala :)

 

Hversu huggulegt <3

 

@Þingvallavatn

Vinnuferð til Stokkhólms

 

Draumur að vakna hér

 

Alfreð minn

 

 

Vinkonu date xx Planið var að hittast á kaffihúsi en þegar konur eru svangar þá er Sushi social alltaf góð hugmynd

 

Og lyfta.

Trendnet fam á BioEffect eventi :)

 

 

Thelma

 

Theo

 

Barebells baking event 😍

 

draumur í dós að vinna með þessari

 

Barebells fam

 

 

Enduðum helgina á að bjóða fjölskyldunni í kósý dinner :)

Þangað til næst

Arnhildur Anna xx

 

TAKK ANNIE

Góða kvöldið!

Það er eitthvað mjög kaldhæðnislegt við það að ég sé að henda í pistil um mataruppskrift þar sem ég kann að elda ca 6 rétti. Og þá tel ég með egg og hafragraut.

Ég hef fengið alveg óeðlilega margar spurningar um burritos sem ég hef sennilega aðeins of oft sett í story á instagram. Til dæmis símtöl frá vinkonum mömmu og ættingjum, sms og þó nokkur skilaboð á instagram.

Það var hún Annie mín sem færði mér THE burrito og ég get staðfest það að burritos hefur verið fyrir valinu í hverju einasta matarboði hjá okkur síðan. Og ég hef í alvöru verið með þessar burritos á heilanum og mér líður eins og ég þurfi að skrifa pistil um þetta. Þessi réttur á það svo skilið.

Það sem þú þarft úr búðinni:

 • Mexíkanskar pönnukökur (ég vel alltaf Santa Maria)
 • Rifinn ost
 • Olíu/ hvítlauksolíu
 • H N E T U S M J Ö R
 • Epli (helst pink lady eða jónagold)
 • Grænmeti sem þér finnst gott á your burrito
 • Nautahakk eða kjúkling ef þú ert kjötæta
 • Salsasósu
 • Sýrðan rjóma

Aðferð til að búa til the burrito:

 • Hita pönnuna létt og setja smá olíu á pönnuna. Ef pannan er of heit er hætta á að pönnukakan brenni eða verði of crispy. Það getur verið frekar þreytt.
 • Svo má skella pönnukökunni á pönnuna, snúa henni svo við eftir smá og strá rifna ostinum yfir hana miðja. Svo má aftur snúa pönnukökunni við til að osturinn verði smá crispy.
 • Þá er er pönnukakan tilbúin og næst á dagskrá er að smyrja hana með hnetusmjöri. Og svo má alls ekki sleppa eplunum. Ég veit það hljómar illa en það er gott ég lofa.
 • Svo má bara raða öllu því sem mann langar í. Er mjög hrifin af smá sýrðum rjóma, vel krydduðu nautahakki, tómötum, nóg af salati og rauðlauk.

Svo ætla ég að leyfa myndunum að tala!

    

Það er gott að hafa í huga að það tekur smá tíma að gera hverja og eina pönnuköku, svo ég mæli með að vinna með tvær pönnur í einu ef um matarboð er að ræða.

Ég ætla að taka það fram að þessar myndir eru mjög heimilislegar og ekki fancy, en ég er að fýla það.

Verði ykkur að góðu!

Arnhildur Anna

instagram: arnhilduranna

LOG OFF So/Me, LOG ON LIFE

Hvað er betra en að fara uppí bústað yfir helgi og kúpla sig algjörlega út?

Theo og Thelma😍Vibes fyrir helgina

Smá rautt, eldur í arninum og pottur er lífsins combo 🥰

Cutest

Fallega Þingvallavatn

Alvöru fallegt veður á laugardaginn!

Það þarf alltaf að vesenast aðeins

Til hvers að fullorðnast 😁

Gleðilega nýja viku!

Arnhildur Anna xx

instagram: arnhilduranna

ÉG ÞARF EKKI AÐ ÆFA – ÉG FÆ AÐ ÆFA

Góða kvöldið :)

Ég rakst á þessa mynd á instagramminu hjá Ben Bergeron þjálfara Katrínar Tönju vinkonu minnar fyrir tveimur árum og mér finnst hún svo geggjuð. Þetta virkilega situr í mér. Mér finnst svo mikilvægt að taka engu sem sjálfsögðum hlut og vera ekki að mikla hlutina fyrir okkur.

 • Ég þarf ekki að mæta á æfingar, ég fæ tækifæri til að æfa. Mér finnst ég mjög heppin að hafa næga orku til þess að æfa vel, eiga heilbrigðan og sterkan líkama og fá að æfa alla daga.
 • Ég þarf ekki að vinna, ég fæ að vinna. Vá hvað ég er heppin að vinna á skemmtilegum vinnustað í kringum gott og drífandi fólk. Það eru forréttindi.
 • Ég þarf ekki að eyða tíma með fjölskyldunni og vinkonum, ég fæ tækifæri til þess. Ég á svo gott fólk og stundir með þeim eru ómetanlegar. Mér finnst ég ríkust í heimi og myndi aldrei líta á það sem svo að ég þyrfti að eyða tíma með fólkinu mínu.
 • Ég þarf ekki að borða hollan og næringarríkan mat, það stendur mér til boða. Ég nýt þess að borða hollan og góðan mat sem gerir mig betri og lætur mér líða vel.

 

Það er mun skemmtilegra að horfa á lífið frá þessu sjónarhorni :)

Arnhildur Anna xx

ERTU AÐ FÁ NÆGAN SVEFN?

Síðastliðið ár hef ég pælt verulega mikið í svefninum mínum og fundið út hvað nægur svefn skiptir öllu máli til að dagurinn verði betri og ég afkastameiri.

Eftir að hafa lesið bókina Why we sleep eftir Matthew Walker og hlustað á viðtöl við hann finnst mér standa uppúr að ef við fáum ekki nægan svefn verður líkamsstarfsemin okkar töluvert slakari. Við erum síður tilbúin að takast á við krefjandi verkefni og svefnleysi hefur áhrif á matarlystina okkar, en líkaminn leitar frekar í fljótlega og óholla næringu ef við erum ekki úthvíld. Afleiðingarnar eru margar en hann fjallar ítarlega um þær í bókinni sinni.

En hvað er nægur svefn? Það er ráðlagt að sofa í sirka 7-9 klukkustundir og ég reyni að sofa aldrei styttra en í 8 klukkustundir.

Ég tileinkaði mér góðar svefnvenjur eftir að ég byrjaði að “tracka” svefninn minn. Ég sef alltaf með apple úr og nota app sem heitir auto sleep sem ég mæli hiklaust með að sækja í app store. Í appinu geturu séð hversu lengi þú svafst, djúpsvefninn þinn, hjartslátt og gæði svefnsins. Ég vakna í alvöru spennt á morgnana til að sjá hvernig ég svaf!

Til að ná sem bestum svefni finnst mér mikilvægt að

 • sofa í vel kældu herbergi
 • drekka ekki kaffi eða Nocco seinni part dags
 • minnka símanotkun á kvöldin! Það er rosalega gott að slaka bara á og vera á staðnum :)
 • koma líkamanum í rútínu. Það er gott markmið að venja sig á að fara alltaf að sofa á svipuðum tímum.

Til að sýna ykkur uppáhalds appið mitt þá sjáiði mynd 😀Hér má sjá að ég svaf í 8:31 klst, fékk 3 klst djúpsvefn og hjartslátturinn var í 58 slögum. Einnig má sjá svart á hvítu að ég sofnaði yfir þætti en þóttist vera vakandi þegar Alfreð tjékkaði heeheeee.

Ef þú hefur áhuga á að breyta svefnvenjum þínum þá mæli ég hiklaust með að lesa bókina Why we sleep eða hlusta á podcast þar sem hann fjallar um mikilvægi svefns. Ég sver að þú munt fá þetta á heilann eins og ég.

Bestu nótt 😴

Arnhildur Anna xx

instagram: arnhilduranna

ÆFINGARÚTÍNA EFTIR SUMARIÐ

Ég viðurkenni það fúslega að mér finnst mest krefjandi að æfa á sumrin af öllum árstíðum og ég get ímyndað mér að einhverjir séu í basli með að koma sér úr sumargírnum yfir í haustrútínuna hvað varðar æfingar. 

Það er bara eitthvað við sumrin sem gerir fólk svo afslappað. Ferðalög með fjölskyldunni, veiðiferðir, útilegur og aðalmálið: rútínuleysi. Ó guð hvað það er samt mikilvægt og gott fyrir líkama og sál að slappa líka af. 

Allavega. Hér eru nokkur atriði sem mér finnst gott að hafa í huga 

 • Rútína. Ég er allavega rútínusjúklingur og vil helst að allir dagar fari eins fram. Þannig ég ELSKA að vera komin á fullt í vinnu og að æfa vel. Í alvöru talað, það gerir svo mikið fyrir mig og það verður auðveldara að halda plani. Góð æfing styrkir mig andlega og hjálpar mér að takast á við verkefni dagsins. 
 • Ný og fersk æfingaföt. Það geta allir verið sammála mér um að ný æfingaföt keyra mann í gang. 
 • Áskrift í líkamsræktarstöð sem hentar þér og æfa þar sem stuðið er. Það finnst mér mjög mikilvægt! 
 • Finna æfingaprógram sem þú hefur gaman af. Það er lykilatriði að hlakka til að mæta á æfingar :) 
 • Að finna gleðina í æfingunum og þitt “why”. Það gerir mikið fyrir mig að minna mig á af hverju ég dýrka að lyfta og að það séu forréttindi að FÁ að lyfta. 

Hreyfing styrkir okkur bæði líkamlega og andlega. Njótið þess að hugsa vel um ykkur xxx

Arnhildur Anna

instagram: arnhilduranna 

 

NÝTT: BAREBELLS CORE BAR

Góðan daginn xx

Í dag verður CORE BAR fáanlegt í búðum! Ég hef beðið spennt eftir þeim og ég veit að fleiri eru sammála.

Stykkin koma í þremur bragðtegundum. Toffee, Apple Pie og Brownie og öll með mjúkri fyllingu (sleeeef)

Barebells ætlar að gefa nokkrum heppnum birgðir af Core bar. Til að taka þátt í leiknum ýttu HÉR 

Góð hugmynd: Setja stykkið í örbylgjuofninn í nokkrar sek. Og njóta.

Arnhildur Anna xx

instagram: arnhilduranna