fbpx

Arnhildur Anna

EVERYDAY MUST DO

Góða kvöldið elsku þið! Hef ekki komið hingað inn í smá tíma en það er búið að vera nóg að gera, sem er geggjað finnst mér :-) Það er mikið að gera í skólanum, í nýrri vinnu og að æfa sjálf. Það er langskemmtilegast að hafa nóg að gera en prógrammið er að breytast núna útaf dálitlu….

Allavega þá langaði mig að telja upp nokkur atriði sem mér finnst vera must do alla daga og sérstaklega þessa dagana… xx

Everyday must do: 

  • Vakna aðeins fyrr en vanalega. Kannski er ég óþolandi A manneskja en það er svo ótrúlega gott að vakna snemma… Að sofa út lætur mér allavega ekki líða betur 8) 
  • Lesa fréttir. Kannski er ég að eldast en það er það fyrsta sem ég geri þegar ég opna símann.. 
  • Hlusta á góða tónlist
  • Eiga quality time með makanum sínum
  • Drekka gott kaffi
  • Drekka nóg af vatni
  • H r e y f i n g. Ná hjartslættinum upp. Bara 30 min hreyfing getur breytt deginum :)
  • Heyra í fólkinu sínu
  • Fá aðra til að brosa! Skemmtileg spjöll við fólkið sitt getur gert daginn enn betri.
  • Hafa hreint í kringum sig
  • Búa til plön og hlakka til einhvers á morgun/ næstu daga
  • Læra eitthvað nýtt af öðrum. Til dæmis foreldrum sínum eða hlusta á gott podcast.
  • Eyða stuttum tíma í símanum
  • Sofa í að minnsta kosti 8 klst

 

Knús

Arnhildur Anna xx

DAGSINS, TOP 10 & Q&A

Skrifa Innlegg