fbpx

Arnhildur Anna

HALTU PLANI

Góða kvöldið! Vá hef ekki skrifað færslu hérna inn í smá tíma enda búið að vera nóg um að vera. Trúi því alls ekki að sumarið sé að klárast :’/ Þetta var besta sumar í heimi takk fyrir! Erum búin að nýta það ekkert smá vel og ferðast um nánast allt land og njóta þess að vera með fólkinu okkar.

2020 er búið að vera galið skrítið ár og rútínan hefur verið mun óstöðugri en vanalega. Að því leytinu til er ég mjög spennt fyrir haustinu og hlakka strax til að takast á við nýtt nám, verkefni, flutninga og tækifæri. Mér datt í hug að skrifa niður punkta sem peppa mig áfram og hluti sem gera dagana skemmtilegri:

  • Byrja daginn snemma (auðvitað á góðum kaffibolla)
  • Borða hollan mat því það lætur mér líða miklu betur.
  • Fara á æfingu fyrripart dags og velja hreyfingu sem mér finnst skemmtileg. (Er með æði fyrir WorldFit og þungum lyftingum í bland núna) Veit að það eru alls ekki allir sammála en ég fúnkera best þegar ég æfi snemma, annars er ég alltaf að hugsa um hvenær ég ætla að æfa og dagurinn minn fer bara að snúast um að pæla í því.
  • Ákveða hvenær ég ætla að læra og hvar og hvaða námsefni. Ég er komin með nóg af því að vera óskipulögð þegar kemur að námi og er að elska það núna hvað ég er að skipuleggja allt vel fyrir haustið. Það gerir mig bara enn spenntari!
  • Sofa í að minnsta kosti 8 klst.
  • Detta inn í góða og spennandi þáttaseríu. Það er svo sjúklega kósý að enda daginn á þætti sem ég er búin að hlakka til að horfa á.
  • Plana eitthvað skemmtilegt í vikunni. Matarboð, æfingadate, kaffihús, sumó osfrv. Það er svo gaman að hlakka til einhvers!

Að velja sér nám, vinnu eða hreyfingu sem maður hefur virkilega gaman að er m u s t og þá verður svo auðvelt að koma af stað góðri rútínu. Dagarnir eru nefnilega of stuttir fyrir leiðilegt hangs!

Eigðu góða viku og haltu plani

Arnhildur Anna peppkona out xx

NOW, LET'S GO SPREAD SOME HAPPY

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet

    19. August 2020

    Góður punktur með að æfa á morgnanna … tengi.
    Gangi þér vel inn í haustið ♥️ Áfram þú !