fbpx

Arnhildur Anna

GRUNNNÁMSKEIÐ Í KRAFTLYFTINGUM

Góðan daginn!

Ég er virkilega spennt að segja ykkur frá því að ég mun þjálfa grunnnámskeið í kraftlyftingum sem fer fram í lyftingasal Stjörnunnar í Ásgarði vikurnar 25. maí til 4. júní! Þú getur skráð þig á námskeið frá klukkan 12-13 eða frá 17-18. Æfingarnar verða 3x í viku á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum (námskeiðið hefst þriðjudaginn 25. maí þar sem mánudagurinn 24. er frídagur).

„Kraftlyftingar eru svo frábærar því þær eru fyrir alla, yngri og eldri, og taka á öllum mikilvægustu vöðvahópunum. Það er mjög mikilvægt að fólk haldi í styrk sinn, varðveiti hann og efli. Líkaminn þarf að vera nógu sterkur til að koma til móts við síhækkandi meðalaldur nútímamannsins. Að lyfta lóðum gerir svo margt gott fyrir okkur,“

Textinn er tekinn úr grein sem birtist á mbl :) Ýttu hér til að lesa meira.

Ef þú hefur áhuga á að læra tækni í hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu þá er þetta þitt tækifæri :) Ég er ekkert smá spennt fyrir þessu og hlakka til að lyfta með fólkinu!

Til að skrá sig: arnhilduranna@gmail.com 

 

 

Bestu kveðjur

Arnhildur Anna xx

KÓSÝGALLINN SEM ÉG FER VARLA ÚR...

Skrifa Innlegg