fbpx

Arnhildur Anna

MAIKA’I BOOZT HEIMA

Loksins loksins er hægt að kaupa acai grunninn sem Maika’i notar í skálarnar sínar! Hægt er að nota grunninn til að búa til skálar eða boozt. Það er svo kósý að njóta heima og prófa sig áfram með girnilegar uppskriftir :)

Grunnurinn er unninn úr 100% hreinum acai stykkjum <3 Enginn viðbættur sykur, lífrænn og stútfullur af trefjum og andoxunarefnum. Stykkin eru seld 4x saman og eru til sölu í Maika’i versluninni á Hafnartorgi xx

Ég prófaði að nota grunninn í boostið mitt í hádeginu og vá hvað það var gott! Bjóst ekki við öðru enda eru skálarnar ekkert smá góðar. Ég setti í boostið:

  • Smá epladjús
  • Smá möndlumjólk
  • Banana
  • Frosna mangóteninga
  • Súkkulaðiprótein
  • Sambazon stykki 

 

 

Muna að láta stykkin liggja í volgu vatni í smá tíma áður en þau fara í mixarann

 

 

 

 

 

 

Mæli 100% með að breyta til og prófa að gera acai boozt <3

Arnhildur Anna xx

EVERYDAY MUST DO

Skrifa Innlegg