Þú ert meðaltalið af þeim sem þú eyðir mestum tíma með

andleg vellíðan

Þú ert meðaltalið af þeim sem þú eyðir mestum tíma með, svo einfalt er það. Þetta fólk hefur mikil áhrif á lífið þitt. Annað hvort hífur það þig upp eða dregur þig niður. Það getur ráðið því hversu miklum árangri þú nærð og hversu vel þér líður.

 Hugsaðu um einstaklinga sem hífa þig upp, styðja við þig og vilja þér vel. Eyddu sem mestum tíma með þessu fólki. Þetta eru sannir snillingar sem vilja þér bara gott og samgleðjast þér þegar þú stendur þig vel.

Hugsaðu síðan hvaða einstaklingar draga þig niður og hafa vond áhrif á þig. Eyddu sem minnstum tíma með þessu fólki og forðastu það. Þetta fólk er eitur og þau geta komið í veg fyrir að þú náir eins langt og þú vilt í lífinu.

Stórt hrós á alla þá sem styðja við vini sína í gegnum gleði og tár. Áfram þið!

Hamingjuna er að finna á leiðinni upp fjallið en ekki í skammri ánægjutilfinningu á toppnum

Mörg okkar eru á því að þau verði hamingjusöm þegar tiltekinn áfangi næst í lífinu. Hvort sem það er að fá draumavinnuna, eignast draumahúsið eða komast í draumaformið, þá er hamingjan okkar oft mjög háð því að ákveðnir áfangastaðir sem við höfum stefnt að í langan tíma verði að veruleika.

Fólk leggur það mikla áherslu á að ákveðinn áfangi muni veita þeim langvarandi hamingju að það leyfir sér ekki að vera hamingjusamt á leiðinni. Þar af leiðandi, ótrúlegt en satt, verður fólk í rauninni fyrir vonbrigðum þegar það mætir loksins á áfangastaðinn.

Ekki miskilja mig, það er frábært að stefna að einhverju og það er yndisleg tilfinning að ná markmiði sem maður hefur unnið að í langan tíma. Hinsvegar varir sú ánægjutilfinning afar stutt en yfirleitt fer mjög langur tími í að láta markmiðin verða að veruleika.

Því er gríðarlega mikilvægt að njóta leiðarinnar að áfangastaðnum. Njóta þess að leggja hart að sér. Njóta þess að lenda í erfiðleikum og yfirstíga þá. Njóta litlu sigrana á leiðinni. Njóta þess að verða betri einstaklingur en maður var með hverjum degi.

 Eins og vinur minn Búdda sagði eitt sinn: „Það er engin leið að hamingju. Hamingjan er leiðin.“ Leiðin er nefnilega það sem hversdagslegt líf snýst um og mestur tími okkar fer í. Leiðin er lífið. Njóttu þess að klifra upp á fjallið því það tekur mikið lengri tíma heldur en tilfinningin sem fylgir því að vera kominn á toppinn.

Takk fyrir að lesa!

AFHVERJU ÞÚ ÁTT AÐ KOMA TIL MÍN Í ÞJÁLFUNARSÁLFRÆÐITÍMA

andleg vellíðanLífsráð

Halló kæru lesendur,

Ég er byrjaður að vinna við það sem ég elska, að hjálpa fólki að bæta frammistöðu og vellíðan á ýmsum sviðum lífsins. Í videoinu hér að neðan fer ég yfir afhverju þið eigið að koma til mín í þjálfunarsálfræðitíma. Það er takmarkað pláss í boði þar sem ég hef takmarkaðann lausann tíma í lífinu. Fyrir frekari upplýsingar: beggiolafs@beggiolafs.com.

Skemmtilegt viðtal við SKE!

Halló!

Ég fór í skemmtilegt og öðruvísi viðtal við SKE.IS á dögunum. Langaði að deila því með ykkur. Ég fer meðal annars yfir afhverju ég byrjaði að vloga, afhverju ég varð vegan og svo kemur ég inn á á eitt gott lífsráð. Því miður kemur ekki vlog þessa vikuna því það er svo mikið að gera hjá mér í skólanum. Ég kem sterkur inn þegar að skólinn klárast eftir tvær vikur!

Hlýjar kveðjur, Beggi

BYRJUNIN Á EINHVERJU STÓRKOSTLEGU | VLOG 15

andleg vellíðanLífsráðPlöntufæðivegan

Halló fallega fólk

Í vlogi 15 fer ég um víðan völl. Ég sýni frá annasömum degi sem endaði með vel heppnuðum fyrirlestri þar sem ég, Indíana Nanna og Arnór Sveinn héldum gott erindi. Ég fer yfir hvernig sjónmyndaþjáflfun (e. mental imagery) getur bætt frammistöðuna þína í vinnunni, íþróttum, skólanum og í þínu persónulega lífi. Auk þess segi ég aðeins frá matnum sem ég er að einblína á að borða þessa dagana. Að lokum voru við bræðurnir með Eurovison þátt á Áttunni. Já ég fýla Eurovision…

Takk kærlega fyrir að horfa!

FRÆÐSLUKVÖLD MEÐ BEGGA ÓLAFS, INDÍÖNU OG ARNÓRI

Halló kæru lesendur,

Mig langaði til að segja ykkur að ég, ásamt tveimur öðrum yndislegum einstaklingum, erum að fara halda fyrirlestur á þriðjudaginn 8. mai frá 20:00 til 22:00.

Þetta verður fáránlega gaman. Þið finnið upplýsingar um viðburðinn hér að neðan:

Hver er grunnurinn að líkamlegri og andlegri vellíðan?
Hvaða bætiefni á ég að taka til þess að auka árangur?
Hvernig get ég aukið árangur með hugarfari?

Indíana hópþjálfari og matgæðingur, Beggi Ólafs knattspyrnumaður hjá Fjölni og mastersnemi í sálfræði ásamt Arnóri bætiefna gúru & knattspyrnumanni hjá KR fara yfir þætti sem auka árangur & vellíðan.

Eftir þessa kvöldstund fara allir út með veglegan gjafapoka. Veglegt happadrætti verður og leynast góðir vinningar í sumum gjafapokunum.

Miðaverð er 3.000 kr

Hægt er að nálgast miða hér.

 

Mataræði og hreyfing: Tilraunastarfsemi og meðvitaðar ákvarðanir

Indíana Nanna, hópþjálfari og matgæðingur, ræðir við okkur um kosti þess að prófa sig áfram og að taka meðvitaðar ákvarðanir þegar kemur að hreyfingu og mataræði. Indíana deilir með okkur sinni reynslu og þeim einföldu atriðum sem hún hefur haldið fast í til að stuðla að líkamlegri og andlegri vellíðan.

Aukinn árangur með jákvæðu hugarfari

Beggi Ólafs fjallar um mikilvægi þess að tileinka sér jákvætt hugarfar sem getur hjálpað til við að bæta árangur og vellíðan. Í fyrirlestrinum verður farið yfir þrjá þætti sem Beggi telur að fólk geti haft ávinning á að nýta sér á fjölmörgum sviðum í lífinu.

Bætiefni og góðgerlar sem hluti af heilbrigðum lífsstíl

Þegar velja á bætiefni þarf heldur betur að vanda valið því í þeim geira leynist ýmislegt óæskilegt. Áður en bætiefni eru valin þarf að hafa í huga að þau eru sjaldnast „töfralausnin“ sem leysa öll vandamál, en þau geta þó verið mjög góð viðbót við heilbrigt líferni. Í fyrirlestrinum mun Arnór Sveinn tala um bætiefni og góðgerla sem mikilvægan hluta af heilbrigðum lífsstíl.

Takk kærlega fyrir að lesa!

 

GERÐU ÞETTA TIL AÐ AUKA VELLÍÐAN | VLOG 13

andleg vellíðanLífsráðPlöntufæðivegan

Halló!

Vlog 13 er skemmtilegt að mínu mati. Ég átti góða morgunstund með Hildi, kíkti á ömmu og afa með Togga bróðir og í samstarfi við Baby Foot prófaði ég vöruna þeirra. Ég segi líka frá “æfingu” sem getur aukið þína vellíðan. Allur dagurinn fór í að klippa þetta vlog svo ég vona innilega að þið hafið gaman af því.

Þangað til næst!