NÝIR FYRIRLESTRAR FYRIR ÞIG OG ÞÍN TILEFNI

andleg heilsaandleg vellíðan

Ég vildi láta ykkur vita að ég er að fara af stað með nýja fyrirlestra í haust. Það væri mjög gaman að koma í ykkar fyrirtæki, hóp, félag og/eða stofnun og halda erindi. Þú finnur frekari upplýsingar hér: www.beggiolafs.com/fyrirlestrar og í myndbandinu hér að neðan. Væri mjög þakklátur ef þið mynduð deila þessu fyrir mig og láta orðið berast. Takk kærlega!

FÓRNAÐU NÚVERANDI ÁNÆGJU FYRIR FREKARI ÁNÆGJU SEINNA MEIR

andleg heilsaandleg vellíðan

Eitt af því sem einkennir þá sem ná meiri árangri og líða vel í lífinu er að þeir fórna núverandi ánægju, sem öskrar jafnvel á þá, fyrir frekari ánægju seinna meir. Í staðinn fyrir að fá sér pizzu, sem hljómar fáránlega vel í augnablikinu, fá þeir sér salat. Í staðinn fyrir að horfa á einn þátt fyrir svefninn, þá fara þeir að sofa. Í staðinn fyrir að fara á blindafyllerí og að vera fram á rauðanótt í bænum, þá fá þeir sér nokkra bjóra og fara fyrr heim. Í staðinn fyrir að snooza þá rífa þeir sig upp á lappir þó þeim langi ekki til þess. Við þekkjum þetta öll. Sófinn og símatjill hljómar betur en að fara á æfingu. En hversu vel hljómar sófinn og símahangsið eftir þrjá tíma? Ekki jafn vel.

Í öllum þessum tilvikum hér á ofan, þá er auðveldara að gera það sem veitir manni ánægju núna en þegar þú fórnar því, þá upplifir þú frekari ánægju seinna meir. Hann sem fær sér salat í staðinn fyrir pizzuna verður sáttur með þá ákvörðun eftir þrjá tíma. Sá sem fer fyrr að sofa í staðinn fyrir að horfa á þátt þakkar fyrir sig þegar hann vakna snemma fyrir vinnuna. Sá sem rífur sig upp á æfingu verður ánægðari heldur en sá eyðir tíma í sófanum. En hvað þarf til? Hvernig getur þú staðist núverandi freistingar?

Í fyrsta lagi þarf mikinn sjálfsaga til. Það sem auðveldar sjálfsagann er að hafa skýra sýn á framtíðina og vita afhverju þú hefur hana. Sýnin gefur þér tilgang og stjórnar hegðun þinni daglega. Þannig réttlætir þú fórnina á skammvinnuánægjunni fyrir langtímaánægju. Þar gerir þú eitthvað sem hefur tilgang en ekki það sem er hentugt. Það auðveldar þér valið.

Í öðru lagi getur verið gott að ímynda sér hvernig lífið þitt mun verða ef þú nærð ekki stjórn á þínum hvatvísilegum löngunum. Síðan er gott að ímynda sér hvernig lífið verður ef þú nærð stjórn á þeim. Þá hefuru hvata til að stefna á eitthvað og forðast eitthvað, kraftmikla verður það ekki.

Í síðasta lagi getur verið gott að ákveða fyrirfram hvað þú ætlar að gera. “Á morgun ætla ég að standa strax upp úr rúminu án þess að snooza”, “Ég ætla að fá mér einn disk af mat í veislunni í kvöld”, “Ég ætla að taka æfingu strax eftir vinnu”. Með því að ákveða þína hegðun fyrirfram er ólíklegra að hausinn fari að spila með þig og sannfæra þig af því. Þú þarft ekki að velta fyrir þér ákvörðuninni því þú hefur nú þegar tekið hana.

Það er miklu erfiðara að fórna núverandi ánægju fyrir frekar ávinninga seinna meir en það er sannarlega þess virði. Þú dregur nefnilega virkilega ávinninga á því að fórna núverandi ánægju sem er að öskra á þig. Heilsan þín bætist, þú verður orkumeiri, þú afkastar meiru, þér líður betur og þú nærð meiri árangri í því sem þú tekur þér fyrir hendur. Fórnaðu núverandi ánægju fyrir frekari ánægju seinna meir.

 

VELDU HUGREKKI UMFRAM ÞÆGINDI

andleg heilsaandleg vellíðan

Við höldum mörg hver að hið þæginlega líf án allra áhyggja sé lífið sem mun veita manni mestu ánægju. Margir hugsa sér um að eiga heima í útlöndum, drekkandi kokteila daglega, með nóg af pening til að gera það sem þú vilt án þess að þurfa gera neitt sé hið fullkomna líf. Við bíðum líka oft eftir að lífið verði þæginlegt. Þegar við erum að gera eitthvað krefjandi þá getum við hreinlega ekki beðið eftir að líða þæginlega.

Að halda að við náum eitthverjum stað í lífinu þar sem þú munt upplifa langvarandi þægindi og hamingju er kjaftæði, því miður. Við höfum öll verið þarna, bíðandi eftir því að verða hamingjusöm og að lifa þæginlegu lífi en þegar við mætum á staðinn sem á að veita okkur þetta allt saman þá verðum við alltaf fyrir jafn miklum vonbrigðum.

Málið með þægindin er að þau hljóma vel en þau koma þér ekki áfram í lífinu. Þegar þú kýst þægindi, þá kýstu engan lærdóm né vöxt í lífinu. Þegar þú vex eða lærir ekkert í lífinu, þá verðuru veikari einstaklingur. Þegar þú verður veikari einstaklingur með hverju augnabliki, þá líður þér ekki vel.

Þægindi veita manni skammtíma vellíðan því þau veita manni öryggi og forðar manni frá óvissu, óþægindum og kvíðanum sem því fylgir því að gera eitthvað krefjandi. Hljómar vel en það kemur í bakið á þér seinna meir að velja þægindin. Þú dregur ávinninga seinna meir ef þú ferð erfiðu leiðina. Þú frestar því sem gefur þér vellíðan núna fyrir það sem mun gefa þér meiri vellíðan seinna.

Hvernig förum við erfiðu leiðina? Með því að sýna hugrekki. Hvernig sýnum við hugrekki? T.d. Með því að gera neðangreinda hluti, þrátt fyrir óþægindin, óvissunni og kvíðanum sem því fylgir.

Með því að þora að vera við sjálf

Með því þora stefna á eitthvað með öllu okkar hjarta

Með því að þora segja sannleikann

Með því að þora að biðja um hjálp

Með því að þora að segja nei

Með því að þora líta á hver í raunverulega við sjálf erum og samþykkja það sem við sjáum í staðinn fyrir að dæma okkur fyrir það

Með því að þora tjá tilfinnigarnar okkar

Þitt er valið, þægindi eða hugrekki. Þú getur ekki valið hvoru tveggja. Hvort þú velur hefur áhrif á lífið þitt. Þæginlega lífið er óspennandi. Lífið er ævintýri sem inniheldur spennandi óvissu sem lætur þig vera virkilega á lífi. Hugrekki styrkir þig sem einstkaling. Veldu hugrekki, það er mikilvægasta verkfæri lífsins.

MILLIVEGURINN #31 – VIGFÚS BJARNI SJÚKRAHÚSPRESTUR

andleg heilsaandleg vellíðan

Vigfús Bjarni þarf að eiga við erfið áföll og dauðann í sínu daglega starfi. Við ræddum við þennan yndislega mann um hvernig fólk fer að því að eiga við áföll í lífinu, hvað fólk hugsar um þegar dauðinn bankar á dyrnar og mikilvægi þessi að hafa tilgang í lífinu. Einnig talaði hann um mikilvægi trúar og muninn á trú og trúarbrögðum. Það var mjög gaman að skyggnast inn í huga Vigfúsar og fá að heyra viskuna sem hann hefur að geyma.

 

BERÐU ÞIG SAMAN VIÐ SJÁLFAN ÞIG

andleg heilsaandleg vellíðan

Ein einfaldasta leiðin til líða illa með sjálfan þig er að bera þig á ósanngjarnan hátt við aðra aðila. Sigga er með flottari líkama en ég. Stefán á miklu meiri pening en ég. Jónas er að ná miklu meiri árangri en ég í vinnunni.

Við verðum aldrei jafngóð í öllu. Sama hversu góð/ur þú ert í eitthverju, það er alltaf eitthver þarna úti sem lætur þig líta út fyrir að vera í meðallagi. Þú ert í góðu formi en þú átt ekki fræðilegan í Katrínu Tönju. Þú átt fínan pening en þú ert enginn Bjöggi Thor. Þú telur þig góðan kokk en þú átt ekki fræðilegan í Sigga Hall.

Samfélagsmiðlar hafa gert okkur ennþá erfiðara fyrir. Eitt vandamál þá er að flestir einstaklingar deila bara fullkomna lífinu með okkur sem gefur okkur virkilega skekkta mynd af þeirra lífi. Hitt vandamálið er að þegar við sjáum eitthvern góðan eiginleika við annað fólk, þá höldum við að allir eiginleikar við lífið hjá þessum aðilum sé í toppmálum, sem er ekki beint raunin.

Þegar maður ber sig saman við aðra tekur maður eitt svið lífsins þar sem maður er þátttakandi á og ber það saman við eintakling sem er afburðar á því sviði lífsins. Þú tekur ekkert annað inn í myndina, sem er fáránlegt. Það lifa nefnilega allir við sömu tilveru og eru að eiga við sömu erfiðleika lífsins og þú.

Hvernig getur maður hætt að bera sig saman á ósanngjarnan hátt við aðra aðila? Með því að taka eftir órökréttum hugsunum sem koma upp, sem eru byggðar á takmörkuðum upplýsingum og átta sig á að það er voða lítið til í þeim.

Er að bera sig saman við aðra rökrétt þar sem hún dregur alla niður sama hversu gott lífið þeirra er? Hverjar eru sannanirnar fyrir því að Selma hafi það betra í lífinu en þú? Er rökrétt að hugsa að maður sé annaðhvort algjörlega ömurlegur eða gjörsamlega geggjaður byggt á annarri manneskju? Sú hugsun býður ekki upp á neinn milliveg og yfirleitt ert þú, þínar upplifanir og aðstæður eitthverstaðar þarna á milli.

Að vera leikskólakennari er einn eiginleiki, að vera rafvirki er annar og starfsmaður í fatavöruverslun annar. Þetta eru allt eiginleikar innan eins sviðs lífsins: Starfsvettvangur. Svo erum við með önnur svið lífsins eins og áhugamál, fjölskylda, vinir og heilsa. Með því að hugsa svona kemstu eflaust af því að það er ósanngjarnt að bera þig saman við aðra einstaklinga. Lífið er alltof flókið til þess.

Það sem þú getur gert er að bera þig saman við sjálfan þig. Þú getur sagt til ef þú ert betri einstaklingur í dag heldur en þú varst í gær. Í staðinn fyrir að vera öfundsjúkur út í Sigga, þá geturu eflaust stefnt að eitthverju öðru sem uppfyllir þínar þarfir. Það eru endalausir möguleikar í lífinu og allir geta unnið. Prófaðu þig áfram. Ef það virkar ekki eitthvað á einu sviði lífsins geturu hreinlega prófað að skipta um svið.

Að lokum, eflaust ertu að ofmeta það sem þig vantar í lífinu og vanmeta það sem þú hefur. Opnaðu augun, það er fullt gott við lífið þitt. Vertu þakklátur fyrir hlutina sem eru nú þegar í lífinu þínu í staðinn fyrir að kvarta yfir því sem vantar.

Farðu varlega þegar þú berð þig saman við aðra einstaklinga, það er ósanngjarnt gagnvart sjálfum þér. Berðu þig saman við sjálfan þig. Stefndu að því að vera betri einstaklingur í dag heldur en þú varst í gær. Vertu þakklátur fyrir þína tilveru.

 

MILLIVEGURINN #30 – ARON CAN

Það var mjög gaman að fá að skyggnast inn í lífið hans Arons og athuga hvað heldur honum gangandi. Aron Can sagði okkur meðal annars frá ástríðunni hans fyrir tónlist, hvernig það var að verða vinsæll svona ungur, þegar hann reif sig upp úr léttu rugli og hversu mikið hann hefur þroskast á síðustu árum. Þið getið hlustað á þáttinn á podcast appinu og horft á hann hér að neðan. Takk fyrir okkur.

ÞORÐU AÐ SEGJA SANNLEIKANN

andleg heilsaandleg vellíðan

Það getur verið ansi erfitt að segja sannleikann. Margir segja ekki það sem liggur þeim á brjósti og ljúga jafnvel að sér sjálfum og öðrum til þess að fresta óþægindum sem því fylgir. Það skapar ákveðið vesen. Frestuð vandamál hrannast upp og koma í bakið á þér seinna meir. Það góða við það að forðast sannleikann að þú færð skammtíma öryggi en þetta öryggi á eftir að splúndrast fyrr eða seinna ef þú heldur áfram að ljúga.

Í staðinn fyrir að þora að taka á einu vandamáli fyrir sig þá safnast allt í einu 40 vandamál upp sem þú þarft að glíma við. Það verður til þess að þú getur hreinlega ekki átt við öll vandamálin á sama tíma og þú upplifir mikla andlega erfiðleika.

Byrjaðu að segja sannleikann við sjálfan þig. Líður þér vel með það sem þú ert að gera? Hvað viltu virkilega? Viltu vera í þessari vinnu sem þú ert í? Ertu að gera eitthvað bara útaf hópnum eða félagslegum normum en ekki það sem þú vilt virkilega gera sem einstaklingur? Ertu sáttur við makann þinn? Þorðu að vera heiðarleg/ur við sjálfan þig. Allavegana ekki ljúga af sjálfum þér. Breyttu þér ef þú þarft. Breytingar eru að hinu góða. Ef þú ert óhamingjusöm/amur í vinnunni en gerir ekkkert í því, þá verðuru alveg jafn óhamingjusöm/amur í henni eftir 5 ár nema með miklu fleiri vandamál sem þú þarft að takast á við.

Segðu sannleikann við aðra. Það sem er mikilvægt að nefna að þú ert ekki að segja sannleikann til að vinna samræður. Þú ert að segja hann svo báðir aðilar vinni. Þegar þú segir sannleikann þá færðu oft sannleikann á móti sem stangast jafnvel smá á við hvorn annan og á endanum kemst sannleikurinn í eitthverksonar milliveg. Þú vilt ekki vinna þar sem þú þarft ef til vill að sitja uppi með þann sem tapar.

Ef þú ert ósátt/ur við makann þinn, segðu honum hvað þú ert ósátt/ur með. Ekki fresta því þangað til allt splúndrast og þið verðið á barminum á að hætta saman. “Ég hef verið í óhamingjusömu hjónabandi í þrjú ár” – Tók þig virkilega þrjú ár að þora að segja það sem þú ert að hugsa? Afhverju í fjandanum sagðiru það ekki það sem þú varst ósátt með eftir tvær vikur, gætiru ímyndað þér hvernig sambandið gæti væri í dag? Ef til vill væri það betra eða þú værir komin/n í annað betra samband. Eitt veit ég, þú hefðir ekki sóað þremur árum í lífinu þínu í óhamingjusemi.

Þorðu að segja sannleikann, bæði við sjálfan þig og aðra. Það er erfitt en nauðsynlegt. Það sem fólk sér oft eftir í lífinu er að hafa ekki haft hugrekkið til að tjá tilfinningarnar sínar. Þegar þú segir sannleikann munt þú lifa meira í samræmi við sjálfan þig, sambönd þín við aðra verða betri og þú verður ánægðari með lífið. Sannleikur er sagna bestur.

MILLIVEGURINN #29 – MARTIN HERMANNS

Okkar besti körfuboltamaður, Martin Hermanns, kom í gott spjall í Milliveginn þar hann sagði okkur frá afhverju hann hefur náð svona miklum árangri í körfubolta, mótlæti sem hann hefur gengið í gegnum, hvernig hann hugsar um sig daglega, helstu áskoranir við atvinnumennskuna, uppeldi og hvaða innri mann hann hefur að geyma. Þátturinn er kominn á podcast appið og á youtube. Takk fyrir að hlusta!

ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA UM SVEFN!

andleg heilsaandleg vellíðan

Við sofum 1/3 af ævinni. Afhverju þurfum við að sofa? Hvað gerir svefn? Hvaða áhrif hefur svefnleysi? Hvernig getum við hámarkað líkurnar á góðum svefni? Erla Björnsdóttir, svefnsérfræðingur svaraði þessum ásamt fjölmörgum öðrum áhugaverðum spurningum um svefn. Þð getið horft hér að neðan eða hlustað á podcast appinu. Takk fyrir stuðninginn!

 

ATHYGLIN ÞÍN BÝR TIL RAUNVERULEIKANN ÞINN – HVERT ERTU AÐ BEINA HENNI?

Athyglin er magnað fyrirbæri. Hún er virkilega valbundin og afmörkuð, því ef við myndum þurfa að veita öllu athygli í lífinu þá myndi hausinn á okkur sennilega springa. Við eigum ekki fræðilegan möguleika á að pæla í öllu í kringum okkur og þessvegna verða venjur til.

Athyglin býr til okkar raunveruleika. Raunveruleikinn okkar er byggður upp með hvernig við sjáum hlutina. Þessvegna getur verið gott að pæla aðeins í hverju þú ert að veita athygli dagsdaglega. Ertu með athyglina á það sem þú þarft eða það sem þér vantar? Ertu að dæma þig sjálfan og það sem annað fólk gerir? Ertu ávallt með athyglina á því neikvæða við upplifunina þína?

Hvert þú kýst að beina athyglinni hefur mikil áhrif á hvernig þú upplifir lífið þitt. Það er hættulegt að næra neikvæðu hliðar tilverunnar með því að vera með athyglina fasta á það sem þig vantar og það slæma við hverja upplifun. Það hefur ekki góð áhrif á þig og aðra í kringum þig. Þér líkar ekki vel við lífið þitt og þú smitar neikvæðni í annað fólk og það er fátt þreyttara en neikvætt fólk.

Því er mikilvægt að horfa björtum augum á tilveruna. Sjáðu það góða í upplifunum. Gríptu þig þegar þú ert að hugsa um slæmu eiginleikana við upplifunina eða þú ert að kvarta yfir tilverunni eða dæma annað fólk. Upplifanir eru nefnilega ekki bara góðar eða slæmar, þær eru yfrleitt sambland af þessu tvennu. Það er alltaf eitthvað jákvætt við það sem þú ert að upplifa. Snúðu raunveruleikanum þér í hag með að beina athyglinni þinni á það góða hverju sinni. Þetta er verðugt verkefni. Vertu þakklát/ur í staðinn fyrir að kvarta og kveina. Það er fullt gott við þig sjálfan og þína tilveru. Með því að líta jákvæðum augum á tilveruna býrð þú til betri raunveruleika, sem nærir sjálfan þig, aðra í kringum þig og heimurinn verður að betri stað.