SAN FRAN & ROAD TRIP | VLOG 21

Langt síðan síðasta vlog kom en ég ætla aðeins að stíga upp í þeim málefnum á næstu vikum. Ef þið hafið áhuga á að fylgjast með okkur í ferðalagi um Bandaríkin, þá endilega horfið á næstkomandi vlog.

Þetta er fyrsta vlogið mitt af fjórum sem ég ætla sýna frá Bandaríkjunum. Næst kemur vlog frá L.A. svo frá Hawaii (þar sem ég er staddur núna) og svo frá San Diego.

Í vloginu sýni ég frá hvað við vorum að bralla í San Fransisco og frá roadtrippinu til L.A. Vonandi hafið þið gaman af þessu. Takk fyrir að horfa!

MILLIVEGURINN #7 – ÁSLAUG ARNA

Þessi flotta fyrirmynd kom í Milliveginn og sagði okkur frá því hvernig hún var allt í einu komin á þing, hvernig hún dílar við umtal um sjálfan sig, erfiðleika í lífinu, mikilvægi þess að vera óhrædd/ur og að sjálfsögðu pólitík.

 

SKELLTU ÞÉR Í HEITT BAÐ!

andleg vellíðanSamstarfvegan

Slakaðu á og gefðu þér tíma í þig sjálfa/n. Settu súrefnisgrímuna á þig sjálfan áður en þú setur hana á barnið. Hvort sem það er að lesa góða bók, hreyfa þig, fá þér gott kaffi eða jafnvel fara í heitt bað. Ég hef aðeins verið að vinna með að fara í heitt bað sem hluti af minni kvöldrútínu til að róa hugann og slaka á eftir amstur dagsins. Ég læt renna í bað, set jafnvel eitthvað skemmtilegt podcast á og eyði smá tíma með sjálfum mér.

Ávinningarnir sem fylgja því að fara í heitt bað á kvöldin eru nokkrir. Það er gott fyrir svefninn, þar sem líkaminn eyðir orku í að komast í rétt hitastig og því verðum við þreyttari og eigum auðveldara með að sofna og sofum gæðameiri svefni.

Það er góð núvitund að fara í bað og það róar hugann. Við könnumst öll við þegar hausinn er milljón þegar við erum að fara sofa, stanslausar áhyggjur af verkefnum morgundagins eða yfir lífinu yfirhöfuð. Í fullkomnum heimi, þá myndi ég fara í heitt bað á hverju kvöldi.

Þessvegna var ég mjög ánægður með þegar Dr. Teals hafði samband við mig til að athuga áhuga á samstarfi. Dr. Teals eru baðvörur sem hafa skapað sér sérstöðu á amerískum markaði. Baðvörurnar innihalda epsom sölt, sem samanstendur af magnesíum og súlfati. Magnesíum súlfat getur haft ýmsa heilsufarsávinninga eins og að róa þreytta vöðva, minnka verki, fjarlægja dauðar húðfrumur, bæta svefn og minnka stress.

 

Dr. Teals er með þrjár vörur til sölu á Íslandi og þær innihalda allar epsom salt: Ilmandi baðsölt, sturtusápa og freyðibað. Þær koma í tveimur ilmum, Lavender og Engifer. Ég vinn mest með baðsöltin í baðið og sturtusápuna og finnst báðir ilmirnir bara mjög góðir.

Ég vil bara vinna með vörumerkjum sem mér líkar vel við og trúi á. Mér fannst algjör snilld að ég gæti fengið frekari ávinninga af heitu baði heldur en ég gerði. Nú hef ég verið að vinna með þessar vörur í smá tíma og mér líkar afar vel við þær. Ég elska að fara í bað eftir erfiðan æfingardag þegar ég er stífur til að flýta fyrir endurheimt, sem er einn mikilvægasti þáttur í íþróttum í dag.

Þannig hvort sem þú vilt slaka á eftir erfiðan dag, flýta fyrir endurheimt, bæta svefninn þinn og jafnvel minnka verki, þá gæti verið sterkur leikur slá tvær flugur í einu höggi með því að skella sér í heitt bað og lauma Dr. Teals í baðkarið. Vörurnar fást í Hagkaupum, Lyf og Heilsu, Lyfju og fleiri verslunum!

 

 

 

MILLIVEGURINN #6 – HERRA HNETUSMJÖR

Þessi kóngur var að gefa út nýja plötu sem er gjörsamlega geggjuð. Herra Hnetusmjör kom í rosalegt spjall í milliveginn. “Ég væri örugglega dáinn ef ég hefði ekki farið í meðferð” sagði hann þegar við töluðum um ruglið 2016 og hvernig edrúmennskan hefur gefið honum nýtt og betra líf. Hann talar um mikilvægi þess að hafa trú á sjálfum sér, peninga, kakó-hugleiðslu og margt margt fleira. Kominn á podcast appið líka. Enjoy!

 

PODCAST #5 – DÓRI DNA

Fáránlega gaman að tala við Þúsunþjalasmiðinn Dóra DNA. Við spjölluðum meðal annars um grín, málfrelsi, lífstílsbreytingar, stóra Nova málið, ketó og veganisma. Þátturinn er líka kominn á podcast appið fyrir þá sem vilja bara hlusta!

“VENJULEG” BLOGGFÆRSLA: Á DÖFINNI

Þar sem ég er ekki búinn að vloga lengi ákvað ég að hlaða í eina lauflétta færslu og láta ykkur vita hvað er á döfinni hjá mér. Ég er kannski svolítið frábrugðinn “venjulegum” bloggurum og því er þessi færsla eitthvað nýtt fyrir mér en það er bara gaman!

Það sem ég er hvað mest peppaðastur fyrir er að ég og kærastan, Hildur Sif, sem var einmitt að byrja á Trendnet, erum að fara í langþráð frí til Bandaríkjanna eftir 8 daga. Við fljúgum til San Francisco og verðum þar í tvær nætur, svo förum við til Los Angeles í viku, þaðan liggur leiðin til Hawaii í viku og svo verðum við í San Diego í 6 daga. Við erum vel spennt. Ég ætla reyna sína frá þessari veislu á instagram og svo er markmiðið að henda í eitt stykki vlog í L.A., Hawaii og San Diego sem ég myndi posta eftir að ég kem heim. Ég læt tvær myndir fylgja með frá síðustu Bandaríkjaferð hér að neðan. Þetta síða hár var alveg sexý!

Annars hefur mikill fókus farið á skólann undanfarið, þar sem ég er að reyna forvinna mig fyrir þetta blessaða frí. Ég hef líka verið með nokkra fyrirlestra og svo hefur mikil orka farið í podcastið Milliveginn, sem er alveg ótrúlega gaman. Þáttur númer fjögur kemur í kvöld og við erum að stefna á að taka þrjá podcast þætti upp í vikunni við mjög svo áhugaverða viðmælendur. Hlakka til að henda þeim í loftið!

Annars bara bið ég að heilsa ykkur og vonandi höfðuð þið gaman af smá öðruvísi færslu frá mér!

 

MILLIVEGURINN #4 – KATRÍN TANJA

Ótrúlega gaman að fá að grugga í hausnum á svona mögnuðum einstaklingi. Við spjölluðum meðal annars um mótlæti, tilgang lífsins, andlega þáttinn, morgunrútínu, og að sjálfsögðu Crossfit. Katrín Tanja, tvisar sinnum hraustasta kona í heimi, gjörið svo vel. Þátturinn er líka kominn á podcast appið. Mig langaði líka til að láta ykkur vita að við erum heldur betur búnir að update-a hljóðið!

 

EKKI REYNA AÐ FINNA HAMINGJUNA

andleg vellíðan

Það er mikil pressa í samfélaginu að verða að vera hamingjusöm. Sem er eðlilegt ef við hugsum aðeins út í það þar sem við viljum öll vera hamingjusöm innst inni. Þrátt fyrir það er ég á þeirri skoðun að takmarkið á ekki að vera að sækjast eftir hamingju. Við eigum ekki að leita eftir hamingjunni eða reyna að finna hana eins og þegar við týnum veskinu okkar.

Því hvað ætlaru að gera ef þú ert óhamingjusamur/söm? Þá upplifuru sjálfan þig sem mistök eða að þú sért óeðlileg/ur því samfélagið segir að allir eiga stefna að því að verða hamingjusöm. Sem afleiðing af þessari pressu forðast margir þessar svokölluðu “neikvæðu” tilfinningar. Við lítum svo á að það sé eitthvað rangt við að vera stressuð, kvíðin, þung og leið því að allir ætlast til að maður sé hamingjusamur.

Það er hægt að horfa á þessar “neikvæðu” tilfinningar öðruvísi augum. Það getur verið mikið virði í þeim. Það er í góðu lagi að líða illa endrum og sinnum. Að líða illa getur minnt okkur á hvað það er yndislegt að líða vel. Það er hægt að horfa á kvíða og stress sem jákvæða eiginleika sem láta okkur vera virkilega á lífi. Ef við myndum alltaf vita hvernig hlutirnir myndu enda, væri þá gaman af lífinu? Væriru til í að horfa á íþróttaviðburð og þú myndir alltaf hvernig úrslitin verða? Væri gaman að horfa á spennumynd vitandi hvernig lokaratriðið væri?

Hamingja á að vera afleiðing eigin gjörða og hugsana. Ég held að þetta sé rétta leiðin til að velta fyrir sér hamingju. Hreyfðu þig. Faðmaðu neikvæðar tilfinningar. Hittu einhvern sem þér þykir vænt um. Gefðu af þér. Vertu þakklát/ur. Hugsaðu á jákvæðari máta. Gerðu það sem veitir þér hamingju en ekki leitast eftir því að uppfylla einhverja pressu um að þurfa vera hamingjusamur/söm alla daga og allar stundir.

 

 

 

 

VÖRUR SEM ÉG MÆLI MEÐ: HEILSUDAGAR NETTÓ

PlöntufæðiSAMSTARFvegan

Nú er vika eftir af Heilsudögum Nettó. Mig langar því að segja ykkur  frá vörum sem ég mæli með. Heilsuvörur geta verið dýrar og því er um að gera að nýta sér afsláttinn og ofurtilboðin. Bláber eru t.d. á ofurtilboði (50%) í dag og við vitum öll hvað þau eru dýr!

Ég sé þriðjudaginn 2. okt í hillingum þar sem grunnurinn í mínum daglega hræring, grænkál, er á ofurtilboði! Dökk græn fæða er það hollasta sem við getum látið ofan í okkur. Grænkál er stútfullt af vítamínum og steinefnum. Gerir góða hluti fyrir þol, úthald og endurheimt. Hér er uppskrift af mínum daglega ofurhræring: http://trendnet.is/beggiolafs/graenn-ofurhraeringur/

Uppáhalds “nammið” mitt. Hrábarir sem innihalda mestmegnis döðlur og kasjúhnetur. Þeir eru án viðbætts sykurs, glútens og mjólkurafurða. Góður kostur þegar mér langar í eitthvað sætt. Peanut Delight bragðið er í miklu uppáhaldi!

Hafa lengi verið nefnd fæða hlauparans því þau geta aukið súerfnisupptöku, gefa góða orku sem endist lengi og komið í veg fyrir að líkaminn þorni upp.

Sumir segja að rauðrófusaf smakkist eins og mold og mér fannst það líka fyrst. Í dag finnst mér hann fínn. Burt séð frá bragðinu þá er rauðrófusafi frábær fæða fyrir alla, sérstaklega fyrir fólk sem stundar mikla hreyfingu. Rauðrófusafi inniheldur nítrat sem víkkar bláæðarnar, eyku blóðflæði og gerir vöðvunum kleift að þurfa minna súrefni til að vinna. Það þýðir að þú getur hlaupið hraðar í lengri tíma þar sem þú verður ekki jafn fljótt þreytt/ur. Gott er að skella í sig tæplega hálfum lítra tveimur tímum fyrir átök.

Hrikalega gott plöntuprótein. Fyrir mér er þetta prótein smá spari. Ég fæ mér þetta þegar ég hef ekki verið nógu duglegur að innbyrgða prótein yfir daginn og þegar mér langar í eitthvað gott. Ég bý oft til spari hræring með þessu próteini. Hann inniheldur: plöntumjólk, möndlusmjör, banana, bláber, maca duft og að sjálfsögðu próteinið!

Þessi hollu fræ innihalda gott magn af próteini, trefjum, andoxunarefnum og öðrum mikilvægum næringarefnum. Hamprfræ eru líka bólgueyðandi, auka blóðflæði og hjálpa til við endurheimt. Tilvalin viðbót við hræringinn!

Green phytofoods frá NOW er bætiefni sem inniheldur mikið af grænni fæðu, jurtum, trefjum og ensímum. Varan inniheldur meðal annars spirulinu, spínat, hveitigras, chlorella og brokkolí. Gott fyrir þá sem vilja auka inntöku á grænni fæðu með auðveldum hætti. Fínt að henda þessu í hræringinn eða taka sem heilsuskot.

Í fyrsta lagi þá er þetta besta hnetusmjör sem ég hef smakkað. Ég gæti klárað heila krukku eintóma á skömmum tíma. Í öðru lagi er þetta kaloríurík, orkumikil og næringarík fæða sem inniheldur holla fitu, prótein, magnesíum og járn. Ég mæli með að fá sér kasjúsmjör með eplum eða döðlum og  setja það út á chia- og hafragrautinn.

Viltu spara þér pening? Baunir eru fáránlega ódýrar og henta vel sem hádegis/kvöldmatur ásamt meðlæti. Að innbyrgða baunir er góð leið til að bæta plöntufæði í mataræðið . Dæmi um baunir sem ég borða: Nýrnabaunir, svartar baunir, kjúklingabaunir og linsubaunir.

Koffíndrykkja æðið á Íslandi ætlar engan endir að taka. GoGo inniheldur hinsvegar engin skaðleg sætuefni og með því sker hann sig frá flestum öðrum orkudrykkjum. Ég fæ mér GoGo þegar mér langar í eitthvað sætt og þegar ég tími að sleppa kaffinu!

Maca getur aukið orku, þol og einbeitingu sem eru lykilþættir í íþróttum. Maca hefur líka verið talið hafa góð áhrif á kynhvöt. Ég fæ mér Maca í töfluformi á hverjum degi en duftið úr hylkjunum er líka braðgott og mjög góð viðbót í þeytinginn, grautinn og baksturinn.

Ég gæti skrifað heila BSc ritgerð um allar vörunar sem mér langar í á heilsudögum Nettó en við verðum að eiga það inni. Ef þið viljið sjá fleiri vörur sem ég mæli með, þá endilega gluggið í Heilsublaðið. Það er líka klikkuð uppskrift þar að góðu bananabrauði.

Ég hvet alla að nýta sér Heilsudaga í Nettó. Ég ætla samt ekki að taka ábyrgðina á því að þú verðir allt í einu komin/n með miklu fleiri vörur í innkaupakerruna heldur en að þú ætlaðir þér!