Hugarefling vikunnar

andleg vellíðan

Halló snillingar,

Ég ætla byrja með nýjan lið inn á blogginu sem heitir “Hugarefling vikunnar”. Hann lýsir sér þannig að reglulega ætla ég að segja ykkur frá inngripum sem tengjast andlegri heilsu. Markmiðið er framkvæma hvert inngrip í að minnsta kosti í eina viku. Það væri algjör snilld ef þið mynduð taka þátt í þessu með mér!

Þessi inngrip koma flest úr jákvæðri sálfræði en líka frá minni reynslu. Markmiðið er að þið getið hagnýtt þessar æfingar inn í daglegt líf til að efla andlega heilsu og lífið sjálft. Ég hef talað eitthvað um þessar æfingar í lífsráðunum mínum á instagram en það verður bara hafa það.

Mín skoðun er sú að það hafa flest allir gott af þessum inngripum, líka þeir sem eru lausir við andleg vandamál. Það er ekki sama að vera laus við andleg veikindi og að blómstra andlega. Við skiljum oft andlegu vinnuna eftir á hakanum og gerum ráð fyrir því að andlega heilsan eigi að vera í toppmálum. Það er hinsvegar ekki svo einfalt. Það er heilmikil vinna að líða vel en að helga sér tíma í andlega vinnu skilar sér alltaf.

Þú ert þinn besti sérfræðingur.

Eitt sem ber að hafa í huga er að þú ert þinn besti sérfræðingur. Það sem virkar fyrir mig virkar ekki endilega fyrir þig. Prófaðu þig áfram, finndu út hvað þú fýlar og hvað veitir þér vellíðan. Ákveðnar æfingar passa betur við suma heldur en aðra. Sumir hafa t.d. takmarkaðan tíma lausann á daginn á meðan aðrir geta helgað meiri tíma í þessa vinnu. Rannsóknir sýna að það sem skiptir mestu máli hvað varðar inngrip er að þau passi sem best við ykkur sjálf. Sem dæmi var rannsókn sem sýndi fram á að vellíðan jókst meira hjá fólki sem skrifaði þakklætislista einu sinni í viku samanborið við fólk sem gerði það þrisvar í viku.

Fyrsta æfing tengist þakklæti. Þú getur fundið fyrir þakklæti þegar þú veitir því athygli hversu auðugt lífið þitt og þínar kringumstæður eru. Það eru margir hlutir í lífinu okkar, bæði smáir og stórir, sem við getum verið þakklát fyrir en við tökum þeim sem sjálfsögðum hlut. Bara eins og það eina að vera þakklát/ur fyrir að vera til, að hafa vinnu, að eiga góða að, fyrir morgunmatinn sinn, fyrir heimilið sitt, fyrir heilsuna og fyrir börnin sín.

Hugarefling vikunnar: Þakklætislisti

 Skrifaðu niður 3-5 hluti sem þú ert þakklát/ur fyrir. Þið ráðið hversu oft þið gerið það yfir vikuna. Hvort sem þið viljið gera listann þrisvar sinnum eða fimm sinnum, þá er það undir ykkur komið. Ég ætla setja mér það markmið að gera hann alla daga vikunnar. Þið ráðið líka hvenær þið gerið listann en ég ætla gera hann á morgnana.

Vonandi taka sem flestir þátt í þessu með mér. Það væri fáránlega gaman að heyra ykkar reynslu af þessum inngripum og ég myndi elska að sjá ykkur deila þeim með fjölskyldu, vinum eða á samfélagsmiðlum (t.d. snapchat eða instagram story).

Hlakka til að heyra hvernig þið upplifið þetta og ekki hika við að tagga mig @beggiolafs

Döðlukúlur

Plöntufæðivegan

Halló kæru lesendur,

Þar sem það styttist heldur betur í verslunarmannahelgina langaði mér segja ykkur frá einni snilldar uppskrift. Tilvalið í bústaðinn, útileguna, innipúkann og þessvegna þjóðhátið. Hvað sem þið takið ykkur fyrir hendur, þá munuð þið slá í gegn með þessum döðlukúlum.

Ég elska allt sem er með döðlum í. Mér finnst döðlur ekki góðar eintómar en þegar þær eru blandaðar með eitthverju öðru eins og t.d. kasjúhnetum, þá finnst mér þær svakalegar.

Ég lít á döðlukúlurnar sem hollt nammi og hentar því þeim sem vilja kannski ekki algjörlega missa sig í “sukkinu”.  Þær eru ofboðslega góðar, innihalda fá innihaldsefni og eru einfaldar í bígerð. Það er algjör snilld að eiga þær til í frystinum heima til að fá sér með kaffinu, sem millimál eða í staðinn fyrir þetta klassíska nammi. Allir sem hafa smakkað þessar döðlukúlur í kringum mig eru mjög hrifinir af þeim.

Innihaldsefni:

400 gr. döðlur

250 gr. hafrar

1/2 bolli ósætt kakó

Kókos til að velta upp úr

Aðferð:

1. Látið innihaldsefnin í matvinnsluvél/blandara og blandið saman. Ef þið eruð ekki með ferskar döðlur er sniðugt að mýkja döðlurnar með upphituðu vatni áður en þið blandið þeim við hin innihaldsefnin. Ef blandan er of þurr, bætið þá smá plöntumjólk við.

2. Búið til litlar kúlur úr blöndunni og veltið kúlunum upp úr kókosmjölinu.

3. Geymið í frysti. Persónulega finnst mér döðlukúlurnar bestar þegar þær eru búnar að vera í frysti í sólarhring en öðrum finnst betra að borða þær strax.

4. Njótið og eigið góða helgi!

Þú ert meðaltalið af þeim sem þú eyðir mestum tíma með

andleg vellíðan

Þú ert meðaltalið af þeim sem þú eyðir mestum tíma með, svo einfalt er það. Þetta fólk hefur mikil áhrif á lífið þitt. Annað hvort hífur það þig upp eða dregur þig niður. Það getur ráðið því hversu miklum árangri þú nærð og hversu vel þér líður.

 Hugsaðu um einstaklinga sem hífa þig upp, styðja við þig og vilja þér vel. Eyddu sem mestum tíma með þessu fólki. Þetta eru sannir snillingar sem vilja þér bara gott og samgleðjast þér þegar þú stendur þig vel.

Hugsaðu síðan hvaða einstaklingar draga þig niður og hafa vond áhrif á þig. Eyddu sem minnstum tíma með þessu fólki og forðastu það. Þetta fólk er eitur og þau geta komið í veg fyrir að þú náir eins langt og þú vilt í lífinu.

Stórt hrós á alla þá sem styðja við vini sína í gegnum gleði og tár. Áfram þið!

Hamingjuna er að finna á leiðinni upp fjallið en ekki í skammri ánægjutilfinningu á toppnum

Mörg okkar eru á því að þau verði hamingjusöm þegar tiltekinn áfangi næst í lífinu. Hvort sem það er að fá draumavinnuna, eignast draumahúsið eða komast í draumaformið, þá er hamingjan okkar oft mjög háð því að ákveðnir áfangastaðir sem við höfum stefnt að í langan tíma verði að veruleika.

Fólk leggur það mikla áherslu á að ákveðinn áfangi muni veita þeim langvarandi hamingju að það leyfir sér ekki að vera hamingjusamt á leiðinni. Þar af leiðandi, ótrúlegt en satt, verður fólk í rauninni fyrir vonbrigðum þegar það mætir loksins á áfangastaðinn.

Ekki miskilja mig, það er frábært að stefna að einhverju og það er yndisleg tilfinning að ná markmiði sem maður hefur unnið að í langan tíma. Hinsvegar varir sú ánægjutilfinning afar stutt en yfirleitt fer mjög langur tími í að láta markmiðin verða að veruleika.

Því er gríðarlega mikilvægt að njóta leiðarinnar að áfangastaðnum. Njóta þess að leggja hart að sér. Njóta þess að lenda í erfiðleikum og yfirstíga þá. Njóta litlu sigrana á leiðinni. Njóta þess að verða betri einstaklingur en maður var með hverjum degi.

 Eins og vinur minn Búdda sagði eitt sinn: „Það er engin leið að hamingju. Hamingjan er leiðin.“ Leiðin er nefnilega það sem hversdagslegt líf snýst um og mestur tími okkar fer í. Leiðin er lífið. Njóttu þess að klifra upp á fjallið því það tekur mikið lengri tíma heldur en tilfinningin sem fylgir því að vera kominn á toppinn.

Takk fyrir að lesa!

AFHVERJU ÞÚ ÁTT AÐ KOMA TIL MÍN Í ÞJÁLFUNARSÁLFRÆÐITÍMA

andleg vellíðanLífsráð

Halló kæru lesendur,

Ég er byrjaður að vinna við það sem ég elska, að hjálpa fólki að bæta frammistöðu og vellíðan á ýmsum sviðum lífsins. Í videoinu hér að neðan fer ég yfir afhverju þið eigið að koma til mín í þjálfunarsálfræðitíma. Það er takmarkað pláss í boði þar sem ég hef takmarkaðann lausann tíma í lífinu. Fyrir frekari upplýsingar: beggiolafs@beggiolafs.com.

Skemmtilegt viðtal við SKE!

Halló!

Ég fór í skemmtilegt og öðruvísi viðtal við SKE.IS á dögunum. Langaði að deila því með ykkur. Ég fer meðal annars yfir afhverju ég byrjaði að vloga, afhverju ég varð vegan og svo kemur ég inn á á eitt gott lífsráð. Því miður kemur ekki vlog þessa vikuna því það er svo mikið að gera hjá mér í skólanum. Ég kem sterkur inn þegar að skólinn klárast eftir tvær vikur!

Hlýjar kveðjur, Beggi

BYRJUNIN Á EINHVERJU STÓRKOSTLEGU | VLOG 15

andleg vellíðanLífsráðPlöntufæðivegan

Halló fallega fólk

Í vlogi 15 fer ég um víðan völl. Ég sýni frá annasömum degi sem endaði með vel heppnuðum fyrirlestri þar sem ég, Indíana Nanna og Arnór Sveinn héldum gott erindi. Ég fer yfir hvernig sjónmyndaþjáflfun (e. mental imagery) getur bætt frammistöðuna þína í vinnunni, íþróttum, skólanum og í þínu persónulega lífi. Auk þess segi ég aðeins frá matnum sem ég er að einblína á að borða þessa dagana. Að lokum voru við bræðurnir með Eurovison þátt á Áttunni. Já ég fýla Eurovision…

Takk kærlega fyrir að horfa!