Skemmtilegt viðtal við SKE!

Halló!

Ég fór í skemmtilegt og öðruvísi viðtal við SKE.IS á dögunum. Langaði að deila því með ykkur. Ég fer meðal annars yfir afhverju ég byrjaði að vloga, afhverju ég varð vegan og svo kemur ég inn á á eitt gott lífsráð. Því miður kemur ekki vlog þessa vikuna því það er svo mikið að gera hjá mér í skólanum. Ég kem sterkur inn þegar að skólinn klárast eftir tvær vikur!

Hlýjar kveðjur, Beggi

BYRJUNIN Á EINHVERJU STÓRKOSTLEGU | VLOG 15

andleg vellíðanLífsráðPlöntufæðivegan

Halló fallega fólk

Í vlogi 15 fer ég um víðan völl. Ég sýni frá annasömum degi sem endaði með vel heppnuðum fyrirlestri þar sem ég, Indíana Nanna og Arnór Sveinn héldum gott erindi. Ég fer yfir hvernig sjónmyndaþjáflfun (e. mental imagery) getur bætt frammistöðuna þína í vinnunni, íþróttum, skólanum og í þínu persónulega lífi. Auk þess segi ég aðeins frá matnum sem ég er að einblína á að borða þessa dagana. Að lokum voru við bræðurnir með Eurovison þátt á Áttunni. Já ég fýla Eurovision…

Takk kærlega fyrir að horfa!

FRÆÐSLUKVÖLD MEÐ BEGGA ÓLAFS, INDÍÖNU OG ARNÓRI

Halló kæru lesendur,

Mig langaði til að segja ykkur að ég, ásamt tveimur öðrum yndislegum einstaklingum, erum að fara halda fyrirlestur á þriðjudaginn 8. mai frá 20:00 til 22:00.

Þetta verður fáránlega gaman. Þið finnið upplýsingar um viðburðinn hér að neðan:

Hver er grunnurinn að líkamlegri og andlegri vellíðan?
Hvaða bætiefni á ég að taka til þess að auka árangur?
Hvernig get ég aukið árangur með hugarfari?

Indíana hópþjálfari og matgæðingur, Beggi Ólafs knattspyrnumaður hjá Fjölni og mastersnemi í sálfræði ásamt Arnóri bætiefna gúru & knattspyrnumanni hjá KR fara yfir þætti sem auka árangur & vellíðan.

Eftir þessa kvöldstund fara allir út með veglegan gjafapoka. Veglegt happadrætti verður og leynast góðir vinningar í sumum gjafapokunum.

Miðaverð er 3.000 kr

Hægt er að nálgast miða hér.

 

Mataræði og hreyfing: Tilraunastarfsemi og meðvitaðar ákvarðanir

Indíana Nanna, hópþjálfari og matgæðingur, ræðir við okkur um kosti þess að prófa sig áfram og að taka meðvitaðar ákvarðanir þegar kemur að hreyfingu og mataræði. Indíana deilir með okkur sinni reynslu og þeim einföldu atriðum sem hún hefur haldið fast í til að stuðla að líkamlegri og andlegri vellíðan.

Aukinn árangur með jákvæðu hugarfari

Beggi Ólafs fjallar um mikilvægi þess að tileinka sér jákvætt hugarfar sem getur hjálpað til við að bæta árangur og vellíðan. Í fyrirlestrinum verður farið yfir þrjá þætti sem Beggi telur að fólk geti haft ávinning á að nýta sér á fjölmörgum sviðum í lífinu.

Bætiefni og góðgerlar sem hluti af heilbrigðum lífsstíl

Þegar velja á bætiefni þarf heldur betur að vanda valið því í þeim geira leynist ýmislegt óæskilegt. Áður en bætiefni eru valin þarf að hafa í huga að þau eru sjaldnast „töfralausnin“ sem leysa öll vandamál, en þau geta þó verið mjög góð viðbót við heilbrigt líferni. Í fyrirlestrinum mun Arnór Sveinn tala um bætiefni og góðgerla sem mikilvægan hluta af heilbrigðum lífsstíl.

Takk kærlega fyrir að lesa!

 

GERÐU ÞETTA TIL AÐ AUKA VELLÍÐAN | VLOG 13

andleg vellíðanLífsráðPlöntufæðivegan

Halló!

Vlog 13 er skemmtilegt að mínu mati. Ég átti góða morgunstund með Hildi, kíkti á ömmu og afa með Togga bróðir og í samstarfi við Baby Foot prófaði ég vöruna þeirra. Ég segi líka frá “æfingu” sem getur aukið þína vellíðan. Allur dagurinn fór í að klippa þetta vlog svo ég vona innilega að þið hafið gaman af því.

Þangað til næst!

GRÆNN OFURHRÆRINGUR

Halló kæru lesendur,

Það kemur ansi oft fyrir að ég láti mynd eða myndbandsupptöku af græna hræringnum mínum í story á instagram: @beggiolafs. Ég hef fengið ófáar fyrirspurnir um innihaldsefnin í honum og langar mér að deila því með ykkur.

Eitt af mínum heilráðum hvað varðar mataræði er að bæta inn dökk grænni fæðu í mataræðið. Þá er ég aðalega að tala um grænmeti eins og grænkál, spínat, rauðrófublöð, brokkolí, spirulínu og fleira. Þessi fæða er afar næringarmikil, gefur góða orku og gerir góða hluti fyrir endurheimt.

Ein frábær leið til innbyrgða meira grænt er að drekka salat. Hljómar ekki vel en hinsvegar er það ekki alslæmt. Það er nefnilega hægt að búa til ágætis hræring sem inniheldur vel af grænu. Hræringurinn hér að neðan er tilvalinn sem morgunmatur eða/og fyrir eða eftir átök. Það er misjafnt hvað ég læt í hræringinn og það fer alfarið eftir hvað er til heima. Það er ekkert heilagt í þessu og þú þarft alls ekki að eiga öll innihaldsefnin. Endilega prófaðu þig áfram og finndu þína útgáfu!

Innihald

 • 75 gr grænkál/spínat
 • 2 bananar
 • 1 appelsína
 • 1 msk möndlusmjör
 • 2 msk hampfræ
 • 2 msk chiafræ
 • 1/2 msk maca duft
 • 1/2 msk kanill
 • 1 msk Green Phytofoods frá Now
 • 1 bolli af frosnum bláberjum
 • Fylla upp í með vatni

Innihaldsefnin fara rakleiðis í blandarann. Þessi uppskrift er miðuð við líter. Það er tilvalið að fá sér hálfan líter í morgunmat og hálfan eftir æfingu!

LEIKDAGUR | VLOG 10

Hæhæ,

Í vloggi 10 sýni ég frá rútínunni minni á leikdögum. Mjög mikilvægt að hafa eitt svona dramatískt lag undir. Takk fyrir að horfa, ég vona að þið hafið gaman af. Í þessum töluðu orðum er ég í æfingarferð á Spáni og þið eigið von af vloggi þaðan á allra næstu dögum!

– Beggi Ólafs

 

 

 

ÞÚ ERT ÞINN BESTI SÉRFRÆÐINGUR | VLOG 9

andleg vellíðanLífsráð

Halló!

Ég er ennþá að fikra mig áfram í því hvernig ég vil nákvæmlega hafa vloggin. Ég veit þó að ég ætla halda áfram að sýna frá mínu daglega lífi eins og ég hef gert hingað til í vloggunum. Ég ætla auk þess stundum að sýna einungis frá eitthverju ákveðnu eins og t.d. eitthverju viðfangsefni sem tengist andlegri heilsu, matarinnkaupum, morgunrútínu eða eitthverju sambærilegu. Ég vona að þið skiljið hvert ég er að fara.

Þetta frekar óhefbundið vlogg þar sem ég tala bara í myndavélina. Ég mæli hinsvegar hiklaust með því. Endilega látið mig vita hvað ykkur finnst og hvort þið fýlið svona tegund af vloggi líka. Takk fyrir að horfa!

Þangað til næst, Beggi Ólafs

 

MITT FYRSTA TRENDNET VLOG | VLOG 8

LífsráðPlöntufæðivegan

Halló fallega fólk,

í Vloggi 8 sýni ég frá síðasta sunnudegi í lífi mínu. Í vlogginu er óvænt uppákoma, fótboltaæfing, matvöruleiðangur með Hildi og að sjálfsögðu lífsráð dagsins! Ég er ennþá að finna út hvernig ég vil hátta vloggunum nákvæmlega en það er ferli sem tekur sinn tíma. Ég mun bæði sýna frá mínu daglega lífi og fjalla eitt og sér um eitthvað ákveðið viðfangsefni í framtíðinni. Ég ætla að reyna að vera allavegana með tvö vlogg í hverjum mánuði. Mér finnst nefnilega skemmtilegra að koma frá mér upplýsingum á myndrænan máta. Vona að þið hafið gaman af!

Endilega segið mér hvað ykkur finnst og hvað þið mynduð vilja sjá í næstu vloggum.

P.S. Fyrir áhugasama eru mín fyrri vlogg á youtube rásinni minni: @beggiolafs