fbpx

JÓLABOÐSKAPUR 3 OG 4

andleg heilsaandleg vellíðan

Hér kemur seinni helmingurinn af jólaboðskap Begga. Gleðileg jól!

Jólaboðskapur  3/4

Það sem þú gefur þarf ekki að kosta peninga. Brostu. Segðu takk. Haltu hurðinni opinni fyrir ókunnugann einstakling. Knústu. Kysstu. Segðu fallega hlutinn sem þú ert að hugsa um. Gerðu góðverk án þess að búast við einhverju til baka. Hjálpaðu. Hrósaðu. Þessir hlutir skilja miklu meira eftir sig heldur en veraldlegur auður!

Jólaboðskapur  4/4

Finndu jafnvægi milli þess að huga að sjálfum þér og leyfa þér að njóta jólanna. Þú þarft ekki að berja þig niður fyrir að hafa sleppt æfingu eða hafað borðað óhollara en þú gerðir ráð fyrir. Þú þarft ekki að hætta að hreyfa þig algjörlega og borða allt það óholla sem til er. Burtu með allt eða ekki hugsunina. Þú getur bæði borðað óhollt og hollt. Þú getur bæði legið upp í sófa í heilann dag og tekið göngutúr. Þú getur bæði verið stressaður og notið alla góðu augnablikanna. Njóttu súkkulaðimolans, farðu í göngutúr, liggðu upp í sófa, hittu fólkið þitt, vertu með sjálfum þér. Gerðu það sem gerir þig ánægðan. Þú ert þinn besti sérfræðingur!

JÓLABOÐSKAPUR 1 OG 2

andleg heilsaandleg vellíðan

Þar sem ég hef verið að deila Jólaboðskap á Instagram og LinkedIn er ég hreinlega skildugur til að gera það hér líka. Ég er búinn að deila tveimur og á eftir að deila tveimur. Markmiðið er að minna á mikilvæga hluti sem við getum tamið okkur til að bæta lífið okkar, sérstaklega um jólin!

Jólaboðskapur 1/4:

Talaðu um mikilvæga hluti við þína nánustu fjölskyldumeðlimi og vini. Það er miklu skemmtilegra heldur en að tala um annað fólk eða yfirborðskennt kjaftæði. Það dýpkar samböndin þín og gerir þau þýðingarmeiri en þig gæti nokkurntímann grunað.

Jólaboðskapur 2/4

Líttu í kringum þig. Eflaust tekuru eftir þakinu yfir höfðinu á þér, vatnsglasinu við hliðina á þér og aðilunum í kringum þig. Það eru fullt gott við lífið þitt sem þú tekur sem sjálfgefnum hlut. Kannski hefur þú verið að ofmeta það sem þér vantar og vanmeta það sem þú hefur. Opnaðu augun. Bankaðu í sjálfan þig og minntu þig á góðu eiginleika tilverunnar. Allt sem þér vantar hefur þú nú þegar.

ÞEKKTU SJÁLFAN ÞIG

andleg heilsaandleg vellíðan

Fæstir þekkja sjálfan sig nógu vel. Það boðar ekki gott þar sem það mun koma dagur þar sem gervigreindin mun þekkja þig betur en þú sjálfur. Ég ætla ekki í neinar framtíðarpælingar í þessari færslu heldur færa rök fyrir mikilvægi þess að þekkja sjálfan sig þar sem það getur haft verulega góð áhrif á lífið þitt.

Hvað meina ég með að þekkja sjálfan sig?

Að átta sig á sínum persónuleika, ekki bara ákjósanlegu eiginleikana við þig heldur líka á þínum skugga hliðum. Þó svo að það sé mikilvægt að átta sig á góðum karakterseinkennum (styrkleikum) og hvað maður stendur fyrir (gildi), ætla ég hér að neðan að tala um ávinningana sem fylgja því að þekkja skuggann sinn.

Hvað meinaru með þessum skugga og afhverju á ég að þekkja skuggann minn?

Skugginn þinn eru ákveðnir ómeðvitaðir eiginleikar við þig sem þú hefur þrýst niður útaf óþægindum sem eru að hafa ómeðvituð áhrif á þitt líf. Þessir dimmu eiginleikar perónuleikans, sem við erum ekki meðvituð um, hafa áhrif á hvernig þú hagar þér í samskiptum við aðra, hvernig þú bregst við uppákomum, hvernig þú tekur ákvarðanir og hvernig þú tengist lífinu.

Carl Jung sálfræðingur talaði fyrir því að þekkja sínar skugga hliðar til þess að láta hana vinna með sér í staðinn fyrir á móti sér. Þegar við erum meðvituð um okkar skugga, þá hefur hann ekki eins mikil áhrif á lífið okkar, við tökum eftir honum og við þekkjum okkur betur.

Að verða meðvitaðari um skuggann sinn

Það getur verið óþæginlegt að þekkja sínar dimmu hliðar og að samþykkja þá eiginleika við sjálfan sig. Hugsanlega eru þetta eiginleikar sem þú hefur þrýst niður útaf ákveðnu áfalli eða erfiðleikum í lífinu. Þá þarf að fara varlega þegar maður kýs að verða meðvitaðari um sjálfan sig því það geta komið allskonar tilfiningar upp.

Eitt veit ég, það er auðveldara að bæla þessa eiginleika niður heldur en að gangast í augu við þá. Það þarf hugrekki til að þekkja sjálfan sig en það leiðir til þess að þú tengir meira við sjálfan þig, hefur góð áhrif á tengslin þín við aðra og þínar ákvarðanir. Það getur hjálpað fólki gríðalega mikið í lífinu að þekkja sjálfan sig.

Hugsanlega ertu sjálfselskur, öfundsjúkur, gráðugur, bitur, óöruggur og fjandsamur einstaklingur. Hugsanlega finnst þér erfitt að samþykkja þessa eiginleika við þig. Hinsvegar, ef þú þekkir þá geturu látið þá vinna með þér. Þegar þú lendir í aðstæðum þar sem þessir eiginleikar koma upp geturu tekið eftir þeim og notað þá til að vinna með þér, annaðhvort sem vopn eða meðvitað dregið úr þeim.

Mér finnst gífurlega jákvætt að viðurkenna fyrir sjálfum sér að maður sé ekki 100% góði einstaklingurinn sem maður heldur að maður sé. Þá áttar maður sig á hvað maður er að gera rangt og maður minnkað óþarfa þjáningu sem maður veldur sér og öðrum í lífinu. Lífið er nógu erfitt fyrir!

Þegar við hugsum um fangabúðirnar í Auschwitz, þá ímyndum við flest okkur að við séum fangar í búðunum. Hvað lætur þig halda að þú sért fanginn en ekki fangavörðurinn? Fangaverðirnir sem gerðu virkilega slæma hluti í fangabúðunum voru bara venjulegir einstaklingar, rétt eins og þú og ég. Aldrei vanmeta hvað aðstæður geta kallað fram í fólki.

Hvernig þekki ég sjálfan mig?

Sjálfsþekking getur meðal annars bætt leiðtogahæfni, persónulegan vöxt, getuna að setja sig í spor annarra, sköpunargáfu, sjálfsumhyggju og minnkað líkur á kulnun.

Hver einasta vegferð í átt að sjálfþekkingu er sérstök. Þú ert þinn besti sérfræðingur. Það eru margar leiðir til þess sem hjálpa þér að vera meðvitaður um sjálfan þig. Ég ætla nefna fjórar.

Þjáflunarsálfræði, sálfræðitími, markþjálfun

Frábær leið til að þekkja sjálfan sig betur. Hvort sem það er að fara í þjálfunarsálfræðitíma, fara til sálfræðings eða til markþjálfa, þá færðu þar tíma og öruggt svæði til að segja frá þér án þess að vera dæmd/ur.

Að spyrja aðra

Getur verið góð leið að spyrja sína nánustu einstaklinga um persónuleikann sinn. Þó svo þú þurfir ekki að fara 100% eftir áliti þessar einstaklinga, þá getur endurgjöf frá þeim gefið þér ákveðnar vísbendingar um sjálfan þig.

Hugleiðsla

Að sitja með sjálfum sér og vera meðvitaður um hvaða hugsanir og tilfinningar koma upp er góð leið til að þekkja sjálfan sig. Ekki dæma sjálfan þig fyrir það sem kemur upp. Ef þú hugleiðir ertu líka líklegri til að vera meðvitaðari um þínar tilfiningar og hugsanir út daginn.

Lærdómur

Að læra eitthvað nýtt er frábær leið til að þekkja sjálfan sig. Það þarf ekki að vera eitthver sjálfsmeðvitundarbók eða grein sem þú þarft að lesa. Þetta getur verið hvað sem er. Þegar við lærum eitthvað nýtt og komum okkur í stöður sem við þekkjum ekki fáum við betri innsýn í okkur sjálf.

Lokapælingar:

Ég held oft að ég sé kominn með heildarmynd af mér sjálfum og að ég þekki minn skugga algjörlega. Hinsvegar lendi ég reglulega í augnablikum þar sem ég er að kynnast nýjum eiginleikum við sjálfa mig. Ég elska að vera meðvitaðari og þekkja sjálfan mig betur og betur með hverjum deginum. Þetta er vinna sem mun halda áfram út lífið. Þekktu sjálfan þig.

UPPFÆRSLA UM LÍFIÐ

Mér finnst stundum gaman að koma með hefbundnar bloggfærslur og uppfæra ykkur hvað ég er að gera í lífinu. Ég vona samt að þið hafið gaman af færslunum mínum um sálfræði/heilsu/vellíðan sem ég kem vanalega með og að þær hafi hjálpað ykkur eitthvað í lífinu.

Við Hildur vorum í mjög skemmtilegu ferðalagi um daginn þar sem við fórum til New York, Tulum og Orlando. Það var ótrúlega gaman og endurnærandi. Ég var samt orðinn þreyttur á þægindunum og áhyggjulausa lífinu í lokin og því mjög feginn að vera kominn heim.

Síðan við komum heim hef ég verið að halda fyrirlestra, meðal annars plöntufæðisfyrirlestur í Hörpunni sem ég var mjög stolur af. Ég gef dreymt um að halda fyrirlestur í Hörpu síðan ég byrjaði í þessum bransa og einn daginn mun ég halda ennþá stærri fyrirlestur þar, bíðið bara.

Ég er að koma mér inn í skólann þessa dagana. Þar er ég í tveimur áföngum þar sem ég notast við þjálfunarsálfræðina í faglegu umhverfi (fyrirtækjum, stofnunum og fl). Ég er afar spenntur fyrir því. Svo er það bara ritgerðin á næsta ári og útskrift!

Þar sem fótboltinn hefur verið í pásu undanfarið hef ég verið að vinna með að vera í World Fit í World Class. Það er alveg eins og Crossfit og er ótrúlega skemmtilegt. Ég elska að gera eitthvað nýtt í tengslum við hreyfingu.

Annars er ég bara í toppmálum og er að elska hversdagslega lífið mitt þessa dagana. Að fara á kaffihús og læra, elda með Hildi, hreyfa mig, verja tíma með góðu fólki og hjálpa fólki með fyrirlestrum og þjálfunarsálfræðinni. Það væri hreinlega græðgi að biðja um eitthvað meira. Ég þarf ekki neitt annað inn í lífið mitt. Fram að jólum ætla ég að njóta hversdagsleikans og að verða betri einstaklingur með hverjum degi.

Það sem ég hef verið að átta mig meira og meira á er að vera ekki að bíða eftir neinu í lífinu. Að vera ekki að bíða eftir að eitthvað erfitt klárist eða eitthvað sniðugt gerist í mínu lífi. Lífið eru nefnilega allir dagarnir sem þú ert að bíða eftir að eitthvað gerist. Þetta sem þú ert að bíða eftir er ekki að fara gera lífið þitt þæginlegt eða hamingjusamt.

SÁLFRÆÐI TIL AÐ LEIÐA, EKKI FYLGJA.

andleg heilsaandleg vellíðan

Flestir vilja skyndilausnir sem auðvelda okkur lífið. Við elskum að gera hlutina eins þægilega og hægt er. Eitt af því er að fresta vandamálunum í staðinn fyrir að tækla þau. Mig langar til að ræða lyf í þessu samhengi.

Margir vilja nefnilega taka inn nokkrar pillur til þess að verða góðir og halda svo áfram með lífið eins og ekkert sé að. Þessr einstaklingar halda áfram sínum slæmu venjum og lifnaðarhætti eins og ekkert hafi í skorist. Þeir fara ekki til sálfræðings, hreyfa sig ekki, borða skít, efli ekki tengslin sín, pæla ekkert í svefninum og leggja enga vinnu í það að vinna í vandamálunum sínum.

Tökum of háan blóðþrysting sem dæmi. Þú borðar mat sem hefur vond áhrif á blóðþrýstinginn hjá þér. Þú ferð til læknis og tekur inn lyf til þess að halda blóðþrýstingnum í skefjum, sem innihalda ákveðin aukaverkanir og heldur svo áfram að borða sama matinn. Betra mataræði myndi augljóslega leiða til ákjósanlegri langvarandi breytinga, jafnvel án lyfja. Fyrir mér er þetta alveg stórfurðulegt. Fyrir mér er þetta að byggja hús ofan á sandi sem þú þarft stöðugt að laga í staðinn fyrir að steypa alvöru grunn sem heldur húsinu uppi.

Núna þarf ég að stoppa áður en þið blótið mér í sand og ösku. Lyf eru að sjálfsögðu góð og nauðsynleg í mörgum tilvikum í lífinu. Ég er ekki að afskrifa lyf hér og það er ekki tilgangurinn með þessari færslu. En að mínu mati, í tengslum við andlega heilsu og vellíðan, þá tel ég lyf ofaukin og það kostar samfélagið of mikið. Þau virka oft ekki nógu vel og eru með margar aukaverkanir.

Ástæðan fyrir of mikilli notkun lyfja er margþætt. Fyrsta vandamálið er að flestir nenni ekki að leggja á sig vinnuna sem felst í ákveðnum lífstílsbreytingum. Tíu prósent sjúklinga fylgja eftir ákveðnum lífstílsbreytingum í kjölfar læknisheimsóknar. Þetta er skelfilega lág tala.

Annað vandamál er að fólk virðist ekki kunna að taka ábyrgð á sjálfum sér. Þó það hljómi frekar auðvelt að gleypa nokkra pillur á dag, þá virðist það vera flókið verkefni fyrir marga. Af 100 manns sem fara til læknis, þá munu 67 einstkalingar ná í lyfið en helmingurinn af þessum 67 munu ekki klára skammtinn, taka lyfin inn eða taka lyfinn inn í vitlausum skömmtum. Ef kötturinn þinn er veikur þá passar þú upp á að hann taki lyfin sín á réttan máta. Þú ert líklegri til að taka ábyrgð á kettinum þínum heldur en sjálfum þér.

Síðan er það náttúruleg kostnaðurinn. Lyf eru að mörgu leiti niðurgreidd en sálfræðikostnaður og önnur heilsuefling mikið minna niðurgreidd. Tími hjá sálfræðingi, ráðgjöfum og þjálfurum er dýr og það er rosastór hindrun fyrir marga einstaklinga.

Gefa ofanberar upplýsingar ekki einhverjar vísbendingar um það að það þarf að leggja meiri áherslu á að hjálpa fólki við að eiga við hugsanir, hegðun og tilfiningar sem leiða til langvarandi breytinga? Að hjálpa fólki að yfirstíga vandamál og færast nær því að lifa betra lífi?

Lífið er krefjandi verkefni sem inniheldur breytingar, áskoranir, áföll, veikindi og andlega erfiðleika. Fólk þarf hjálp við að tækla þessa hluti ásamt fjömörgum öðrum þar sem heilsa er miklu meira en það að vera laus við að líða ílla. Fólk þarf líka hjálp við að bæta tengslins sín við aðra, efla sig í vinnu, taka mikilvægar ákvarðanir, að þekkja sjálfan sig, finna tilgang í lífinu, temja sér jákvæðar venjur og auka þrautsegju. Það þarf líka að hjálpa fólki að lifa fullnægjandi lífi. Þannig munum við forvinna andlega erfiðleika og fleiri einstaklingar munu blómstra í okkar samfélagi.

Það er kominn tími til að við hjálpum fólki við að tækla erfiða verkenfið sem lífið er. Það er kominn tími á að leggja meiri áherslu á að forvinna og tækla í vandamál í staðinn fyrir að fresta þeim. Það er kominn tími á að hjálpa fólki að taka ábyrgð á sjálfum sér. Það er kominn tími til að kostnaður varðandi sálfræði og aðra heilsueflingu verði meira niðurgreiddur. Það er kominn tími til að sálfræði fái að leiða, ekki fylgja.

HELGAÐU TÍMA Í NÚVERANDI AUGNABLIKI

andleg heilsaandleg vellíðan

Það sem veitir þér miklum óþarfa sársauka og óhamingju í lífinu eru hugsanir um fortíðina eða framtíðina. Stanslausar áhyggjur um framtíðina og biturleiki út í fortíðina skapa þér ýmisskonar vandamál sem þú nærir enn frekar með því að vera stöðugt að veita þeim athygli.

Ég er alls ekki að segja að það sé alfarið slæmt að hugsa um fortíðina og framtíðina. Það er okkur eðlislægt að hugsa og hreinlega nauðsynlegt. Mannveran þróaðist með því að hafa áhyggjur af allskonar mögulegum hættum eins og hverjum ætti að treysta, hvaða dýr ætti að forðast, hvaða svæði ætti að láta vera og hvenær næsti matarskammtur myndi koma.

Í dag þurfum við minna af þessum stöðugu áhyggjum að halda. Það sem við þurfum hinsvegar á að halda er að helga eins miklum tíma í núverandi augnabliki og við getum. Afhverju segi ég það? Jú til að slökkva á þessu stöðuga áreiti og þessum tilgangslausu vandamálum sem við nærum með því að hugsa um fortíðina og framtíðina.

Geturu nefnt mér eitthvað vandamál sem á sér stað í núverandi augnabliki, hér og nú? Það er ekki til vandamál í núinu. Allt sem hefur gerst og mun gerast, mun eiga sér stað í núinu. Þið eruð kannski á því að núvitund sé ofnotaður og óspennandi hippafaraldur en hann hefur þónokkuð til síns máls. Að helga tíma núverandi tíma í augnabliki er tengt við betri vellíðan, samskipti, sjálfþekkingu, einbeitingu, hugarstarf, svefn og lengi mætti telja.

Hvað meina ég með því að helga tíma í núverandi augnabliki? Það er ansi vítt. Núvitund er ekki bara að hugleiða í búdda stellingunni. Þó hugleiðsla sé frábær þá eru margar aðrar leiðir til að vera í núinu. Þú getur t.d. verið í núinu þegar þú ferð á æfingu, í verkefnavinnu í skólanum/vinnunni, í samtölum við aðra, þegar þú ert að borða, þegar þú ferð í kalda pottinn, í matvörubúðinni, þegar þú vaskar upp og í göngutúrnum.

Ég er ekki að segja að þú verður að vera öllum stundum með athyglina á núverandi augnabliki. Það er ekki hægt í nútíma heimi og eflaust eitthvað sem þú vilt ekki. Hinsvegar þurfum við að bæta getuna okkar til að skipta á milli þess að vera stöðugt hugsandi og að vera meðvituð um það sem við erum að gera hverju sinni. Jafnvægi milli þess að hugsa og vera í núinu.

Finndu þína tegund af núvitund. Helgaðu tíma í þessari núvitund á hverjum degi. Komdu því í venju. Þú munt ekki sjá eftir því. Þú verður meðvitaðari um sjálfan þig og aðra í kringum þig. Þú sérð lífið með öðruvísi augum. Samböndin þín við aðra verða betri. Svefninn þinn bætist. Þú öðlast betri einbeitingu. Þú munt hafa betri stjórn á tilfininngunum þínum.  Helgaðu tíma í núverandi augnabliki.

PERSÓNULEGT VIÐTAL

andleg heilsaandleg vellíðanPlöntufæði

Sæl veriði,

Mig langaði til að benda ykkur á persónulegt viðtal sem morgunblaðið tók við mig í gær. Þar tala ég um erfiðar husanir um lífið, mikilvægi þess að hafa tilgang í lífinu, slæmar matarvenjur, plöntufæði og áskoranir komandi kynslóða.  Það væri mjög gaman að heyra hvernig ykkur finnst viðtalið.

Þið getið nálgast viðtalið með því að ýta hér. Vonandi hafið þið gaman af því – ein ást.

 

VEGAN HEILSA RÁÐSTEFNA Í HÖRPU

Plöntufæði

Ykkar einlægur verður með fyrirlesturinn “Íþróttamaðurinn sem ætlaði aldrei að hætta borða kjöt” í Hörpunni 16 október. Þar verð ég ásamt flottum fyrirlesurum úr Vegan heiminum. Þar má helst nefna Dr. Esselstyn sem er hvað þekktastur fyrir að tala um hvernig plöntufæði getur komið í veg fyrir og snúið hjartasjúkdómum.

Allur ágóðinn fer til styrktar Ljóssins, sem er endurhæfinamiðstöð fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein. Endilega skoðið frekari upplýsingar á veganheilsa.is – Ég er mjög spenntur fyrir þessum degi!

PLÖNTUFÆÐI FYRIR BYRJENDUR: INNKAUPALISTI

andleg heilsaPlöntufæðiSamstarf

Ég ætla slá tvær flugur í einu höggi: Segja ykkur frá einföldum og hagnýtum upplýsingum þegar maður byrjar að fikra sig áfram í plöntufæði og benda ykkur á Heilsudaga Nettó í leiðinni. Þannig getið þið lært inn á plöntufæði og verslað plöntufæði á ódýrara verði en vanalega.

Ég hafði samband við Nettó fyrir stuttu og var svo heppinn að þau vildu vinna með mér. Það er stútfullt úrval af heilsusamlegu plöntufæði í búðunum þeirra og ég elska það. Ég hef líka verið aðdáandi af Heilsudögum í nokkur ár og ég verð eins og lítill krakki á jólunum þegar þeir standa yfir.

Hvað er plöntufæði?

Plöntufæði er semsagt óunnin matur sem við fáum úr plönturíkinu. Plöntufæði inniheldur ávexti, grænmeti, baunir, hnetur, fræ og kornvörur. Engin dýr eða dýraafurðir eru í plöntufæði. Að vera vegan og að borða heilnæmt plöntufæði er ekki alveg það sama. Þeir sem eru vegan eru ekki endilega að spá í heilsunni sinni, þó það sé oft raunin líka. Oreo og Doritos er vegan en ég myndi ekki telja það sem holla plöntufæðu.

Hvernig byrja ég að borða plöntufæði?

Ef þú ert byrjuð/aður að spá í plöntufæði er ansi líklegt að þú viljir gera það fyrir heilsuna þína, fyrir umhverfið eða siðferðiskenndina. Það getur verið gott að velta fyrir sér afhverju þú vilt prófa að byrja borða plöntufæði því þá ertu líklegri að viðhalda því og ólíklegra er að þú dettir af sporinu.

Það er smá vinna að koma sér inn í plöntufæði en eins og með allar venjur þá eru þær alltaf erfiðar til að byrja með og svo verða þær eins og sjálfsagður hlutur. Mér finnst mikilvægast að henda sér í óvissuna og byrja bara. Maður þarf ekkert að vita allt áður en maður byrjar. Oft er fyrsta skrefið mikilvægast.

Innkaupalisti

En hvað er fyrsta skrefið? Að versla plöntufæðið. Því ætla ég að deila með ykkur léttum innkaupalista. Þetta er allt matur sem ég hef unnið með að kaupa í gegnum tíðina.

Ávextir og grænmeti

Ávextir: Bananar, epli, perur, bláber, jarðaber, appelsínur, avocado, engifer, sítrónur, melónur, mangó, túrmerik, vínber

Grænmeti: Grænkál, spínat, brokkolí, blómkál, gulrætur, paprika, laukur, hvítlaukur, sætar kartöflur.

Gott að kaupa sumt af þessu frosið, það er ódýrara og hrikalega gott að henda því í hræringinn.

Tips: Nýttu þér ofurtilboðin á þessum dögum:

Baunir

Kjúklingabaunir, svartar baunir, linsubaunir, nýrnabaunir, tófú

Frábær og ódýr fæða. Gott sem hluti af hádegismat, kvöldmat eða þegar þú vilt skella í hummus til að eiga sem millimál. Ég vinn með baunirnar frá Banalun. Ég og Hildur borðum Tofu nánast í hvert einasta skipti sem við eldum kvöldmat. Frábær próteingjafi.

Hnetur og fræ

Kasjúhnetur, möndlur, möndlusmjör, hnetusmjör, kasjúhnetusmjör, hampfræ, chiafræ, hörfræ, graskersfræ, sólblómafræ.

Hrikalega prótein- og orkurík fæða. Ég nota vörurnar frá Himneskri hollustu og ég elska smjörin frá Monki.

Kornvörur:

Hafrar, hrísgrjón, kínóa.

Vinn ekki mikið með þessa fæðu en það kemur þó fyrir að ég skelli í hafragraut og hendi í kínóa með kvöldmatnum!

Plöntumjólk

Möndlumjólk, Kókosmjólk, haframjólk.

Mikilvægt að prufa sem flestar og finna hvaða mjólk maður fýlar best.

Bætiefni:

 

B12 vítamín – eina bætiefnið sem þú þarft nauðsynlega á plöntufæði. Það fæst aðallega úr kjöti og því hrikalega mikilvægt að taka það inn meðfram plöntufæðinu.

Önnur bætiefni sem ég vinn með fyrir áhugasama:

Prótein Plant Complex (súkkulaðibragð) – Það er nóg af próteini í plöntufæði en mér finnst stundum gott að lauma þessu próteini í hræringinn minn.

D-vítamín – sérstaklega mikilvægt yfir vetratímann á Íslandi!

Green Phytofoods – Einföld leið til að ná meira af grænu stöffi inn sem er svo hollt fyrir okkur.

Rhodiola – Gott fyrir líkamann til að aðlagast stressi.

Meltingagerlar – Magaflóran er gífurlega mikilvæg fyrir okkar heilsu. Meltingargerlar styðja við heilbrigða flóru.

Curcufresh – Túrmerik er ein mest bólgueyðandi fæða í heiminum og er rík í andoxunarefnum. Hrikalega holl jurt.

Allar þessar vörur eru frá NOW.

Hollt nammi:

Dökkt súkkulaði, popp, NAKD döðlustykki, vínber, bláber, jarðaber, bananaís (úr fosnum bönunum)

Heilsudagar Nettó

Þú færð allar þessar vörur á heilsudögum Nettó. Þeir standa yfir 12 til 22 sept. Þú ert líklega kominn með heilsudagsbæklinginn heim til þín og þar getur skoðað fleiri vörur og frekari tilboð. Ég mæli með að kíkja í næstu Nettóverslun og gera kjarakaup. Verslanir Nettó eru umhverfisvænar og leggja mikla áherslu á almenn heilbrigði.

Hvað ber að varast? 

  • Borðaðu fjölbreytt. Borðaðu úr öllum fæðuflokkunum hér að ofan.
  • Borðaðu nóg af kaloríum. Plöntufæði er ekki bara spínat og grænkál. Það gæti enginn lifað einungis á því. Lengi sem þú borðar nóg af kaloríum þarftu ekki að haga áhyggjur af próteini.
  • Viðbrögð annarra. Ein helsta áskorunin mín við plöntufæði voru viðbrögð annarra. Sumir eru fordómafullir en aðrir skilja þetta mjög vel. Vertu hugrökk/akkur.

Lokaorð – Prófaðu þig áfram.

Ég ætla ekki að deila með ykkur uppskriftum þar sem þessi bloggpóstur nú þegar orðinn alltof langur. Google er besti vinur þinn. Leitaðu og skoðaðu girnilegar uppskriftir sem þér líst vel á. Það er endalaust til af girnilegum grænmetisréttum og það er hægt að grænmetisvæða nánast alla kjötrétti. Þetta er spenandi tilraunarstarfsemi. Finndu út hvað þér finnst gott og prófaðu þig áfram. Þú ert þinn besti sérfræðingur.

Að lokum finnst mér mikilvægt að nefna að þú ert ekki fallin/n þó þú dettir af sporinu einu sinni. Allar breytingar í átt að plöntufæði eru jákvæðar og þú þarft ekki að skilgreina þig sem eitt né neitt. Þó svo að eitt dekk springi á bílnum þá ferðu ekki með hníf og sprengir hin þrjú. Aftur upp á hestinn með þig og áfram þú. Miðaðu hæfilega hátt. Allar breytingar eru jákvæðar og lítil skref verð að stórum breytingum!

P.S. Hér getur þú lesið gamla færslu hjá mér um fyrstu skrefin í plöntufæði. Gangi þér vel!

AFHVERJU BORÐA ÉG PLÖNTUFÆÐI?

Plöntufæði

Afhverju borða ég plöntufæði?

Veganismi er mikið í umræðunni þessa dagana. Hvort sem við erum að tala um Amazon eldanna eða grænmetisfæði í skólum, þá er fólk mikið að ræða og deila um áhrif plöntufæðis á lífið sjálft.

Fólk er að vera meðvitaða um heilsuna sína, áhrifin sem þeirra daglega venjur hafa á umhverfið og siðferðisleg málefni. Ég tel þetta afar jákvæða þróun og ég fagna umræðunni. Við eigum að hjálpast að gera heiminn að betri stað og færa hann nær góðu og fjær illu.

Ég elskaði kjöt. Ég skildi ekki fólk sem borðaði ekki kjöt. Hvað þá þeir sem borðuðu ekki kjöt og voru í íþróttum? Þvílíkir aumingjar. Ég skil alla sem eru með þessa hugsun enda hugsaði ég það nákvæmlega sama  einu sinni.

Fordómar byggjast á fáfræði. Því meira sem við erum meðvituð, því meira getum við skilið sjónarhorn annarra. Ef við höldum að okkar sannleikur sé sá eini rétti þá erum við á rangri hillu í lífinu. Þá miðar okkur ekkert áfram. Þá lærum við ekkert nýtt. Maður verður að vera opinn fyrir nýjum hugmyndum og sjónarmiðum þar sem það er miklu meira í þessum heimi sem við vitum ekkert um en það sem við vitum um.

Heilsa, umhverfið, siðferðiskenndin

Ég byrjaði að borða plöntufæði því ég vildi gera allt til þess að komast í atvinnumennsku í fótbolta. Eitt af því sem skiptir gríðalega miklu máli í íþróttum er mataræði. Þegar ég var að afla mér upplýsingar um plöntufæði sá ég á mörgum stöðum að plöntufæði gæti bætt endurheimt og orku, sem eru tvö lykilatriði í íþróttum í dag.

Seinna meir færðist hvatningin mín líka á aðra heilsuávinninga plöntufæðis. Plöntufæði er talið geta komið í veg fyrir ýmsa lífstílsjúkdóma, t.d. hjartasjúkdóma og krabbamein. Þetta eru sjúkdómar sem í kringum 50% af dauða mannkyns nú til dags má rekja til.

Í dag hefur fókusinn líka færst yfir á umhverfisávinninga plöntufæðis. Að sleppa því að borða kjöt er eitt það áhrifamesta sem við getum gert sem einstaklingar til þess að hafa góð áhrif á umhverfið. Pælið í því, það fara 3500 lítrar af vatni í að búa til eina 250 gr steik. Það er eins og að sleppa því að fara í sturtu í þrjá mánuði. Bið að heilsa ykkur.

Undanfarið hefur aukist verulega í siðferðiskenndina mína. Iðnaðurinn og þjáningin bakvið það að maður geti gætt sér á kjöti er viðbjóðslegur. Flestir myndu ekki fá sér kjöt ef þeir þyrftu að slátra dýrinu sjálfir. Við lítum meðvitað blint framhjá hvað gerist í þessum verksmiðjum þar sem við viljum ekki sjá þjáningunna á bakvið það sem við erum að borða. Mér finnst bragðlaukarnir mínir ekki mikilvægari en þjáning dýra.

Mín reynsla:

Allt mitt líf hélt ég að ég þurfi kjöt, egg, mjólkurvörur og skyr til að vera hraustur. Skilaboð sem voru prentuð í hausinn á mér frá barnæsku. Ég hafði rangt fyrir mér. Ég hef borðað einungis plöntufæði í 4 ár og ég elska það. Það hefur góð áhrif á mína líðan. Ég jafna mig hraðar eftir æfingar. Ég er orkumikill. Ég man ekki eftir hvenær ég var veikur síðast. Ég er í góðu formi.

Helsta ástæðan í stuttu máli:

Af því að ég get það. Af því öll rökin sem ég finn styðja við plöntufæði. Af því mér finnst það hinn eðlilegast hlutur. Af því það hefur marga góða ávinninga.

Mér finnst engin ástæða til þess að borða kjöt. Afhverju ætti ég að gera það þegar ég get sleppt því? Ég hef allavegana ekki fundið nein góð rök hingað til og trúiði mér ég hef leitað.

Þrjár myndir sem ég mæli með að horfa ef þið viljið sökkva ykkur í veganisma:

Forks over knives – Heilsumynd

Cowspiracy – Umhverfismynd

Earthlings – Siðferðismynd (ekki fyrir viðkvæma)

Takk fyrir að lesa, áfram plöntur!