fbpx

SÁLFRÆÐI TIL AÐ LEIÐA, EKKI FYLGJA.

andleg heilsaandleg vellíðan

Flestir vilja skyndilausnir sem auðvelda okkur lífið. Við elskum að gera hlutina eins þægilega og hægt er. Eitt af því er að fresta vandamálunum í staðinn fyrir að tækla þau. Mig langar til að ræða lyf í þessu samhengi.

Margir vilja nefnilega taka inn nokkrar pillur til þess að verða góðir og halda svo áfram með lífið eins og ekkert sé að. Þessr einstaklingar halda áfram sínum slæmu venjum og lifnaðarhætti eins og ekkert hafi í skorist. Þeir fara ekki til sálfræðings, hreyfa sig ekki, borða skít, efli ekki tengslin sín, pæla ekkert í svefninum og leggja enga vinnu í það að vinna í vandamálunum sínum.

Tökum of háan blóðþrysting sem dæmi. Þú borðar mat sem hefur vond áhrif á blóðþrýstinginn hjá þér. Þú ferð til læknis og tekur inn lyf til þess að halda blóðþrýstingnum í skefjum, sem innihalda ákveðin aukaverkanir og heldur svo áfram að borða sama matinn. Betra mataræði myndi augljóslega leiða til ákjósanlegri langvarandi breytinga, jafnvel án lyfja. Fyrir mér er þetta alveg stórfurðulegt. Fyrir mér er þetta að byggja hús ofan á sandi sem þú þarft stöðugt að laga í staðinn fyrir að steypa alvöru grunn sem heldur húsinu uppi.

Núna þarf ég að stoppa áður en þið blótið mér í sand og ösku. Lyf eru að sjálfsögðu góð og nauðsynleg í mörgum tilvikum í lífinu. Ég er ekki að afskrifa lyf hér og það er ekki tilgangurinn með þessari færslu. En að mínu mati, í tengslum við andlega heilsu og vellíðan, þá tel ég lyf ofaukin og það kostar samfélagið of mikið. Þau virka oft ekki nógu vel og eru með margar aukaverkanir.

Ástæðan fyrir of mikilli notkun lyfja er margþætt. Fyrsta vandamálið er að flestir nenni ekki að leggja á sig vinnuna sem felst í ákveðnum lífstílsbreytingum. Tíu prósent sjúklinga fylgja eftir ákveðnum lífstílsbreytingum í kjölfar læknisheimsóknar. Þetta er skelfilega lág tala.

Annað vandamál er að fólk virðist ekki kunna að taka ábyrgð á sjálfum sér. Þó það hljómi frekar auðvelt að gleypa nokkra pillur á dag, þá virðist það vera flókið verkefni fyrir marga. Af 100 manns sem fara til læknis, þá munu 67 einstkalingar ná í lyfið en helmingurinn af þessum 67 munu ekki klára skammtinn, taka lyfin inn eða taka lyfinn inn í vitlausum skömmtum. Ef kötturinn þinn er veikur þá passar þú upp á að hann taki lyfin sín á réttan máta. Þú ert líklegri til að taka ábyrgð á kettinum þínum heldur en sjálfum þér.

Síðan er það náttúruleg kostnaðurinn. Lyf eru að mörgu leiti niðurgreidd en sálfræðikostnaður og önnur heilsuefling mikið minna niðurgreidd. Tími hjá sálfræðingi, ráðgjöfum og þjálfurum er dýr og það er rosastór hindrun fyrir marga einstaklinga.

Gefa ofanberar upplýsingar ekki einhverjar vísbendingar um það að það þarf að leggja meiri áherslu á að hjálpa fólki við að eiga við hugsanir, hegðun og tilfiningar sem leiða til langvarandi breytinga? Að hjálpa fólki að yfirstíga vandamál og færast nær því að lifa betra lífi?

Lífið er krefjandi verkefni sem inniheldur breytingar, áskoranir, áföll, veikindi og andlega erfiðleika. Fólk þarf hjálp við að tækla þessa hluti ásamt fjömörgum öðrum þar sem heilsa er miklu meira en það að vera laus við að líða ílla. Fólk þarf líka hjálp við að bæta tengslins sín við aðra, efla sig í vinnu, taka mikilvægar ákvarðanir, að þekkja sjálfan sig, finna tilgang í lífinu, temja sér jákvæðar venjur og auka þrautsegju. Það þarf líka að hjálpa fólki að lifa fullnægjandi lífi. Þannig munum við forvinna andlega erfiðleika og fleiri einstaklingar munu blómstra í okkar samfélagi.

Það er kominn tími til að við hjálpum fólki við að tækla erfiða verkenfið sem lífið er. Það er kominn tími á að leggja meiri áherslu á að forvinna og tækla í vandamál í staðinn fyrir að fresta þeim. Það er kominn tími á að hjálpa fólki að taka ábyrgð á sjálfum sér. Það er kominn tími til að kostnaður varðandi sálfræði og aðra heilsueflingu verði meira niðurgreiddur. Það er kominn tími til að sálfræði fái að leiða, ekki fylgja.

HELGAÐU TÍMA Í NÚVERANDI AUGNABLIKI

Skrifa Innlegg