fbpx

FYRSTU SKREFIN Í ÁTT AÐ PLÖNTUMIÐUÐU MATARÆÐI OG MÍNAR UPPÁHALDS VÖRUR

PlöntufæðiSamstarfvegan

Ég hef oft verið spurður að því hvernig ég varð vegan, hvort það hafi ekki verið erfitt og hvað ég mæli með fyrir fólk sem er í vegan hugleiðingum. Mig langar því að deila með ykkur hagnýtum skrefum í átt að plöntumiðuðu mataræði. Í kjölfarið á því langar mér svo að segja ykkur frá mínum uppáhalds vegan vörum í samstarfi við Nettó. Það eru sex dagar eftir af Heilsu & Lífstílsdögum Nettó svo það fer hver að verða síðastur að nýta sér tilboðin sem eru þar. Það eru allskonar afslættir og tilboð á hverjum degi. Ef þið viljið lesa meira um Heilsudagana þá endilega skoðið þessa færslu sem ég setti inn um daginn.

1. Lítil skref verða að stórum breytingum – Byrjaðu smátt

Það getur verið erfitt að henda sér beint í djúpu laugina og taka út allt kjöt og allar mjólkurvörur. Það getur orðið til þess að maður hreinlega springi eftir smá stund. Það er nefnilega erfitt að koma sér inn í plöntufæði en eftir smá vinnu verður það ekkert mál.

Ég mæli með að byrja smátt. Byrjaðu á að taka út kjöt eða mjólkurvörur í smá tíma. Byrjaðu á að hafa einn plöntufæðisdag á viku eða hreinlega borðaðu eina plöntufæðis máltíð á viku. Bættu síðan plöntufæði við hægt og bítandi í mataræðið þitt og taktu mjólkurvörur og kjöt smásaman út.

Lítil skref verða að stórum breytingum, eftir smá tíma verður þú orðinn allt í einu komin/n mestmegnis í plöntufæði áður en þú veist af því!

2. Finndu ástæðuna fyrir plöntufæðinu

Það eru ýmsar ástæður fyrir því afhverju fólk tileinkar sér plöntufæði og veganisma. Hjá flestum eru það þrjár megin ástæður; Siðferði (dýrin), heilsa og umhverfið. Fyrir mér er það aðalega heilsa en ég er alltaf að færast meira og meira í dýra- og umhverfissjónarmiðið. Það getur verið sterkt að átta sig á afhverju maður vill tileinka sér plöntufæði. Það gerir að verkum að þú ert líklegri til að viðhalda hvatningunni og viljastyrknum sem þarf til að viðhalda plöntumiðuðu mataræði.

3. Þú ert ekki fallin/n þó svo þú mistígur þig einu sinni

Þó svo þú fáir þér einstaka sinnum kjöt/mjólkurvörur þá ert þú ekki fallin/n. Þú þarft ekki að skilgreina þig sem eitt né neitt. Öll skref í átt að plöntumiðuðu mataræði eru jákvæð. Byrjaðu bara aftur í næstu máltíð. Eins queen Ragga Nagli segir; Ef þú sprengir eitt dekk á bílnum þínum þá þarftu ekki að fara út og sprengja öll hin í leiðinni. Sama á við um þegar við fáum okkur óholla máltíð eða nammi. Ekki fá samviskubit og áfram með (vegan) smjörið.

Uppáhalds vegan vörurnar mínar

Ég mæli með að fólk skoði Heilsu- og lífstílsdaga bæklinginn til að að sjá hvaða vörum ég mæli með. Myndin hér að ofan er úr bæklingnum. Þið ættuð að vera með bæklinginn heima hjá ykkur en ef svo er ekki getið þið skoðað hann í næstu Nettó verslun. Ég mæli með að skoða bæklinginn en þar getið þið séð afslætti, ofurtilboð, greinar og fjöbreyttar uppskriftir. Í dag er einmitt ofurtilboð á bláberjum!

Við ofangreindan lista vil ég bæta:

B12 vítamín frá NOW

Mjög mikilvægt fyrir þá sem sneiða framhjá kjöti og mjólkurvörum.

D vítamín frá NOW

Í rauninni eina vítamínið sem virkilega nauðsynlegt fyrir okkur Íslendinga í skammdeginu

Kínóa frá Himneskri Hollustu

Kinóa er “fullkomið” prótein. Það inniheldur allar amínósýrur sem við þurfum að fá úr fæðunni. Gott sem meðlæti með baunum og tófú!

Hampfræ frá Himnenskri Hollustu

Holl fræ sem innihalda gott magn af próteini, trefjum, andoxunarefnum og öðrum mikilvægum næringarefnum.

Chiafræ frá Himnenskri Hollustu

Næringarmikil fræ sem eru tilvalin í morgunmat.

Að lokum vil ég  skora á alla að rannsaka sig og sitt mataræði. Prófaðu þig áfram. Finndu út hvað þú fýlar. Þú ert þinn besti sérfræðingur!

FJÓRAR LEIÐIR TIL AÐ UNDIRBÚA SIG FYRIR MIKILVÆGA FYRIRLESTRA

Skrifa Innlegg