fbpx

UPPFÆRSLA UM LÍFIÐ

Mér finnst stundum gaman að koma með hefbundnar bloggfærslur og uppfæra ykkur hvað ég er að gera í lífinu. Ég vona samt að þið hafið gaman af færslunum mínum um sálfræði/heilsu/vellíðan sem ég kem vanalega með og að þær hafi hjálpað ykkur eitthvað í lífinu.

Við Hildur vorum í mjög skemmtilegu ferðalagi um daginn þar sem við fórum til New York, Tulum og Orlando. Það var ótrúlega gaman og endurnærandi. Ég var samt orðinn þreyttur á þægindunum og áhyggjulausa lífinu í lokin og því mjög feginn að vera kominn heim.

Síðan við komum heim hef ég verið að halda fyrirlestra, meðal annars plöntufæðisfyrirlestur í Hörpunni sem ég var mjög stolur af. Ég gef dreymt um að halda fyrirlestur í Hörpu síðan ég byrjaði í þessum bransa og einn daginn mun ég halda ennþá stærri fyrirlestur þar, bíðið bara.

Ég er að koma mér inn í skólann þessa dagana. Þar er ég í tveimur áföngum þar sem ég notast við þjálfunarsálfræðina í faglegu umhverfi (fyrirtækjum, stofnunum og fl). Ég er afar spenntur fyrir því. Svo er það bara ritgerðin á næsta ári og útskrift!

Þar sem fótboltinn hefur verið í pásu undanfarið hef ég verið að vinna með að vera í World Fit í World Class. Það er alveg eins og Crossfit og er ótrúlega skemmtilegt. Ég elska að gera eitthvað nýtt í tengslum við hreyfingu.

Annars er ég bara í toppmálum og er að elska hversdagslega lífið mitt þessa dagana. Að fara á kaffihús og læra, elda með Hildi, hreyfa mig, verja tíma með góðu fólki og hjálpa fólki með fyrirlestrum og þjálfunarsálfræðinni. Það væri hreinlega græðgi að biðja um eitthvað meira. Ég þarf ekki neitt annað inn í lífið mitt. Fram að jólum ætla ég að njóta hversdagsleikans og að verða betri einstaklingur með hverjum degi.

Það sem ég hef verið að átta mig meira og meira á er að vera ekki að bíða eftir neinu í lífinu. Að vera ekki að bíða eftir að eitthvað erfitt klárist eða eitthvað sniðugt gerist í mínu lífi. Lífið eru nefnilega allir dagarnir sem þú ert að bíða eftir að eitthvað gerist. Þetta sem þú ert að bíða eftir er ekki að fara gera lífið þitt þæginlegt eða hamingjusamt.

SÁLFRÆÐI TIL AÐ LEIÐA, EKKI FYLGJA.

Skrifa Innlegg