fbpx

JÓLABOÐSKAPUR 1 OG 2

andleg heilsaandleg vellíðan

Þar sem ég hef verið að deila Jólaboðskap á Instagram og LinkedIn er ég hreinlega skildugur til að gera það hér líka. Ég er búinn að deila tveimur og á eftir að deila tveimur. Markmiðið er að minna á mikilvæga hluti sem við getum tamið okkur til að bæta lífið okkar, sérstaklega um jólin!

Jólaboðskapur 1/4:

Talaðu um mikilvæga hluti við þína nánustu fjölskyldumeðlimi og vini. Það er miklu skemmtilegra heldur en að tala um annað fólk eða yfirborðskennt kjaftæði. Það dýpkar samböndin þín og gerir þau þýðingarmeiri en þig gæti nokkurntímann grunað.

Jólaboðskapur 2/4

Líttu í kringum þig. Eflaust tekuru eftir þakinu yfir höfðinu á þér, vatnsglasinu við hliðina á þér og aðilunum í kringum þig. Það eru fullt gott við lífið þitt sem þú tekur sem sjálfgefnum hlut. Kannski hefur þú verið að ofmeta það sem þér vantar og vanmeta það sem þú hefur. Opnaðu augun. Bankaðu í sjálfan þig og minntu þig á góðu eiginleika tilverunnar. Allt sem þér vantar hefur þú nú þegar.

ÞEKKTU SJÁLFAN ÞIG

Skrifa Innlegg