fbpx

Anna Bergmann

UM ÖNNU BERGMANN

Ég heiti Anna Bergmann og er fædd árið 1995. Ég er búsett í Milano og stunda þar nám við listaháskólann Istituto Marangoni. Þar er ég á mínu þriðja ári í Fashion Business, Communication and Media. Ég bý ein en á litla púðlu sem heitir Emma. Eins og er vinn ég sjálfstætt og er að taka að mér allskyns verkefni tengd samfélagsmiðlum og markaðssetningu. 

Mitt áhugasvið liggur á sviði tísku, húðumhirðu, heilbrigðu líferni, andlegri heilsu og mataragerð. Ég kem aðallega inn á  þessi umræðuefni hér á blogginu en í rauninni fjalla ég um allt sem mér finnst skemmtilegt og er vert til umfjöllunar. 

Ég býð uppá þann valmöguleika að kaupa auglýsingapláss sem er staðsett á borðanum hér til hægri. Einnig er hægt að kaupa umfjallanir en ég vinn einungis með fyrirtækjum sem mér líkar við, veita mér innblástur og tengjast mínu áhugasviði. Ég mæli ekki með vöru né þjónustu nema að ég hafi prófað viðkomandi vöru/þjónustu í einhvern ákveðinn tíma. Ég deili ávallt minni reynslu og persónulegri skoðun á heiðarlegan máta. 

Anna Bergmann

anna(hjá)trendnet.is