fbpx

Fögnuður

Lífið

Á laugardagskvöldið hélt ég smá afmælispartý – eða það sem ég kýs að kalla fögnuð þar sem ég átti víst afmæli í október. Ég var stödd úti í Kína þegar ég varð 25 ára og ætlaði alltaf að halda uppá það eftir að ég kæmi heim en svo gafst einhvernveginn aldrei tími. Það endaði þessvegna með því að ég hélt uppá afmælið mitt rúmum þremur mánuðum seinna, en það er svosem allt í lagi og alltaf tilefni til að fagna með fólkinu í kringum sig!

Partýið heppnaðist ekkert smá vel og ég skemmti mér konunglega xx Ég hélt uppá þetta á Joe & the juice í Laugum og fékk nokkra aðila með mér í lið til að gera veisluna sem allra glæsilegasta.

Ég er svo heppin með fólkið í kringum mig! Bestu vinkonur mínar þær Jórunn og Telma Rut eiga eitt stykki stórt hrós skilið hér fyrir að hafa hjálpað mér með allan undirbúninginn bæði við að skipuleggja og svo voru þær með mér allan daginn fram á kvöld að skreyta og stússast í kringum þetta ♡ Ég á síðan nokkra yndislega vini sem hjálpuðu við að gera þetta partý að PARTÝ og græjuðu allt tengt tónlist, hljóðkerfi og þess háttar en Snorri Ástráðs dj-aði og hélt partýinu gangandi og síðan spiluðu þeir Floni og Birnir.

Cupcake Café voru svo yndisleg að gera sætar litlar cupcakes sem voru ótrúlega ljúffengar enda voru þær ekki lengi að klárast! Ég mæli með að kíkja þangað í kaffi ef þið eigið það eftir – cupcakes og avocado toast er fullkomin blanda ef þið spyrjið mig.

Ég fyllti salinn af blöðrum frá Partývörum (www.partyvorur.is) og settu stóru blöðrurnar með ljósunum punktinn yfir i-ið sem komu ekkert smá vel út.

Moët, Gull, Gin&Greip voru svo í fyrirrúmi þegar kom að fljótandi veigum – en litlu Moët flöskurnar með gullstútunum slógu í gegn einsog alltaf.

Ég er ótrúlega ánægð og þakklát með þetta allt saman – TAKK fyrir mig!

Hér eru myndir frá kvöldinu úr öllum áttum (já Telma tók það á sig að taka selfie með öllum hahah)

Ps. Story-ið frá kvöldinu er í “highlights” á instagramminu mínu fyrir áhugasama.

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

H&M Conscious Sport

Skrifa Innlegg