fbpx

Lífsstíll- á bak við tjöldin.

Lífsstíll

Það er gaman að segja frá því að ég var að ljúka tökum á annarri seríu Lífsstíls sem sýndur er á Stöð 2 á mánudagskvöldum kl 20:25. Screen Shot 2015-05-21 at 13.06.03

Það er smá eftirvinna eftir, en tökunum sjálfum er lokið. Ég hef lært ótrúlega hluti af fólkinu sem ég hef kynnst í gegn um þáttagerðina.
Það eru alger forréttindi að fá að kynnast hæfileikaríku og skapandi fólki í vinnunni eins og ég hef fengið og er ég gríðarlega þakklát öllum þeim.

Önnur sería er talsvert frábrugðin fyrstu seríunni, ég tek fyrir eina skapandi atvinnugrein í íslensku samfélagi fyrir í einu.
Sem dæmi þá var fyrsti þátturinn um margslungna starfsgrein sem margir þekkja til en vita þó lítið um, búninga- og leikmyndahönnun.
Í öðrum þætti fjallaði ég um fatahönnun og fékk til liðs við mig stelpurnar í AS WE GROW, Ýr Þrastarþóttur  með Another Creation, spjallaði við Laufey hjá fatahönnunarfélagi Íslands og endaði svo á Akureyri hjá Anítu Hirlekar.

anitahirlekar

Aníta Hirlekar er nýútskrifaður fatahönnuður sem vert er að fylgjast með. 

Nú er gaman að segja frá því að þriðji þáttur seríunnar verður sýndur 1. júní og fjallar hann um grafíska hönnun.  Grafísk hönnun er ein víðtækasta listgrein heims. Hún er alls staðar í kringum okkur, til útskýringar eða til skreytingar. Án grafískrar hönnunar fengjum við flest allar upplýsingar í töluðu orði. Er því mikilvægi greinarinnar gríðarlegt og jafnfram fjölbreytt.

Ég kynnti mér nokkra skemmtilega vinkla grafískrar hönnunar og fékk ég til liðs við mig Bobby Breiðholt, auglýsingastofuna PIPAR, Arnar Fells hjá Hönnunarmiðstöðinni með HA magazine ásamt því að kynnast skemmtilegasta hlaupi heims, The Color Run (sem ég mæli með að allir skrái sig í).

Ég minni svo á að hægt er að sjá þættina hvenær sem er á VOD-inu =)

Gaman að vera komin aftur á Trendnet eftir smá frí…

xxx

Theodóra Möll

Orange is the new black

Appelsínugulur og blóð-appelsínugulur hefur verið ríkjandi á tískupöllum síðasta árið og virðist halda sessi sínum áfram.

Appelsínugulur sameinar orku rauðs og hamingju guls. Hann er tengdur gleði, sólskini og hitabeltinu. Appelsínugulur stendur fyrir ákafa, hrifningu, hamingjusemi, sköpunargleði, staðfestu, aðdráttarafli, árangri, hvatningu og örvun. Hann getur verið erfiður ef ekki er rétt farið að honum og ásamt öðrum sterkum litum, þá fer hann ekki öllum.

Fyrir mannsaugað er appelsínugulur mjög heitur litur og gefur því frá sér hitatilfinningu. Samt sem áður er appelsínugulur ekki eins ágengur og rauður. Appelsínugulur eykur blóðflæði til heilans, skapar hressandi áhrif og örvar andlega starfsemi. Hann er í miklum metum meðal ungs fólks. Sem aldinlitur er appelsínugulur oft tengdur hollu fæði og örvar matarlist. Í skjaldarmerkjafræði er appelsínugulur táknrænn fyrir styrk og þrek.

 

Ég keypti mína fyrstu appelsínugulu flík í síðustu viku og ég fylltist óútreiknanlegri orku við það eitt að vera í henni.

Grár, blár, beige, svartur og hvítur passar mjög vel við appelsínugula litinn.

xxx

Theodóra Mjöll

Hinar fullkomnu buxur?!?

Ég held ég hafi fundið hinar fullkomnu buxur!

Þessar eru úr fyrstu Eyland línunni og eru þægilegustu og klæðilegustu buxur sem ég hef átt. Það ber ekki mikið á þeim, en það er magnað að síðan ég fékk þær þá er önnur hver kona sem hrósar mér fyrir þær og spyr hvaðan þær eru þegar ég geng í þeim.

Rennilásarnir aftan á gefa þeim skemmtilegan díteil ásamt línum að framan. Það er bæði hægt að fá þær víðar og þröngar, en ég er meira fyrir þröngar buxur en víðar svo ég fékk mínar í XS. Vinkona mín fékk sínar í medium og eru þær lausar á henni og töffaralegar, svo það er gaman að finna buxur sem henta bæði í þröngu og lausu sniði.

Mæli með að kíkja í GK á næstunni og sjá þær með eigin augum.

buxur2 buxur3 buxur4buxur1

Love it!

xxx

Theodóra Mjöll

Helgin með augum Kára Sverriss

UmfjöllunVinnaVinna & verkefni

Jæja, þá er vinnutörn lífs míns lokið (!!).

Búin að skila af mér Frozen bókunum, RFF er búið og önnur verkefni sem komu öll á sama tíma. Nú sit ég á skrifstofunni minni í hjarta Reykjavíkur með kaffibolla og góðu samstarfsfólki sem ég hef saknað sárt síðustu 5 vikur og nýt þess að vera ekki með kvíðahnút í maganum yfir verkefnaskilum. Það eru þó margir lausir endar sem þarf að hnýta en það verður gert í rólegheitum. Nú taka ný og mjööög spennandi verkefni við sem ég byrja að vinna í frá og með morgundeginum og ég er full tilhlökkunar um nýja og enn betri tíma. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta helv%&$ veður hefur áhrif á mann andlega og þegar sólin byrjaði að skína í gær var eins og ég vaknaði til meðvitundar…..sammála?!?

Helgin var ótrúleg í alla staði. RFF hefur sjaldan verið eins vel skipulögð og vel útlátin eins og í ár. Ég og Steinunn erum í skýjunum með alla þá sem komu og hjálpuðu okkur í hárinu ásamt að sjááálfsögðu liðinu á bak við Label.m, þeim Baldri og Önnu sem voru hárhetjur helgarinnar.

………..

Því miður þá náði ég ekki að taka neinar myndir yfir helgina þar sem ég var ofan í hári allan tímann, en Kári Sverriss ljósmyndari og snillingur með meiru tók svo ótrúlega fallegar baksviðsmyndir að ég fékk leyfi frá honum til að birta þær hér.

11064030_10206202976061326_1053416820_o 11064118_10206202808857146_44996637_o

_P4A3823

Hér fyrir neðan sjáið þið hár sem ég gerði/hannaði fyrir Siggu Maiju. Þó þetta líti út fyrir að vera einfalt þá eru miklar pælingar í gangi þarna og hver og eitt módel tók 30-40 mínútur að gera. Við klipptum svo neðan af hárinu til að fá beina línu neðst. _P4A3965 _P4A4005 _P4A4091

Hér fyrir neðan sjáið þið hárið/hárkolluna frá Jör, en Steinunn Ósk sá um hárið. Það var rosaleg vinna á bak við kollurnar, en Steinunn þurfti að klippa þær allar til og slétta þær, var svo með standa á bak við fyrir kollurnar á svo þær myndu ekki beyglast. Þær héldu fyrir henni vöku, en það var þess virði því ég er að eeeelska þetta lúkk. _P4A4517 _P4A4836 _P4A4860 _P4A4969 _P4A5059

Þessa greiðslu gerði ég fyrir Ýr (Another Creation) en sterkar konur og kvenleiki var eitthvað sem við vorum að vinna með. Við fórum að tala um líkama kvenna og fór það út í að skoða einstaka líkamsparta. Það má segja að greiðslan sé óður til konunnar…..

Hvaða kvenlíkamspart sjáið þið út úr greiðslunni?? ;)_P4A5065 _P4A5094 _P4A5132 _P4A5205 _P4A5309 _P4A5366

Takk fyrir mig og takk Kári fyrir að deila með okkur myndunum =)

xxx

Theodóra Mjöll

Síðustu misseri…

Lífið

Síðustu fjórar til fimm vikur í lífi mínu hafa verið í einu orði sagt kreisí. Það virðist allt í lífinu gerast á sama tíma, sem er kannski einskonar test á hversu mikið maður þolir….veit ekki? Ég kvarta þó ekki því að vera frílans getur verið mjög erfitt og verkefnin koma í törnum, það vill bara svo (ó)skemmtilega til að mörg þeirra koma á sama tíma.

Stikla á stóru, en hér fyrir neðan er lífið í myndum og örfáum orðum……

life1

Við Bibburnar gáfum okkur tíma saman og fórum á leikritið Konubörn. Sjaldan hlegið jafn mikið!

life2

Við Steinunn Ósk erum að sjá um hárið fyrir RFF og erum hér í skemmtilegri myndatöku hjá Aldísi Páls fyrir sérblað RFF sem fylgdi nýjasta tölublaði Nýs Lífs.


life4

Öskudagur

life5

Lögreglan gaf sér tíma til að gleðja einn lítinn Batman á milli útkalla á öskudaginn.

life6

Stund milli stríða í tökum fyrir Glamour magazine. 

life7Gervitoppar/gervihár  og Label.m vörurnar eru búnar að skipa STÓRAN sess í lífi mínu undanfarið.


life9

Búin að henda í nokkrar árshátíðargreiðslur á milli og fannst mér þessi koma einstaklega vel út =)

life10

Fékk stutta stund með bestustu Þórönnu minni sem býr því miður á Akureyri og ég fæ að hitta alltof sjaldan.

life11

Smá sneak peek úr tökum á nýjustu Disney Frozen bókunum mínum sem ég er að vinna að þessa stundina.

life12

Úti á landi í tökum í hræðilega miklum kulda. Var veðurteppt á Eyrarbakka í 12 klst í síðustu viku takk fyrir og góðan daginn…

life14Svo er ég búin að vera að kenna 1x í viku í Hárakademíunni. Stelpurnar eru svo klárar að ég trúi því varla.

Vona að þið hafið átt góða helgi =)

xxx

Theodóra Mjöll

Og vinningshafinn er……

Til hamingju @emiliakb! Þú hefur unnið flug fyrir 2 með WOW Air!!
Það var gífurlega erfitt að velja og þessi var dreginn úr top 10 í samvinnu við Froosh á Íslandi.

Hún er falleg, höfðar til allra og glæsilega tekin. Mér finnst gaman hvernig sýnt er á myndinni að Froosh höfðar til allra aldurshópa, sem drykkurinn, jú, gerir.

Við þökkum kærlega fyrir allar innsendar myndir!

Eigið þið yndislega helgi =)

Screen Shot 2015-03-06 at 17.37.25xxxxx

Theodóra Mjöll

Nú byrjar þetta krakkar!

Lífið

Ég er ein af þeim trilljón sem ákváðu að tileinka sér heilbrigðari og hraustari lífsstíl árið 2015. Ákvað að byrja í ræktinni í byrjun janúar en nennti ekki alveg strax (æi, það var bara svo kalt og eitthvað), áður en ég vissi af þá var kominn febrúar og núna allt í einu er að koma mars!

Viðurkenni það að ég á erfitt með að gera þetta sjálf og þarf hjálp við að mæta í ræktina og helst hjálp við að taka saman æfingafötin. Ég hef farið til einkaþjálfara áður en fyrir frílansara eins og mig þá er svo erfitt að hengja sig á tímaplan því ég veit oft ekkert hvar ég verð eða hvað ég verð að gera nema viku fram í tímann.

BM_Laugar_0487

Ég skráði mig þá í fjarþjálfun hjá Betri Árangri  og byrjaði á prógrammi hjá þeim í vikunni. Ég var búin að heyra mikið um Betri Árangur og frétt af fólki sem var í þjálfun frá þeim og lét vel af og sá mikinn árangur á stuttum tíma.

Það sem mér finnst best við þjálfunina er að þú þarft að bera ábyrgð á þér sjálf/sjálfur, það er enginn sem stendur yfir þér og segir þér hvað þú átt að gera eða gerir það fyrir þig, þú berð 100% ábyrgð á eigin vellíðan. Þú færð mjög skipulagt æfingarprógram sem er gert út frá því hver þú ert og í hvernig formi, hvað þú vilt fá útúr þjálfuninni og svo framvegis. Einnig færðu matarprógramm sem er stílað inn á þinn lífsstíl og hvort þú þarft að missa nokkur kíló eða að þyngja þig.

Ég þurfti að taka myndir af mér á naríunum og senda þeim, sem já, er eitt það óþæginlegasta sem ég hef gert á ævi minni. En það er aðallega vegna þess að ég hef haft einhverjar hugmyndir um hvernig ég lít út og haldið að ég sé í þokkalegu formi, en svo þegar ég sá myndirnar þá sá ég að ég þarf virkilega að bæta á mig vöðvum alls staðar á líkamanum. Ekki til að verða massatröll, heldur til að standa rétt og líða betur í líkamanum mínum yfir höfuð. Ástæðan fyrir því að ég þurfti að senda þessar myndir er til að hægt sé að fylgjast með árangrinum á myndrænan hátt og svo hægt sé að bera saman myndirnar þegar líður á þjálfunina. Sem mér finnst mjög sniðugt. Það er ekki verið að hengja sig á fituprósentu eða tölum á vigtinni, heldur það hvernig þú lítur út fyrir þig sjálfa.

Ég er spennt fyrir því að byrja og í fyrsta sinn í langan tíma finnst mér ekki erfitt að mæta í ræktina því ég er með plan, niðurnelgt og gott plan til að bæta líf mitt fyrir sjálfa mig.

Fyrir ykkur sem ekki hafa kynnt sér Betri árangur þá mæli ég með því að kíkja á heimasíðuna og sjá um hvað þjálfunin snýst. Ég er spennt og ég vona að ég hafi smitað aðra =)

Ég SKAL komast í þessa brjáluðu jógastellingu einn daginn………..skal!

xxx

Theodóra Mjöll

Langar þig frítt til útlanda??

Veit ekki með ykkur en mig langar mjög mikið að komast frítt til útlanda! Það vill svo skemmtilega til að Froosh er með instagram leik í gangi þar sem vinningshafinn fær fría ferð fyrir tvo með WOW air að eigin vali.

Til að taka þátt í Instagram leiknum þarftu að taka þína Froosh mynd (Froosh þarf að sjást á myndinni að einhverju leyti) setja hana á Instagram og merkja hana #frooshiceland 

froosh1

Ég að vera fyndin.

…….

Vinningshafinn verður tilkynntur bæði hér og á facebooksíðu Core (heildsölunnar á bak við Froosh á Íslandi) 6.mars næstkomandi.

Einnig verða dregnir út vinningshafar næstu tvo föstudaga og hljóta þeir mánaðarbirgðir af Froosh!

Til mikils er að vinna svo endilega takið þátt í þessum skemmtilega leik.

10943757_776050019156479_2839787838670596406_o

Froosh er og hefur verið vinsælasti smoothie á Íslandi síðan hann kom fyrst á markað árið 2006. Drykkurinn inniheldur bara ávexti og ekkert annað!

Það sem ég elska við Froosh er að notað eru 100% fyrsta flokks ávextir án allra aukaefna. Enginn hvítur sykur, engin rotvarnarefni né þykkni. Svo er alger snilld að frysta Froosh í íspinnamót og narta í á kvöldin eða þegar börnin suða um ís þá er hægt að grípa í Froosh ís! Vinkona mín setur Froosh alltaf í klakabox og inn í frysti, og notar svo í boost.

Það væri gaman að fá fleiri Froosh-hugmyndir, svo endilega ef þið lumið á einhverju sniðugu deilið með mér =)

xxx

Theodóra Mjöll