Theodóra Mjöll

Lífsstíll- á bak við tjöldin.

Lífsstíll

Það er gaman að segja frá því að ég var að ljúka tökum á annarri seríu Lífsstíls sem sýndur er á Stöð 2 á mánudagskvöldum kl 20:25. Screen Shot 2015-05-21 at 13.06.03

Það er smá eftirvinna eftir, en tökunum sjálfum er lokið. Ég hef lært ótrúlega hluti af fólkinu sem ég hef kynnst í gegn um þáttagerðina.
Það eru alger forréttindi að fá að kynnast hæfileikaríku og skapandi fólki í vinnunni eins og ég hef fengið og er ég gríðarlega þakklát öllum þeim.

Önnur sería er talsvert frábrugðin fyrstu seríunni, ég tek fyrir eina skapandi atvinnugrein í íslensku samfélagi fyrir í einu.
Sem dæmi þá var fyrsti þátturinn um margslungna starfsgrein sem margir þekkja til en vita þó lítið um, búninga- og leikmyndahönnun.
Í öðrum þætti fjallaði ég um fatahönnun og fékk til liðs við mig stelpurnar í AS WE GROW, Ýr Þrastarþóttur  með Another Creation, spjallaði við Laufey hjá fatahönnunarfélagi Íslands og endaði svo á Akureyri hjá Anítu Hirlekar.

anitahirlekar

Aníta Hirlekar er nýútskrifaður fatahönnuður sem vert er að fylgjast með. 

Nú er gaman að segja frá því að þriðji þáttur seríunnar verður sýndur 1. júní og fjallar hann um grafíska hönnun.  Grafísk hönnun er ein víðtækasta listgrein heims. Hún er alls staðar í kringum okkur, til útskýringar eða til skreytingar. Án grafískrar hönnunar fengjum við flest allar upplýsingar í töluðu orði. Er því mikilvægi greinarinnar gríðarlegt og jafnfram fjölbreytt.

Ég kynnti mér nokkra skemmtilega vinkla grafískrar hönnunar og fékk ég til liðs við mig Bobby Breiðholt, auglýsingastofuna PIPAR, Arnar Fells hjá Hönnunarmiðstöðinni með HA magazine ásamt því að kynnast skemmtilegasta hlaupi heims, The Color Run (sem ég mæli með að allir skrái sig í).

Ég minni svo á að hægt er að sjá þættina hvenær sem er á VOD-inu =)

Gaman að vera komin aftur á Trendnet eftir smá frí…

xxx

Theodóra Möll

70´s bombshell hár

Hár

Áttundi áratugurinn einkenndist meðal annars af stóru og miklu, blásnu hári. Ég get ekki hætt að fagna endurkomu þessa stórkostlega hártrends þó svo að það taki gríðarlegan tíma að ná því.

Nú er bara að taka upp rúllurnar, rúlluburstann og blásarann!

Orange is the new black

Appelsínugulur og blóð-appelsínugulur hefur verið ríkjandi á tískupöllum síðasta árið og virðist halda sessi sínum áfram.

Appelsínugulur sameinar orku rauðs og hamingju guls. Hann er tengdur gleði, sólskini og hitabeltinu. Appelsínugulur stendur fyrir ákafa, hrifningu, hamingjusemi, sköpunargleði, staðfestu, aðdráttarafli, árangri, hvatningu og örvun. Hann getur verið erfiður ef ekki er rétt farið að honum og ásamt öðrum sterkum litum, þá fer hann ekki öllum.

Fyrir mannsaugað er appelsínugulur mjög heitur litur og gefur því frá sér hitatilfinningu. Samt sem áður er appelsínugulur ekki eins ágengur og rauður. Appelsínugulur eykur blóðflæði til heilans, skapar hressandi áhrif og örvar andlega starfsemi. Hann er í miklum metum meðal ungs fólks. Sem aldinlitur er appelsínugulur oft tengdur hollu fæði og örvar matarlist. Í skjaldarmerkjafræði er appelsínugulur táknrænn fyrir styrk og þrek.

 

Ég keypti mína fyrstu appelsínugulu flík í síðustu viku og ég fylltist óútreiknanlegri orku við það eitt að vera í henni.

Grár, blár, beige, svartur og hvítur passar mjög vel við appelsínugula litinn.

xxx

Theodóra Mjöll

Hinar fullkomnu buxur?!?

Ég held ég hafi fundið hinar fullkomnu buxur!

Þessar eru úr fyrstu Eyland línunni og eru þægilegustu og klæðilegustu buxur sem ég hef átt. Það ber ekki mikið á þeim, en það er magnað að síðan ég fékk þær þá er önnur hver kona sem hrósar mér fyrir þær og spyr hvaðan þær eru þegar ég geng í þeim.

Rennilásarnir aftan á gefa þeim skemmtilegan díteil ásamt línum að framan. Það er bæði hægt að fá þær víðar og þröngar, en ég er meira fyrir þröngar buxur en víðar svo ég fékk mínar í XS. Vinkona mín fékk sínar í medium og eru þær lausar á henni og töffaralegar, svo það er gaman að finna buxur sem henta bæði í þröngu og lausu sniði.

Mæli með að kíkja í GK á næstunni og sjá þær með eigin augum.

buxur2 buxur3 buxur4buxur1

Love it!

xxx

Theodóra Mjöll