fbpx

Nú byrjar þetta krakkar!

Lífið

Ég er ein af þeim trilljón sem ákváðu að tileinka sér heilbrigðari og hraustari lífsstíl árið 2015. Ákvað að byrja í ræktinni í byrjun janúar en nennti ekki alveg strax (æi, það var bara svo kalt og eitthvað), áður en ég vissi af þá var kominn febrúar og núna allt í einu er að koma mars!

Viðurkenni það að ég á erfitt með að gera þetta sjálf og þarf hjálp við að mæta í ræktina og helst hjálp við að taka saman æfingafötin. Ég hef farið til einkaþjálfara áður en fyrir frílansara eins og mig þá er svo erfitt að hengja sig á tímaplan því ég veit oft ekkert hvar ég verð eða hvað ég verð að gera nema viku fram í tímann.

BM_Laugar_0487

Ég skráði mig þá í fjarþjálfun hjá Betri Árangri  og byrjaði á prógrammi hjá þeim í vikunni. Ég var búin að heyra mikið um Betri Árangur og frétt af fólki sem var í þjálfun frá þeim og lét vel af og sá mikinn árangur á stuttum tíma.

Það sem mér finnst best við þjálfunina er að þú þarft að bera ábyrgð á þér sjálf/sjálfur, það er enginn sem stendur yfir þér og segir þér hvað þú átt að gera eða gerir það fyrir þig, þú berð 100% ábyrgð á eigin vellíðan. Þú færð mjög skipulagt æfingarprógram sem er gert út frá því hver þú ert og í hvernig formi, hvað þú vilt fá útúr þjálfuninni og svo framvegis. Einnig færðu matarprógramm sem er stílað inn á þinn lífsstíl og hvort þú þarft að missa nokkur kíló eða að þyngja þig.

Ég þurfti að taka myndir af mér á naríunum og senda þeim, sem já, er eitt það óþæginlegasta sem ég hef gert á ævi minni. En það er aðallega vegna þess að ég hef haft einhverjar hugmyndir um hvernig ég lít út og haldið að ég sé í þokkalegu formi, en svo þegar ég sá myndirnar þá sá ég að ég þarf virkilega að bæta á mig vöðvum alls staðar á líkamanum. Ekki til að verða massatröll, heldur til að standa rétt og líða betur í líkamanum mínum yfir höfuð. Ástæðan fyrir því að ég þurfti að senda þessar myndir er til að hægt sé að fylgjast með árangrinum á myndrænan hátt og svo hægt sé að bera saman myndirnar þegar líður á þjálfunina. Sem mér finnst mjög sniðugt. Það er ekki verið að hengja sig á fituprósentu eða tölum á vigtinni, heldur það hvernig þú lítur út fyrir þig sjálfa.

Ég er spennt fyrir því að byrja og í fyrsta sinn í langan tíma finnst mér ekki erfitt að mæta í ræktina því ég er með plan, niðurnelgt og gott plan til að bæta líf mitt fyrir sjálfa mig.

Fyrir ykkur sem ekki hafa kynnt sér Betri árangur þá mæli ég með því að kíkja á heimasíðuna og sjá um hvað þjálfunin snýst. Ég er spennt og ég vona að ég hafi smitað aðra =)

Ég SKAL komast í þessa brjáluðu jógastellingu einn daginn………..skal!

xxx

Theodóra Mjöll

Langar þig frítt til útlanda??

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Ása Regins

    27. February 2015

    Dugleg !! Tökum svo æfingu saman þegar ég kem heim ;-)

  2. Anna Begga

    27. February 2015

    Húrra fyrir þér :)

  3. Helgi Ómars

    1. March 2015

    Ég kem með á æfingu!! 5 – 12 mars, finnum einhvern skemmtilegan tíma!