Lokkar

Skemmtilegt sýnikennsluvideó <3

Mamman mælir með; Jólablað Ígló&Indí

Æðislegt jólablað frá barnafatamerkinu Ígló&Indí kom út í dag. Mæli með að skoða blaðið vandlega og velja jólafötin á börnin jafnt sem föt í jólapakkann. Ég og Ólíver fengum að vera með í blaðinu og þar sem ég valdi nokkrar af mínum uppáhaldsflíkum Ígló&Indí og deili með lesendum. Einnig komu þrjár […]

Smalastúlka; skref fyrir skref

Hér er ein af mínum uppáhalds greiðslum úr bókinni minni Lokkar. Skemmtileg og auðveld greiðsla sem hentar stelpum vel sem eru með topp. Ég má til með að segja ykkur frá grafíska hönnuðinum sem setti bókina upp, henni Lindu Loeskow. Þílíkur snillingur hér á ferð!

Útgáfuteiti Lokka

Í gær héldum við skemmtilegt og fjölskylduvænt útgáfuteiti LOKKA í Eymundssyni í Kringlunni. Takk allir kærlega fyrir komuna og fyrir falleg orð. Það var svo gaman að fá að hitta krakkana aftur og sjá hvað þeir voru spenntir! Eins og ein mamman tilkynnti mér, þá gat dóttir hennar ekki sofið […]

Vinningshafarnir <3

Takk kærlega fyrir frábæra þátttöku í gjafaleiknum mínum. Ég dró út tvo vinningshafa í dag og þeir eruuuu……… Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir og Vildís Björk Bjarkardóttir Vinningshafarnir geta nálgast bókina hjá Eddu útgáfu að Lynghálsi 4 um leið og bókin kemur út (í lok næstu viku ef allt gengur á eftir […]

Fyrsta eintakið komið í hús

Fyrsta eintak LOKKA var að berast til mín núna rétt í þessu. Ég skelf á beinunum. Þvílíkir snillingar sem unnu með mér í þessu verkefni. Ég svo þakklát Sögu sem tók allar myndirnar, ótrúlega næmt auga sem stelpan hefur fyrir smáatriðum og nær að grípa rétta andrúmsloftið í hverri einni […]

Vilt þú vinna eintak af Lokkum?

Í síðustu viku fór nýja bókin mín LOKKAR loksins í prentun. Þetta er búið að vera rosaleg vinna, lærdómsríkt og ótrúlega skemmtilegt. Ég mæli að sjálfsögðu engan veginn með því að gera bók á þremur mánuðum við neinn lifandi mann, en þrátt fyrir tímarammann sem við höfðum þá kom þetta […]

Sneak peak

Ég ætla að deila með ykkur einni mynd úr nýju hárbókinni minni LOKKAR. Eins og ég hef geint frá áður þá skiptum við myndatökunum niður í árstíðirnar fjórar, vetur-sumar-vor-haust og er þessi mynd úr vetrarkaflanum. Ótrúlega falleg mynd af einstaklega prúðri stelpu sem heitir Margrét Dýrley. Við erum enn ekki […]

Lækið <3

Við teymið  á bak við nýju hárbókina LOKKAR (btw það er nafnið á bókinni:) erum komin með “læk” síðu á facebook þar sem við setjum reglulega inn myndir á bak við tjöldin og aðrar skemmtilegar upplýsingar fyrir þá sem hafa áhuga. Endilega lækið síðuna, ég yrði svo óendanlega þakklát :) […]

Á bak við tjöldin

Eins og ég hef greint frá áður þá er ég að vinna að gerð nýrrar hárbókar sem er væntanleg fyrir jólin. Myndatökunum lauk á föstudaginn í síðustu viku, en við skiptum myndatökunum niður í árstíðirnar fjórar; vor-sumar-haust og vetur. Leikmyndina tókum við alla leið og lágum yfir því hvernig best […]