fbpx

Á bak við tjöldin

Lokkar

Eins og ég hef greint frá áður þá er ég að vinna að gerð nýrrar hárbókar sem er væntanleg fyrir jólin.

Myndatökunum lauk á föstudaginn í síðustu viku, en við skiptum myndatökunum niður í árstíðirnar fjórar; vor-sumar-haust og vetur. Leikmyndina tókum við alla leið og lágum yfir því hvernig best væri að gera hverja og eina leikmynd þannig að hún yrði ævintýraleg og skemmtileg. Við fórum út um allar trissur til að fá leikmuni, snjóvél, föt og ég veit ekki hvað og hvað.

Þetta voru skemmtilegustu tökur sem ég hef verið í, en alls voru um 50 krakkar sem komu þessa fjóra daga í tökurnar með okkur.

Allt gekk eins og í sögu og allir krakkarnir stóðu sig svo vel!! Við Saga og Hildur vorum og erum enn í skýjunum!

Saga Sig tók allar myndirnar og Hildur Sumarliða sá um stíliseringu. Snillingar með miklu meiru. Mega team! 

Takk allir fyrir góðar viðtökur og ég vona svo innilega að þetta verði bók sem verði ekki fyrir vonbrigðum!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo var svo ótrúlega skemmtilegt að fréttablaðið vildi fá nokkrar myndir úr bókinni og birta í “Lífinu” í dag, einnig kom það inn á vísi.is og getið þið séð það hér :)

 

Hvað á nýja hárbókin að heita?

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    23. August 2013

    VÁÁÁÁÁÁ Theódóra, þetta eru æðislegar myndir, þú ert svo mikill snillingur að það hálfa væri hellingur. Pant vera fyrst að kaupa bókina þó ég eigi ekki einu sinni krakka;)

  2. Berglind

    23. August 2013

    Geggjaðar myndir og ekkert smá flott setup!
    Hlakka til að kaupa bókina..jei :)

  3. Pattra's

    23. August 2013

    Þessar myndir eru stjörnfræðilega flottar. Snillingur sem þú og Saga eru :)
    Ég hlakka til að kaupa bókina!

  4. Unnur

    25. August 2013

    ÓTRÚLEGT vægast sagt. Hlakka til að kaupa mér eintak af bókinni. Bíð spennt :).

  5. Hilrag

    26. August 2013

    æðislegar myndir! til lukku :)

    xx