Brúðkaup

Jústa&Sigmar ♥

Í sumar gerði ég svo margar brúðargreiðslur að ég man varla hvað þær voru margar, örugglega um 25 talsins! En það var eitt brúðkaup sem mér fannst alveg frábært (þau voru það samt öll!) og það var brúðkaupið þeirra Jústu og Sigmars. Ég ákvað því að taka stutt viðtal við […]

Dröfn&Ómar

Dröfn Sæmundsdóttir vöruhönnuður með meiru giftist sínum heittelskaða Ómari á laugardaginn síðastliðinn með pompi og prakt. Ég fékk smávægilegt hlutverk á brúðkaupsdaginn, og það var að sjálfsögðu að greiða brúðinni. Dröfn er með hnausþykkt, ólitað hár sem auðvelt er að móta, svo það mætti segja að ég hafi dottið þar […]

Love is in the air…

Þar sem tíunda brúðargreiðsla sumarsins lauk í dag þá vil ég í tilefni þess setja inn nokkrar vel valdar myndir af fallegum kjólum, vinskap, ást, blómum og smáatriðum sem tengjast brúðkaupsstússinu. Skemmtið ykkur vel í kvöld þið sem eruð í brúðkaupsveislum víðs vegar um landið =)

Vinsælustu brúðargreiðslurnar

Næstum alla laugardaga í sumar er ég bókuð í að greiða fögrum brúðum landsins fyrir stóra daginn þeirra. Ég er með bókaðar tvær til þrjár brúðargreiðslur hvern laugardag svo sumarið mitt er fullt af rómans, ást og hamingju sem maður fær að upplifa í kringum skipulagningu og það að fá […]

Brúðkaupsgreiðsla Dóru

Í haust fékk ég það tækifæri að greiða Dóru Sif Jörgensdóttur á brúðkaupsdaginn. Ég varð himinlifandi þegar hún tilkynnti mér að ég mætti gera fallega og hreina uppgreiðslu, en það er ekki algengt skal ég segja ykkur að brúðir vilja fá alvöru uppgreiðslu. Mér fannst greiðslan heppnast einstaklega vel, en þar […]

Brúðkaup Hjördísar

Í júlí síðastliðnum gerði ég brúðargreiðslu í þessa dýrðlegu prinsessu, hana Hjördísi Hugrúnu. Hún er ótrúlega skemmtileg og smekkleg týpa og sást það veeel á kjólavali og öðru á stóra deginum hennar og Gunna manninum hennar. Brúðarkjóllinn er frá Vera Wang og skórnir Miu Miu. Svo um kvöldið þegar partýið byrjaði þá […]

Brúðkaup írisar og arnars

30.desember síðastliðinn giftu þau Íris Rún vinkona mín og Arnar. Brúðkaupið var svo vel heppnað, hef ekki skemmt mér svona vel í langan tíma. En ég að sjálfsögðu heimtaði að fá að greiða brúðinni og finnst mér það hafa heppnast einstaklega vel!