fbpx

Jústa&Sigmar ♥

Brúðkaup

Í sumar gerði ég svo margar brúðargreiðslur að ég man varla hvað þær voru margar, örugglega um 25 talsins! En það var eitt brúðkaup sem mér fannst alveg frábært (þau voru það samt öll!) og það var brúðkaupið þeirra Jústu og Sigmars. Ég ákvað því að taka stutt viðtal við hana Jústu  sem vonandi á eftir að vera inspirerandi fyrir verðandi brúðhjón =)

j5

………………………..

Giftum okkur 5. júlí. Athöfnin í Fríkirkjunni í Reykjavík og veislan í Rafveitusalnum Elliðaárdal.

Ljósmyndari: Eva Lind Gígja

Hár: Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack

Förðun: Harpa Kára

……………………..

j4

Hvaðan kom kjóllinn?

Kjólinn hannað ég sjálf í samvinnu við Malen kjólameistara og dömurnar hjá Eðalklæðum. Þær hjálpuðu mér að velja efni og pöntuðu það fyrir mig frá New York. Ég lagði mikla áherslu á að hafa falleg efni og var ég ótrúlega ánægð með útkomuna. Eftir mikla vinnu og smá stress varð kjóllinn alveg eins og ég var búin að sjá fyrir mér. Malen og þær hjá Eðalklæðum fá mín allra bestu meðmæli, þær eru fagmanneskjur fram í fingurgóma og það var yndislegt að vinna með þeim. Mikil vídd er í pilsinu til að ná því þungu niður og því vandaðist aðeins málið varðandi brúðkaupsdansinn okkar Sigmars.

j3

Fyrsti dansinn?

Mér hefur alltaf þótt gaman að dansa og var ákveðin í því að hafa brúðkaupsdansinn með öðru sniði en oft tíðkast. Þannig að úr varð að ég dró Sigmar með mér á salsanámskeið síðasta vetur, og við dönsuðum salsa fyrir gestina sem að lokum soguðust inn í salsasveifluna með okkur á dansgólfinu og hættu ekki fyrr en ljósin voru kveikt. Það hefði verið ómögulegt að dansa salsa í brúðarkjólnum og var því ákveðið að ég yrði að skipta um dress seinna um kvöldið. Ég hef alltaf verið sjúk í samfestinga og varð því hvítur samfestingur fyrir valinu og breyttu þær hjá Eðalklæðum honum aðeins til að gera hann sparilegri og svo gerðu þær fallegt hárband úr afgangsblúndu frá kjólnum. Eftir að formlegri veislu var lokið og veislustjórarnir höfðu þakkað fyrir sig brá ég mér afsíðis og skipti um dress og beið þar þangað til Sigmar kallaði á mig. Dansinn byrjaði á Dirty Dancing lokaatriðinu og fór síðan útí salsa. Þetta gekk allt saman ótrúlega vel og var ég mjög ánægð með ákvörðun mína um að skipta um dress.

j1 j2

Hvað stóð upp úr?

Ég og Sigmar vorum ótrúlega ánægð með brúðkaupsdaginn okkar og hefðum ekki viljað hafa hann öðruvísi. Frábærar ræður, óvænt skemmtiatriði og maturinn heppnaðist líka mjög vel, það var í raun allt sem stóð uppúr. Við náðum að njóta brúðkaupsdagsins til fulls. Góðir vinir okkar beggja, sem við treystum vel sáu um veislustjórn. Góðir veislustjórar eru lykilatriði til að halda góðu flæði í ræðuhöldum og hafa þetta skemmtilegt en okkur fannst það skipta miklu máli, að við og aðrir gestir skemmtu sér vel. Við náðum að vera afslöppuð og nutum okkur vel allan tímann.

Geysir X No Nationality

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Ragga

    9. December 2014

    Þessi brúðarkjóll er tryllingslega fallegur! :)