KÖTT 

HáriðLÍFIÐUncategorized

Jæja hárið óx svo hratt að èg var ekki að trúa því, èg ákvað í fyrsta skipti að klippa mig aftur stutt en èg hef alltaf látið það vaxa þegar èg hef klippt mig áður.

Í þetta skiptið stytti èg það ennþá meira enda ekkert smeyk eftir að hafa séð hvað það óx hratt síðast. Èg fann líka að èg var “over” þetta aflitaða lúkk & ákvað þess vegna að dekkja það aðeins í rótina. Èg er ótrúlega sátt & verð að fá að mæla með henni Huldu minni sem sér alltaf um hárið á mèr. Hún er snillingur lífs míns & er staðsett á Hárgreiðslustofunni AIDA í Blönduhlíð! xx

img_0087.jpg

Þið getið fylgst með mèr á Instagram & Snapchat undir:
steinunne xx 

Óvænt heimsókn

Hárið

´Eg fékk svo frábæra óvænta heimsókn á básinn okkar um helgina í Gautaborg.

Ung og skemmtileg stelpa, Halla Eyjólfs, býr í Gautaborg og sá færsluna mína sem ég skrifaði á föstudaginn síðasta þar sem ég tilkynnti að ég væri stödd á bókamessunni þar í borg. Hún ákvað þá að vera svo sæt að koma og heimsækja mig þangað sem var hreint frábært.

Skemmtileg tilviljun og vá hvað það var gaman að fá einn íslending í heimsókn til mín á bókamessuna. Ég skellti svo að sjálfsögðu einni greiðslu í hana og vinkonu hennar í leiðinni.

Takk kærlega Halla fyrir að gera daginn minn betri :)

sverigeh1

Håret í Svíþjóð

Hárið

Af öllum stöðum í heiminum er ég stödd í Gautaborg í Svíþjóð þessa stundina……EIN! Sem er svo annað mál haha…

Katla förlag sem er sænskt forlag í eigu yndislegra Íslendinga voru svo frábær að hafa trú á bókinni minni Hárið að þau ákváðu að gefa bókina út hér í Svíþjóð og athuga hvort að það sé markaður fyrir hana á sænskum markaði.

Bókamessan hér í Gautaborg er með öllu móti stórkostleg, það er hreint ótrúlegt hvað þetta er stór markaður og gaman að koma hingað og sjá hvað við á Íslandi erum í raun lítil. En markaðurinn hér er mun erfiðari en á Íslandi. Það eru svo ótrúlega margir með svo margar frábærar hugmyndir af bókum að maður hálf týnist í allri flórunni.

Yfir 100þúsund manns sækja bókamessuna um helgina og er þetta stærsta sýning sem ég hef séð alla mína stuttu  (26 ár) tíð!

Mitt hlutverk í messunni er að standa við básinn hjá Katla förlag og kynna bókina fyrir gestum og gangandi. Ég var með svakalega hernaðaráætlun sem ég ætlaði að nota á Svíana, að bjóða þeim sem voru með “slæmt” hár fría hárgreiðslu og leyfa þeim að skoða bókina í rólegheitum á meðan ég dútlaði við hárið þeirra. Það virðist ekki ganga alveg eins vel og ég ætlaði ,en svíarnir eru heldur feimnari en ég áætlaði. Jæja, ég verð allan daginn á morgun við básinn og tek fullan poka af jákvæðni og orku með mér og vona að það hafi eitthvað að segja =)

Wish me luck!!!!!! =)

Ólíver kom með að sjálfsögðu :) Gæinn búinn að ferðast frekar mikið frá fæðingu, en á síðustu 11 mánuðum hefur hann komið með mér 7 sinnum í flug. Hvorki meira né minna…..:)