fbpx

Håret í Svíþjóð

Hárið

Af öllum stöðum í heiminum er ég stödd í Gautaborg í Svíþjóð þessa stundina……EIN! Sem er svo annað mál haha…

Katla förlag sem er sænskt forlag í eigu yndislegra Íslendinga voru svo frábær að hafa trú á bókinni minni Hárið að þau ákváðu að gefa bókina út hér í Svíþjóð og athuga hvort að það sé markaður fyrir hana á sænskum markaði.

Bókamessan hér í Gautaborg er með öllu móti stórkostleg, það er hreint ótrúlegt hvað þetta er stór markaður og gaman að koma hingað og sjá hvað við á Íslandi erum í raun lítil. En markaðurinn hér er mun erfiðari en á Íslandi. Það eru svo ótrúlega margir með svo margar frábærar hugmyndir af bókum að maður hálf týnist í allri flórunni.

Yfir 100þúsund manns sækja bókamessuna um helgina og er þetta stærsta sýning sem ég hef séð alla mína stuttu  (26 ár) tíð!

Mitt hlutverk í messunni er að standa við básinn hjá Katla förlag og kynna bókina fyrir gestum og gangandi. Ég var með svakalega hernaðaráætlun sem ég ætlaði að nota á Svíana, að bjóða þeim sem voru með “slæmt” hár fría hárgreiðslu og leyfa þeim að skoða bókina í rólegheitum á meðan ég dútlaði við hárið þeirra. Það virðist ekki ganga alveg eins vel og ég ætlaði ,en svíarnir eru heldur feimnari en ég áætlaði. Jæja, ég verð allan daginn á morgun við básinn og tek fullan poka af jákvæðni og orku með mér og vona að það hafi eitthvað að segja =)

Wish me luck!!!!!! =)

Ólíver kom með að sjálfsögðu :) Gæinn búinn að ferðast frekar mikið frá fæðingu, en á síðustu 11 mánuðum hefur hann komið með mér 7 sinnum í flug. Hvorki meira né minna…..:)

Emil slær í gegn

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Helgi Omars

    28. September 2013

    Áfram Theó! & njóttu vel! xx