Hár

70´s bombshell hár

Áttundi áratugurinn einkenndist meðal annars af stóru og miklu, blásnu hári. Ég get ekki hætt að fagna endurkomu þessa stórkostlega hártrends þó svo að það taki gríðarlegan tíma að ná því. Nú er bara að taka upp rúllurnar, rúlluburstann og blásarann!

Mánudagshár

Það þarf ekki að vera flókið að vera með fallegt hár.  Oft þarf ekki nema rétt að krulla einn eða tvo lokka við andlitið eða að henda hárinu lauslega í tagl til að fá þetta eftirsóknarverða og náttúrulega lúkk. Það sem gerir útslagið er skiptingin í hárinu,  passa að hnakkinn […]

Áramótahár

Nú fer að líða að árslokum og ekkert annað í stöðunni en að enda þetta glæsilega ár með enn glæsilegra hári ekki satt?? =) Hvort sem um er að ræða stutt, sítt, fíngert eða þykkt hár er margt í stöðunni en hártískan er svo fjölbreytileg. Hér eru hugmyndir að fallegu […]

Sjampó til að halda í fallega ljósa litinn

Ég er búin að vera að nota nýtt sjampó frá Label.m síðustu vikur og langaði mig að segja ykkur blondínunum aðeins frá því. Ég fann mikinn mun á hárinu þegar ég notaði það, það var mýkra og kaldi liturinn í hárinu mínu hélst mun lengur í en áður. Label.m Brightening […]

Hárið á Nicole

Fyrr á þessu ári tók Nicole Richie þá ákvörðun ásamt hárgreiðslumanni hennar og vini til margra ára, Andy LeCompte, að fara út úr þægindarrammanum og lita á sér hárið fjólublátt. Hún hlaut mikla athygli í fjölmiðlum fyrir þessa “djörfu” ákvörðun og skrifuðu miðlar eins og Glamour og Vogue um hárið […]

Vinnuferð til Ísafjarðar

Ég fékk skemmtilegt símtal fyrr í mánuðinum, en eigandi hárgreiðslustofunnar Hárstofa Maríu á Ísafirði hringdi í mig og bað mig um að koma og halda krullunámskeið þar í bæ ásamt Baldri eiganda heildsölunnar Bpro. Við að sjálfsögðu slógum til og á föstudaginn síðastliðinn fórum við bæjarrotturnar með flugi til Vestfjarða með […]

Disney ævintýrið frá A-Ö

Mig langar aðeins að deila með ykkur Disney ævintýrinu mínu sem er búið að vera ótrúlega magnað! Í sumar gerði ég semsagt tvær hárbækur fyrir Disney samsteypuna, annars vegar bókina Disney Prinsess Hairstyles og hins vegar Disney Frozen Hairstyles. Munurinn á milli þessara tveggja bóka er sá að fyrsta bókin, […]

VOGUE takan á Íslandi

Í sumar gerði ég hár fyrir mína fystu (og vonandi ekki síðustu) VOGUE myndatöku. Við vorum í tvo daga út á landi í tökum og keyrðum landshlutana á milli til að finna réttu staðsetningarnar. Hin hálf íslenska/hálf indverska Angela Jonson var módel tökunnar sem var mjög viðeigandi því myndaþátturinn var […]

Kopar hjá HH Simonsen ♥

Haldið hestum ykkar, því það nýjasta frá HH Simonsen eru koparhúðuð járn og hárblásari! Járnin eru enn ekki komin í sölu á Íslandi en ég spjallaði við eiganda HH Simonsen í gær, Claus Nissen, sem er staddur á Íslandi núna og sagði mér að járnin hefðu selst upp á 2-3 […]

Heimsókn í Hárakademíuna

Hárakademían er nýr, einkarekinn hárskóli undir stjórn Hörpu Ómarsdóttur hárgreiðslumeistara. Ég get ekki sagt að ég sé hlutlaust þegar kemur að umfjöllun hárakademíunnar því við Harpa unnum saman á Toni&Guy þegar ég var þar nemi og kenndi hún mér mjög mikið. Einnig verð ég að kenna nemendum skólans hárgreiðslu þegar […]