fbpx

Heimsókn í Hárakademíuna

Hár

Hárakademían er nýr, einkarekinn hárskóli undir stjórn Hörpu Ómarsdóttur hárgreiðslumeistara. Ég get ekki sagt að ég sé hlutlaust þegar kemur að umfjöllun hárakademíunnar því við Harpa unnum saman á Toni&Guy þegar ég var þar nemi og kenndi hún mér mjög mikið. Einnig verð ég að kenna nemendum skólans hárgreiðslu þegar líður á önnina. Þrátt fyrir persónuleg tengsl, þá er ég gríðarlega spennt og ánægð að sjá fjölbreytileika í hárkennslu og hvet alla þá sem hafa áhuga á hárgreiðslunámi að kynna sér Hárakademíuna.

Fyrir forvitna þá fjallaði ég ítarlega um uppbyggingu námsins og skólann fyrr á árinu.

Ég leit við um daginn og tók nokkrar myndir af skólanum og nemendunum…

harakademian2

Hér er Harpa (sem er alltaf einu númeri of svöl) að hengja upp mood-board á vegginn sem nemendur voru að vinna að.

harakademian3

Heimilislegt og stílhreint í eldhúsi skólans.

harakademian5 harakademian6 harakademian7

Anddyri skólans í Mörkinni 1. Hversu fallegt!harakademian8 harakademian9

Bleika slaufan í gegnum árin

Skrifa Innlegg