fbpx

Bleika slaufan í gegnum árin

í dag er BLEIKUR DAGUR og hvet ég alla til þess að klæðast einhverju bleiku í dag, unga sem aldna- konur sem karla. Eða einfaldlega  bera Bleiku slaufuna.

Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Styðjið baráttuna gegn krabbameinum og hafið slaufuna ykkar sýnilega í októbermánuði. 

Gaman er þó að spá í bleiku slaufunni sem söfnunargrip, rétt eins og jólaóróarnir frá Georg Jensen, en það eru margir af þekktustu skartgripahönnuðum okkar Íslendinga sem hafa komið að hönnun hennar svo sem Hendrikka Waage, Sif Jakobs og Orr.  Slaufan sem kom árið 2011 var þó perluð af Zulufadder konum í Suður–Afríku sem annast munaðarlaus börn, hvorki meira né minna.

Ég get ekki hætt að dásama hversu fallegt konsept bleika slaufan er, en það er ekki einungis verið að styðja baráttuna gegn krabbameini, heldur er einnig verið að koma íslenskum skartgripahönnuðum á framfæri á annan hátt en vant er.

Þar sem ég á afmæli 8.október, hefur maðurinn minn gefið mér bleiku slaufuna í afmælisgjöf hver ár síðan við byrjuðum saman, eða í 7 ár, jafn mörg ár og slaufan hefur verið seld hér á Íslandi á þennan hátt. Ég mun halda áfram að kaupa (og fá gefins) slaufu um ókomin ár óháð smekk, en slaufurnar eru jú, misjafnar og stíll þeirra aldrei sá sami. Þá er um að gera að setja upp þá slaufu sem þér þykir fegurst og bera hana í októbermánuði. Ef slaufan er passar ekki við þinn persónulega smekk og þú kærir þig ekki um að bera slíkan skartgrip, er alltaf hægt að fara inn á heimasíðu bleiku slaufunnar www.bleikaslaufan.is og styrkja málefnið með því að leggja pening inn á söfnunarreikning bleiku slaufunnar/krabbameinsfélagsins.

………

Slaufan 2007  er fyrsta slaufan en hún ber engan hönnuð. Það hlýtur þó að hafa verið einhver sem hannaði hana og framkvæmdi, þó svo að hún beri engann opinberan höfund. Hún er falleg, einföld og segir allt sem segja þarf!bleika slaufan

……….

Bleiku slaufuna 2008 hannaði Hendrikka Waage og er mýkri og bættari útgáfa af upprunalegu slaufunni. Það er þó búið að “pimpa” hana aðeins upp, setja bleika steina um hana alla og gera hana fínni. Ég er óskaplega hrifin af henni og finnst gaman að Hendrikka hafi ekki farið langt frá upprunalegu slaufunni. 

bleikaslaufan-3-10-2008-8138

……….

2009 hannaði Sif jakobs slaufunaHún er í persónulegu uppáhaldi og gekk ég með þá slaufu mikið yfir veturinn 2009-2010. Fíngerðir steinarnir og granna lína slaufunnar gera hana kvenlega og fágaða.bleika slaufan

……….

2010 hannaði Ragnheiður I. Margeirsdóttir (RIM) slaufuna en hún er breiðari og flatari en slaufurnar þar á undan, með þó miklum smáatriðum. Slaufan minnir mig óneitanlega á fallegan, hefðbundinn skandinavískan trefil.

bleika slaufan-2010d

……….

Bleika slaufan 2011 var perluð af Zulufadder konum í Suður–Afríku sem annast munaðarlaus börn. 

Það væri gaman að komast að því hvernig krabbameinsfélagið fékk þessar frábæru konur til að perla Bleiku slaufuna það árið og hvað verkefnið þýddi fyrir þeim og þeirra samfélagi.

bleika slaufan-2011

……….

2012 var slaufan hönnuð af SIGN og minnir kannski síst á slaufu.  Hún hefur eflaust hitt beint í mark hjá glingur aðdáendum enda er nóg um að vera á þessari slaufu. Hún minnir mig helst á tvö sólblóm, eða tvo fífla sem vaxa í sitthvora áttina upp úr moldinni. 

bleika slaufan-2012

……….

2013 var slaufan hönnuð af ORR. Hún er minimalísk og fáguð með fallegum og mjúkum línum sem mynda einskonar slaufu. Það er eitthvað framtíðarlegt við hana.

bleika slaufan-2013

……….

Stefán Bogi Stefánsson hönnuður og gull– og silfursmiður MGH hannaði bleiku slaufuna í ár, 2014. Slaufan er einföld og falleg og ber ég hana stolt  á barminum í októbermánuði.

 Um hönnun slaufunnar og lýsir Stefán formi hennar þannig; hringformið er eilíft, rofnar aldrei.

bleika slaufan-2014

Krullu- og greiðslunámskeið

Skrifa Innlegg