Vöruhönnun

Flétta; Orri Finn

Ný skartgripalína Orra Finn hefur litið dagsins ljós og ber heitið Flétta.  Mér þykir því gríðarlega vel við hæfi að ég fjalli um Fléttu þar sem ég er mikill aðdáandi fléttunnar, vinn mikið með hana/þær og eyði gígantískum tíma í að pæla í mismunandi tegundum hennar og útfærslum.  Fléttan stendur fyrir sameiningu, hún varðveitir […]

Geysir X No Nationality

Erna Einarsdóttir yfirhönnuður Geysi, vann frábært samstarfsverkefni á dögunum með danska hágæða fatamerkinu NN.07 (No Nationality). Fyrir þá sem ekki vita útskrifaðist Erna árið 2012 úr fatahönnun með áherslu á textíl frá hinum virta St. Martins í London. Hún var ráðin til hins heimsfræga tískufyrirtækis Yves St. Laurent strax í […]

Ástfangin ♥

Ást við fyrstu sýn. Postulína er samstarfsverkefni Guðbjargar Káradóttur leirkerasmiðs og Ólafar Jakobínu Ernudóttur hönnuðar og er ég þeirra helsti aðdáandi (vil ég meina). Mér þykja þær einstaklega klárar og langar mig að eiga ALLT sem þær stöllur gera. Það er eiginlega hálf vandræðalegt. En ég kom við á verkstæði […]

Húsgagnalína fyrir börnin

Hönnunarfyrirtækið RAFA kids er eitt af fáum húsgagnafyrirtækjum í heiminum þar sem hönnunin og vörurnar snúast einungis að börnum og þörfum þeirra. Ég er ástfangin af hönnuninni og útsjónarseminni og óska þess að hægt væri að fá vörurnar hér heima á Íslandi. Sagan á bak við fyrirtækið er mjög skemmtileg: […]

New Tendency koparhillur

Kopartrendið heldur áfram mér til mikillar ánægju og fann ég þessa hillu frá NEW TENDENCY  eftir hönnuðinn Sigurd Larsen, sem kæmi sér mjög vel á ganginu heima… Hversu fallegt!  

Finally mine

Mig hefur langað í Muuto Dots í langan tíma og lét það eftir mér þegar ég sá þá í Illums Bolighus á Strikinu í Kaupmannahöfn. Illums Bolighus á Strikinu er himnaríki hönnunargeðsjúklinganna og ég hugsa enn um þessi tvö skipti sem ég hef farið þar inn og eytt klukkustundum í […]

Eldhúsást

Ég er með eldhús á heilanum. Eldhúsinnréttingar, leirtau, piparkvarnir,pönnur&pottar, bollar&glös og þar fram eftir götunum. Litapallettan er viður, stál, hvítt og svart með grænum lifandi plöntum…… Hversu dásamlegir eru þessir eldhúsdraumar?

Páskar hjá Ferm Living

Ferm Living gaf út stórskemmtilegt páskablað fyrr í mánuðinum. Í blaðinu eru alls kyns hugmyndir af því hvernig hægt er að fegra heimilið með vörunum þeirra á páskalegan máta. Mjög sniðugt og mjög skemmtilegt. Ég viðurkenni að ég komst í heljarinnar páskaskap =) Halló páskaegg, sofa út, fara í bíó, […]

Dásamlegir danskir speglar

Mirror Mirror heita þessir brjálæðislega flottu speglar eftir danska hönnuðinn Maria Bruun. Ég er ástfangin og vil einn takk! Eða tvo…eða þrjá!