fbpx

Ástfangin ♥

Vöruhönnun

Ást við fyrstu sýn.

Postulína er samstarfsverkefni Guðbjargar Káradóttur leirkerasmiðs og Ólafar Jakobínu Ernudóttur hönnuðar og er ég þeirra helsti aðdáandi (vil ég meina).

Mér þykja þær einstaklega klárar og langar mig að eiga ALLT sem þær stöllur gera. Það er eiginlega hálf vandræðalegt. En ég kom við á verkstæði Guðbjargar í gær og nældi mér í þennan hangandi blómavasa sem ég fæ ekki nóg af (ásamt öðru….sýni ykkur það seinna). Blómavasinn fékk góðan stað á heimilinu um leið og hann kom heim..

Screen Shot 2014-11-17 at 22.58.43

Magnea hannar fyrir dótturfyrirtæki Ralph Lauren

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. .....

    18. November 2014

    Hvar fékkstu þessa plöntu? :)

    • Theodóra Mjöll

      18. November 2014

      Mig minnir að ég hafi bara fengið hana í IKEA….eða Bauhaus =)

  2. Vala

    18. November 2014

    Ótrúlega fallegar vörur.

  3. Sunna

    18. November 2014

    Hæ!

    Mig langar svo að forvitnast hvar þú fékkst plöntuna? Er búin að vera að leita mér að svona lengi :)

    • Theodóra Mjöll

      18. November 2014

      Ég fékk hana annað hvort í IKEA eða í Bauhaus =) Minnið mitt er að stríða mér haha, en það eru ótrúlega margar fallegar plöntur í Bauhaus!

  4. Katrín

    20. November 2014

    hvað kostar vasinn?

    • Theodóra Mjöll

      21. November 2014

      Þessi tiltekni vasi kostaði 9500 kr en ég veit ekki hvort allir vasarnir séu á sama verði. Mæli með að þú kíkir á facebook síðu Postulínu en þar geturðu nálgast allar frekari upplýsingar um verð og annað =)