Umfjöllun

Helgin með augum Kára Sverriss

Jæja, þá er vinnutörn lífs míns lokið (!!). Búin að skila af mér Frozen bókunum, RFF er búið og önnur verkefni sem komu öll á sama tíma. Nú sit ég á skrifstofunni minni í hjarta Reykjavíkur með kaffibolla og góðu samstarfsfólki sem ég hef saknað sárt síðustu 5 vikur og […]

♥Nýtt Líf ♥

Í nýjasta tölublaði Nýs Lífs má finna mjög vandræðalegt viðtal við mig, en ég segi meðal annars frá hræðslu minni við smábörn (ég veit, mjög vandræðalegt), frá fyndnu atviki sem kom fyrir í vinnunni og frá því hvað ég hef lært undanfarna mánuði/ár. Já, auðvitað er viðtalið við mig algjört […]

Hús&Híbýli; Heima

Í nóvember fór ég svo langt út úr þægindarrammanum að ég sá hann ekki lengur. Blaðamaður frá Húsum&Híbýlum hafði samband og bað mig um að vera með í hátíðarblaðinu sem kom út í byrjun desember. Aðalfókusinn var á fiskaseríuna mína Fagur fiskur í sjó og datt mér ekki til hugar að […]

Lífið; Forsíðuviðtal

Í dag kom forsíðuviðtal við mig í Lífinu þar sem ég opnaði mig upp á gátt, sem er frekar ólíkt mér. Þrátt fyrir óþægindin er ég ofboðslega ánægð hvernig Rikka tæklaði viðtalið og gerði það uppbyggjandi og fallegt. Fyrir forvitna er hægt að lesa viðtalið HÉR. Snillingurinn og vinkona mín […]

Disney ævintýrið frá A-Ö

Mig langar aðeins að deila með ykkur Disney ævintýrinu mínu sem er búið að vera ótrúlega magnað! Í sumar gerði ég semsagt tvær hárbækur fyrir Disney samsteypuna, annars vegar bókina Disney Prinsess Hairstyles og hins vegar Disney Frozen Hairstyles. Munurinn á milli þessara tveggja bóka er sá að fyrsta bókin, […]

Frozen myndatakan – á bak við tjöldin

Í dag lauk fyrsta tökudegi Frozen bókarinnar. Tökurnar stóðu yfir í 12 klst og verður annar eins dagur á morgun, svo ég ætla ekki að skrifa mikið þar sem heilinn á mér er ekki alveg á sínum stað…. Vísir.is kom við í tökurnar og fjallaði um okkur. Fyrir forvitna er […]

Brúðkaupshár

Ég vona svo sannarlega að þið hafið séð nýjasta tölublað Nude Magazine en þar er úr nógu að fá fyrir fagurkera og verðandi brúðir landsins =) Eins og Svana Lovísa og ég höfum greint frá áður, þá erum við nýjustu pennar Nude Magazine og erum með flottan kafla þar sem heitir […]

Sunnudagsmogginn <3

Eins og ég greindi frá fyrr í vikunni þá kom ljósmyndari frá Morgunblaðinu og tók myndir af heimili okkar í Hlíðunum fyrir Sunnudagsmoggann. Ó mæ hvað ég var með mikinn hnút í maganum yfir þessu, enda mjög persónulegt. En þetta fín æfing fyrir miðvikudaginn…..dúmm durumm….segi ykkur frá því á miðvikudaginn, […]

Mamman mælir með; Jólablað Ígló&Indí

Æðislegt jólablað frá barnafatamerkinu Ígló&Indí kom út í dag. Mæli með að skoða blaðið vandlega og velja jólafötin á börnin jafnt sem föt í jólapakkann. Ég og Ólíver fengum að vera með í blaðinu og þar sem ég valdi nokkrar af mínum uppáhaldsflíkum Ígló&Indí og deili með lesendum. Einnig komu þrjár […]

10 uppáhalds

Ég sýndi Séð&heyrt tíu af uppáhalds hlutunum mínum fyrir nýjasta tölublaðið. Erum samt að ræða þessa mynd af mér….það er eins og ég sé að reyna að vera geðveikt djörf og seyðandi. Haha…..